Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. íþróttir__________________Iþróttir__________________Iþróttir Iþróttir Þórsarar rufu 5 leikja sigurgöngu Keflvíkinga - sigruðu 3-2 í 1. deildinni í Keflavík 1. deildj Keflavíkur- ^ völlur, IBK-Þór, 2-3 (0-1) Fimm leikja sigurganga ÍBK var rofin af norðanpiltum Þórs í Keflavík á fostudagskvöldið þegar gestimir báru sigurorð af heimamönnum með eins marks mun, 2-3. Fyrri hálfleikur var mjög þófkenndur og bar fátt til tíðinda en hinn seinni var hins vegar líflegri, hraður og opinn, með mörgum góðum tækifærum, þar sem fjögur nýttust, tvö hjá hvoru liði, en það sem á milli skildi var að Þórsarar höfðu nýtt eiginlega sitt eina tækifæri í fyrri hálfleik og fengu þvi öll stigin þrjú í sinn hlut og áttu það raunar skilið - þeir voru öllu ákveðnari og ljónviljug- ir þegar á heildina er litið. Þrátt fyrir ósigurinn geta Keflvíkingar vel við T unað - liðið sýndi oft góða kafla og þeir verða vafalítið fleiri þegar lengra líður. Norðanmenn voru fremur seinir í gang. Menn voru að gera því skóna að viðbrigðin við að koma úr sólskin- inu og ylnum fyrir norðan og í suddann og svalann fyrir sunnan ættu þar sök á - þeir hafi verið svona lengi að hitna. En hvað sem öllum vanga- veltum líður áttu Keflvíkingar aðeins tvö skot í fyrri hálfleik sem vert er að geta, skot Óla Þórs, sem geigaði, og skot Skúla Rósantssonar, sem Baldvin ■* Guðmundsson varði. Halldór Áskels- son var sá norðanmanna sem fyrstur kom Þorsteini Bjamasyni markverði til að reyna eitthvað virkilega á sig á milli stanganna og ekki brást Þor- steinn, varði fast skot hans, en hann réð samt ekki við þrumuskot Kristjáns Kristjánssonar á 41. mín., þegar Kristján fékk sendingu frá Hlyni Birg- issyni, þaut í gegnum ÍBK-vömina og sendi knöttinn fram hjá Þorsteini í marksúlu og í netið, 0-1. Ingvar Guð- mundsson var nærri því að jafna rétt fyrir hlé en var ekki nógu ákveðinn í markteigshominu og náði ekki að miða skotið sem geigaði og lenti rétt utan við marksúlu. Kristján Kristjánsson ögraði Þor- steini aftur snemma í s.h. en skaut gróflega yfir markið. Keflvíkingar sáu að við svo búið mátti ekki standa og Skúli Rósantsson sannaði að aldrei má gefast upp - hann elti knöttinn fram að endamörkum og tókst á sein- ustu sentímetmnum að spyma honum fyrir markið, en þangað var Einar Ásbjöm Ólafsson miðvörður kominn og skallaði knöttinn undir þverslá og í netið, 1-1. Mikið kapp hljóp í leikmenn við jöfnunarmarkið. Jafritefli var alls ekki það sem þeir gætu sætt sig við. Sigur og ekkert annað skyldi það verða enda lifnaði yfir áhorfendum sem varla höfðu gefið frá sér svo mikið sem eina stunu í fyrri hálfleik. Norðanmenn hopuðu um sinn nokkuð í vömina því heimamenn hertu sóknaraðgerðir sín- ar svo allt benti í þá átt að þeir fæm að koma knettinum í norðanmarkið, en dæmið snerist óvænt heldur betur við. I skyndisókn leika þeir Halldór Áskelsson og Kristján Kristjánsson skemmtilega vel saman sem endar með því að sá síðamefndi kemst inn fyrir vöm ÍBK og lyftir knettinum yfir Þorstein og í markið, 1-2, á 67. mín. Keflvfldnga tók það svo sjö mín. að jafiia eftir allgóðar sóknaraðgerðir. Or homspymu er Rúnar Georgsson að kljást við nokkra Þórsara. Hefúr betur og lyftir knettinum að marki Þórs þar sem Freyr Sverrisson kemur aðvífandi og breytir stefiiu hans með höfðinu og í markið, 2-2. Kannski nældi hann í markið af Rúnari því knötturinn hefði sennilega hafhað í markinu hvort eð var. Eftir markið var aldeilis líf í tuskun- um. Knötturinn gekk marka á milli með miklum hraða enda höfðu leik- menn nægilegt þrek og gátu því tekið vel á, svo sem þlautur og háll völlur- inn leyfði. Heimamenn vom öllu ágengari en svo kom reiðarslagið. Á 86. mín. nær Jónas Róbertsson knett> inum á vítateigslínu, sendir til Sigur- óla Kristjónssonar. í stað þess að reyna sjálfur að skjóta skallar hann knöttinn til Nóa Bjömssonar vamar- manns sem var þama eins og óboðinn gestur. Nói sýndi þá HM-látbragð - Maradonatakta - og sendi knöttinn með utanfótarspymu undir þverslá og í netið, 2-3. Mjög laglega gert og þessu marki tókst heimamönnum ekki að svara þær fáu mínútur sem eftir vom. Einar Ásbjöm, Óli Þór, Skúli Rós- antsson og Freyr Sverrisson vom virkastir í IBK-liðinu, sem barðist vel en uppskar ekki alveg í samræmi við það - en hraði, kraftur, samleikur og viljinn er fyrir hendi þótt hittnin hafi yfirgefið liðið í bili. Þórsarar sýndu nú það sem menn þóttust vita að byggi í þeim og miðuðu þá við liðið eins og það var í fyrra. Snerpan og frískleikinn, sem það sýndi þá, kom í ljós núna og þeir verða öllum skeinuhættir haldi þeir áfram á sömu braut. Kristján Kristjánsson, Nói Bjömsson og Hlynur Birgisson vom ásamt Baldvini Guðmundssyni mark- verði einna bestir í Þórsliðinu, ef hægt er á annað borð að gera upp á milli manna þar. Dómari var Oh Olsen sem búinn er að temja sér traustvekjandi og ömggt fas - kannski dregið dám af kollegum sínum í HM, lét leikinn ganga og hafði gott vald á því, en slíkt er ekki á allra færi. Lið ÍBK: Gísli Grétarsson, Þorsteinn Kristján Kristjánsson skoraði tvivegis í leiknum. Bjamason, Rúnar Georgsson, Einar Ásbjöm Ólafeson, Valþór Sigþórsson, Freyr Sverrisson, Gunnar Óddsson, Siguijón Sveinsson, Ingvar Guð- mundsson, Skúli Rósantsson, Óli Þór Magnússon. Varam. í s.h. Sigurður Guðnason og Jón Sveinsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Sigurbjöm Viðarsson, Jónas Róberts- son, Nói Bjömsson, Ámi Stefánsson, Siguróli Kristjánsson, Halldór Áskels- son, Júlíus Tryggvason, Kristján Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Bald- ur Guðnason. Gul spjöld: Ámi Stefánsson og Hlynur Birgisson. Áhorfendur 565. Maður leiksins: Kristján Kristjánsson, Þór. emm „Við áttum að deila 3. sætinu á HM eftir venjulegan leiktíma“ - sagði Guy Tliys, landsliðsþjálfari Belgíu. Frakkar í 3.sæti „Við höfum viljann til að sigra og þetta hefur verið mjög góð keppni fyr- ir Frakkland þegar leikurinn við Vestur-Þjóðverja er undanskilinn. Ég get ekkert um það sagt hvort lið okk- ar gegn Belgíu er hið nýja landslið Frakklands. Það er alltof fljótt að spá •Genghini átti stórleik á laugardag. nokkm um það. Við sjáum hvað skeð- ur þegar Frakkland fer að verja Evrópumeistaratitil sinn. Platini, sem er andlega mjög þreyttur, bað um að verða hvfldur og það var ágætt því ég ætlaði að gefa öllum leikmönnum mín- um tækifæri til að leika á HM,“ sagði Henri Michel, landsliðsþjálfari Frakk- lands, á laugardag eftir að lið hans hafði tryggt sér þriðja sætið á HM, sigrað Belgíu 4-2 í framlengdum leik. 2-2 eftir venjulegan leiktíma. „Að leika um þriðja sætið og þurfa framlengingu til að fá úrslit er of mik- ið af því góða. Þegar liðin vom jöfri eftir venjulegan leiktíma áttu þau að deila með sér þriðja sætinu. Þetta var í þriðja skipti á HM sem leikmenn mínir þurftu að leika í 120 mínútur. Það hlaut að koma niður á þeim í framlengingunni. En ég er mjög án- ægður með frammistöðu leikmanna minna á HM. Það er frábært að eiga þijá tvítuga leikmenn í liðinu, Vervo- ort, Demol og Scifo, sem efldust með hveijum leik. Auðvitað viðurkenni ég - um það þarf ekki að deila - að Frakk- ar eiga sterkara lið en það sem lék gegn okkur í dag. Þessar breytingar drógu þó ekki úr getu franska lands- liðsins," sagði Guy Thys, hinn 62 ára landsliðsþjálfari Belgíu, sem fyrir leik- Heimsmet hjá Gross Vestur-þýski sundmaðurinn Micha- el Gross setti um helgina nýtt heims- met í 200 metra flugsundi. Afrekið vann hann á móti í Hannover í Vest- ur-Þýskalandi. Hann synti vegalengd- ina á 1:56,24 min. en sjálfur átti hann eldra metið sem var 1:56,65 mín. og setti hann það á móti í ágúst í fyrra. -SK inn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning sem landsliðsþjálfari. Hann hefur verið með liðið í 10 ár. Það sýnir mikinn styrk franskrar knattspymu að aðeins þrír af aðal- mönnum Frakka á HM, Amoros, Battiston og Tigana, voru í byijunar- liðinu gegn Belgíu. Battiston fyrirliði. Bossis kom inn á 57. mín. þegar Yvon Le Roux meiddist. Tigana, sá mikli snillingur, hvíldur á 84. min. Merki- legt að Albert Rust, 32 ára markvörð- ur, lék þama sinn fyrsta landsleik í aðalliðinu eftir að hafa verið fjögur ár í landsliðshópnum. Hins vegar hefur hann leikið landsleiki áður. Varð ólympíumeistari 1984. Hann lék þó aðeins á laugardag vegna þess að ann- ar markvörður Frakka, Philippe Bergeroo, er meiddur. Leikurinn á laugardag var að mörgu leyti skemmtilegur. Jan Ceulemans, sá stórgóði leikmaður, skoraði fyrsta markið á 11. mín. Jean Marc Ferreri jainaði fyrir Frakkland á 27. mín. og Jean Pierre Papin kom Frökkum yfir á 43. mín. Nico Clasen jafhaði í 2-2 á 73. mín. 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Þeir Bemard Genghini, sem átti stór- leik í franska liðinu, og Manuel Amoros skoruðu á 104. og 109. mín. Mark Amoros úr vítaspymu. Liðin vom þannig skipuð. Frakkland: Rust, Bibard, Re Roux (Bossis), Battiston, Amoros, Tigana (Tusseau), Ferreri, Vercmysse, Geng- hini, Papin og Bellone. Belgía. Pfaif, Gerets, Demol, Ren- quin (Frankie van der Elst 46. mín.), Vervoort, Grun, Scifo (Leo van der Elst 64. mín.), Mommens, Cuelemans, Veyt og Claesen. hsím Fyrsta tap ÍR í 3. deild ÍR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik í A-riðli þriðju deildar þegar þeir sóttu Fylki heim. Fylkismenn sigr- uðu með einu marki gegn engu og skoraði Óskar Theódórsson sigur- markið. Stjaman úr Garðabæ tapaði þriðja leik sínum í röð eftir annars ágæta byijun. Stjaman fékk Grind- víkinga í heimsókn og lauk leiknum með sigri Grindvíkinga, 2-1. Ragnar Eðvaldsson og Ólafur Ingólfsson skomðu fyrir gestina en Bjami Ben- ediktsson minnkaði muninn fyrir Garðbæinga. ÍK tryggði sér toppsætið í riðlinum með 4-2 sigri á Ármenningum. Þeir Jóhann Pálmason og Gunnar Þ. Guðmundsson gerðu báðir 2 mörk fyrir Kópavogsbúa en Smári Jósa- fatsson og Ari Már Torfason skomðu fyrir Ármenninga. Staðan í A-riðli ÍK Fylkir ÍR Grindavík Reynir Sandg. Stjaman Ármann 5 4 0 1 9-5 5 3 11 12-4 5 3 11 6-1 5 2 0 3 6-8 4 1 2 0 4—4 4 1 0 3 3-5 6 0 2 4 5-18 HV er hætt keppni. 12 10 10 6 5 3 2 Þriðja jafntefli Þróttar í röð Þróttarar frá Neskaupstað gerðu þriðja jafnteflið í röð þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn. Her- mann Þórisson og Hólmar Ástvalds- son skomðu fyrir aðkomumennina en þeir Magnús Jónsson og Marteinn Guðgeirsson jöfnuðu fyrir heima- menn á síðustu 10 mínútunum. Leiftur frá Ólafefirði heldur enn sínu striki í B-riðli 3. deildar, sigraði Leikni á Fáskrúðsfirði 2-1. Einar Áskelsson og Óskar Ingimundarson skoruðu fyrir Leiftur en Bergþór Friðriksson skoraði fyrir heima- menn. Magni og Austri gerðu jafn- tefli, 0-0. Reynir Árskógsströnd sigraði Val frá Reyðarfirði 3-2 í bar- áttuleik. Júlíus Guðmundsson, 2, og Garðar Níelsson skomðu fyrir Reyni en þeir Agnar Amþórsson og Stein- þór Stefánsson fyrir Val. Staðan í B-riðli Leiftur Tindastóll Þróttur Austri Magni Reynir Ár. Valur Leiknir 6 4 2 0 12-4 14 6 3 3 0 10-6 12 6 2 4 0 12-6 10 6 2 2 2 7-7 8 6 2 2 2 6-6 8 6 2 2 2 10-11 8 6114 6-11 4 6 0 0 6 2-14 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.