Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Finnland: Baráttan að hefjast fyrir forsetakosningarnar 1988 Mjög fallegt er í Helsinki en hér sést hið fræga Finlandia-hús og í bakgrunni til vinstri má sjá þinghöllina. Nú er hafin óformleg kosningabarátta fyrir forsetakosningamar árið 1988 í Finnlandi og reikna margir með að í þeim verði mjótt á mununum milii Mauno Koivisto, núverandi forseta, og Paavo Váyrynen, frambjóðanda framsóknarflokksins. Guðrún Helga Siguröardóttir, DV, Hebmld Finnski framsóknarflokkurinn, ef svo mætti kalla þennan stærsta miðjuflokk finnskra stjómmála, varð fyrir mikilli niðurlægingru, að áliti eigin flokksmanna, er flokkur- inn tapaði baráttunni í forsetakosn- ingunum 1982. Jafnaðarmaðurinn, Mauno Koivisto, varð þá forseti og þá varð hljótt um finnska framsókn- arflokkinn um tíma. Flokkurinn hafði ætíð „átt“ forset- ann og nú hyggst hann „eignast" hann aftur. Á flokksþingi, sem hald- ið var fyrir nokkrum vikum, var utanríkisráðherrann, og formaður flokksins, Paavo Váyrynen, til- nefridur sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum árið 1988. Það var einhuga flokkur sem tilnefndi Váyrynen, flokkur fúllur baráttu og sigurvilja. Síðasti „séns“ Þegar forsetakosningamar verða haldnar árið 1988 verður Paavo Váy- rynen aðeins fjörutíu og eins árs að aldri, þremur mánuðum yngri en yngsti forseti landsins hingað til, Lauri Kristian Relander, flokks- bróðir Váyrynen. Kosn’ngamar verða því síðasti „séns“ fyrir Váy- rynen að verða yngsti forseti lands- ins. Á fyrmefhdu flokksþingi fram- sóknarflokksins má segja að ný kynslóð hafi tekið við öllum völdum í flokknum, kynslóð jafiialdra Váy- rynens. Aðeins einn þingmaður flokksins er yfir miðjum aldri. Það er því ferskt blóð í flokknum og við öllu frá honum að búast. Baráttan tvísýn? Málgagn framsóknarflokksins, „Keskisuomalainen", lauslega þýtt „Miðjufinninn“, skrifaði í leiðara fyrir nokkru að Mauno Koivisto for- seti væri-ekki lengur umvafinn sömu blindu aðdáun og 1982 er hann var kjörinn eftirmaður Urhos Kekkon- en. Blaðið segir að það sé þó erfitt að ímynda sér að Koivisto nái ekki kosningu ef hann bjóði sig fram - enda hafi hann alltaf haft 50% fylgi í skoðanakönnunum til þessa. Ef Koi visto býður fram, sem reynd- ar flestallir í Finnlandi gera ráð fyrir, gæti baráttan orðið tvisýn milli hans og Váyrynens. „Miðjufinninn“ Mauno Koivisto er vinsæll maður i Rnnlandi. Almennt er við því búist að hann bjóði sig aftur fram í emb- ætti forseta árið 1988 og vinni sigur þrátt fyrir mótframboð Váyrynens. fúllyrðir til dæmis að þeir verði ein- ir frambjóðenda um að „leika í fyrstu deild“, eins og blaðið kemst að.orði. Sennilegur frambjóðandi hægri- flokksins í finnskum stjómmálum, svokallaðs „Kokoomus“, Harri Hol- kery, sem einnig bauð fram fyrir hönd flokksins í síðustu forsetakosn- ingum, „leiki í annarri deild“ - ekki síst vegna þess hve hljótt hefúr verið um hann síðustu árin. í þriðju deild leika svo frambjóðendur litlu flok- kanna, flokka eins og frjálslynda þjóðarflokksins, kristilegra, sænska þjóðarflokksins og kommúnista. Biðlað til hægri Eftir flokksþingið komust Váyryn- en og flokksfélagar hans mikið í fjölmiðla, ekki síst vegna yfirlýsinga um hugsanlegt ríkisstjómarmynstur eftir þingkosningamar 1987 en þær em taldar skipta miklu máli fyrir framgang Váyrynens í forsetakosn- ingunum ári síðar. í fjölmiðlum var því haldið fram af hálfú framsóknarflokksins að þjóðin þyrfti á breiðu stjómmálalegu samstarfi að halda eftir þingkosn- ingamar. Svokölluð „Rauðmylla", það er núverandi samstarf jafnaðar- manna, framsóknarflokksins, sænska þjóðarflokksins og flokks landsbyggðarinnar, ætti minna er- indi en áður í ríkisstjóm. Váyrynen sagði að eftir þingkosningarnar ætti að byggja á „þjóðlegum grunni“ og leita samstarfs til hægri og miðju þó að „Rauðmyllan“ væri hugsan- legur kostur númer tvö. Græðir á litlu flokkunum Váyrynen setur allt sitt traust á hægri vænginn og miðjuna. Hann hefur sagt opinberlega að hann græði á því að litlu flokkamir bjóði fram sína eigin fulltrúa við fyrstu umferð forsetakosninganna. Síðan gengur hann út frá því sem vísu að hann komist áfram í seinni umferð ásamt Koivisto og þá styðji miðju- flokkamir og Kokoomus frambjóð- anda framsóknarflokksins, Váyrynen sjálfan. Þetta byggir Váyrynen í fyrsta lagi á því að enginn einn frambjóðandi hljóti hreinan meirihluta í fyrstu umferð kosninganna. í öðm lagi gerir hann ráð fyrir því að hinir miðjuflokkamir safnist smám saman á bak við hann sjálfan. í þriðja lagi að hægriflokkurinn styðji hann eftir að frambjóðandi flokksins, sem að öllum líkindum verður Harri Hol- kery, dettur út. Til að þetta gangi upp verður fram- sóknarflokkurinn að byggja upp samstarf við miðjuflokkana og hæg- riflokkinn, þó að flokkurinn verði þar með að halda jafnaðarmönnum úti í kuldanum en þeir hafa hingað til harðneitað að starfa með hægri mönnum. Líkurnar allgóðar Líkumar á að hlutimir gangi upp hjá Váyrynen, að minnsta kosti lík- umar á að hann komist áfram í seinni umferð kosninganna þótt hann sigri ef til vill ekki, virðast allgóðar. Allt bendir til að litlu miðjuflokkamir bjóði fram sundrað- ir í forvalinu, nema kannski sænski þjóðarflokkurinn, sem styður senni- lega jafnaðarmanninn Mauno Koivisto forseta ef ritstjóri Huf- vudstadsbladet, málgagns sænska minnihlutans í Finnlandi, Jan- Magnus Jansson, ekki fómar sér og býður fram fyrir hönd flokksins, líkt og í síðustu kosningum. Það kemur fyrst í ljós í haust eða á næsta ári hver verður frambjóð- andi hægriflokksins þótt Harri Holkery sé talinn líklegastur. Og litlu miðflokkamir og Kommúnista- flokkur Finnlands ákveða fyrst á næsta ári hvemig þeir haga fram- boðsmálum sínum. þaó á því enn eftir að renna mikið vatn til sjávar áður en allt liggur ljóst fyrir um næsta forseta Finnlands. Paavo Vayrynen hefur verið til- nefndur forsetaframbjóðandi finnska framsóknarflokksins fyrir næstu forsetakosningar 1988. Hann segist bjartsýnn á að honum takist að fella Koivisto úr forsetastóli og verða yngsti forseti Finnlands frá- upphafi. Umsjón: Ólafur Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.