Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 43 Sviðsljós Hér sjáum við teikningu af því hvernig draumagestirnir líta út. Ef þú mættir bjóða einhverri stjörnu til kvöldverðar, hverri mynd- ir þú þá bjóða? Sennilega myndu Jón Páll og Hófí fá góðan stuðning hér- lendis en nú nýverið fengu lesendur bandaríska tímaritsins The Star að velta spurningunni fyrir sér. Útkom- an úr könnuninni var fróðleg og kom nokkuð á óvart. Jafnframt því að segja nafnið átti að nefna helstu spurningu sem fólk vildi spyrja. Vinsælasti matargesturinn var út- nefndur Johnny Carson með 'tæp 28% eftir harða barátttu við Clint Eastwood. Næst komu frekar jöfn, nýstimið Michael J. Fox (Baek to the Future), Bill Cosby og Lucille Ball. Tony Danza lenti í sjötta sæti með 25% en tæpum 5% á eftir honum var Don Johnson og Diana Breta- prinsessa stóð honum ekki langt að baki. Níunda varð Joan Collins og á hæla hennar kom Linda Evans, sam- starfsaðili úr Dynasty-þátttunum. Helstu spurningar Spurningar þær, sem brunnu á vör- um fólks, voru margar og margvís- legar. Þótti Bandaríkjamönnum alveg tilvalið að svala forvitni sinni yfir málsverðinum og spyrja stjörn- urnar spjörunum úr. Johnriy Carson hefur í um aldarfjórðung séð um geysivinsælan sjónvarpsþátt og var fólk æst í að vita hve lengi hann hygðist halda áfram með þáttinn sem nefnist „The Tonight Show“. Gést- gjafar Michael J. Fox vildu allra helst fá að vita hve gamall stjarnan er og til gamans má geta þess að hann er nýorðinn 25 ára. Fólk fýsir að vita hvort æska Bill Cosby hafi verið jafn spaugileg og hann leikur. Svarið við því er nei, þvert á móti. Lucille Ball yrði spurð að því hvort rauði liturinn í hárinu væri ekta, en svo er víst ekki, hennar náttúrulegi hárlitur er brúnn. Fólk vill fú að vita hvernig Diana prinsessa slappar af, hvort Joan Collins telji sig ekki of gamla til að vera kyntákn og hvern- ig Linda Evans fari að því að líta svona unglega og hressilega út. Fleiri spurningar virtust brenna á vörum fólks og hefðu stjörnumar vart tíma til að gera matnum skil ef þær ættu að svara öllu sem fólk fýsir að vita. Hver veit nema með góðum málsverði og kertaljósi mætti fá þetta fólk í heimsókn og það yrði sko veisla sem segði sex. Diana Ross og Arne Næss flýja frá Noregi Kikki Næss er hin reiðasta um þess- ar mundir. Frægðin vill oft reynast fólki íjötur um fót - það hafa þau hjónakornin Diana Ross og Arne Næss fengið að reyna. Þegar þau voru nýverið í Noregi fengu þau engan írið og hvar sem þau birtust voru þau með hala- rófu af fréttamönnum í eftirdragi. Móðir Arne, Kikki Næss, er hrædd um að fá ekki að sjá þau fyrr en eft- ir langan tíma og jafnvel að tengda- dóttirin sé orðin hrædd við að koma í heimsókn. „Þetta jaðrar við ofsókn- ir,“ segir Kikki reið og bendir á að fréttamenn virðist ekki bera minnstu virðingu fyrir einkalífi fólks. „Þeir ruddust inn á landareignina, bönk- uðu upp á í tíma og ótíma og voru auk þess sífellt að þvælast kringum húsið. Þau urðu að fara upp á aðra hæð hússins til að geta verið í næði,“ heldur hún áfram. Það var einmitt í tengslum við afmæli Kikki sem þau hjónin komu til Noregs, enda er sam- band Diönu við tengdamóðurina mjög náið, þrátt fyrir að þær hafi lítið sést. Ætlunin var að halda í heimsókn til Kikki þegar þau Diana og Arne hefðu slappað af í húsi Ame á eyjunni Hankö. Hankö er venju- lega róleg eyja, tilvalin til afslöppun- ar, en breyttist skyndilega í friðlausan stað. Því ákváðu þau hjónin að halda aftur til London og báru sig illa vegna ágangs norskra fjölmiðla. Hvenær þau koma næst til Noregs er ekki vitað en þau segjast alveg örugglega ekki koma með áætlunarflugi. „Við neyðumst til að ferðast með leynd næst því annars verðum við komin með íjölmiðlana á hælana um leið og við förum í gegn- um tollinn," segir Ame Næss. Það er greinilega ekki alltaf gaman að vera frægur. Hér sjást þau hjónakornin á gangi, og auðvitað var fréttasnápur nálægt og smellti af mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.