Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 31 Kúlað á rækjuna. Vanir menn á afiahæsta bátnum á Norðurlandi á síðustu vertíð, Siguriara ÓF 30. Við „splæsum i gegn“ og gefum upp nöfnin. Kjartan Gústafsson matsveinn, Númi Jóhannsson skipstjóri og Jóel Kristjánsson stýrimaður. DV-mynd JGH DV á Ólafsfirði: Aflaklær kúla Jón G. Ifenkssan, DV, Akureryri; Aflahæsti bátur á Norðurlandi á nýlokinni vertíð, Sigurfari ÓF 30, frá Ólafsfirði, verður á rækjuveið- um i sumar. Báturinn er senn að verða klár enda hafa þau verið snör handtökin að undanfömu við að útbúa rækjuvörpuna. „Við verðum á rækju fram að síld,“ sagði Númi Jóhannsson, skipstjóri á Sigurfara, við DV. „Okkur líst vel á rækjuna, það er nóg af henni meðfram öllum land- kantinum út af Norðurlandi.“ Sigurfari veiddi 1045 tonn á ver- tíðinni í vetur og þau tonn skutu áhöfninni á toppinn. Vanir menn, Númi og kó. 4 Jónína Árnadóttir Dalvíkingur hjólar eins og allir aðrir Dalvíkingar. Ástæð- an er flatlendi Dalvíkur. DV-mynd JGH DV á Dalvík: „Hef alttaf hjólað“ Jón G. Haúkssan, DV, Akureyri; Á Dalvík hjóla allir. Og þar kippir sér enginn upp við að sjá virðulegar frúr í pilsum á hjóli. Ekki í pilsi, en virðuleg samt, Jónína Ámadóttir, sex- tugur Dalvíkingur: „Ég fer allar mínar ferðir á hjóli og hef alltaf gert,“ sagði hún við'DV. „Annars er umferðin orðin svo mikil hér að ég er alltaf skíthrædd um að verða keyrð niður. Það er því vissara að vera varkár." Jónína sagði að hún gerði nokkuð af því, eins og aðrir Dalvfldngar, að fara í hjólaferðir á kvöldin. „Það er stórkostlegt að fá sér hjólasprett út að bænum Hóli, hér við bæjarmörkin, á kvöldin. Mjög hressandi." En hjólreiðar hafa ekki aðeins góð áhrif á heilsuna. „Þetta er líka svo ódýrt. Ekkert bensín þó það sé nú að lækka.“ -Tilbúin í myndatöku, Jónína? „Ekkert sjálfsagðara, það verður að birtast mynd af þeirri gömlu,“ sagði hún hlæjandi. Þaðerdýrt raftnagnið sem þú dregur að borga Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu orkureikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 ARGUS/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.