Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 39 Sandkorn Sandkorn Túrismi Hún Maríanna Trausta- dóttir, hótelstýra sumarhót- elsins að Laugalandi, komst svo að orði í viðtali nýlega. Hún sagði: „Túrisminn er í rauninni heljarstór mann- fræðirannsókn." Það viður- kennist að oft er gónt á túrhesta en ekki svona. Að heita Þór- arinn í sveitarstjómarkosningum í Kelduneshreppi kom upp skrýtin staða. Á bænum Vog- um eru þrír menn sem allir heita Þórarinn Þórarinsson. Þórarinn, sonur hans Þórar- inn og svo aftur sonur hans, Þórarinn. Þórarinn í miðið féll úrhreppsnefnd. Hann fékk 30 atkvæði, öll sérmerkt hon- um. En átta atkvæði voru merkt Þórarni Þórarinssyni í Vogum. Þessi átta atkvæði voru dæmd ógild og það réð úrslitum, því næsti á undan fékk 30 atkvæði. Svona er að heita Þórarinn. Hálfeitt Það vakti nokkra athygli þegar Sjallinn tók upp á því að loka miðasölunni klukkan hálf eitt á kvöldin um helgar. Menn héldu að staðurinn myndi guggna á þessu en nú er komið á nóttina að allir skunda í Sjallann fyrir kl. hálf eitt. Má sj á langa biðröð við húsið þegar um miðnætti. Mikið er sungið í röðinni, enda flestir þá að sötra síðustu dropana af gargolíunni. Stillitugga EnnumSjallann: Þrátt fyrir marga ferðamenn á Akureyri þessa dagana hef- ur hæsti maður í heimi, Gabríel Monjane frá Mos- ambique, 2 metrar og guð ma vita hvað í viðbót, ekki komið ennþá. Sennilega þyrftum við líka að vita af komu hans fyr- irfram. Úr þýddu viðtali við hann í Degi nýlega: „Til að verða saddur eftir máltíð þarf ég að borða að minnsta kosti einn brauðhleif, 11/2 kíló af kjöti, fjórar kart- öflur, hrísgrjón og heilmikið af grænmeti. Fyrir mig er einn kjúklingur bara stillitugga." Rúvak Nú heyrist að Jónas Jónas- son, sem afhendir starf út- varpsstjóra Rúvak til Emu Indriðadóttur, sé á leiðinni til Kaupmannahafnar að „hlusta á götur“. Penninn með og því væntanlega bók á leiðinni frá Jónasi. Hákur etur Nú er verið að dýpka höfn- ina á Skagaströnd, áætlað er að dæla 12-15000 rúmmetrum úr höfninni. Það kom því fáum á óvart að það var dýpkunar- skipið Hákur sem sent var á staðinn. Vantarfólk? Slysagildra er í kirkjugarð- inum á Húsavík. Þar er búið að merkja fyrir fráteknum gröfum með því að stinga steypustyrktarjárnum niður í jörðina og standa þau 30-40 sm upp úr jörðinni. Nú segja menn á Húsavík að ekki líði á löngu þar til járnin tínist eitt af öðru upp úr jörðinni, enda á þessum tíma mikið af fólki að huga að leiðum í garð- inum. Siggi hættur Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sjallans, hætti þar fyrir fáeinum vikum. Á meðan verið er að fmna nýjan stjóra stýrir Halla Sigurðar- dóttir veitingastjóri staðnum. Það er af Sigurði að segja að hann réð sig sem kokk í veiðiskála í sumar og mun jafnframt vera fluttur suður til Reykjavíkur. , Nýr ritstjóri Yngvi Kjartansson, áður blaðamaður á Degi, hefur ver- ið ráðinn sem ritstjóri Norð- urlands, málgagns Alþýðu- bandalagsins: Yngvi var í framboði fyrir Alþýðubanda- lagið á Akureyri í vor. Sagan segir að það hafi ekki verið allt of vel séð af yfirmönnum hans, eins ku Yngvi ekki hafa kunnað of vel við sig á Degi svo... Verði Ijós Saumastofan Berg á Ólafs- firði, sem stofnuð var á síðasta ári, hefur ekki gengið eins vel og til var ætlast. Fyrirhugað var að stofan saumaði fyrir Álafoss, en þar er nú sam- dráttur í sölu og slæmur gangur. Þrátt fyrir sólskinið að undanfömu hér fyrir norð- an sagði forstjóri Bergs á Ólafsfirði í blaðaviðtali: „Við bíðum eftir að birti til.“ Verði ljós. Umsjón Jón G. Hauksson. Jóhannes Karl Engilbertsson tekur hér við bankabók með 1 milljón króna úr hendi sjávarútvegsráðherra. Til vinstri eru Sveinn Guðmundsson og Eiríkur Hervarsson, úr stjóm Sigurfarasjóðs, og á milli þeirra er Gunnlaugur Haraldsson safnvörður. Milljón í kútter Sigurfara Haialdur Bjamasan, DV, Akianesi: Kútter Sigurfari, sem varðveittur er við Byggðasafhið að Görðum á Akra- nesi, fékk óvæntan stuðning fyrir skömmu er Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra kom færandi hendi hingað á Akranes með eina milljón króna í bankabók til stuðnings við viðhald og rekstur þessa merka skips. Peningar þessir eru hluti af allmörg- um milljónum sem ákveðið var að verja til verkefna, sem tengjast sjávar- útvegi, eftir að sjóðakerfi sjávarút- vegsins var lagt niður og komu þá 8 milljónir til varðveislu sjóminja. Jóhannes Karl Engilbertsson, for- maður stjómar Sigurfarasjóðs, tók við peningunum úr hendi ráðberra og í þakkarræðu sinni sagði hann meðai annars að þessir peningar gerðu mikið til að bjarga „útgerð“ þessa merka skips sem að sjálfsögðu væri baslborin eins og önnur útgerð í landinu. í máli sjávarútvegsráðherra kom m.a. fram að hann hefði alla tíð dáðst að því þrekvirki sem unnið hefði verið hér við varðveislu þessa gamlá skips. Fimmtudaginn 3. júlí kl. 20.00 á Kjóavöllum. Rallycross bílar, buggy bílar og amerískir bíl- ar. Skráning keppenda og upplýsingar í síma 73234 og á skrifstofu BÍKR, Skemmuvegi 22L, milli kl. 14.00 og 17.00. — sumar sem vetur — NORÐDEKK valin munstur fyrir íslenskar aðstæður. NORÐD KK íslensk framleiðsla í hæsta gaeðaflokki. UMBOÐSMEIMIM UIVI LAND ALLT Holtadekk sf. Bjarkarholti, Mosfellssveit. S. 91-666401 Hjólbarðaviðgerðin sf. Suðurgötu 41, Akranesi. S. 93-1379 Hjólbarðaviðgerðin sf. Dalbraut 14, Akranesi. S. 93-1777 Hjólbarðaþjónustan, Borgarbraut 55, Borgarnesi. S. 93-7858 Sveinn Sigmundsson, Grundartanga 13, Grundarfirði. S. 93-8792 Hjólbarðaverkstæðið Suðurgötu, ísafirði. S. 94-3501 Vélsm. Bolungarv. hf. Hafnarg. 57 — 59, Bolungarvík. S. 94-7380 Vélaverkstæði Gunnars, Tálknafirði. S. 94-2633 Vélsmiðjan Vik hf., Hafnarbraut 14, Hólmavík. S. 95-3131 Bílaverkstæðið Klöpp, Borðeyri. S. 95-1145 Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. S. 95-4200 Hjólbarðaverkstæöi Hallbjörns, Blönduósi. S. 95-4400 Hjólið sf. Norðurlandsvegi, Blönduósi. S. 95-4275 J.RJ. bifreiðasmiðja hf., Varmahlíð. S. 94-6119 Áki hf., bifreiðaverkst., Sæmundargötu, Sauðárkróki. S. 95-5141 Vélsmiðjan Logi Sauðármýri 1, Sauðárkróki. S. 95-5165 Bifreiðaverkstæði Ragnars, Ránargötu 14, Siglufirði. S. 96-71860 Hjólbþjónusta Heiðars, Draupnisgötu 7k, Akureyri. S. 96-24007 Hjólbarðaþjónusta Hvannavöllum 14b, Akureyri. S. 96-22840 Smurst. Olís og Shell, Fjölnisg. 4a, Akureyri. S. 96-21325 Kambur hf., bifreiðaverkstæði, Dalvík. S. 96-61230 Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. S. 96-41444 Hjólbarðaþjónustan Borgarfirði, Borgarfirði eystra. S. 97-2980 Dagsverk sf. Vallavegi, Egilsstöðum. S. 97-1118 Ásbjörn Guðjónsson, Strandgötu 15a, Eskifirði. S. 97-6337 Benni og Svenni, Strandgötu 14, Eskifirði. S. 97-6399 Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, Reyðarf irði. S. 97-4271 Felgan s.f. Fáskrúðsfirði. S. 97-5108 Kristján Ragnarsson, Hátúni, Djúpavogi. S. 97-8999 Smurstöð og dekkjaþjónusta, Hafnarbraut 45, Höfn. S. 97-8392 Verslun Sig. Sigfússonar Skólabrú 4, Höfn. S. 97-8121 Bifr.verkst. Gunnars Valdimarss. Kirkjubæjarklaustri. S. 99-7630 Bflaþjónustan, Dynskálum 24, Hellu. S. 99-5353 Gunnar Vilmundarson bifvélavirki, Laugarvatni. S. 99-6215 Hjólbarðaverkstæðið, Flúðum. S. 99-6618 Gúmmlvinnustofan, Austurvegi 58, Selfossi. S. 99-1626 Þórður G. Sigurvinsson, Lýsubergi 8, Þorlákshöfn. S. 99-3756 Aðalstöðin hf., Hafnargötu 86, Keflavík. S. 92-1515 Smurstöð og hjólbarðaþjón. Vatnsnesvegi 16, Keflavík. S. 92-2386 Dekkið, Reykjavfkurvegi 56, Hafnarfirði. S. 91-51538 Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24, Reykjavik. S. 91-81093 Hjólbarðastöðin sf. Skeifunni 5, Reykjavík. S. 91-33804 Hjólbarðaverkstæði Ásgeirs, Hátúni 2a, Reykjavik. S. 91-15508 Hjólbarðaverkst. Jóns Ölafssonar Ægislöu, Reykjavík. S. 91-23470 Höfðadekk hf. Tangarhöfða 15, Reykjavík. S. 91-685810 Gúmmlkarlarnir, Borgartúni 36, Reykjavík. S. 91-688220 NORÐDEKK öryggisins vegna GUMMI VINNU STOfAN RÉTTARHÁLSI2 s. 84008/84009 ISKIPHOLTI35 s. 31055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.