Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNl 1986. 9 Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd Willy Brandt varar við byltingu i Peru Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, sem nýkominn er heim frá þingi alþjóðasamtaka jafiiaðarmanna í Perú, segir að yfirvofandi hætta sé á stjómar- byltingu í landinu. Ummæli þessi er höfð eftir kansl- aranum fyirverandi á fundi með forystumönnum vestur-þýskra jafnaðarmanna í kjölfar heimsráð- steíhunnar og blóðbaðs í þrem fangelsum í Perú þar sem talið er að herinn hafi myrt yfir 300 skæru- hða vinstrimanna með köldu blóði. Er haft eftir Brandt að stjómar- herinn í Perú sé ekki alls kostar ánægður með yfirlýsingar Alans García, forseta landsins, um hugs- anlega ábyrgð hersins á fjölda- morðum eftir fangauppreisnir í landinu og að hershöfðingjar kunni nú að nýta sér óvinsældir Alans García í forsetastól og taki völdin. Póstþjófar í Peking Dagblað alþýðunnar í Peking skýrir svo frá í gær að þjófnaður úr blaða- og bréfasendingum kín- versku póstþjónustunnar sé vaxandi vandamál í höfúðborg kínverska alþýðulýðveldisins. Segir blaðið að þeir sem ábyrgir séu fyrir þjófiiuðunum séu starfs- menn póstþjónustunnar er með athæfi sínu reyni að drýgja tak- markaðar tekjur sínar með endur- sölu blaða og tímarita. í frétt blaðsins segir að á hverjum degi hverfi yfir átta þúsund tölu- blöð dagblaða sem gefin eru út í borginni, þar á meðal yfir þúsund eintök af síðdegisblaði borgarbúa. Er fúllyrt að starfsmenn póstsins laumi blaðapökkunum undan og selji blöðin síðan á eigin vegum í lausasölu. Blaðið segir ennfremur að á fyrstu 20 dögum aprílmánaðar hafi alls séx þúsund pokar af Peking- pósti gersamlega horfið og ekki fúndist þrátt fyrir ítarlega eftir- grennslan. Dæmi eru einnig um að bréf, er send hafa verið innan höfúðborg- arinnar, hafi verið allt að þrjár vikur á leiðinni, segir síðan að lok- um í frétt Dagblaðs alþýðunnar. Miklir við ferðamanna- staðinn Algarve Yfirvöld í Portúgal hafa hand- tekið tvo menn er þau gruna um að hafa af ásettu ráði kveikt mikla skógarelda í nánd við ferðamanna- staði i Algarve héraði. Hafa skógareldamir þegar eyði- lagt ótaliia hektara skóglendis auk þess sem margir bóndabæir og grö- sug engi hafa orðið eldinum að bráð. Slökkviliðsmönnum tókst í gær að ná yfirráðum yfir miklum skóg- areldi í Rio Formosa þjóðgarðin- um, sem kunnur er fýrir mikla náttúrufegurð og fjölmarga ferða- menn. Skógareldar valda árlega miklu tjóni í Portúgal yfir sumartímann og íhuga yfirvöld nú að herða til muna dóma yfir brennuvörgum er uppvísir verða að því að kveikja skógarelda. Sprenging í strætis- vagni í Tel Aviv Talið er að fimm manns að minnsta um gatnamótum í mikilli morgun- sjúkrahús. kosti hafi særst í öflugri sprengingu umferð í höfuðborginni í morgun. í fréttum frá Tel Aviv í morgun í strætisvagni í Tel Aviv, höfuðborg Öryggislögregla lokaði þegar af vett- segir að yfirvöld hafi þegar hand- Israels, í morgun. vang sprengjutilræðisins og voru tekið fjölda araba og séu þeir nú Sprengingin átti sér stað á fjölföm- hinir særðu fluttir á nærliggjandi yfirheyrðir. Sprengingin í strætisvagninum i Tel Aviv í morgun er fyrsta slík sprenging í borginni frá þvi í febrúar síðastliðnum og óttast nú yfirvöld nýja hermdarverkaöldu arabískra öfgahópa. Eiturlyfja- braskarar forðast nú Belgrad Eiturlyfjalögreglan í Belgrad í Júgóslavíu hefur að undanfómu unnið marga frækna sigra yfir al- þjóðlegum eiturlyfjasmyglurum er athíifnað hafa sig í borginni und- anfarin ár. Júgóslavneska Tanjug frétta- stofan skýrir frá því í gær að nú sé svc komið að alþjóðlegir eitur- lyfjahringir, er haft hafi útibú í torginni, séu orðnir svo smeykir um starfeemi sína að þeir forðist eins og heitan eldinn að eiga við- skipti sín í borginni. Belgrad hefúr löngum verið mið- punktur eiturlyfjasmyglara í Suðaustur-Evrópu er smyglað hafa vöm sinni frá Asiu til Vestur- Evrópu. Kínversk nærsýni vegna námsálags Tveir þriðju hlutar kínverskra skóla bama í efri stigum grunn- skóla þjást af nærsýni vegna of mikils námsálags og iélegrar birtu, að því er segir i Ðagblaði alþýð- unnar í dag. Blaðið segir að sjón skólabama hafi versnað mjög á undanfömum árum og að kínverskir lætoiar eigi erfitt með að lækna nærsýni. Kenndi blaðið um of mikilli heimavinnu, lélegri birtu í skóla- stofúm og slæmum lestrarvenjum bama. HJÖLALEGUR, DRIFLEGUR 0G PAKKDOSIR I AMERISKAR JEPPABIFREIÐAR JEPPAEIGENDUR NOTA AÐEINS ÞAÐ BESTA - AMERÍSKT í AMERÍSKA JEPPA Póstsendum um allt land IPORFÆRU- ISEH SKIIA ÞÉR Á LEIÐARENDA FIRESTONE RADIAL ATX og ATX 23° hjólbarðarnir hafa ver- ið margprófaðlr við erfiðustu hugsanlegar aðstæður og út- koman er stórkostleg. Þelr eru prælsterklr og grlpmikllr í tor- færuakstrl en samt þýðlr og hljóðlátir á malbikl. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍWII 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.