Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert f réttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. JónLá siguibraut '•* - gæti náð stórmeistaratrtli Eftir fimm umferðir af ellefu á skák- móti í Plowdiw í Búlgaríu deilir Jón L. Ámason efsta sæti með Evrópu- meistara unglinga, Khalifinan. Hvor hefur 3 1/2 vinning. Mótið er af 10. styrkleika og þarf Jón 7 1/2 vinning til þess að ná þriðja og síðasta áfanga til stórmeistaratitils. Jón L. hefur ekki tapað skák á mót- inu. Hann vann Búlgarana Kirov, stórmeistara, og Kurtenkov. Þá hefur hann gert jafntefli við stórmeistarana Gligoric frá Júgóslavíu, Uhlman frá Austur-Þýskalandi og Inkioff frá , Búlgaríu. HERB Floöin við Eyjafjorö: Tjón hjá kartóflu- ^ bændum Jón G. Hauisson, DV, Akureyri; „Það var rúmlega hektari sem fór undir vatn og mér sýnist að fiórðungur af uppskerunni í haust, eða um 20 tonn, sé ónýtur," sagði Sigurður Helgason, kartöflubóndi á Grund í Höfðahverfi við Eyjafjörð. í gær. Gríðarlegur vöxtur varð í Fnjósk- ánni um helgina og rann hún yfir hluta af kartöflugörðum Sigurðar og bóndans á næsta bæ við, Sævars Magnússonar á Syðri-Grund. Tjón þeirra er umtalsvert. „Leysingamar náðu hámarki á fóstudagskvöld og á laugardaginn, ég veit ekki hvort þeim er lokið. Vorið Á var kalt og það er enn nokkur snjór í ^öllunum." Sigurður áætlar að tjón hans sé í kringum 500 þúsund krónur. „Þetta em náttúruhamfarir og hugsanlega bætir viðlagasjóður tjón okkar. Eg ætla að kanna það á næstu dögum.“ ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA Rauði krossinn að kaupa Hótel Hof? „Viðræður við Framsóknarflokk- inn um kaup á húseign flokksins við Rauðarárstíg em á frumstigi. Það kemur vel til greina að kaupa húsið fyrir starfsemi sjúkrahótelsins og skrifstofur okkar,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir, ftýr formaður Rauða kross íslands. Sjúkrahótelið er nú rekið í Skip- holti. Þar er aðstaða ófúllnægjandi, meðal annars er engin lyfta í hús- inu. „Sérstök stjóm sjúkrahótelsins hefúr skoðað marga möguleika. Það sem helst kemur til álita er að kaupa af Framsóknarflokknum eða að byggja nýtt, sérteiknað hús. Það er sterklega í myndinni einnig," sagði formaður Rauða krossins. Málin skýrast í þessari eða næstu viku. Húseign Framsóknarflokksins er nú notuð fyrir skrifstofur flokksins, þar er rekið Hótel Hof með allstórum fúndarsal og veitingasal og fleira er í húsinu. Það er nú þijár hæðir og kjallari en flokkurinn hefúr fengið heimild til þess að byggja hæð ofan á húsið. Formaður Rauða krossins segir að undanfarin misseri hafi húsakaup eða bygging fyrir sjúkra- hótelið verið á döfinni og lagt hafi verið til hliðar fé þess vegna. Á- kvörðun er sem sagt á næstu grösum. HERB Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla rofnaði i flóðunum um helgina. Eins og myndin sýnir kom stórt skarð í veginn og hann hrundi bókstaflega á um 10 metra kafla. Norðanmenn muna vart aðrar eins leysingar í hálfa öld. DV-mynd JGH LOKI Rauði krossinn stendur víða í hjálparstarfi. Veðrið á morgun: BjarMðri Nú ættu sunnan- og vestanmenn að taka gleði sína um leið og birtir til á landinu öllu. Á morgun verður hæg, austlæg átt. Úrkomulaust verður um landið allt og víðast hvar mun sjást til sólar. Hiti verður á bilinu tíu til sextán stig. Hafís ógnar Norðuriandi Hafís er skammt undan norðanverðu landinu eftir suðvestlægar vindáttir að undanfömu. Næst landi sást ísinn í gær frá flugvél Landhelgisgæslunnar um 32 sjómílur frá Homi en syðst norður af Skaga. „Ég held að það sé ástand sem gæti snúist til hins verra," sagði Þór Jak- obsson á hafíssdeild Veðurstofunnar. Taldi hann að norðanátt í tvo til þrjá daga gæti hrakið ísinn upp að landinu. ísinn bráðnaði hins vegar ört í hlýjum sjónum. Þór sagði að ísinn gæti lokað fiski- miðum og siglingaleiðum en taldi áhrif hans á veðurfar hérlendis lítil að sumri. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.