Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós ■> * Joan Collins sexbomban á sextugsaldrin- um, sem leikur hina kaldrifj- uðu Alexis Carrington í Dynasty þáttunum, nýtur ekki mikillar hylli amerískra sjón- varpsaðdáenda. í könnun, sem gerð var nýlega, kom það í Ijós að þegar imbakassagláp- arar voru beðnir um að nefna þá stjörnu sem færi mest í tau- garnar á þeim, nefndu flestir leikkonuna og sögðust jafn- framt fá klígju er þeir sæju hana. sá er lék aðalsögupersónuna í kvikmyndinni „Back to the future", er geysivinsæll um þessar mundir. Bæði streyma giftingartilboðin til stráksa og einnig vilja kvikmyndafram- leiðendur, auglýsendur og aðrir slíkir fá afnot af vinsæld- um hans. Svo rammt hefur að þessu kveðið að foreldrar hans hafa nú skipt um síma- númer eftir að hafa haft það sama í rúm 20 ár. Hafa þau nú fengið leyninúmer og von- ast eftir að fá svefnfrið fram- vegis. Madonna er alveg villt í poppkorn og alls kyns snakkfæði. Þegar söngstjarnan var í London fór hins vegar í verra. Þrátt fyrir mikla leit tókst henni ekki að hafa upp á eftirlætissnakkinu sínu neins staðar í höfuðstað Bretaveldis. Hún dó þó ekki ráðalaus heldur hringdi í snar- hasti til New York og lét senda sér sextíu poka af sérstakri tegund ostasnakks sem hrað- sendingu með næsta flugi. Ert þú afbrýðisamur persónuleiki? Afbrýðisemi getur brotist út í ýmsum myndum. Afbrýðisemi er skapgerðarein- kenni sem allir hafa en í mismiklum mæli þó. Ef þú fínnur fyrir reiði þeg- ar maki þinn brosir til aðila af gagnstæðu kyni, þá veistu sjálf að um einkenni afbrýðisemi er að ræða. Þó þú vitir að það sé ekkert á milli þeirra tveggja ertu samt pirraður/ pirruð. Afbrýðisemi er erfitt rann- sóknarefni ogaf hverjusumir verða afbrýðisamir en aðrir ekki hefur oft valdið sálfræðingum og öðrum heila- brotum. Dr. Salvatore V. Didato hefur gert lítið sjálfspróf sem hann segir ákveðinn mælikvarða á hversu viðkvæmt fólk er fyrir afbrýði. Prófið fylgir hér með til gamans en það er að sjálfsögðu ekki marktækt nema fólk svari sannleikanum samkvæmt. Ef fólk er ekki gift eða í föstu sam- bandi verður það bara að ímynda sér að svo sé. Útreikningar Ef þú kippir þér ekki upp við atvikið = 1 stig. Ef þú verður óánægður = 2 stig. Ef þú verður reiður = 3 stig. F/þú verður mjög reiður = 4 stig. Ef þú verður alveg frá þér af reiði = 5 stig. Spurningar 1. Hvernig verður þér við ef maki þinn fær hringingu frá gömlum sjens sem er ógiftur í þokkabót og biður 'hana/hann að hitta sig á veitinga- stað. 2. Hvemig liði þér ef besti vinur þinn yrði skyndilega ástfanginn og myndi hætta að vera jafnmikið með þér og áður. 3. Hver verða viðbrögð þín ef þú og vinnufélagi þinn hafið unnið lengi í sameiningu að ákveðnu verkefni en forstjórinn þakkar honum aðallega fyrir. 4. Hvernig liði þér ef maki þinn myndi eyða tveim kvöldum og laug- ardagseftirmiðdegi í hverri viku í líkamsrækt, sund o.þ.h. sem þú hefð- ir ekki gaman af og værir einn heima á meðan. 5. Hvemig liði þér ef maki þinn og vinnufélagi hans af gagnstæðu kyni væm miklir vinir sem borðuðu oft saman í hádeginu, veittu hvort öðm styrk og ráð og treystu hinu fyrir vandamálum sínum. Þó maki þinn tali mikið um þennan vin sinn mynd- irðu þar að auki ekki þekkja hann neitt. 6. Hver yrðu viðbrögð þín ef þú fynd- ir maka þinn inni í lokuðu herbergi kyssandi einhvern gestanna. Hann/ hún myndi afsaka sig með því að hafa verið svo dmkkin(n) og ekki meint neitt alvarlegt með þessu. 7. Hvernig líður þér ef þú ert búinn að reyna að ná í maka þinn í yfir klukkutíma en síminn er sífellt á tali. 8. Hvemig liði þér ef þú værir stadd- ur á dansleik og maki þinn, sem finnst gaman að dansa, væri búinn að dansa við myndarlegan einstakl- ing af gagnstæðu kyni í meira en klukkutíma. Þú dansar að vísu frek- ar illa og finnst miklu skemmtilegra að sitja með vinum ykkar og ræða málin. Niðurstaða Að sjálfsögðu er próf þetta enginn stóri dómur og frekar til gamans en alvöru, leggðu nú saman stigin og athugaðu hvað þú færð. 0-19 stig: Það þarf eitthvað mikið til að þú verðir afbrýðisamur/afbrýði- söm. Þú ert ömggur með að maki þinn sé þér trúr. Þú mátt samt passa þig á því að vera ekki of auðtrúa eða öruggur því freistingarnar em marg- ar í henni veröld. 20-27 stig: Þú ert svona frekar eðli- lega afbrýðigjam(gjörn). Ef hlutun- um væri snúið við ert þú sennilega frekar trygglynd(ur). 28-40 stig: Þú ert hinn afbrýðisami einstaklingur. Reyndu að komast að því af hverju svo er. Örvæntu samt ekki, sérfræðingar segja afbrýði al- veg eðlileg viðbrögð þegar fólk er óöruggt með samband sitt við þann sem því þykir vænt um. Eðlileg viðbrögð þegar fólk er óöruggt. er ég! Nú er sumarfrí framundan hjá mörgum og eflaust ætla ein- hverjir að halda út fyrir land- steinana. Fólk sem fer út meö lítil börn hefur oft áhyggjur af því að börnin geti týnst í mann- hafinu en nú hefur snjallt fólk í Bretlandi fundið lausn á þelm vanda. Lausnin er einföld og ódýr og með því að festa blöðru við barnið verður það áberandi og sést langt að. ErGeorgeMichael orðinn Líöur honum best svona klædd- um? Þegar poppgoðið, George Micha- el sást á gangi tötrum klæddur í stórborginni Los Angeles leist mönnum ekki á blikuna. Spruttu strax upp sögur um að poppgoðið hefði farið algerlega út í öfgar við að breyta ímynd sinni og ætlaði sér að að gerast þungarokkari um skeið. Slíkt var auðvitað bölvað bull og kom hið rétta strax í ljós. Stráksi hafði verið heima hjá sér í mestu makindum og ákveðið að skjótast út eftir myndböndum. Nennti söngvarinn ekki að skipta um föt, kom til dyranna eins og hann var klæddur og skaust út. Veit nú alþjóð hvernig George Michael klæðist heima fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.