Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 27
27 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Iþróttir Þrjú stig Víkings á Siglufirði Víkingur nældi í þijú stig á Siglu- firði á föstudag í 2. deild þegar Reykjavíkurliðið sigraði Siglfirðinga 2-0. Fyrsta tap KS á heimavelli á leik- tímabilinu. Leikurinn var lengstum jafii en tónninn var Víkinga. Þeir nýttu sér vel í tvígang mistök í vöm KS og skoruðu. Fyrra markið skoraði Atli Einarsson á 22. mín. en það síð- ara Jón Bjami Guðmundsson á 47. mín. Heldur lítið um færi að öðm leyti en markvörður KS varði eitt sinn þm- muskot írá Andra Marteinssyni. Metaregn í sundi - á úrtökumóti USA Bandaríska sundfólkið verður greinilega mjög sterkt á heimsmeist- aramótinu í sundi í Madrid á Spáni í ágúst í sumar. Á bandaríska úrtöku- mótinu fyrir HM í Orlando á Florída var mikið metaregn. Þar má helst nefiia að Pablo Morales setti heims- met í 100 m flugsundi, synti á 52,84 sek. Matt Biondi varð annar á 53,28 sek. í 100 metra skriðsundi bætti Biondi heimsmet sitt um 0,21 sek. Synti á 48,70 sek. Daniel Jorgensen setti bandarískt met í 400 m skrið- sundi, synti á 3:49,41 mín. Matt Cetl- inski varð annar á 3:49,72 mín. og báðir vom vel innan við gamla met- timann sem George Dicarlo átti. Jorgensen bætti met hans um 1,62 sek. Þá synti Steve Bentley 200 m bringu- sund á 2:16,42 sek. Matt Biondi sigraði í 200 m skrið- sundi á 1:49,04 mín. Craig Oppel annar á 1:49,67 mín. og Biondi setti heims- met í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,33 sek. Eldra metið átti Tom Ja- ger,22,30 sek. Betsy Mitchell setti heimsmet í 200 m baksundi á laugar- dag. Var í algjörum sérflokki í sundinu og synti á 2:08,60 mín. Sama dag setti Pablo Morales bandarískt met í 200 m fjórsundi á 2:02,3 mín. Matt Cetlinski sigraði í 1500 m skriðsundi á 15:12,73 mín. Daniel Jorgensen annar á 15:18, 05 mín. Þess má geta að Þjóðverjinn frægi, Michael Gross, átti heimsmetið áður í 100 m flugsundi, 53,03 sek. Gross á nú „aðeins“ þrjú heimsmet. 200 m skriðsund 1:47,44 mín, 400 m skriðsund 3:47,80 mín. og 200 m flugsund 1:56,55 mín. hsim íslendingar í sterkum riðli - í forkeppni ólympíuleikanna Island lenti í sterkum riðli þegar dregið var í Evrópuriðla fyrir knatt- spymukeppni ólympíuleikanna 1988 í Mexíkóborg á föstudag. Leikimir í riðlunum eiga að fara fram á tímabil- inu 31. ágúst 1986 til 30. apríl 1988. Evrópuriðlamir em fimm og verða þannig skipaðir: A-riðill: Vestur-Þýskaland, Pólland, Rúmenía, Danmörk og annað hvort Grikkland eða Kýpur. Þurfa að leika aukaleiki um sæti í riðlinum. B-riðill: Ítalía, Austur-Þýskaland, Portúgal, Holland og ísland. C-riðill: Frakkland (núverandi ólympíumeistari), Ungveijaland, Spánn, Svíþjóð og írland. D-riðill: Noregur, Sovétríkin, Búlg- aria, Tyrkland og sigurvegari í leikjum Sviss og Liechtenstein. E-riðill: Júgóslavía, Tékkóslóvakía, Austurríki, Belgía og Finnland. Sigurvegarar í hverjum riðli komast í úrslitakeppnina í Seoul. hsím HFGoodrich Mest seldu JEPPADEKKIN á Islandi Kynniö ykkur verd og greióslukjör. P175 75R13 3Íxl0.50R15LT 35x12 50R15LT LT235 75R15 32x11.50R15LT 31xl0.50R16.5LT LT255 85R16 33xl2.50R15LT 33xl2.50R16.5LT 30x9.50R15LT /M4RTsf Vatnagörbum 14 Reykjavik s. 8 3188 RÚSÍNAN í PYSLUENDANUM: BREIÐ OG GÓÐ BAÐSTRÖNDIN. Beint dagflug með ARNARFLUGI til HAMBORGAR alla sunnudaga. Verðdæmi: kr. 13.900,- á mann, miðað við 4ra manna fjölsk. í eina viku. Sumarhús á strönd Nýjjung sem hrittrir í mark WEISSENHAUSER STRAND, glæsilegur sumardvalarstaður um 100 km norður af Ham- borg. Frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa, góður vettvangur leikja og útiveru. WEISSENHAUSER STRAND er frábærlega vel í sveit sett, stutt til ótal forvitnilegra staða. Má þar nefna glæsilega tívolígarðinn HANSALAND, dýragarðinn í Hamborg, sem er frægur um víða veröld, og vilji menn skreppa til Kaupmannahafnar er aðeins um 3ja klst. akstur til borgarinnar við sundið. FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 ■Umboö a Islandi fyrir DINERSCLUB INTERNATIONAL - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.