Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Sólþorsta svalað Mynd GVA Sólþyrstir sundlaugargestir breiddu úr sér á sólpöllum lauganna um helgina. Veður var eindæma gott viða á landinu og Sunnlendingar voru greinilega orðnir langþreyttir á sólarleysinu. Þeir notuðu því tækifærið heilshugar til að njóta góða veðursins og sóla sig i laugunum. -S.Konn. Það myndaðist mikil örtröð við sundlaugarnar um helgina og mátti víða sjá margra metra biðraðir óþolinmóðra sóldýrkenda. Þessi mynd var tekin við sundlaugina í Laugardal þar sem fjöldi fólks beið eftir að komast að til að fá sér sundsprett. -S.Konn. LHandi þorskar að landi Rannsókn á hringormasýkingum í þorski er nú hafin á vegum Rann- sóknarstoíhunar fiskiðnaðarins. I þetta sinnið er nýrri aðferð beitt og er ætlunin að ná nokkuð hundr- uð lifandi þorskum, sem sýktir eru af hringormi, og ala í keijum. Að sögn Bjöms Dagbjartssonar, for- stjóra Rannsóknarstofhunar fisk- iðnaðarins, hefur þessi rannsókn staðið til nokkuð lengi en nú hefur verið ráðist í framkvæmdir. „Ætlunin er að taka nokkur hundruð þorska, sem sýktir eru af hringormi, og ala þá í nokkra mánuði og rannsaka hvort magn hringorma minnkar ekki eitthvað. Niðurstöður rannsóknanna geta skipt miklu máli í sambandi við þá stefhu sem tekin verður varð- andi selveiðar því niðurstöður sýna væntanlega hvemig hring- ormur í þorski hegðar sér þegar hann er alinn á ósýktu fæði og selurinn er ekki til staðar," sagði Bjöm Dagbjartsson. I lok þessa árs verður fiskinum slátrað og hringormasýking könn- uð og í framhaldi af því má gera ráð fyrir að einhveijar niðurstöður liggi fyrir um tengsl selsins og hringormsins. -S.Konn. Kjartan Thors á Bláskel hefur verið að ná lifandi þorskum í ker á Vestra- Hrauni. Ætlunin er að ná nokkur hundruð iifandi þorskum og ala í kerjum í sex mánuði. Mynd S. 20 punda lax í Laugardalsá 162 laxar hafa veiðst í Elliðaánum og em tveir 14 punda, mikið er af laxi í ánni en hann er tregur að taka agnið. Korpa (Ulfarsá) hefur gefið 2 laxa og veiðimaður sem renndi um helgina sá einn urriða í ánni og tók hann ekki. Veiðin í Þverá hefur verið góð en verri í Kjarrá, alls hafa veiðst 512 lax- ar í báðum ánum, aðeins 144 laxar í Kjarrá. Sigmar Jónsson veiddi 20 punda lax í Myrkhyl í Norðurá og tók hann maðk, buffið eins og einhver sagði, veiðst hafa 340 laxar í Norðurá. Jónas Magnússon veiddi 20 punda lax í Laugardalsá og tók fiskurinn maðk. Að sögn Siguijóns Samúelsson- ar hafa veiðst í ánni 25 laxar og er fullt af fiski í ánni. Laxamir em væn- ir og enginn undir 10 pundum. „Áin er svört af laxi í neðri gljúfrum en erfitt að veiða vegna vatnavaxta." Veiðin hófst 12. júní. „Veiðin hefur gengið vel og það er mikið af laxi víða í ánni,“ sagði Sig- urður Fjeldsted er við leituðum frétta um Grimsá. „Síðasti hópur veiddi 40 laxa og það em komnir um 300 laxar, hann er 18 punda sá stærsti. Það em útlendingar að byija hjá okkur í dag.“ G. Bender í dag mælir Dagfari Allt er enn í fullkominni óvissu um málalok og eftirköst af heilsubót- arstyrknum sem Guðmundur J. fékk hjá vini sínum Albert. Heldur hefur málið þótt óþægilegt fyrir flokkana sem þeir vinimir tilheyra. Þannig hafa sjálfstæðismenn haldið einn fund um málið, þar sem Albert gaf skýrslu, en að öðm leyti hafði eng- inn þingmannanna skoðun frekar en góðum stjómmálamönnum sæm- ir. Sömu sögu er að segja af Al- þýðubandalaginu, nema hvað þar hafa þeir hætt við halda fúnd um Guðmund og formaðurinn fer undan í flæmingi og hefur ekki skoðun frekar en sjálfstæðismennimir. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- bandalagið virðast hafa ákveðið að umgangast Albert og Guðmund eins og AIDS-sjúklinga sem ekki má snerta og alls ekki tala um opin- berlega af ótta við smit og útbreiðslu faraldsins. Það skyldi þó aldrei vera að fleiri á þeim bæjum viti upp á sig samskonar skandala eða annarskon- ar heilsubótarstyrki í nafni vinátt> unnar? Af Guðmundi J. Guðmundssyni er það helst að fi-étta að hann hefúr gengið um bæinn og sagt af sér trún- aðarstörfum um stundarsakir meðan rannsókn stendur yfir. Guðmundur Ef ég væn Albert krafðist sjálfur opinberrar rann- sóknar á því hver hefði gefið sér heilsubótarstyrkinn. Eins og Dagfari hefur sýnt fram á áður mun þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarlögregl- an er fengin til þess að finna út hveija beri að sakfella fyrir að skjóta saman í heilsubótarferð fyrir las- burða fólk. Og þetta mun áreiðan- lega í fyrsta skipti sem valinkunnur sómamaður tekur við tvö hundmð fimm hundruð króna seðlum án þess að gefa kvittun og heimtar síðan rannsókn á því hveijir séu svona góðir við sig. Af Albert er ennþá minna af frétta, enda er maðurinn hættur að tala við fjölmiðla eftir að í Ijós kom hvemig kálfar launa ofeldi. Það liggur fyrir að Albert Guðmundsson hafði milli- göngu um að afhenda Guðmundi heilsubótarstyrkinn og er ofsóttur fyrir vikið. Lögreglan yfirheyrir hann, flokkurinn heimtar af honum skýrslu og Guðmundur vinur hans Guðmundsson lætur opna einka- reikninga Alberts með sakadómsúr- skurði. Allt út af því að Albert vildi vera góður við þennan vin sinn. Enn sem komið er hefúr enginn þorað að segja það opinberlega að Albert eigi að segja af sér. Ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki ríkis- stjómin. Enda erfitt að reka menn úr vinnunni fyrir að vera góðir við vini sína. Hinsvegar hefur forsætis- ráðherra tekið upp á því snjallræði að segja að ef hann væri Albert þá mundi hann biðjast lausnar meðan á rannsókn standi. Nú er það að vísu svo að Stein- grímur er ekki Albert og Albert er ekki Steingrímur en greinilegt er að Steingrímur hefur velt þessum möguleika fyrir sér. Honum hefur dottið í hug að hann geti verið Al- bert. Þetta er alls ekki vitlaus hugmynd og í rauninni ætti einhver góður maður í ríkisstjóminni að stinga formlega upp á þvi að Stein- grímur verði Albert. Þá mundi Steingrímur segja af sér eins og fyrr segir og þannig losnaði ríkisstjómin við þá báða. Tvær flugur í einu höggi. Ef Steingrímur væri Albert yrði þetta skandalmál sömuleiðis miklu auðveldara viðureignar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og Morgimblaðið. Meðan Steingrímur er bara Stein- grímur og passar sig á því að gera ekki vinum sínum greiða, þegar þeir eru veikir, getur vitaskuld enginn ráðist á Steingrím fyrir að vera góð- ur við vini sína. En þegar Steingrím- ur er orðinn að Albert, eins og hann sjálfúr getur hugsað sér, og verður uppvís að vináttu, gæti Mogginn ög íhaldið tekið heilshugar undir það að svoleiðis fantur eigi að segja af sér fyrir siðlausa framkomu. Meðan Albert er Albert verður að hlífa hon- um af tillitssemi við hagsmuni flokksins. En þegar Steingrímur verður Albert, og viðurkennir sekt sína með því að segja af sér, verður bæði siðgæðinu, ríkisstjóminni og flokknum borgið. Vandinn er hinsvegar sá að meðan Steingrímur er Albert, þarf Albert að vera Steingrímur. Annað væri ósanngjamt. Og þá er spumingin hvort Albert mundi samþykkja að Steingrímur segði af sér. Albert er áreiðanlega þeirrar skoðunar að Steingrímur segi af sér, meðan Stein- grímur er Steingrímur, en vafasamt er aftur á móti að hann féllist á lausnarbeiðnina ef Steingrímur er Albert. Þannig getur Albert komið með krók á móti bragði. Ekki nema þá að Steingrímur geti gert sjálfan sig að Albert og Albert að Þorsteini og Þorstein að Steingrími. Það mundi auðvelda málið og gera það nokkum veginn ömggt að Stein- grímur gæti sagt af sér ef hann væri Albert. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.