Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 14
V|S/€ Ud VQQA
14
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987.
Nýjar bækur
Á veiðislóðum
- ný bók um veiðiskap og veiðimenn
eftir Guðmund Guðjónsson.
Á veiðislóðum nefnist bók eftir Guð-
mund Guðjónsson blaðamann sem
Frjálst framtak hf. hefur gefið út.
Undirtitill bókarinnar er: Viðtöl og
veiðisögur. Eins og nafn bókarinnar
gefur til kynna er í henni fjallað um
veiðiskap og þá einkum laxveiðar og
silungsveiðar.
í bókinni eru fjölmargar veiðisögur
úr ýmsum áttum. Þar segir frá hrak-
fórum í veiðiskap, baráttu við stór-
laxa, snautlegri veiðiferð á
sumardaginn fyrsta og rómantískri
veiðiferð í Langá.
Bókin Á veiðislóðum er 160 blaðsíöur
og prýða hana margar ljósmyndir,
margar í lit. Ljósmynd á kápu bókar-
innar tók Árni Sæberg en hann tók
einnig margar þeirra mynda er 1 bók-
inni birtast. Bókin er prentunnin að
öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf.
Verð kr. 2.195.
Villtu spendýrin
Bókaútgáfan Bjallan sendir frá sér
bókina Villtu spendýrin okkar eftir
Stefán Aðalsteinsson.
í bókinni er sagt frá þeim spendýrum
sem lifa villt á íslandi og í hafinu við
landið. Glöggar lýsingar eru á lífs-
ferh og lifnaðarháttum dýranna og
jafnframt brugðið upp sögum um
dýrin, ýmist sannsögulegum frá-
sögnum eða þjóðsögum.
í bókinni er fjallað um sjö spendýr
sem lifa á landi. Það eru refur, tvær
músategundir, tvær rottutegundir,
hreindýr og minkar. Þvi næst er gerð
grein fyrir tveimur selategundum og
tólf hvalategundum.
í bókinni eru rúmlega 40 sjaldgæfar
litmyndir sem sýna dýrin á öllum
árstímum og gefa góða innsýn í líf
þeirra og lifnaðarhætti. Verð kr.
1.975.
urinn, Stefán Snævarr, er 34 ára
gamall og kennir heimspeki við há-
skólann í Osló. „Hraðar en ljóðið"
er fjórða ljóðabók Stefáns. Verð kr.
600.
Bandarískur
jólapappír
og merkimiðar
með Gretti
Líka
Grettis
loðdýr
BOftA
HUSIÐ
LAUGAVEGI178, SÍMI686780.
Ný Ijóðabók eftir Stefán
Snævarr
Út er komin ljóðabókin Hraðar en
ljóðið eftir Stefán Snævarr. Bókin er
64 blaðsíður að stærð og inniheldur
45 ljóð. Útgáfu bókarinnar annaðist
Símon Jón Jóhannesson en Magnús
V. Guölaugsson gerði kápu. Höfund-
Ævintýri gula jakkafata-
mannsins
Ævintýri gula jakkafatamannsins
heitir nýúkomin bók eftir Dúa Más-
son. Bókin skiptist í tvo hluta og
inniheldur sá fyrri Ævintýri gula
jakkafatamannsins, þijár Utríkar
furöusögur um títtnefndan jakka-
fatamann, en hinn, Bensínljóð,
samanstendur af þremur ljóðum um
draumkenndan borgarveruleika.
Dúi Másson er tuttugu og fimm ára
gamall Reykvíkingur og leggur stund
á söngnám og leiklist. Ævintýri gula
jakkafatamannsins er fyrsta bók höf-
undar. Hún er myndskreytt af
Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur.
Bókin er 32 blaðsíður aö stærð, gefin
út af Skehandi hurðum slamm h/f
og unnin í Prentsmiðjunni StensU
h/f. Verð kr. 830.
HRAÐAR
EN LJOÐIÐ
Stefán Snævarr
MEIRIABYRGÐ!
10.000króna tékkaábyrgð,
gegn framvísun bankakorts.
1115 0000 0003 3081
ms 995rroo6 nrssrt'u
JðNÍKA JÓHANNSOðTTIR
oiLDieúr 0 T/S9
Notkun bankakorta eykur öryggi allra í
tékkaviðskiptum. Við ábyrgjumst tékka að
upphæð allt að 10.000 krónum - sé banka-
korti framvísað.
Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem
þurfa nauðsynlega að koma heim og saman
þegar tékki er innleystur, til þess að við-
komandi banki eða sparisjóður ábyrgist
hann:
1. Rithandarsýnishorn.
2. Númer bankakortsins.
Meiri ábyrgð með bankakorti
- þvi máttu treysta!
Alþýðubankinn,
Búnaðarbankinn,
Landsbankinn,
Samvinnubankinn,
Útvegsbankinn,
Verzlunarbankinn
og Sparisjóðirnir.