Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 17
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 17 Lesendur Gæti almennari notkun heyrnartækja orðið að liði í baráttunni gegn hávaða? Átak gegn hávaða: Þarft framtak 3164-4917 hringdi: Ég lýsi hér með yfir ánægju minni með hin nýju samtök sem stofnuð hafa verið og eiga að stemma stigu við eða verja okkur gegn hvers konar óþarfa hávaða. Ég var forfolluð þegar stofnfundur var haldinn en hefði annars farið á hann. Ég vil nefna dæmi um hávaöa sem kemur illa við marga. Eftir að allar þessar útvarpsstöðvar fóru í gang hættir fólki til að hafa einhverja þeirra opna og í þeim er aðallega tón- list sem sögð er krefjast þess að hún sé hátt stillt hvað sem til er í því. Ef þetta fólk heyrir nú líka illa, sem oft virðist fara saman, gerir það sér ekki ljóst að það ónáðar aðra. Þetta er áberandi í fjölbýlishúsum, t.d. þar sem oft kemur fyrir að hávær tónlist sker í eyrun úr næstu íbúð. Þetta getur haldið vöku fyrir fólki og gerir iðulega. Það versta við þessa tónlist hins unga fólks er það hversu hátt það virðiststilla hátalara sína. Að öðrum kosti væri eflaust ekki ástæða til að kvarta. En stofnun félagsins Átak gegn hávaða er gott og þarft framtak sem margir munu fagna. Sú umræða, sem hafm er um há- vaða frá hljómflutningstækjum og hljóðvarpsstöðvum, hlýtur að leiða til þess að farið verður að beina því til viðkomandi, sem unna svo mjög háværri tónlist, að þeir noti að stað- aldri sérstök heyrnartæki, sem tiltæk eru, og útiloki þannig um- hverfið frá hávaðanum. Þess er krafist að á bifreiðum séu hljóðkútar til að deyfa hávaða frá vélunum. Gæti ekki það sama gilt um hávaða frá hátt stilltum hátölur- um? Hljómplatan Á þjóðlegum nótum: III umfjöllun Helgi Pétursson skrifar f.h. Rió: Það er langt síðan ég hef séð aðra eins samsuðu af herpingi og geð- illsku og umfjöllun „SþS“ um hljómplötu okkar Ríó tríósins, Á þjóðlegum nótum. í pistli sínum, sem ekki er lang- ur, líkir SþS okkur við afdankaðar stjömur, sem dregnar era fram í dagsljósiö á Broadway, kvartar yfir því að við skulum ekki hafa hætt fyrir tíu árum, telur einsýnt að við höfum ekkert haft með efnisval á hijómplötunni að gera, að okkur hafi mistekist að endurtaka Vísna- plötuævintýrið, eins og ætlunin hafi verið, og að við höfum þann tilgang einan með útgáfunni að græða á útlendingum. Hann kemst síðan að þeirri nið- urstööu að með þessu höfum við skaðað þjóðlög og aðra þá tónlist sem á plötunni eru. Það er eitt að leggja mat á útsetn- ingar, söng og hljóðfæraleik okkar félaga, - allt annað að geta sér til um ástæður þess aö hljómplatan Á þjóðlegum nótum er gefin út. Við höfum aldrei talið okkur þurfa að endurtaka eitthvað, sem aðrir hafa veriö að gera, enda erum við búnir að leika saman í rúmlega tvo áratugi og leika inn á um fimmtán hljómplötur. Með hljóm- plötunni Á þjóðlegum nótum erum við ekki að endurtaka nein ævin- týri, reyna aö slá einhver sölumet okkar eða annarra eða láta „hafa okkur út í“ eitt eða neitt. Á plöt- unni berum við fram nokkur þjóðlög og sönglög í nýjum bún- ingi, búningi sem er tímanna tákn og við teljúm hæfa. Öll lögin eru valin gaumgæfilega af okkur, við rituðum sjálfir fylgi- texta og teljum að Emst Backman og Steinar hf. eigi heiður skilinn fyrir frumlega og fallega vinnu á plötuumslagi. Við teljum einnig að lög þessi og upplýsingar um þau eigi erindi til erlendra manna og því sjálfsagt að gera þær aðgengi- legar fyrir þá. Sem betur fer erum við allir sam- mála um að við eigum allir að geta gert betur, nú eins og áður, eins og allir geta gert og þurfum ekki „SþS“ til þess að benda okkur á það. Það getur svö sem vel verið að við eigum að hætta þessu - en þegar „SþS“ var lítill héldum viö svokallaða lokatónleika og þar með lauk samfelldum ferli tríósins. Allar götur síðan höfum við hins vegar starfað saman, gefið út plöt- ur, komið fram á tónleikum og farið í söngferðalög og höfum ekki •oröið varir við annað en að fólki hafi líkað það vel. Um fjörutíu þús- und manns komu á tónleika okkar í Broadway og sem betur fer sýna viðtökur að allur almenningur er ekki á sömu skoðun og „SþS“ hvað varðar hljómplötu þá er. hér um ræðir. Það er það sem skiptir okkur máh og fyrir það erum við þakklát- ir. Þess vegna kemur samsuða „SþS“ mn annarlegan tilgang, gróðasjónarmið og níðingshátt gagnvart þjóðlögum okkur í opna skjöldu. - En það verður bara að vera hans vandamál. Fhilips sjónföiP 20” með þráðlausri fjarstýringu SwSrá—^.01,.0.. Litir.Svartoggrátt. VERÐ AÐEINS KR. 20” án fjarstýringar Frábærlega hagkvæm kaup í útvalstækiT Mvnd og tóngæöi í sérflokki. 8 stoöva mínni. Stafræn (digital) skranmg a sk|a öllum stillingum, ofl. ofl. Litir: Hnota og grátt. VERÐ AÐEINS KR. Frábær mynd^tóíímíostööva minni. Stunga fyrir heyrnartól. Innbyggt loftnet, oB. oB. Litir: svart og grátt. VERO AÐEINS KR. 14” ferðasjónvarp með, straumbreyti i sumarbustaöinn g§d s.i«I* i f8 -i-• f.iffj-jf - ofl. Litur: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. SPENNUBREYTIAÐEINS KR. 31.980.- Heimilistæki hf I „ ljafnaRSTRÆTI3-SÍMl:69152 SÆTÚNI 8-SÍMl: 69 1515 & HAFNARSTRÆT, 3 tílÐtílB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.