Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 60
60 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Nýjar bækur Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í reyniviðar- garðinum eftir Guðjón Sveinsson Hér segir frá ýmsu furðulegu er kom fyrir kettlinginn Fríðu fantasíu þegar hún fór að leita að Gullkóngi bróður sínum í rauða húsinu sem stóð eitt sér og enginn virtist búa í. En Fríða fantasía var viss um að þar byggju bófar sem rændu litlum kettl- ingum. - Það er bf og fjör í þessu ævintýri. Það hentar vel yngri börn- um sem enn njóta þess að láta lesa fyrir sig. Prentun og bókband: Prent- verk Odds Bjömssonar hf. Verð kr. 750. Kveðja frá Akureyri Richardt Ryel Richardt Ryel er fæddur á Akureyn 1915, fór ungur að fást við verslunar- störf á Akureyri en síðar í Reykjavík og Danmörku þar sem hann er nú búsettur. Hér skráir hann minningar sínar frá Akureyri fram yfir seinni heimsstyrjöld. Frásögn hans er glett- in og hlý og hann lýsir mönnum og atburðum á lifandi hátt. Bókin er í stóm broti, prýdd fjölda mynda frá gömlu Akureyri sem margar eru áður óbirtar og gefa þær bókinni verulegt gildi. Prentun og bókband: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Verð kr. 1.875. Vindmyllur guðanna Höfundur: Sidney Sheldon. Þýðandi: Sólveig Sigurðardóttir. Sidney Sheldon er einn vinsælasti skáldsagnahöfundur sem nú er uppi. Allar bækur hans hafa verið met- söluhækur um víða veröld, enda hafa þær verið gefnar út í meira en 75 milljónum eintaka samanlagt og all- ar hafa þær komið út í íslenskri þýðingu. Og hér kemur nýjasta og að því er margir telja skemmtilegasta skáldsagan, Vindmyllur guðanna. Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar hf. Verð kr. 1.875. Betlidrengurinn Jugga finnur móðurTeresu Bókaútgáfan Landakot hefur gefið út bókina Betlidrengurinn Jugga finnur móður Teresu eftir Kirsten Bang. Hún er skreytt fjölda teikninga eftir Kömmu Svansson og Torfi 01- afsson hefur þýtt hana á íslensku. Anna G. Torfadóttir sá um útht bók- arinnar. Þetta er saga af bækluðum dreng í sveitaþorpi í Indlandi sem foreldr- arnir neyðast til að selja vegna fátæktar sinnar. Drengnum er ætlað að verða betlari því að meiri líkur eru til að fólk gefi bækluöum börnum en heilbrigðum. Drengurinn gengur kaupum og sölum og lendir síðast á götunni í Kalkútta þar sem hann á ekki annað fyrir sér en veslast upp úr næringarskorti en þá koma Móðir Teresa og systumar hennar til sög- unnar. Verð kr. 750. Tumi ogTóta eftir Svend Otto S. Komin er út hjá Iðunni myndabók eftir hinn vel kunna danska teiknara Svend Otto S. Nefnist hún Tumi og Allt fyrir útiveruna Ert þú á leiö í útilegu eða bara í gönguferö með hundlnn. Vertu viss um að hafa komið við í Skátbúöinni og kannað úrvaiiö af útiverubúnaðl. Skátabúðin á mikið úrval af heimsþekktum vörum sem hentajafnt reyndum sem óreyndum fjallagörpum og útiverufólki. Verslaðu við traust fólk. JÉ\ SKÁTABÚÐIN ^ Snorrabraut 60 sími 12045 TUMI , oc; TOTA SVtNI) OTTÖ S. Tóta. Þorsteinn frá Hamri þýddi sög- una en hún segir frá krökkum frá tveim óhkum heimum. Tumi er tröhabarn og býr hátt uppi í fjöllum en Tóta er mannsbam. Einn daginn leiðist Tuma lifandis skelfing af því að hann hefur engan til að leika sér við. En þá dettur honum það ráð í hug að bjóða Tótu í heimsókn. Verð kr. 498. Gekk ég yfir sjó og land Kristján Róbertsson Hér segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað í lífi fólks í Vest- mannaeyjum á síðari hluta 19. aldar þegar íslenskir mormónatrúboðar birtust þar og fóm að boða nýtt fagn- aðarerindi. Furðu margir létu skírast og fluttust vestur um haf til hins fyr- irheitna lands. Hér er sagt frá ferðum þessa fólks og ótrúlegri þrautseigju við að komast til „himnaríkis á jöröu“, hvernig því farnaðist og hvers vegna sumir fluttust vonsvikn- ir aftur heim til íslands. Þetta er bæði furðuleg og fróðleg saga sem margir munu áreiðanlega hafa gam- an af að kynna sér. Prentun og bókband: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Verð kr. 2.250. Gullregn eftir Anders Bodelsen. Út er komin hjá Emi og Örlygi bókin Guhregn eftir Anders Bodelsen. Sagan byggist á þekktri röð framhaldsþátta í danska sjónvarpinu. Sagan segir frá fjóram bömum sem finna kökudós úti í skógi með mihjónum króna í. Börnin ákveða að geyma dósina og innihaldið þar til Ijóst er hversu há fundarlaunin verða. En hvemig á að geyma dósina og innihald hennar meðan beöið er? Það er vandamál sem börnin eiga erfitt meö að leysa. Mestur vandinn er þó sá að lenda ekki í klónum á snuðrara sem ljóst er að ekki er frá lögreglunni og vih sjálfur komast yfir fjársjóöinn. Verð kr. 790. Jafn hæfilegur hraðl [sparar bensfn og mlnnkar slysahættu. Ekki rótt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.