Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 19 Mátt ekki, skamm. Tek af þér skírteinið! Radarmælingar. - Lögreglan að störfum. Á sjálfan fullveldisdaginn skrifar Siguröur Helgason, framkvæmda- stjóri Fararheillar 87, kjallaragrein í DV sem virðist vera sprottin af grein sem ég skrifaði tíu dögum áður í DV Bílar og auðkenndi mér með stöfum mínum eins og oft endranær. Enda hef ég í nokkra mánuði aðstoðað við gerð DV Bíl- ar,' eins og þeir eflaust vita, sem fylgjast með því blaði að staðaldri. í grein minni fór ég nokkrum orðum um þann einhhða áróður sem rekinn hefur verið gegn hröð- um akstri undanfarið. Ég hélt að ég hefði kveðið sæmilega skýrt að orði um megininntak skoðunar minnar þar að lútandi. Það er í stuttu máh það að það sé afstætt hvað sé of mikih hraði; að sæmi- lega lu-aður akstur sé eðhlegur og viðeigandi við vissar kringum- stæður og að eðlilegra sé að leggja kapp á að innræta fóhd mikilvægi þess að haga sér eftir kringum- stæðum, aka með athygli, kunnáttu og ábyrgð, heldur en að knýja það til að lúsast áfram, sama hvemig aðstæður eru. Sá einiiti málflutningur Sigurður Helgason leggur mér þau orð í munn að áróður gegn hraðakstri sé ekki af hinu góða. Ég verð að ætlast til þess að nafni minn fari rétt með. Eg sagði: „Sá einliti (leturbreyting mín, S. Hr.) málflutningur sem ábyrgir aðilar temja sér á því sviði eru ekki af hinu góða.” Ef Sigurður hefði lesið mál mitt eins og það var sett fram hefði hann komist að raun um að ég er ekki á móti því að mönnum sé innrætt að aka skikkanlega. Það sem ég er á móti er að shta umræðu um öku- KjaUarinn Sigurður Hreiðar ritstjóri hraöa úr tengslum við umræðu um ökumenningu. Akið hægt hver á annan Sigurður Helgason segir á einum stað; „Staðreyndin er nefnilega sú að vegna kunnáttuleysis, gáleysis og ábyrgðarleysis íslenskra öku- manna er það feigðarflan að auka hraðann.” Ég hef þá misskihð hlutverk bar- áttutækja eins og Fararheillar 87, ef það er ekki aö leggja kapp á að efla kunnáttu ökumanna, athygh og ábyrgð í umferð. En eins og ein- htur hraðaáróður hefur verið rekinn er eins og kappið hafi mest- an part farið í að beija niður hraða svo menn geti í kunnáttuleysi, að- gæsluleysi og ábyrgðarleysi haldið áfram að keyra hver á annan, bara svo hægt aö það geri sosum ekki mikið til. Hefði ég að gagni orðið var við að átak væri gert í að laga kunn- áttuleysi, laga aðgæsluleysi og laga ábyrgðarleysi, jafnhhða því að rek- inn væri áróður fyrir skikkanleg- um hraða miðað við aðstæður hefði ég aldrei farið að tala um einhtan áróður. Tilhneiging til að auka hraðann Á einum stað segir Sigurður að ahtaf sé thhneiging hjá ákveðnum hópum að beita sér fyrir auknum hraða og áö þessi hópur hafi haft erindi sem erfiði í vor þegar dóms- málaráðuneytið ákvaö aö hækka hámarkshraða um 10 km. Mín skoðun er sú að með þessari hækkun hámarkshraöa hafi hið háa ráðuneyti aðeins verið að við- urkenna orðinn hlut. Sá hámarks- hraði, sem nú gildir, var löngu crðin staðreynd áður en hann fékk löglegan stimpil. Og þetta tel ég rétt: lög og reglur sem fólk sættir sig ekki við og brýtur daglega, eru afsiðandi lög og reglur. Kannski höfum við of lengi búið við þess lags lög og reglur í umferðinni - kannski gerum við það enn. Hins vegar verður aldrei of mikil áhersla lögð á að löglegur há- markshraði er ekki skyldugur umferðarhraði. Og mér er til efs að ökuhraði hafi aukist stórlega vegna þessarar lagfæringar. Eöa er til góð könnun sem leiðir það í ljós? ^Við viljum kennslu og æfingu Mér til mikillar gleði tekur Sig- urður Helgason undir bón mína um æfmgasvæði fyrir ökumenn og um eflda ökukennslu. Ég tek líka undir þar sem hann segir aö við eigum það sameiginlegt að vilja auka ör- yggið í umferðinni. Og þótt Sigurð- ur geri mér upp aðrar skoðanir er ég viss rnn að við stefnum að sama marki þó okkur greini á um að- ferðir. Nafni minn minnist á „fjölmenna ráðstefhu í Reykjavík um öku- kennslu og umferðarmenningu,” og harmar að ég skylch ekki sjá mér fært áð vera þar. Ég varð að vísu ekki var við að mér væri boð- in þátttaka í þeirri ráðstefnu. En bjá mönnum sem sátu hana hef ég frétt að þetta hafi einkum verið fyrirlestraráöstefna, ekki umræð- ur um úrbótaleiðir, svo ég hef sennilega ekki farið mikils á mis. Við verðum að gefa upp á nýtt Ef grein mín, sem varð hvati að kjallara Sigurðar var, eins og hann segir, í andstöðu við „það markmið okkar að auka ábyrgðartilfmningu ungs fólks í umferðinni” hefur annað tveggja gerst: mér hefur brugðist að koma því frá mér, sem ég vildi segja, eða Sigurður dæmir alla óhæfa sem ekki eru í einlita hallelújakómum. Ef hann hefur fylgst með skrifum um umferðar- mál veit hann að ég hef fjallað rnn þau eftir fóngum í meira en aldar- íjórðung, með þeim hætti sem mér hefur verið tiltækur. Þess vegna veit ég að gamla tugg- an „mátt ekki, skamm, ég tek af þér skírteinið” er úrelt aðferð. Hún kann að hrífa tímabundið en ef ekkert raimhæft'fylgir með til var- anlegra úrbóta sækir fljótlega í sama gamla farið. Viö verðum að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Vinur er sá er til vamms segir. Sigurður Hreiðar Sá hámarkshraði, sem nú gildir, var löngu orðinn staðreynd áður en hann fékk löglegan stimpil. Vonir, trú og viðhorfsbreytingar Af allri þeirri vá, sem mn þessar mundir ógnar þjóðum heims, er fátt ef nokkuð eins óhugnanlegt og vímugjafaneysla bama og ungl- inga. Það er ólýsanlega sorglegt fyrir foreldra og forráðamenn og reyndar allt hugsandi fólk að þmfa að horfa upp á ungviðið verða vímunautninni að bráð án þess að nokkur fái þar rönd við reist, því að allir sem til þekkja vita að þegar þessi grimma nautn hefur heltekið einhvem er fátt hægt að gera .við- komandi til bjargar. í rauninni er það alveg ótrúlegt hversu van- máttug við höfum verið gagnvart þessum hlutum og það á sjálfri 20. öldinni, öld upplýsingar og vísinda- framfara. Vímugjafaböhð virðist oft vera jafn óviðráðanlegt og nátt- úruhamfarir, eða svo var til skamms tíma áhtið af flest- um. Með tilkomu SÁÁ á sínum tíma varð bylting í þessum málum hér á landi. Þúsundir íslendinga hafa' nú farið þangað til meðferðar og langflestir hafa fengið einhveija bót - margir fuhan bata. Tilkoma SÁÁ varð til þess að kveikja von hjá fólki um það að vandamáhð væri ekki óviðráðanlegt. Þessi von hefúr smám saman orðið að mikilh hugarfarsbreytingu, byltingu í við- horfum til vandamálsins. Þessi viðhorfsbreyting sást best í haust þegar ríkisstjómin ákvað að styrkja SÁÁ með rausnarlegu fjár- framlagi og sýna þannig í verki hug ráðamanna til samtakanna. Eng- Kjallaiiim Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari og stjórnarmaður i Krýsuvikursamtökunum inn hugsandi maður efast um að þau séu vel að peningunum kom- in. En SÁÁ leysa ekki ahan vanda þótt ágæt séu. Böm og unghngar, sem á mjög ungum aldri hafa ánetj- ast vímuefnum, eiga við margan vanda að stríða. Mörg þeirra hafa fengið ágæta aðhlynningu bæði hjá SÁA og víðar. Þau koma oftar en ekki úr meðferðinni bláeyg og bjartsýn, staöráðin í að hætta öhu sukki og fara að takast á við lífið. Og viljann vantar ekki eða löngun- ina til að gerast ábyrgir þjóðfélags- þegnar. En hafa lesendur gert sér grein fyrir því hvemig það er að vera unglingur í þessu samfélagi eftir að hafa farið á mis við alla undirstöðumenntun grunnskól- ans? Því að það gefur augaleið að þeir unghngar, sem em að ghngra við vímuefni, stimda ekki nám sér að gagni enda margir þeirra iha læsir og óskrifandi. Auk þess er algengt að þessir krakkar búi viö erfiðar heimihsaðstæður - eiga jafnvel ekki að neinu að hverfa sem kallast getur heimih. Hver getur láð þessum unghngum þótt þeir guggni í baráttunni? Þegar til þéss er Utið hve marga þessa unghnga langar sárt og iniúlega til að ná sér þá er grátlegt hve fáum tekst. Það var vegna þessa fólks sem Krýsuvikursamtökin vora stofnuð. Þau eiga að þjóna þeim tilgangi að skapa á einum stað heimih, með- ferðarstofnun, vinnustað og skóla. Þau eiga aö búa þannig að ungling- unum eftir að þeir koma úr meðferð eða a.m.k. afvötnun hjá SÁÁ eða sambærilegum stofnun- um að þeir þurfi ekki aö fljúgast á við aUa draugana í einu, að þeir geti í rólegheitum á friðsælum stað undið ofan af sér margra ára rugl og taugaspennu undir umsjón kennara og áfengisráðgjafa. Og til þess ama keyptu samtökin yfirgef- ið og Ula farið skólahús í Krýsuvík og hófust þegar handa viö að koma því í stand. Þegar þetta er ritað hefúr veriö gert við húsið að utan þ.á m. þakið, sett gler í gluggana - þar gengur nú fjósamótor og fram- leiðir rafmagn fyrir staðinn, ohu- kynding hitar húsið upp og brátt kemur að því að u.þ.b. einn þriðji hluti hússins verði tekinn í notk- un. Hvar fengu Krýsuvíkursamtökin fjármagn til þessara framkvæmda? Því er fljótsvaraö. AUar þessar framkvæmdir era kostaðar af söfn- unarfé sem almenningur í landinu hefur lagt fram og er enn að leggja fram. Hér að framan var minnst á við- horfsbreytingar, vonir og trú á bata til handa vímuefnanotendum. Það fé, sem almenningur í landinu legg- írýsuvíkursamtökin eiga að þjóna peim tilgangi að skapa á einum stað leimili, meðferðarstofnun, vinnustað og skóla. ur af mörkum til Krýsuvíkursam- takanna, endurspeglar betur en nokkuð annaö hvers konar viðhorf era rflqandi gagnvart þessum hlut- um. Fólk trúir á að þetta megi takast og allir vilja taka þátt 1 því að hjálpa unghngimum til bata. Þær undirtektir, sem aðstandend- ur Krýsuvíkursamtakanna hafa fengið meðal almennings og fyrir- tækja, sýna mikinn áhuga á þessu málefni. Þær undirtektir hafa verið ótrúlega góóar - miklu betri en nokkur þorði að gera sér vonir um í upphafi. Vissulega er vá fyrir dyrum. Vímugjafavandamáhö er stað- reynd sem okkur er hollast að horfast í augu við. Æskan er í hættu - gUdramar leynast víöa fyrir ístöðuhtla unglinga og sölu- menn dauðans bíða á næsta homi til aUs vísir. En til er annað afl sterkara en Bakkus og hans út- sendarar. Það er samstaða fólksins í landinu samfara réttum upplýs- ingum og hreinskihnni umraeðu um máhð. Shkt byggist fyrst og fremst á áhuga meðal almennings og vilja til að kynna sér málin án fordóma. Þær undirtektir, sem KrýsuvUiursamtökin, SÁÁ og önn- ur hhðstæð samtök, t.d. Vímulaus æska, hafa fengið meðal almenn- ings og ráðamanna, gefa vissulega tilefni til bjartsýni á gang mála í þessari baráttu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.