Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 20
STRIK/SlA 20 Nýjar bækur MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Sturla frá Stekkjarflötum Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði. Þetta er sagan af Sturlu, ungum bóndasyni, sem er vart kominn af barnsaldri er hann missir fóður sinn, verður sjálfur að fara að sækja sjóinn til að vinna fyrir heimili móður sinnar og yerður um leið að svæfa ágenga drauma um menntun og störf á listabrautum. En öll él birtir upp um síðir. í sögulok er hann víöfræg- ur og viðurkenndur listamaður. Þetta er sagan af Matthildi, móður Sturlu, Ögmundi, útgerðarmannin- um sem býr yfir meira göfuglyndi en flestum er gefið. Sólrúnu, stúlk- unni íogru, sem hreif hugi piltanna og allir vildu eignast. Verð kr. 1.494. Villtu spendýrin Bókaútgáfan Bjallan sendir frá sér bókina Villtu spendýrin okkar eftir Stefán Aðalsteinsson. í bókinni er sagt frá þeim spendýrum sem lifa villt á íslandi og í hafmu við landið. Glöggar lýsingar eru á lífs- ferli og lifnaöarháttum dýranna og jafnframt brugðið upp sögum um dýrin, ýmist sannsögulegum frá- sögnum eða þjóðsögum. í bókinni er fjallað um sjö spendýr sem lifa á landi. Það eru refur, tvær músategundir, tvær rottutegundir, hreindýr og minkar. Því næst er gerð grein fyrir tveimur selategundum og tólf hvalategundum. í bókinni eru rúmlega 40 sjaldgæfar litmyndir sem sýna dýrin á öllum árstímum og gefa góða innsýn í líf þeirra og lifnaðarhætti. Verð kr. 1.975. Ný bók eftir Stephen King Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Eymd eftir bandaríska rithöf- undinn Stephen King. Stephen King er í hópi vinsælustu rithöfunda Bandaríkjanna og þegar nýjar bækur koma frá honum skipa þær jafnan efsta sætið á sölulistum vikur eftir vikur. Má geta þess að mest selda bókin í Bandaríkjunum á því ári sem er að líða var bókin Eymd, sem heitir á frummálinu Mis- ery og kom fyrst út nú í sumar, er mjög ofarlega á blaði. . Sagan Eym.d íjallar um rithöfund HANDHÆGT OG GOTT Sanitas Gleðileg jól sem hefur öðlast miklar vinsældir fyrir bókaflokk. Hann ákveður að snúa sér að öðru viðfangsefni en lendir í bílslysi og verður fyrir alvar- legum meiðslum. Karl Birgisson þýddi bókina. Hún er 351 blaðsíða og er prentunninn að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð kr. 1.495. Ot iiiiáliladde^ja itoi:i\s Of ung til að deyja Denise Robins Á þriðja tug bóka eftir þennan þekkta höfund hafa .verið gefnar út á ís- lensku. Denise Robins skrifar léttar ástarsögur með skemmtilegum lýs- ingum á fólki og umhverfi. Þessi bók, gerist í Kína í því samfélagi er þar var við lýði fyrir þjóðfélagsbreyting- arnar í kringum 1950. Ung, ensk stúlka lendir í fjötrum kínverskra misindismanna er enn stunda gamla kínverska siði - að færa guðunum fómir þegar eitthvað bjátar á. Verð kr. 1.250. eftir Jón Egil Tunglið sf. hefur gefið út nýjaljóða- bók. Nefnist hún Kvíðbogi og er eftir Jón Egil Bergþórsson. Þetta er fyrsta bók höfundar en ljóð hafa birst eftir hann í blöðum og tímaritum. Kvíö- bogi inniheldur 25 ljóð. Jón Egill er fæddur árið 1960. Tunglið sf. er bóka- félag sem sérhæfir sig í útgáfu á ljóðabókum. í júlí síðastliðnum gaf félagið út Gægjugat eftir Gunnar Hersvein. Verð kr. 625.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.