Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 57 Tíðarandi Koma þrisvar í viku frá Grindavík til að hreyfa sig Tíu grindvískar konur láta ekki sextíu kílómetra akstur aftra sér firá að stunda heilsurækt í Hafnarfirði Hreyflng og líkamsrækt er öllum Iroll og nauösynleg ef iðkendumir kunna aö sníöa sér stakk eftir vexti. Þaö er tiltölulega stutt síðan heilsurækt fór aö komast í tísku. Fram til þess tíma létu flestir sér nægja þá hreyfingu sem þeir fengu í vinnunni, ef hún var þá nokkur, eftir að skólaleikfiminni lauk. Aö vísu stunduöu margir sund og skíði, en að ööru leyti voru þeir sem hreyfðu sig meira en brýna nauö- syn bar til yfirleitt taldir sérvitr- ingar, íþróttamenn eða hvort tveggja. Nú er öldin önnur sem betur fer. Fyrir nokkrum árum fór þaö aö þykja fínt að stunda líkamsrækt af ýmsu tagi og líkamsræktarstöðvar spruttu upp um allt land. Allir fóru af staö, keyptu sér æfmgagalla og stormuðu í erobikk og megrunar- leikfimi. Margir gáfust upp eftir nokkra tíma en þeir sem héldu áfram hafa örugglega ekki séö eftir því. Það er nefnilega í tísku aö vera í góðu formi og að tískunni slepptri líður þeim sem er í góöu líkamlegu ástandi betur en þeim sem vanræk- ir þá höll andans sem líkaminn er. Það er mjög algengt aö menn segi aö nú veröi þéir að fara aö drífa sig í líkamsrækt en bæta því svo við Hér stjórnar kennarinn teygjuæfingum nemendanna. Þetta eru mikil átök sem geta valdið harðsperrum hjá þeim sem eru að byrja. Smám saman liðkast likaminn og æfingarnar verða bara létt upphitun fyrlr frekari átök. DV-mynd GVA að þeir hafi bara svo lítinn tima og gera því ekkert í málinu. Svo eru til aðrir sem leggja tölu- vert á sig til að komast í tíma og láta ekkert aftra sér, hvorki vega- lengdir né tímaleysi. Þannig er með fríðan hóp kvenna frá Grindavík. Tvisvar tii þrisvar í viku leggja þær land undir fót og aka 50-60 kíló- metra leið til að komast í leikfimi í Hafnarfirði. Þetta eru tíu konur, sú yngsta sextán ára en sú elsta rúmlega fertug. Þær hafa stundað megrunarleikfimi í heilsuræktar- stöðinni Hress í Hafnarfirði frá því stöðin var opnuð seinni hluta sum- ars. Þær mæta í tíma á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og oft í opna tíma á laugardögum líka. Þær vita sem er aö líkamsrækt er nauðsynleg og þar sem aðstöð- una vantar í Grindavík láta þær sig ekki muna um að skreppa til Hafn- arfjarðar nokkrum sinnum í viku. Hjá þeim er líkamsræktin meira en heilsurækt, félagsskapurinn skiptir ekki minna máh. Þær hafa gaman af því sem þær eru að gera og vildu ekki fyrir nokkum mun missa af tíma. En þeim er einnig ljóst mikilvægi réttrar hreyfingar fyrir líkamann og almenna vellíð- an og nauðsyn þess að vera ekki að draga það að drífa sig í heilsu- ræktina. Því eins og máltækið segir: Ef þú hefur ekki tima fyrir heilsuna þína í dag hefur þú ekki heilsu fyrir tímann þinn á morgun! -ATA Félagsskapurinn er aðalatriðið - segir hópur grindvískra kvenna sem finnst spottínn tíl Hafnarfjarðar ekkert tiHökumál „Það er ekkert mál að koma hingað til Hafnarfjarðar. Við höfum bara gaman af, ökuferöinni enda skipt- umst við á að keyra og erum ekki nema um hálftíma hvora leið þó við ökum að sjálfsögðu alltaf á löglegum hraða," var einróma álit ellefu hressra kvenna úr Grindavík sem stunda leikfimi í heilsuræktarstöð- inni Hress í Hafnarfirði tvisvar til þrisvar sinnum í viku. „Við höfum óskaplega gaman að þessu og vildum ekki fyrir nokkurn mun missa af tíma. Við lítum nánast á þetta sem aukafrí frá heimili og börnum, komum saman nokkrar ungar konur, púlum dálítið, kjöftum og höfum það skemmtilegt. Við byrj- um meira að segja stundum heilsu- ræktina með því að koma saman á kjúklingastaðnum í Hafnarfirði og fáum okkur að borða. Við erum þá að vísu ofurlítið þyngri i byrjun tíma en við brennum aukakaloríunum Það er hvergi gefið eftir á æfingunum, svitadropar renna og blásið er úr nös. DV-mynd GVA Nýkomnar frá Grindavík, eldhressar og reiðubúnar í puðið. Rós Jóhannes- dóttir er lengst til vlnstri, þá Lilja Kristinsdóttir, Anna Helgadóttir, Sólveig Ágústsdóttir og móðir hennar, Hrefna Örlygsdóttir, Dagmar Edvardsdóttir, Gunnhildur Guðlaugsdóttir, Fanný Erlingsdóttir, Sigriður Guðlaugsdóttir, Jenný Jónsdóttir og Krlstin Edvaldsdóttir. DV-mynd GVA fljótt og vel í puðtimunum." Grindvísku konurnar sögðust hafa byrjað að æfa tiu saman í Hress í september þegar stöðin var stofnuð. Tvær þeirra æíðu áður í annarri lík- amsræktarstöð og fylgdu svo kenn- aranum, Önnu Haraldsdóttur, yfir í Hress þegar hún stofnaði stöðina í september. Svo fengu þær fleiri kon- ur úr Grindavík til að koma með sér. Þær eru nú orðnar ellefu og tleiri ætla sér að byrja eftir áramót. „Við erum allar í megrunarleikfimi hjá Önnu. Við þurfum mismikið á því að halda að missa aukakíló en jafnframt því að grennast styrkjum við hkamann með æfingunum. Tvær okkar eru til dæmis að þjálfa sig upp fyrir skiðaferð til Austurríkis. Þegar þær koma heim aftur þurfa þær að fara í leikflmina til að ná af sér bjór- kílóunum.“ Þessar hressu konur vildu þó ekki meina að heilsubótin væri eina ástæðan fyrir því að þær drifu sig bæjarleiö til að stunda leikfimi, en grindvísku konumar eru duglegasti hópurinn í heilsuræktarstöðinni hvað mætingar snertir. „Félagsskapurinn er aðalatriðið. Það er svo gaman aö koma hingað, hitta nýtt og hresst fólk og skemmta sér. Þetta slagar bara hátt upp í gott ball og svo líður manni svo vel á eft- ir, þegar við erum búnar að fara í gufubað og ljós.“ Konumar eru allar á besta aldri, sú yngsta er sextán ára en sú elsta rúmlega fertug. Þær sögöust ekki vilja sjá það að taka karlana með, þeir þyrftu að vinna fyrir leikfimi- tímunum og passa börnin á meðan þær skemmtu sér, sögðu konurnar og hlógu. Þær kváðu mikinn áhuga á heilsu- rækt í Grindavík og fyrir utan þær sem færu til Hafnarfjarðar væri all- stór hópur kvenna sem sækti heilsu- ræktartíma í Keflavík en aðstaöa til líkamsræktar væri slök í Grindavík. „Það er ekki eins mikið mál og fólk " heldur að skreppa til Hafnartjaröar frá Grindavík. Viö fórum á tvéimur bílum og skiptumst á að keyra og skemmtum okkur ágætlega á leið- inni. Og svo erum við alltaf miklu fljótari á heimleiðinni enda er bíllinn hálfu léttari eftir alla megrunarleik- fimina,“ sögðu þessar hressu konur úr Grindavík. -ATA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.