Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Qupperneq 72
72 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Fólk í fréttum Geir Hallgrímsson Geir Hallgrímsson seölabanka- stjóri hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um flugstöðvar- bygginguna á Keflavíkurflugvelli. Geir er fæddur 16. desember 1925 í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1948. Hann var borgarfulltrúi í Rvík 1954-1974 og borgarstjóri 1959-1972. Geir var alþingismaður 1970-1983 og formaður Sjálfstæðis- flokksins 1973-1983. Hann var forsætisráðherra 1974-1978 og ut- anríkisráðherra 1983-1986. Hann hefur verið Seðlabankastjóri frá 1986. Kona Geirs er Erna Finns- dóttir, f. 20. mars 1924. Foreldrar hennar eru Finnur Sigmundsson, frv. landsbókavörður, og kona hans, Kristín Magnúsdóttir. Börn Geirs og Ernu eru Hallgrímur Ben- ediktsson hrl., f. 13. júlí 1949, giftur Aðalbjörgu Jakobsdóttur félags- fræðingi, rektorsritara, og eiga þau eina dóttur; Kristín, f. 19. mars 1951, bókasafnsfræðingur, gift Frey Þórarinssyni, doktor í jarðeðlis- fræði, og eiga þau tvo syni; Finnur, f. 8. júní 1953, doktor í hagfræði, ritstjóri Vísbendingar, sambýlis- kona Steinunn Þorvaldsdóttir menntaskólakennari og eiga þau einn son; Áslaug, f. 7. október 1955, í doktorsnámi í jarðfræði í Banda- ríkjunum. Systkini Geirs voru Ingileif Bryndís, f. 10. nóvember 1919, var gift Gunnari Pálssyni skrifstofustjóra, sem er látinn; Bjöm, f. 17. apríl 1921, forstjóri í Rvík, giftur Sjöfn Kristinsdóttur og Geir, f. 3. júlí 1923, d. 5. nóvember 1924. Foreldrar Geirs voru Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður og alþingismaður í Rvík, og kona hans, Áslaug Geirsdóttir Zoega. Föðursystir Geirs var Elísabet, móðir Karls Kvaran listmálara og amma listfræðinganna Gunnars og Ólafs Kvaran. Dóttir Elísabetar er Elísabet, kona Þorvaldar Garðars Kristjánssonar. Föðurbróðir Geirs, samfeðra, var Ágúst, faðir Áslaug- ar, konu Bjarna Jónssonar vígslu- biskups og ömmu Guðrúnar Ágústsdóttur borgarfulltrúa. Dótt- ir Ágústar var Guðrún, móðir Kristins Hallssonar óperusöngv- ara. Faðir Hallgríms var Benedikt, trésmiður á Refsstað í Vopnaflrði, bróðir Þorláks, langafa Finnboga Guömundssonar landsbókavarðar. Bróðir Benedikts var Þorsteinn, langafi Þorsteins, afa Magnúsar Jóhannessonar sighngamálastjóra. Bróðir Benedikts var einnig Hall- grímur, langafi Ólafs, fóður Gunnars Ragnars, forseta bæjar- stjórnar Akureyrar. Systir Bene- dikts var Solveig, langamma Jóns Sigúrðssonar viðskiptaráðherra. Önnur systir Benedikts var Guð- rún, amma Sigurðar Jónssonar skálds frá Amarvatni og Jóns Stef- ánssonar, Þorgils gjallanda. Benedikt var sonur Jóns, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, forföð- ur Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Hallgríms var Guðrún Björnsdótt- ir, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, Þorleifssonar, b. á Karlsskála, Pét- urssonar. Móðir Guðrúnar var Bóel Bóasdóttir, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, Ambjömssonar. Móð- ir Bóelar var Guðrún, systir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, og Harðar Einarssonar, forstjóra Fijálsrar fiölmiðlunar. Guðrún var dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðar- firði, Pálssonar, háltbróður Sveins, læknis og náttúrufræðifræðings. Móðir Guðrúnar var Guðný Stef- ánsdóttir, b. á Sandfelli, Magnús- sonar og konu hans, Guðrúnar Erlendsdóttur, b. á Ásunnarstöð- um í Breiðdal, Bjamasonar, fóður Þorbjargar, langömmu Vilhelms, langafa Alberts Guðmundssonar. Áslaug er dóttir Geirs Zoega rekt- ors, Tómassonar Zoega, formanns á Akranesi, Jóhannessonar Zoega, glerskera í Rvík, Jóhannessonar Zoega, fangavarðar í Rvík, frá Slés- vík. Zoegaættin er talin vera komin af feneysku aðalsættinni Zuecca. Móðir Áslaugar var Bryndís Sig- urðardóttir, kaupmanns í Flatey, Johnsen. Móðir Sigurðar var Guðr- ún Aradóttir, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar, langafa Ragnars Arnalds. Móðir Geir Hallgrimsson. Bryndísar var Sigríður Brynjólfs- dóttir, kaupmanns í Flatey, Boga- sonar, fræðimanns á Staðarfelli, Benediktssonar, bróður Halldóru, langömmu Magnúsar, fóður Dav- íðs Schevings Thorsteinssonar. Móðir Boga var Hildur Magnús- dóttir, systir Gunnlaugs, langafa Sigurðar, fóður Gunnars Thor- oddsen. Afmæli .'x. Jóhannes Kr. Bjömsson Jóhannes Kr. Björnsson, Sól- garði, Arnarneshreppi, er áttræður í dag. Jóhannes fæddist að Nolli í Laufássókn og ólst þar upp í for- eldrahúsum, en hann var þriðji elstur í hópi sjö sytkina. Eftir ferm- ingu var hann í tréskurðarnámi hjá Geir G. Þormar á Akureyri og tvo vetur í trésmíöanámi hjá foður- bróður sínum, Hermundi Jóhann- essyni. Jóhannes vann öll almenn sveitastörf í fóðurhúsum og sótti sjóinn. Þegar hann hleypti heim- draganum starfaði hann um skeið á Svalbarðseyri og Akureyri. Kona Jóhannesar var Gyða, f. 25.8. 1918, d. 10.8. 1976, dóttir Jóns Sigurðssonar og konu hans, Guðnýjar Jóhannsdóttur, sem bú- sett voru á Akureyri. Jóhannes og Gyða giftu sig 1935 en þau bjuggu á Akureyri fyrsta búskaparáriö. Þau fluttu síðan aö Nolli og byggðu þar upp býlið Sæ- ból sem er í Nollslandi, en þangað fluttu þau 1937. Þar höföu þau bú- skap og Jóhannes stundaði sjóinn. Jóhannes stundaði um tíma fólks- og mjólkurflutninga ásamt foður sínum á mótorbát þeirra feðga, en þeir sigldu á Svalbarðsströnd og Akureyri. Jóhannes og Gyða fluttu til Hjalteyrar 1942 og þar reisti Jó- hannes íbúðarhúsið Sólgarða yfir fiölskyldu sína. Jóhannes varð fyr- ir alvarlegu vinnuslysi 1961 er hann missti fióra fingur hægri handar en þau örkuml varð hann að þola bótalaust. Hann missti þó ekki móðinn við þetta áfall og hefur stundað ýmis störf síöan. Jóhannes og Gyða eignuðust fióra syni: Bjöm rekur ryðvarnar- verkstæði í Kópavogi, kona hans er Lilja Guðmundsdóttir frá Akur- eyri og eiga þau fimm böm; Jón er skipstjóri á togaranum Harðbak en kona hans er Margrét Þórhalls- dóttir frá Hafnarfirði og eiga þau eitt barn; Ævar hefur veriö sjómað- ur; Henning er sjómaður og útgerð- armaður í Grímsey en kona hans er Guðrún Gísladóttir frá Akureyri og eiga þau fimm börn. Foreldrar Jóhannesar vora Björn, b. á Nolli, Jóhannesson, f. 1.2. 1877, d. 10.12. 1951, og kona hans, Anna frá Skeri á Látra- strönd, Pálsdóttir, f. 13.3. 1883, d. 13.3.1958. Björn var bróðir Auðar, Jóhannes Kr. Björnsson. móður Matthíasar Bjamasonar, fv. ráðherra. Föðurforeldrar Jóhann- esar voru Jóhannes, b. á Nolli, Guðmundsson, og kona hans, Guð- björg frá Pálsgerði, Björnsdóttir. Móðurforeldrar Jóhannesar vora Páll, vinnumaður á Krossum á Árskógsströnd, Jónsson, og kona hans, Sigríöur Bjamadóttir. Kona Jóhannesar, b. á Nolli, var Guð- björg Björnsdóttir, b. í Pálsgerði, Loftssonar, en Jóhannes var sonur Guðmundar, b. á Nolli, Stefánsson- ar og konu hans, Herdísar Sveins- dóttur, b. á Þorsteinsstöðum í Höfðahverfi, Jóhannessonar. Aðalheiður Friðriksdóttir Jensen Aðalheiður Friðriksdóttir Jens- en, til heimilis að Suðurgötu 15-17, Keflavík, er áttræð í dag. Aðal- heiður fæddist í Efri-Miðvík í Sléttuhreppi i Norður-ísafiarðar- sýslu og ólst upp hjá foreldrum sínum á Látrum. Hún var á Látrum tO sextán ára aldurs en þá fór hún í vist til ísafiaröar þar sem hún dvaldi í tvö ár. Aðalheiður fór síðan til Akureyrar þar sem hún átti eft- ir að búa í fiölda ára. Á Akureyri giftist Aðalheiður Fred Jensen, f. 28.8. 1897, d. 12.12. 1977, en hann var vefari. sem kenndi vefnað hjá Gefiun, sonur Niels Jensen, steinsmiös á Jót- landi, og konu hans, Kristiönu Jensen. Sérverslun með blóm og skreytingar. Opit) lil A/. 21 iill livöltl 0oBlóm w(^)sknqytífgar Laugavegi 53, simi 20266 Sendum um land allt Aðalheiður Friðriksdóttir Jensen. Þau Aðalheiður og Fred bjuggu á Akureyri til 1954 en þá fluttu þau til Keflavíkur þar sem Aðalheiður hefur átt heima síðan. Aöalheiður átti eina dóttur fyrir hjónaband, Eddu Jensen, f. 1928, en faðir hennar drukknaði þegar Edda var á fyrsta árinu. Edda ólst upp hjá móður sinni og Fred en hún er gift Sigfúsi Þorsteinssyni, búa þau á Hauganesi á Árskógsströnd og eiga sex börn. Aðalheiður og Fred eignuðust fiögur börn og eru tveir synir þeirra á lífi. Börn þeirra: Leila, f. 1933, d. 1944; Friðrik Jens- en, verkstjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 1936, er giftur Sigríði Þórólfs- dóttur frá Keflavík og eiga þau fiögur börn; Niels Jensen, tvíbura- bróðir Friðriks, starfaði á þunga- vinnuvélum í Keflavík, en hann er látinn; Engilbert hljómlistarmað- ur, f. 1941, á sex böm. . Aðalheiður átti sextán systkini en þrjú þeirra dóu í barnæsku. Hún á nú átta systkini á lífi. Þau era: María, húsmóðir á ísafirði, sem nú dvelur á elliheimilinu á ísafirði; Þorsteinn, starfsmaður hjá Fálkan- um í Reykjavík; Sigurlaug, húsmóðir f Reykjavík; Jóhann, sem lengi var vörabifreiðarstjóri í Keflavík; Bjarni, sem er starfsmað- ur hjá tollinum á Keflavíkurflug- velli; Dóróthea, húsmóðir í Keflavík; Þorbergur, málarameist- ari og forstjóri á Keflavíkurflug- velli; Guðmunda, húsmóðir í Keflavík. Foreldrar Aðalheiðar bjuggu lengst af á Látrum en þau vora Friðrik, b. í Miðvík og síöar á Látr- um, Finnbogason, og kona hans, Þórunn Þorbergsdóttir. Föðurfor- eldrar Aðalheiðar voru Finnbogi, b. í Miðvik, Ámason, og kona hans, Herborg Kjartansdóttir. Móðurfor- eldrar Aðalheiðar vora Þorbergur, b. í Miðvík, Jónsson og kona hans, Margrét Þorsteinsdóttir. Aðalheiður er vel ern, minnug og heilsugóð. Hún tók á móti gest- um á Veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík á laugardaginn. Sigurbjörg Sigurðardóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir, Njarð- víkurbraut 24, Njarðvík, er sjötug í dag. Sigurbjörg fæddist á Seyðis- firði og ólst þar upp. Maður hennar var Guðjón Sigurjónsson, f. 25.6. 1926, d. 18.11. 1984, en Guðjón var lengi vörubílstjóri hjá Njarðvík- urbæ. Sigurbjörg eignaðist sex böm og eru þrjú þeirra á lífi en auk þess á hún eitt fósturbam. Systkini Sigurbjargar vora tíu og era átta þeirra á lífi. Foreldrar Sigurbjargar: Sigurð- ur, sjómaður á Seyðisfirði, Gunn- arsson og kona hans, Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir. Sigurbjörg Sigurðardóttir. 40 ára Ingibjörg Björnsdóttir, Reynihlíð 5, Reykjavík, er fertug í dag. María Eydís Jónsdóttir, Reykholti, Hafnarfirði, er fertug í dag. Halldóra Stefánsdóttir, Hraunholti 7, Gerðahreppi, er fertug í dag. Sigurjóna Sigurðardóttir, Skólabrú 1, Hafnarhreppi, er fertug í dag. Sigurður Arnþór Andrésson raf- virki, Stapasíðu 5, Akureyri, er fertugur í dag. Davíð Valgarðsson, Sólvallagötu 46, Keflavík, er fertugur í dag. Ragnheiður Stefánsdóttir, Holts- búð 13, Garðabæ, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsing- ar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Andlát Þórður G. Sigurðsson, Rauðarár- stíg 11, lést þann 10. desember. Sigurður K. Þorsteinsson frá Dvergasteini v/Lágholtsveg, and- aðist 9. desember. 70 ára_______________________ Jóhanna Hallgrímsdóttir, Grænu- hlíð 11, Reykjavík, er sjötug í dag. 60 ára________________________ Rósa Sigurjónsdóttir, Álfhólsvegi 36, Kópavogi, er sextug í dag. 50 ára______________________ Rafn Konráðsson, Hjallabrekku 24, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Gunnar Ól. Engilbertsson, Dverga- bakka 12, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.