Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987.
47
Fréttir
íbúðablokkir fyrir aldraða á Akureyri:
Nær allar íbúð-
imar seldar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Mjög mikill áhugi er meðal aldr-
aðra á Akureyri á þeim íbúðum sem
byggðar verða í fjölbýlishúsum fyrir
aldraða við Víðilund.
Að sögn Cecils Haraldssonar, sem
vinnur með framkvæmdanefnd um
byggingarnar, er þegar búið að selja
46 af 60 íbúðum sem verða í fjölbýlis-
húsunum. Auk þess hefur Akur-
eyrarbær ákveðið að kaupa 6 íbúðir
þannig að aðeins 8 íbúðir eru óseldar.
Fyrirtækið Híbýh hf. hefur að und-
anförnu unniö að gerð botnplötu
annars fjölbýlishússins og mun því
verki ljúka um miðjan desember,
mánuði fyrr en áætlað var, enda veð-
ur verið með afbrigðum hagstætt að
undanförnu.
Áform munu vera uppi um að bjóða
byggingu beggja fjölbýlishúsanna út
saman. Þá er einnig áætlað að byggja
þjónustukjarna og raðhús með 14
íbúðum. Svo kann að fara að þessu
verði öllu slegið saman í einn pakka,
en málið mun verða tekið fyrir á
bæjarráðsfundi á Akureyri eftir
helgina.
Samkvæmt áætlun átti fyrra íjöl-
býhshúsið að verða fullbúið í júní
1989, hitt hálfu ári síðar og þjónustu-
miðstöðin árið 1991, en þetta kann
að breytast, bæði vegna mikils áhuga
sem aldrað fólk hefur sýnt þessum
byggingum og ef verkin verða boðin
út í einu lagi.
KYNNINGARAFSLATTUR
PT-87 Dúndur sánd og góðir taktar-sýnir með Ijósum sem á leiknina vantar.
CPS-101 Full staerð og frábær hljómur með
ásláttarnæmi.
HLJÖÐMIXERAR
Tollahækkun eftir áramót
PT- 10 kr. 1.790,- PT -87 kr. 4.600,-
SK- 1 kr. 5.400,- SK - 5 kr. 6.900,-
SU- 8 kr. 7.700,- MT -88 kr. 10.100,-
CT-805 kr. 17.900,- CPS-101 kr. 21.100,-
4- rása kr. 3.050,-
5- rása kr. 6.500,-
5-rása kr. 22.200,-
7- rása kr. 27.200,-
8- rása kr. 30.500,-
12-rása kr. 68.500,-
ALTMULIGT hinum megin við Hlemm - sími 624050
Borgarfjörður eystra:
Safria í
skóla-
ferðalag
Helgi Amgrímsson, DV, Borgarfirði eystra:
Á Borgarfirði eru skólakrakkarnir
i óðaönn að safna peningum til vænt-
anlegs skólaferðalags á næsta vori.
Hyggjast þau skreppa til Færeyja
með Norrænu og dveljast þar a.m.k.
í viku.
Eitt af því sem nemendur gera til
fjáröflunar er tombóla og er það orð-
inn árviss atburður. Þar eru ýmsir
eigulegir gripir sem nemendur hafa
safnað hjá sveitungum sínum. Eru
það hljómplötur, bækur, fatnaður,
matvæli, styttur o.fl. Einn vinning-
urinn í ár var 12 dósir af Mjallar-bóni
og í auglýsingu frá nemdendum kom
fram að það nægði til að bóna heilan
skuttogara. Ekki var annað að sjá en
allir sem keyptu sér miða hafi verið
ánægðir með kaupin. Miðinn kostaði
40 kr. og voru engin núll.
Setfoss:
Hildiþór
hættir
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Nýlega leit ég inn í verslunina til
Hildiþórs Loftssonar, kaupmanns að
Eyrarvegi 7, Selfossi. Það var enginn
í búðinni og Hildiþór hinn hressasti
aö vanda. Sagði hann að salan heföi
verið geysileg undanfarna þijá mán-
uði og fólk víða af landinu hefði
pantað álnavöra frá sér. Mætti þar
nefna fólk af Austfjörðum, Norður-
landi og Vestfjörðum.
Hhdiþór er með mikið af gjafavör-
um og leikfóngum. Hann er 83 ára
og hyggst hætta versluninni um ára-
mótin. Það mun mörgum, bæði hér
og annars staðar, bregða við þegar
hann hættir. Hildiþór segist ætla að
selja húsið og fara á elliheimili eða
til dætra sinna. Hann áætlaði að það
tæki hann tvö ár að ganga frá sínum
málum. „Ég er sáttur við alla og hef
aldrei eignast óvin á minni löngu
ævi,“ sagði gamh maðurinn að lok-
um.
ora
Fersk nýjting £rá ORA!
Enn bætír ORA víð árvalíð - ná eru komnar hvorkí
meíra né mínna en sjö tegundír af frystu, ljáffengu grænmetí.
Það á vel við allan mat og er eínkar auðveít í matreíðslu.
Fiysta grænmetið frá ORA fæst nú á kynningarverðí
í ölítim matvörttversltmum.