Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Stefnt í skattamet Ríkisstjórnin mun með skattahækkunum síðustu vikna setja nýtt íslandsmet í álögum á landsmenn. Þetta hefur orðið ljóst og verið staðfest af Þjóðhagsstofnun. Metið mun að óbreyttu verða á næsta ári. Það sést bezt, ef lagt er saman, hve mikið ríki og sveitarfélög taka til sín í sköttum sem hlutfall af framleiðslu í landinu. Merkilegt er, að stjórn sem þessi skuli setja skattamet. Menn mundu að óbreyttu hafa ætlað, að svonefndar vinstri stjórnir kæmust þar lengst. Eitt ágreiningsefni flokka hefur verið, hve mikið hið opinbera skyldi taka til sín og hversu miklu þegnarnir mættu ráðstafa sjálf- ir. En nú stefnir í, að skatttekjur ríkissjóðs sem hutfall af framleiðslu vaxi úr 22,1 prósenti 1987 í 24,7 prósent 1988. Með þvi fer skattheimta ríkissjóðs langt upp fyir skattheimtu í tíð stjórnar Steingríms Hermannssonar. Leita þarf aftur til stjórnartíðar ríkisstjórnar dr. Gunn- ars Thoroddsen til að finna hlutfall eitthvað líkt því, sem nú verður. Sveitarfélögin munu einnig taka til sín meira en áður lá fyrir, eftir að útsvarsprósentan í staðgreiðslu hefur verið stórhækkuð svo og fasteignamat. Met núver- andi stjórnar er því ljóst. Hér hefur ekkert verið ofsagt um skattheimtu hins opinbera, sem í er stefnt. í viðtölum við ýmsa kunna hagfræðinga hefur komið fram, að vel má vera, að skatt- prósenta núverandi stjórnar verði hærri en nú birtist frá Þjóðhagsstofnun. Hin mikla aukning skattheimtu er ennfremur undirstrikuð af þeirri hækkun, sem sveit- arfélögin fá fyrir tilstyrk núverandi ríkisstjórnar. Merkilegt er, að þingmenn sjálfstæðismanna skuh standa að slíkum hækkunum, miðað við fyrri ummæli þeirra. Sjálfstæðismenn hafa einmitt talið mikla skatt- heimtu • böl, sem fylgi samsteypustjórnum vinstri manna. Því ætti að kjósa sjálfstæðismenn til að draga úr skattpíningu. Þetta stenzt ekki fremur en ummæh þingmanna yfirleitt um kosti stefnu sinnar. Ríkisstjórnin hefur nýlega ákveðið 3 milljarða í nýja skatta ofan á þá 5,7 mihjarða, sem áður höfðu verið ákveðnir sem hækkun. Skattheimta sveitarfélaga mun hugsanlega verða 1,4 milljörðum meiri en áður lá fyrir. Því hefur ekki verið ofsagt, að nýir skattar hins opin- bera á þegnana nálgist tíu mhljarða króna. Stjórnarhðar svara nú og segja, að margir hafi gagn- rýnt, að stefnt var að halla á fjárlögum. Rétt er, að halli á íjárlögum yrði mikið böl. Hahinn yki verðbólgu og gerði kjarasamninga erfiðari, sem enn mundi auka verð- bólgu og valda gengisfelhngu. En vitanlega þurfti að eyða ríkishahanum með að- haldi og samdrætti ríkisrekstrar, ekki með því að auka svo mjög skatta á þegnana. Fyrri ríkisstjórnir urðu rétthega fyrir gagnrýni vegna of mikhla skatta. Nú ætti einmitt að hafa verið dregið úr skattheimtu, fremur en að magna hana. Minni skattheimta hefði verið í samræmi við ummæli forystumanna þessara flokka fyrir kosningar, Ríkisstjórnin er að láta eitt böl koma í annars stað. Hún segist komast hjá hallarekstri en herðir í staðinn óhna að þegnunum. Ekki er ljóst, að aukin skattpíning verði th annars en að magna dehur á vinnumarkaði. Fulltrúar launþega hafa lengi lagt einna mest upp úr því að reyna að halda skattpíningu í skefium. Haukur Helgason „Kremlverjar áræddu að fara inn í Afganistan, af því að Carter-stjórnin var veik.“ - Hér sjást sovéskir her- menn heilsa afgönskum foringjum. Er hótun um kjamorkustríð alKaf óréttlætanleg? Þaö bar viö í nóvember á því herrans ári 1987 að félagshyggju- maöur aö nafni Eyjólfur Kjalar Emilsson, starfsmaður Heimspeki- stofnunar Háskóla íslands, flutti opinberan fyrirlestur þar sem hann reyndi að líta á hina gagn- kvæmu árásarhótun kjamorku- risaveldanna tveggja (sem menn hafa tekið upp á aö kalla „fæhngar- stefnu“ á slæmri íslensku) frá sjónarmiði siðfræðinnar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti, sem Eyjólfur Kjalar kveöur sér hljóös um siðfræði. Fyrir rúmu ári birti hann til dæmis í Tímariti Máls og menningar grein, þar sem hann mærði mjög forstjóra stofnunar sinnar, Þorstein óylfason heim- spekidósent, fyrir „frumlega og athyghsverða" kenningu um rétt- læti í Skírni árið 1984. Ég sendi tímaritinu þá örlitla athugasemd, þar sem ég benti á, að umrædd kenning Þorsteins hafði raunar verið sett fram af Wilham nokkrum Wollaston þegar árið 1722 og hrak- in af Davíð Hume í neðanmálsgrein í Ritgerð um mannlegt eðli. Að ráði Eyjólfs Kjalars, sem situr í ritnefnd Tímarits Máls og menningar, fékkst þessi athugasemd hins vegar ekki birt þar, en fróðleiksfúsir les- endur geta gengið að henni í 3. hefti Frelsisins árið 1986. Sleppum þó hinni hagnýtu sið- fræði Eyjólfs Kjalars og hyggjum að boðskap háns í fyrirlestrinum um kjarnorkumál og í sjónvarps- þætti, sem hann kom fram í nokkrum dögum síðar. Boðskapur- inn sá er einfaldur og hnígur í sömu átt og annað það, sem ís- lenskt félagshyggjufólk hefur sagt um þetta mál. Ef árásarhótun kjarnorkurisaveldis á að hafa ein- hver áhrif, þá verður hugur að fylgja máli. Menn hljóta þá að vera tilbúnir th að standa við hótunina. En kjamorkustríð er svo hræði- legt, að enginn siðlegur maður getur í raun og veru ætlað sér að efna th þess. Með því væri stofnað helvíti á jörðu. Hótunin er því ann- aðhvort innantóm og gagnslaus eða raunveruleg og óréttlætanleg. í nafni siðfræðinnar ber okkur Vest- urlandamönnum að hverfa frá hótunarstefnunni. Auðvitað er æskilegast, að Kremlverjar af- vopnist um leið og við, en hvað sem því líöur verðum við skilyrðislaust að afvopnast og afneita með öllu hótunarstefnunni. Þrjár athugasemdir Auðvitað er þaö rétt, sem Eyjólf- ur Kjalar segir, aö öllum siðlegum mönnum hlýtur að hrylla við kjarnorkustríði. En hrollur er ekki rök. Og ég kem auga á þijár at- hugasemdir, sem gera má við boðskap Eyjólfs Kjalars og annars félagshyggjufólks. Hin fyrsta er, aö kjarnorkuvopnin hafa einmitt stór- Eymd félagshyggjunnar Kjallaiiim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur lega minnkað líkurnar á stríði á miili stórveldanna, þar sem þau eru miklu skæðari en venjuleg vopn. Það er engin tilviljun, að frið- ur hefur verið í Norðurálfunni síðustu fjörutíu árin. Því dýrara sem stríð er, því ólíklegra er það. í annan stað skiptir meginmáli, hver heldur á vopnunum. Reagan Bandaríkjaforseti, Thatcher í Bret- landi og Chirac í Frakklandi eru réttir fulltrúar þjóða sinna. Gor- batsjof er hins vegar umboðslaus valdaræningi. Munurinn á kjam- okuvopnum í höndum Reagans og Gorbatsjofs er því svipaður munin- um á byssum í höndum lögreglu- manns og stigamanns. Önnur er í eðli sínu vamartæki, hin árásar- tæki. Félagshyggjufólk horfir jafnan fram hjá muninum á vest- ræriu skipulagi og austrænu. Og það að þetta fólk fjölyrðir um þaö, að kjarnorkustríði megi líkja við helvíti á jörðu, má ef til vill minna á, að ekkert hefur frekar líkst sþku helvíti en Gúlagið, sem við Vestur- landamenn veijumst með vopnum okkar. Þriöja athugasemdin er, að rök Eyjólfs Kjalars gegn hótunarstefn- unni eru vitanlega um leið rök fyrir geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Sú áætlun snýst um aö hverfa frá hótunarstefnunni. í staðinn fyrir að Bandaríkjamenn hóti Kreml- verjum því að svara sérhverri árás með gagnárás, sem eyða muni mestöllu lífi í Ráðstjórnarríkjun- um, kveðast þeir granda öllum árásarflaugum í geimnum, áður en þær nái til Bandaríkjanna. Frá sjónarmiði siðfræðinnar séð er þessi kostur miklu vænlegri. Og þó hafa róttækhngar, skoðanabræður Eyjólfs Kjalars, hamast gegn geim- vamaráætluninni. Hvað gengur þeim til? Nægur varnarmáttur nauðsynlegur Ég held, að þessar athugasemdir nægi til að fella þá kenningu Eyj- ólfs Kjalars, að okkur beri skilyrð- islaust að kasta frá okkur kjamorkuvopnum. En því er við að bæta, að fyrir rúmum þrjú hundmð árum setti breski heim- spekiiigurinn Tómas Hobbes saman bókina Levíatan um það, að í ríki náttúrannar væra menn eins og vargar hver við annan. Þar væri gagnkvæm tortryggni og ástandið óþolandi. Þess vegna yrðu menn að afsala sér réttindum sínum í hendur einu allsherjarvaldi. Það dylst engum, sem horíir á alþjóða- mál á okkar dögum, að þar er ástandiö að sumu leyti svipað því, sem Hobbes lýsti í ríki náttúrunn- ar. Þar horfast tortryggnir menn í augu, gráir fyrir jámum og grimm- ir á svip. Og þar er alltaf viss hætta á stríði. En merkir það, að við þurfum að bregða á ráð Hobbes og afsala okk- ur öllum réttindum? Þurfum við í raun og veru að velja um að vera rauðir eða dauðir, eins og Eyjólfur Kjalar gefur i skyn og Bertrand Russell hélt fram, eftir að hann var orðinn elliær? Ég svara spurning- unni hiklaust neitandi. Við skulum heldur reyna að mynda jafnvægi á milli stórveldanna, þannig að við þurfum ekki að fóma frelsi okkar fyrir friðinn, en getum búið í senn við frið og frelsi. Kremlverjar áræddu að fara inn í Afganistan, af því að Carter-stjómin var veik. Og þeir hafa nú sest að samninga- borði, af því að Reagan-stjómin er sterk. Getum við dregið aðra álykt- un en þá, að vonin um áframhald- andi frið Uggi umfram allt í nægum vamarmætti og vamarvilja vest- rænna lýðræðisríkja? Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Kjarnorkuvopnin hafa einmitt stór- lega minnkað líkurnar á stríði á milli stórveldanna, þar sem þau eru miklu skæðari en venjuleg vopn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.