Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Menning Hinar fíngerðu sveiflur mannlífsins Mitt rómantiska æði eftir Þórberg Þórðarson. Mál og menning 1987, 216 bls. Þetta er annað bindi af áður óbirtum ritum Þórbergs en hið fyrra kom út í fyrra. Helgi Sigurðs- son hefur hér tínt saman ýmis smárit úr dagbókum Þórbergs, bréfum ræðum og ritgerðum, frá tímabilinu 1918-29, þ.e. frá því að Þórbergur var um þrítugt til fer- tugs. Þessi rit sýna því ekki mótun hans í sama mæli og fyrra bindið en þau eru fróðlegur bakgrunnur fyrir helstu rit þessa sívinsæla höf- undar. Hér setur hann m.a. skipu- lega fram viðhorf sem hann síðar gengur út frá sem vísum: „Yoga - ekki aðeins fræðikenning" og „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði", þar sem hann tengir sam- an sósíalisma og dulhyggju en það voru meginviðhorf Þórbergs alla tíð. En einmitt vegna þess að þessi rit eru frumframsetning þá eru þau fjarri því að vera eins innblásin og skemmtileg og Bréf til Láru oftast er eöa helstu ritgerðir hans. En hér eru önnur rit sem hafa þaö mikið gildi í sjálfu sér að þau eiga fullt erindi á prent og vérða áreiðanlega vel þegin. Það eru einkum dag- bókarfærslur og bréf til Vilmundar Jónssonar og Kristínar Guð- mundsdóttur þar sem Þórbergur er ómyrkur í máh um bæjarbrag- inn, menn og málefni. Listin Þá er þessi bók merkileg heimild um viðhorf Þórbergs á öðrum svið- um, t.a.m. er hér sígilt innlegg í deilurnar um hvort listin sé til- gangur í sjálfu sér (bls. 100): „... heima hjá Haraldi Guð- mundssyni og spjölluðum um hstir. Hann vill hafa tilgang í hstum. List án tilgangs er einskis verð. Eg segi, að hsta- manninum komi það ekkert við hvort hstin hefur tilgang. í raun og veru hefur öll list tilgang. Tilgangur hennar er að þroska smekkvísi mannsins og koma Bókmenntir Örn Ólafsson honum í samband við hinar fín- gerðu sveiflur mannlífsins og náttúrunnar. Það kemur hst- inni ekkert við um hvaða efni hún fjallar. Sá sem heimtar, að hún fáist við ákveðin viðfangs- efni, heimtar af henni tilgang í orðsins venjulega skilningi, er fyrir utan svið listarinnar. Krafa hans er reist á öðrum hneigðum, t.d. heimspeki, sið- fræði, stjómmálum eða þ.u.l., en hún kemur listinni sjálfri ekkert við. Listar nýtur aðeins sá sem heflr meira eða minna listareðh. Hinir njóta hsta- verksins sem fróðleiks, röö spennandi atburða, staðreynda eða þ.u.l., en þeir höndla ekki Iistina í hstaverkinu. Fyrir slíka menn geta hstaverk verið skaðleg, ef þau skortir móral“. Þetta held ég að hafi verið óvenju þroskaður skilningur á eðli hstar - á árinu 1922 og lengi síðan. Þá ríktu kröfur um að listaverk ættu að vera siðsamleg, hafa uppeldishlut- verk, og þykir mér líklegt að tilhts- semi við þær kröfur valdi því að Þórbergur geri ráð fyrir að ómór- ölsk hstaverk geti spillt óhst- hneigðu fólki. En þaö er í samræmi við framan- greint viðhorf hans að stfll þessara rita er margbreyttur eftir efni og t.a.m. sérkennilegur á fyrsta ritinu, sem er þó aðeins dagbókarfærsla, að vísu hreinrituð. Hér heldur skáld á pennanum, tílgangurinn er ekki bara að halda fróðleik til haga. Mannlýsingar og aldarfar Hér eru gleggstu lýsingar á for- eldrum Þórbergs sem ég man eftir að hafa séð í ritum hans og á sjálf- um honum í bernsku. Ókunnugum þessu fólki virðast þær óvenjuhlut- lægar um þvílíkt efni enda kostaði Þórbergur kapps um hlutlægni. Hér eru og mannlýsingar eins og bestar gerast í íslenskum aöh, þaö Þórbergur Þóröarson. er þátturinn „Frá Jóni í Tungu- gröf‘. Þetta er gagnorð mannlýsing sérkennileg og skopleg, einkum er lögð rækt við sérkennilegt orðalag, enda vann Þórbergur þá við orða- söfnun. Ekki er síður gaman aö frásögnum Þórbergs af hagnýtum kaþólskuáhuga Stefáns frá Hvítad- al og Þorsteins frá Bæ og samskipt- um sínum og þeirra við klerka í Landakoti. Einkar fróðlegt var að sjá um við- tökur Bréfs til Láru sem seldist upp á tveimur vikum og var endur- prentað snarlega. Það er þrálát goðsaga að þessari bók hafi verið illa tekið en það var nú ööru nær, með henni skipti gjörsamlega um hagi Þórbergs, eins og hann rekur sjálfur, í einu vetfangi hlaut hann almenna viðurkenningu sem mikih rithöfundur (bls. 159,156): ...eftirspumin var svo viht og stjómlaus aö ég hefði getað selt 600 eintök fyrir jól“ - frá 17. desember. En fyrir útkomu, „Sunnudag einn í október las eg upp úr því nokkra meinlausa kafla í Nýja bíó. Húsið var troð- ) fullt og margir urðu frá að hverfa. Þegar eg kom upp á ræðupallinn, var mér tekið með dynjandi lófaklappi. Næsta sunnudag las eg aftur upp flesta sömu kaflana fyrir fuhu húsi. Upp úr þessu hafði eg á sjötta hundrað krónur fríar. Laglegur skildingur fyrir gjaldþrota skrífli [viku fyrr gat hann ekki farið til rakara]. Eftir þetta hafði eg engan frið fyrir upplestrarkvabbi. En eg neitaði mörgum shkum beiðn- um. Skríllinn verður að fá spekina í smáskömmtum með löngu mhlibih, svo að hann of- mettist ekki. Þeir sem á mig hlustuðu voru einkum póh- tískir andstæðingar mínir, mennirnir sem eg var að skamma, og það voru þeir, er helst keyptu bókina.“ Avöntun í þessari bók er margt sem kemur þeim gleðilega á óvænt sem þó hef- ur farið í gegnum dagbækur Þórbergs, það eru einkum bréfin. En mér finnst líka ýmislegt vanta. T.d. hafði Þórbergur skemmthegar kvennafarssögur eftir þjóðkunnum vini sínum - mátti ekki alveg prenta þær og kalla manninn þá X? Sömuleiðis sakna ég dagbókar- færslna um sífelld samtöl Þórbergs við Hahdór Laxness sumarið 1924, þegar Halldór var nýkominn heim úr klaustrinu. Mjög er líklegt að þeir hafl þá rætt um bókmennt- anýjungar þær sem Hahdór var nýbúinn að kynna sér erlendis. Löngu síðar, í endurminningum sínum um þessi ár, sagði hann að Þórbergur hefði verið allra manna fljótastur th að tileinka sér þvhik atriði af umtali einu saman. Hitt er bókað í dagbókum Þórbergs, aö þá ræddu þeir m.a. kaþólsku, það er að segja að áður en Þórbergur gaf út Bréf til Láru ,með heiftarleg- ur árásum á kaþólska kirkju, hefur hann þekkt mótrökin sem Halldór svo birti í bók sinni Kaþólsk við- horf vorið 1925! En samt heldur Þórbergur sig gagnrýnislaust við tröhasögumar sem hann hafði úr einhverjum bókum. Þetta segir nú nokkuð um Þórberg, vinnubrögð hans og viðhorf, hefði því átt að birtast hér. Loks vantar skemmti- legt upphaf dagbókarinnar um ferð hans frá íslandi th Svíþjóðar 1925, þar er m.a. athyghsvert kvæði. Skýringar eru aftan við flest ritin, enda fuh þörf á að útskýra fyrir lesendum 1987, t.d. við hverja Þór- bergur átti með skírnamafni einu í einkaskrifum sextíu árum fyrr. Og þakkarvert er aö nafnaskrá skuli vera í bindinu. En þegar út- gefandi vissi ekki við hverja var átt þá sleppti hann þeim úr nafna- skránni. Hér vantar bara töluvert á að nógu vel hafi verið unnið. Það hefði verið auðvelt að finna full nöfn frambjóðenda.til Alþingis, rit- stjóra tímarits og blaðamanns við Alþýðublaðið á tilteknu ári, svo dæmi séu nefnd (bls. 112,123, 205). Og hér er víða talað um snilldarrit Þórbergs; Sögu Unuhúss, um miðj- an 3. áratuginn. Hvaöa rit er það? Er það ekki th í handriti frá þessum tíma? Birtist það síðar, breytt eða óbreytt? Er þetta kverið sem kom í ritsafni Þórbergs 1962? Margar ágætismyndir fylgja bók- inni og er fengur að flestum en einkennhegt að sjá þar á meðal eft- irmynd sósíalrealísks málverks, sovésks, af verkamönnum að borða. Myndunum hefði þurft að fylgja ártal eftir því sem hægt var. Hér hefi ég reynt að segja kost og löst á þessari bók en hinum fjöl- mörgu lesendum Þórbergs mun áreiðanlega þykja góður fengur að henni. ÖÓ Við höfum lækkað verð á öll- um teppum og gólfdúkum í samræmi við tollalækkanirnar. Við bjóðum sérstakan afslátt af flísum, hreinlætis- og blöndunartækjum til áramóta. Opið laugardag 9-18 2 góðar byggingavöruverslanir austast og vestast í borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.