Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 76
Sviðsljós
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987.
Tölvan
sprellar
Breska konungsfjölskyldan er æf
þessa dagana út af frétt sem birtist
í einu dagblaðanna í Englandi og
vakið hefur mikla athygli.
Það var virt breskt hjónamiðlun-
....
bara betur
hvort fyrir annað ef tölvan hefur
rétt fyrir sér. Karl Bretaprins í
hrókasamræðum við Fergie.
arfyrirtæki sem fréttin kom frá og
byggði það hana á tölvuútreikning-
um sínum. Sqmkvæmt útreikning-
um tölvunnar áttu Andrew prins
og Díana miklu frekar að giftast og
hinsvegar Karl og Fergie. Þau pös-
suðu að öllu leyti mun betur
saman.
Andrew og Fergie eru á mjög
svipuðum aidri en aldursmunur
Karls og Díönu er 13 ár. Andrew
og Dí eru bæði mikið fyrir sam-
kvæmislíf og skemmtanir og eiga
að öllu leyti miklu betur skap sam-
an. Sarah Ferguson er eldri en
Díana og hefur áhugamál sem falla
betur að áhugmálum Karls en
Andrews. Auk þess eru bæði mikið
fyrir ferðalög út um allar trissur.
Þannig virðist tölvan hafa reikn-
að það út að hægt sé að leysa
hjónabandsvandræði bresku kon-
ungstjölskyldunnar með því að
skipta á eiginkonum fyrir prinsana
tvo. Breska konungstjölskyldan
tekur þannig vangaveltum illa og
telur þær siðlausar fram úr hófi.
Andrew og Díana.
Ólyginn
sagði...
Rauði kross íslands fær að njóta góðs af tombólusöfnun þessara ungu stráka en þeir söfnuðu 2.325 kronum-með henni. Þessir knáu strákar búa allir
í Kópavoginum og heita Daði Sigmarsson, Jón Emil Sigurgeirsson, Örn Sævar Hilmarsson og Grímur Hákonarson. DV-mynd S
Einn dýrasti samningur sem sjón-
varpsfyrirtæki hefur gert við ein-
stakling er samningur ABC
sjónvarpsfélagsins bandaríska við
Dolly Parton. Hún samdi við ABC
fyrirtækið um gerð skemmtiþátta
sem hún hefur yfirumsjón með og
hljóðaði samningurinn upp á 1,3
milljarða íslenskra króna.
í framhaldi af þessum þáttum á-
kvað Dolly aö fara í stranga megrun
og létti sig um heil 20 kíló, eins og
flestir vita. Henni virðist hafa tekist
megrunin einstaklega vel þvi svo
virðist sem frægasti líkamspartur
hennar hafi ekki minnkað neitt að
ráöi.
Hvemig sem á því stendur hafa
vinsældir þáttanna hrapað mjög eftir
því sem Dolly hefur grennst, hvort
sem samhengi er þai: á miili eða ekki.
Framleiðendur þáttanna eru sann-
færöir um að breytt útht hennar sé
í nánu samhengi við minnkandi vin-
sældir og hafa þess vegna krafist
þess að hún bæti í snarheitum á sig
minnst 12 kílóum. Fari hún ekki að
kröfum þeirra hótar ABC-stöðin að
rifta samningum við hana.
Dolly er mjög óhress með þetta, og
telur ekkert samband þarna á milh.
Hún segir að framleiðendur þáttanna
séu með léleg handrit aö þeim og
krefjist ýmislegs af henni sem áhorf-
endum fahi ekki í geö. Þess var th
dæmis krafist að teknar væru mynd-
ir af henni í freyöibaði drekkandi
kampavín. Dolly sættir sig alls ekki
viö þetta, vih fá að ráða meiru um
gerð þáttanna og er hin reiðasta. Aht
er því í óvissu um framtíð þáttanna
hennar Dolly.
Sammy Davis jr.
hinn eldhressi skemmtikraftur
er búinn að vera í bransanum
í 58 ár. Á þeim tíma hefur hann
sprellað og látið öllum illum
látum á sviðinu. Nú er hann
að taka út tollinn af sprellinu
því komið hefur í Ijós að hann
þjáist af miklu sliti í mjöðm.
Hann er svo illa farinn að það
þarf að leggja hann inn á spít-
ala og setja nokkra varahluti í
hann til þess að hann geti hald-
ið áfram að koma fram.
George Michael
annar helmingurinn úr Wham
dúettinum sáluga er mjög hjá-
trúarfullur. Hann trúði nýlega
vinum sínum fyrir því að spá-
kona hefði spáð fyrir honum
að hann ætti mjög stutt líf fyrir
höndum. Michael trúir því að
þetta sé satt og rétt og því lifir
hann eftir aðeins einu lífs-
mottói, að lifa aðeins fyrir einn
dag í einu og reyna að fá sem
mest út úr lífinu á meðan það
endist.
Karl Gústaf
Svíakonungur hefur alla tíð
haft mikinn áhuga á veiðum
og er talinn hinn mesti veiði-
maður. Hann fór nýlega með
Silvíu konu sinni á elgsveiðar
og náði að fella ein sex stykki.
Þau fara aldeilis ekki til spillis
öví þau verða málsverðurinn
hjá nóbelsverðlaunahöfunum
sem mæta í mat hjá honum á
næstunni. Silvía drottning lét
sér nægja að horfa á aðfarirnar
aví hún er lítið fyrir svona veið-
ar.
.. heldur en svona bústin, en
kannski vilja Bandaríkjamenn frekar
hafa hana svona.
Dolly Parton er óneitanlega glæsi-
legri í vextinum svona grönn...
Dolly
í deilum