Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 40
40 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. fþróttir Rothögg í Digranesi - ívar Webster sló Bjöm Hjörlerfsson í gólfið er Blikar unnu Hauka, 54-52 Ivar Webster, körfuboltamaöurinn góðkunni, var heldur betur í sviös- ljósinu í Digranesi um helgina í leik Hauka og Breiðabliks. Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik kom til handalögmála milli Websters og Björns Hjörleifssonar, Breiðabliki, sem enduðu með því að Webster sló Björn rothögg. Björn lá síðan eftir alblóðugur í gólfmu meðan Hauka- menn róuðu Webster niður og sendu hann í kalda sturtu. Webster var óánægður með gang mála í fyrri hálf- leik og fór það í skapið á honum með áðurtöldum afleiðingum. Þessi hnefaleikasýning var það eina eftirminnilega sem gerðist í af- spyrnulélegum leik, eins og sést best á skorinu í leiknum ,54-52. Blikar fógnuðu mjög í leikslok enda fyrsti sigur liðsins í úrvalsdeildinni stað- reynd. Það sýnir kannski best áhugann á körfuboltanum að einn einasti áhorf- andi fylgdist með leiknum frá áhorf- endapöllunum. Stig Blika: Kristján 15, Sigurður 12, Kristinn 12, Guðbrandur 10 og Ólafur 5. Stig Hauka: ívar Á. 16, Pálmar 16, Skarphéðinn 6, Henning 5, Webster 4 og Tryggvi 2. -RR Fimm spjöld á loft í Charieroi Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Fjórða tap Anderlecht varð að staðreynd um helgina er liðið lá fyrir Charleroi á útivelli, 1-0. Eríiðleikarnir halda því áfram hjá félaginu og þrátt fyrir góðan leik máttu meistararnir sætta sig viö enn eitt tap. Eina mark leiksins kom frá hin- um 32 ára gamla Berto Bosh, skoraði hann með bananaskoti af um 40 metra færi, glæsilegt mark og óverjandi fyrir mark- vörð Anderlecht. Eftir mark hans sótti And- erlecht ákaft en Niliz vantaði í sóknina til aö reka smiðshöggiö á aðgerðir liðsins. Arnór var með betri mönnum á vellinum, átti meðal annars tvö dauðafæri, í fyrra skiptið varði markvörður Charleroi skalla hans en í það síðara glæsilegt skot. Arnór tók þá boltann á lofti inni í miðjum teig og þrumaði á mitt markið. Fimm gul-spjöld fóru á loft í Charleroi og fékk Arnór að líta eitt þeirra. Gummi Torfa fór af velli Guðmundur Torfason náði ekki að leika allan fyrri hálfleikinn í viðureign Liege og Winterslag sem endaði með 0-0 jafntefli á sunnudag. Mátti hann yfirgefa völlinn vegna meiðsla í baki. Nýr þjálfari er nú tekinn við liði Winterslag, heitir hann Ernst Kúnnecke og er íslenskum knatt- spymumönnum að góðu kunnur. Stýrði bæði Lárusi Guðmunds- syni og Ragnari Margeirssyni er þeir léku í búningi Waterschei í Belgíu. Hann virðist vera á réttri leið með liðið því það náði nú loksins ágætum úrslitum' eftir afleitt gengi í síðustu leikjum. Baráttan var oft mikil í leik ÍR og Grindavíkur á laugardag. ÍR-ingar unnu frækinn sigur, sinn fyrsta í urvalsdeildinni í talsverðan tíma. Breiðhyltingar höfðu tapað fjórum leikjum í röð en réttu loks úr kútnum. DV-mynd Brynjar Gauti Danskt jólahlaðborð aðeins 750 kr. á mann 27 heitir og kaldir réttir Opið virka daga frá kl. 12-14.30 föstudag-laugardag 12-20 Þorláksmessu 12-22 Veitingahúsið UXINN Glæsibæ Breiðhyttingar rétta úr kútnum - ÍR vann Grindavík, 60-52 „Við æfðum vel fyrir þennan leik og það bar árangur,“ sagöi Einar Bollason, þjálfari IR, í spjalli við DV. Lið hans lagði Grindvíkinga í úrvals- deildinni á laugardag í baráttuleik, 60-52. „Þetta var afar dýrmætur sigur fyrir okkur. Það er ljóst að ef við höldum haus og gerum okkur grein fyrir eigin stöðu getum við velgt hvaða liði sem er undir uggum. Við gerðum okkur grein fyrir því strax í upphafi mótsins að það yröi erfitt að festa liðið í sessi í deildinni, þessi sigur er því á margan hátt móralskur stuðningur við leikmenn, sigur fyrir liðið,“ sagöi Einar. Leikur liðanna á laugardag var annars tvísýnn og spennandi frá upphafi til enda. Var barátta talsverð í leikmönnum - sérlega þó í ÍR-ingum sem gáfu hvergi eftir. Höfðu þeir enda betur og tryggðu sér sigurinn á lokamínútunum, voru ákveðnari og fastari fyrir þegar mest reið á. Stór hópur stuðningsmanna fylgdi hinu efnilega og skemmtilega liði Grindvíkinga í höfuðstaöinn og studdi vel við bakið á sínum mönn- um. Setti fólkið skemmtilegan svip á leikinn, var stemmning énda óvenju- lega mikil í íþróttahúsi Seljaskólans. • Stigahæstur í liði gestanna var Rúnar Arnarsson með 12 stig en Guðmundur Bragason kom á hæla hans með 10. • Stigahæstur í liöi heimamanna var hins vegar Karl Guðlaugsson með 21 stig en Jón Örn Guðmunds- son kom honum næstur með 14. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 41 Iþróttir Einar Vilhjálms- son var fyrir helgina kjörinn fijáls- íþróttamaður ársins af stjórn FRÍ. Kemur sá úrskurður fæstum á óvart enda hefúr Éiriar verið fremstur íslenskra frjálsíþróttamanna um allangt skeiö. Síðastliðiö tímabil var á margan hátt ágætt hjá Einari og reis það hæst á lands- mótinu á Húsavík. Setti Einar þar glæsi- legt Norðurlandamet í íþrótt sinni, spjótkasti, kastaðí þá 82,96 metra. Iþróttafrétta- maðurinn góð- kunni, Víðir Sigurðsson, hefur sent tvær bækur úr ritsmiöju sinni, ís- lenska knattspyrnu 1987 og Arnór Guð- johnsen. íslensk knattspyrna 1987, sem er 160 síð- ur, er árbók íþróttarinnar í myndum og máli. Við annálinn sjálfan er síðan fléttað viðtölum við þekkta knattspyrnumenn, meðal annars þá Arnór Guðjohnsen, Rúnar Kristinsson og Pétur Ormslev. Bókin um Arnór, sem er 142 síður, segir hins vegar frá ferli Amórs Guðjohnsen sem knattspyrnumanns öðru fremur. Er verkið skreytt fjölmörgum myndum sem varpa enn frekar ljósi á daglegt lif hans og baráttuna á knattspymuvellinum. Skjaldborg gefur bækur Víðis út. Pétur Ormslev, Fram, var fyrir helgina kosinn knatt- spyrnumaður ársins af stjórn KSÍ. Pétur lék enda vel á síðasta sumri og var í kjölfarið kjörinn knattspyrnumaður ársins af stallbræðram sínum í fyrstu deildinni. Pétur varð markahæstur í fyrstu deild á síðasta tímabili, geröi tólf mörk og hlaut því gullskó Adidas. Kristián Sig- munasson, hinn frábæri markvörður Víkinga og íslenska lands- liðsins, var kjörinn handknattleiksmaður ársins af stjórn HSÍ fyrir helgina. Kjör þetta kemur í kjölfar annars svip- aðs, en Kristján var valinn leikmaður íslandsmótsins við lok síðasta tímabils. Kom sú kosning fæstum á óvart enda hef- ur Kristján verið í allra fremstu röö síöustu árin. 1 V-Þýska- halda með lið sín í sólina strax eftir áramótin enda er þá vetrarleyfi í Bundesligunni. Ásgeir Sigumnsson og félagar í Stutt- gart, sem nú eru í fríi frá knattspyrnu, haldá þá til Costa Rica. Á að æfa undir sólinni af miklu kappi til að koma sem sterkastir til leiks cr keppni liefst að nýju. Atli Eðvaldsson og stallbræður hans í Bayer Uerdingen munu dvelja í Suöur-Frakklandi við æf- ingar fyrir komandi átök. Allt er hins vegar óvíst hvað lið Lámsar Guðmunds- sonar, Kaiserslautern, varðar. Hefur enda allt verið í hershöndum hjá félaginu það sem af er vetri. -JÖG Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráefni sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í íærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið -þegarþu óvilí há tíðannat* Lambalæri með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðalstórtlmbalæri 2 msk matarolía 3 sellerístilkar Vi blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tskgræneðabvítpiparkom 1 tskrósmarm (sléttfull) 2 dl kahlua-kafíilíkjör 2mskKikkomansojasósa satiúr 1 sítrónu salt 2dlljóstkjötsoð dökkursósujafnarí sjóða í 3-5 mín. Kæbð blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærmu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðm hvom og nuddið safanum vel inn í lærið um leið. Hitíðofninní220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig faUegan bt. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskábnni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skola því niður. MARKAÐSNEFND < SPENNANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.