Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Spumiiigin Vilt þú láta opna Austur- stræti fyrir bílaumferð? Hilmar Antonsson: Nei. Þetta er ág- ætt eins og það er í dag. Jón J. Símonarson: Nei, ég vil bara hafa hafa þennan bút áfram sem göngugötu. Óli Syerrir Þorvaldsson: Já. Það myndi auka söluna til mikilla muna, a.m.k. hjá mér. Ólafur B. Lúthersson: Nei, ég kann ágætlega við hana svona. Sigurður Helgason: Já, ég myndi vilja þaö. Það væri meira líf þarna og gamli „rúnturinn" kæmi aftur. Ágúst Már Garðarsson: Nei. Mér finnst hún bara eiga að vera göngu- gata áfram. Lesendur Um einkaeignaréttinn: Hvar eru málsvarar frelsis og frjálshyggju? „Ef lögin um aö öll fiskimiðin umhverfis landið yrðu almenningseign þyrfti rikið að greiða einkaaðilum svimandi upphæðir í bætur,“ segir bréfritari m.a. Sjálfstæðismaður skrifar: í tilefni af skrifum „Þingeyings" í DV hinn 8. þ.m. um einkaeignar- réttinn vil ég leggja nokkuð af mörkum um þetta efni. Mér finnst með ólíkindum hvernig kerfisfólk allra ílokka er á lævíslegan, ólög- legan og óskiljanlegan hátt búið að lögleiða yfirganginn í sambandi við einkaeignarrétt manna. - Ýmis ákvæði í viðbótarreglugerð- um stangast á við lögin svo augljóst er ólærðum mönnum. Eignarréttur náttúruauðæfa á íslandi er alda- gamall og honum verður ekki breytt með pennastrikum lögóðra manna á 20. öldinni. Vatnalög, lög um lax- og silungs- veiðar, orkulög, lög um náttúru- vernd, skipulagslög, lög um hollustuhætti o.fl., o.fl. eru að mörgu leyti raunverulega ógild. - í þeim eru einkaeignarréttindi manna skert, í ósamræmi við stjórnarskrá íslands, og hafa engar bætur komið fyrir. Samkvæmt 67. grein stjórnar- skrárinnar, sem byggir á-gömlum grunni, skal koma fullt verð fyrir ef eignir manna eru teknar eða skertar í þágu almenningsþarfa. Þetta fulla verð hefur ekki komið fyrir þegar t.d. fyrrnefnd lög voru sett. Alþingi hefur heldur enga heimild til að setja lög sem stang- ast á við stjórnarskrána. Hvers vegna að vera að laumast. þetta og reyna að taka eignir af fólki með ógildum lagasetningum í áratugi? Þessir menn eiga að hætta að villa á sér heimildir. Þeir eiga að stíga skrefið til fulls strax og gera vinstri byltingu eins og gerð var í Sovétríkjunum árið 1917. Þeir sem vinna að lagasetningum hér ættu að kynna sér stjórnarskrá Bandaríkjanna og lagasetningar þar. Þar voru og eru enn kunnáttu- menn að verki. Það bendir margt til þess að hér séu of margir fúskar- ar að verki. Það er tvímælalaust fullkomin ástæða til að almenningur og ein- staklingar athugi strax hvort völd þessara alltof stóru ráöuneyta og stofnana í okkar fámenna þjóð- félagi séu í samræmi við heilbrigða skynsemi. Menn telja að kominn sé tími til að vitleysunni linni. Ég vil benda mönnum á afar at- hyglisverða grein sem nýlega birtist í Velvakanda Mbl. undir heitinu „Hver á sjóinn?“ Þar er réttilega bent á að sjávarútvegs- ráðuneytiö er, að hluta til, í óleyfi að ráðskast með annarra manna eignir. Fólkið í kerfinu mun ekki svara þessari grein og ekki mun sjávarútvegsráðuneytið svara þeirri sem vitnað er í hér. Þeir vita þar að það er farið með rétt mál og reyna að þegja það í hel. Nú er verið að lauma inn í frum- varp til laga, sem gilda eiga í 4 ár, að fiskistofnar á íslandsmiöum séu sameign íslensku þjóðarinnar. All- ir menn, sem eitthvað þekkja til, sjá að þetta stenst.ekki. Þetta stang- ast á við t.d. 67. grein stjórnar- skrárinnar. Hluti sjávarins og fiskimiðanna er í einkaeign. Ef lög um það að öll fiskimiðin umhverfis landið yrðu almenningseign þyrfti ríkið að greiða einkaaðilum svim- andi upphæðir í bætur, svo miklar að almenningur eða ríkið hefði tæplega efni á því. Það er hlaupin ofstjórn í sjávar- útveginn. Meira að segja trillukarl- ar eru ekki látnir í friði. Það sjá allir heilvita menn að þessi mál eru að fara í sama farið og landbúnað- urinn fór á 6. og 7. áratugnum. Ég hvet bændur og landeigendur til að stofna með sér samtök (t.d. Land-, vatns- og sjávareigendafélag íslands) og athuga hvort hægt er að kæra sjávarútvegsráðuneytið og fleiri ráöuneyti, nefndir og stofnan- ir til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Það sem þessir aöilar eru að aö- hafast er gjörsamlega ólöglegt. Ég hvet ykkur einnig til að gæta vel eigna ykkar því að þær verða enn verðmætari í framtíðinni þeg- ar fiskveiðar verða stundaðar úr landi með vélmennum, eins og flest bendir til nú aö verði gert. Eins og einhver sagði á fólk úti á landi ekki að láta meirihlutavaldið í þéttbýl- inu troða sér um tær í þessum efnum. Er ekki mælirinn fullur núna? Hvar eru málsvarar frelsis ein- staklingsins, eignarréttarins og frjálshyggju núna? Er það ekki þeirra hugsjón að gæta réttinda, t.d. þessa dreiföa minnihlutahóps landeigenda? Eru þeir e.t.v. þegar á reynir laumukommar en ekki frjálshyggjumenn? í stjóm Byggðastofnunar Kurr í þingliði Sjálfstæðisflokks Guðrún Guðmundsdóttir skrifar: Eftir langa mæöu virðist Þor- steini Pálssyni hafa leiðst þófið og gert tillögu í þingflokki §jáífstæðis- flokksins um tvo menn i stjóm Byggðastofnunar. En þar er um mjög feitan bita aö ræða og eftir- sóttan. Vai Þorsteins vekur þó nokfcra athygli. Hann sniðgengur pa; hina hógværari menn i liði sínu, eins og Ólaf G. Einarsson, en tekur í stað- inn þá Matthías Bjarnason og Halldór Blöndal. Matthías skaut fyrir nokkru föst- um skotum að forystu Sjálfstæðis- flokksins í viötali í Helgarpóstinum og um Halldór Blöndal er það að segja að hann virðist vart hafa litið glaðan dag síðan núverandi sfjórn var mynduð. Valiö á Matthiasi orkar raunar ekki tvímælis þar sem hann er einn af reyndustu og starfhæfustu mönnum flokksins. En að velja menn í því skyni að fá þá til að hætta að setja fótinn fyrir stjórnar- frumvörp er. í hæpnara iagi, svo ekki sé meira sagt - enda hefur þetta val vakiö kurr mikinn í þing- liði Sjálfstæðisflokksins. Misheppnað framtak Breiðholtsbúi skrifar: Ég get ekki þagað yfir þeim fádæma dónaskap sem ég verð fyrir hvert fimmtudagskvöld, þegar hringt er bjöllunni hjá mér til að láta vita að nú hafi fyrirbæri í blaðformi, sem heitir Á skjánum, verið hent inn um lúguna. Þessi eindæma ljóti snepill hangir ekki einu sinni saman núna er ég fletti honum til þess að sjá og segja frá allri hans misheppnuðu uppsetn- ingu. í fyrsta lagi er ekki haft fyrir því að kynna ábyrgöarmann arkar- innar með sínu skakka letri. Þar er heldur ekkert nafn að finna - einung- is peningasímann - „Auglýsingasími - 689730“! í öðru lagi er allur frágangur sjón- varpsdagskrárefnis svo misheppnað- ur aðég hef ekki komið auga á annaö eins. - Merki Stöðvar 2 á ská og text- inn klesstur saman til þess að hann passi inn í auglýsingatextana. - Prentvillur í dagskrárliðum eru al- gengar (dæmi: kl. 22.10 Hjákkonan). Stundum er ekkert verið að hafa fyr-' ir því að taka fram á hvorri stöðinni viðkomandi dagskrá er! Mér kemur svo sem ekkert við hvort þetta kemur út eða ekki, svo fremi að sá sem ber þetta út liggur ekki á bjöllunoi hjá mér, en mér finnst að þeir sem þetta gefa út ættu að hætta þessu. Kannski er ekki nema von að enginr, \ilji láta nafnið sitt standa fyrir útkomu slíks rits sem þessa. Vel má vera að þiö, útgefersdur, græðið mikið á þessari útgáfustarf- semi, en gefið þá út almennilegt auglýsingarit og sleppið óvandaðri uppsetningu sjónVarpsdagskrár. - Vinsamlegast setjið þó ekki væri nema eitt hefti í ritið. ICELANDAIR Brefritari ber saman flugfargjöld spánska flugfélagsins Iberia og Flugleiða, miðað við flognar mílur og flugtíma. Heimild til lækkunar flugfaigjalda: Engin áhrif á far- gjöld Flugleiða! Agúst Hróbjartsson skrifar: I fréttum í sl. viku var sagt frá því að Evrópubandalagið hefði sam- þykkt nýjar reglur sem m.a. heimila flugfélögum að ákveða fargjöld sín sjálf. Þetta er talið leiða til þess að flugfargjöld hjá evrópskum flugfé- lögum lækki með vorinu. I viðtali við fulltrúa Flugleiða vegna þessarar fréttar kemur fram að ekki sé búist við neinni lækkun hjá Flugleiðum á flugfargjöldum milli íslands og annarra landa. Bætti hann við að fargjöld Flugleiða væru þegar iægri en hjá flugfélögum í Evr- ópu! Þetta gæti þó hugsanlega haft áhrif þar sem samkeppni gætir hjá Flugleiðum eins og t.d. milli borga á Norðurlöndunum og á milli Glasgow og Kaupmannahafnar! Já, alltaf er það sama sagan. Aldrei njótum við íslendingar verölækkun- ar, þótt öll skilyrði séu fyrir hendi og þótt annars staðar séu breyttar forsendur sem við styðjumst þó alltaf við ef um verðhækkanir er að ræða. Þau ummæli fulltrúa Flugleiða að Flugleiðir séu með lægri gjöld en önnur Evrópu-flugfélög eru ekki sannleikanum samkvæmt. Ég tek dæmi til skýringar. Ég hefi flogiö með Iberia, spánska flugfélaginu, frá Mallorca til London og til baka og kostar það um 23.000 peseta, sem er jafnvirði um 7.600 ísl. krónur. Þetta er tveggja klst. flug. Nú kaupi ég farseðil frá íslandi til London og er það tveggja og hálfs tima flug og greiði um 52.000 peseta eða jafnvirði um 16.800 ísl. króna. Hjá Iberia gildir miðinn allt árið, hjá Flugleiðum gildir miðinn í einn mánuö. Hjá Iberia er auk þess hægt að fá enn ódýrari miða ef ferðast er á virkum dögum. Þannig geta allir séð að hver flogin míla er mun dýrari hjá Flugleiðum og hjá þeim gildir áðurnefnt verð ekki allt árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.