Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Síða 31
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. 31 Kvikmyndir FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur Fjárfestingarfélags íslands hf. verður haldinn mánudaginn 21. desember 1987 kl. 17.00 að Holiday Inn. Dagskrá: Tillaga um aukningu hlutafjár Fjárfestingarfélags ís- lands hf. með sölu nýrra hlutabréfa. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfé- lagsins að Flafnarstræti 7, 4. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga fyrir hluthafafund og á fundardegi. Heimsmynd á hverfanda hvelí er umfangsmesta og vandaðasta verk sem enn hefur verið skrifað á fslensku um sögu og heimsmynd vísinda. (fyrra bindinu var fjallað um heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kópernikusar. Hér er haldið áfram þar sem frá var horfið og þróuninni fylgt fram yfir daga Newtons. Hér segír frá trúvíll- ingnum Gíordanó Brúnó sem predikaði sólmiðjukenninguna á ofanverðri 16. öld, og fjallað um danska stjörnufræðinginn Týchó Brahe og Þjóðverjann Jóhannes Kepler og kenningar þeirra. Itarlegast er sagt frá merkilegum æviferli Galíleó Galileis, vt'síndaafrekum hans og útístöðum við Páfagarð en loks víkur sögunni að tsaac Newton sem fullkomnaði byltingu Kópernik- usar með aflfræði sinni. Frásögnin er bæði skemmtileg aflestrar og einkar fróðleg og dregur glöggt fram tengsl vísinda við þjóðfélag og almenna sögu. Bókin er 400 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga og afar vönduð að allri gerð. Verð: 3.480,- Mál og menning Eð Bíóhölliiv'Stórkariar: ATHUGIÐ! Sendið inn alla 10 seðlana - í einu umslagi TAKIÐ ÞATT GLÆSILEGIR VINNINGAR Þorsteinn Vilhjálmsson: Heímsmynd á hverfanda hvelí 11 Framleiðandi: Ivan Reitman. Leikstjóri: Robert Mandel. Handrit: Joe Eszterhas. Myndataka: Mirislav Ondricek Aðalhlutverk: Ricky Busker, Darius McCary, Andrea Bebel, Jim Antonio, Bill Hudson, Brynn Thayer og Robert Prosky. Það er erfltt fyrir óharðnaðan, ófórmdan dreng að standa and- spænis dauða föður síns sem hefur verið honum svo nákominn. Getur slíkt áfall tekið á sig margar mynd- ir. í Stórkörlum (Big Shots), sem er ein jólamynd Bíóhallarinnar, er tekist á við þetta annars algenga vandamál á mannlegan hátt, svo ekki sé meira sagt. Rauður þráður myndarinnar er með öðrum orðum ýmis vandamál sem ungir menn eiga við stríða. Tveir drengir hittast á miðri leið, Obí er sá er missir föður og Scham kemur honum til hjálpar þegar ein- hverjir villingar ræna Ohí í út- Stórkarlarnir Scham og Obí eru þokkalegir óþokkar. hverfi Chicago. Kemur á daginn að þeir eiga við álíka vandamál að stríða. Scham missti móður sína og faðir hans er týndur og tröllum gefmn. Með þeim, öðrum svörtum og hinum hvítum, tekst mikil og sterk vinátta er þeir reyna að hafa upp á úri sem faðir Obí haföi gefið honum rétt fyrir andlát sitt. Að- ferðirnar, sem þeir beita við að hafa upp á úrinu, eru kannski ekki til fyrirmyndar fyrir aðra unga drengi. En fyrst beitt er á þá „stór- karlaaðferðum" meö byssum og öðru slíku er ekkert annað til ráða en að svara í sömu mynt ef þeir ætla að standa uppi í hárinu á þessu glæpahyski. Þeir stela bfi, stinga af án þess að láta vita af sér og gera ýmislegt sem ungir drengir ættu að láta ógert, en allt endar þetta vel sem betur fer. Leikur þeirra Ricky Busker og Darius McCary í hlutverkum stór- karlanna, sem stundum breytast í litla stráka, er afburðagóður og sannfærandi og enga vankanta að finna á þrátt fyrir ungan aldur beggja. Húmorinn er góður og margar skemmtilegar uppákomur að finna. En ekki er allt viö það sama í þessari mynd, ýmsir van- kantar eru varðandi myndina í heild. Engu að síður er þetta hin besta skemmtun, einkum fyrir fólk af yngri kynslóðinni sem vill nota jólafríið til að bregða sér í bíó. Stórkarlar er með öðrum orðum mannlegur þriller. -GKr Stórkarlar með litla sál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.