Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Bifreiðatryggingar Tilboð óskast í bifreiðatryggingar ríkisbifreiða. Út- boðsgögn eru seld á skrifstofu vorri og kosta kr. 2.000. Tilboð verða opnuð á sama stað 20. janúar 1988 kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMIMKAUPASTOFNUIM RIKISIIMS _______BORGARTÚNI 7. 105 REYKJAVÍK _ LAUS STAÐA DEILDARSTJÖRA UPPLÝSINGA- OG FÉLAGSMÁLADEILAR TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS Staða deildarstjóra upplýsinga- og félagsmáladeildar Tryggingastofnunar ríkisins er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 15. janúar 1988. Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið veitir stöð- una. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS 11. desember 1987. Nú er það komið aftur, hið geysivinsæla útvegspil. Fæst í bóka- og leikfangaverslunum um land allt. Pantanasími 91-52677. TIL AFGREIÐSLU STRAX STEVR 8090 II Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651800 Gætni verður mörgum að gagni í umferðinni. UMFERÐAR RAÐ Utlönd Enn átök á Gazasvæðinu ísraelskir hermenn meö handtekna Palestínumenn á Gazasvæöinu í gær. Simamynd Reuter Bensínsprengjur sprungu við ræð- ismannsskrifstofu Bandaríkjanna og við ísraelskan strætisvagn á Gaza- svæðinu síðdegis í gær. Skemmdir urðu litlar og engin meiðsl á mönn- um. Róstur hafa verið á vesturbakkan- um og Gazasvæðinu fimm daga í röð og hafa sex Palestínumenn látið lífið í þeim. Einnig hafa nokkrir Palest- ínumenn og ísraelsmenn særst í átökunum. Talsmaður Frelsissamtaka Palest- ínumanna fullyrti í gær aö yfirvöld í ísrael héldu leyndu hversu márgir Palestínumenn hefðu fallið og særst í átökunum. Kvað hann samtökin hafa farið þess á leit við alþjóðlega nefnd Rauða krossins að sendir yrðu aöilar til þess að kannaþað sem hann lýsti sem ijöldamorði Israelsmanna. Kvað hann þrjátíu Palestínumenn hafa særst í gær en ísraelsmenn halda því aftur á móti fram að fimm óbreyttir borgarar og sex hermenn hafi særst í átökum á sunnudag. Áður hafði Arafat, leiðtogi samtak- anna, fullyrt að á föstudagskvöld hefðu þegar rúmlega tuttugu beðið bana og tæplega tvö hundruö særst. ísraelsmenn sögöust hafa skotið til bana sex Palestínumenn, þar af fimm unglinga. Að sögn sjónarvotta hafa hundruð ungra Palestínumanna komið upp vegatálmum úr dekkjum sem þeir hafa síðan kveikt í. Einnig hafa þeir kastað grjóti aö ísraelskum her- mönnum. Heryfirvöld í ísrael saka Frelsissamtök Palestínumanna um aö hvetja ungmennin til mótmælaað- gerða gegn hernámi ísraelsmanna. Rósturnar væru hins vegar ekki merki um uppreisn. Óeiröimar hófust eftir aö fjórir verkamenn létu lífið í umferðarslysi. Höíðu þeir lent í árekstri við ísra- elskan flutningabíl. Ágreiningur um framleiðslu Svo virtist sem viðræður olíu- málaráðherra olíuframleiðsluríkja í Vínarborg kynnu að taka enda í morgun án samkomulags. Mikill ágreiningur ríkir meðal ráðherr- anna um framleiðslumagn og í morgun gekk sá orðrómur að olíu- málaráðherra írans myndi hverfa til síns heimalands við svo búið. Olíumálaráðherrar Venezuela, Saudi Arabíu og Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna höfðu allir lýst bjartsýni í gær um að sam- komulag næðist á fundi ráðherr- anna um olíuverð og framleiðslu- magn. Samkomulagið lét hins vegar á sér standa og í morgun hermdu óstaðfestar fregnir að ír- anski ráðherrann hygðist fljúga heim til ráðagerða með samráð- herrum sínum. íranir vilja hækka olíuverð töluvert mikið. Aðrir olíumálaráðherrar virðast telja rétt aö halda verði nálægt átj- án dollurum á tunnuna sem er núgildandi viðmiðunarverö. Tilræði mótmælt •vn'n Um tvö hundruö þúsund manns minntust fórnarlamba sprengjutilræðisins I göngu I gær. Simamynd Reuter Meira en tvö hundruð þúsund manns tóku þátt í þögulli mótmæla- göngu um borgina Saragossa á norðurhluta Spánar í gær til þess að minnast ellefu fómarlamba sprengj- utilræðis sem gert var þar á fostudag. Talið er aö skæruliðar úr röðum að- skilnaðarsinna Baska hafi staðið að sprengingunni. í ávarpi, sem borgarstjóri Sara- gossa hélt í gær, sagði hann að borgin syrgði fórnarlömbin en hermdar- verk gætu ekki staöið í vegi fyrir þjóðfélagi sem kynni að meta frelsi sitt. I fararbroddi fyrir mótmæla- göngunni fóru forseti héraðsstjórnar Aragon-héraðs, Hipolito Gomez de la Rocas, og forseti þings Baska, Jesus Eguiguren. Meðal þeirra sem fórust í spreng- ingunni, sem varð í búðum spænska þjóðvarðliðsins á fostudag, voru fjög- ur börn. Þrjátíu og fjórir særðust í spreng- ingunni og af þeim eru sjö enn á sjúkrahúsi. Eftir nokkurt hlé í aðgerðum að- skilnaðarsinna Baska undanfarið voru á föstudag gerð þrjú sprengju- tilræði sem þeir eru taldir bera ábyrgð á. í ööru hinna tilræöanna lét þjóðvarðliði lífið og lögreglumaður særðist í hinu þriðja. Talið er að hryðjuverkasamtök Baska, ETA, hafi gripið til sprengju- tilræðanna til þess aö styrkja stööu sína í samningaviðræðum við stjórn- völd þótt til séu einnig þeir sem óttast aö tilræöin muni stöðva þessar við- ræður algerlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.