Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 34
34 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Menning________________________________pv Það er ekkert að marka skáldskap Útlínur bakvið minnið, fjórða ljóðabók Sigfúsar Daðasonar, hefur að geyma vangaveltur hans um líf- ið og tilveruna fyrr og nú, minning- ar og þankabrot. Yfirborðs- mennska nútímans virðist vera Sigfúsi ofarlega í huga, og hann ber meðal annars saman bjartsýnisaf- Ettt andartak í 'umfarðfnni getur kostað margar andvðkunætur. |0UMFEROAR Eldflaugar- SKOT SPECTRUM HF SIMI29166 Rætt við Sigfús Daðason glapa nútíðarinnar og spekinga fortíðarinnar, þeim fyrmefndu til lítils vegsauka. - Sigfús, mér sýnist á þessum ljóð- um að þér lítist ekkert á nútíðina. I Veröld, fyrsta ljóðin í bókinni, talarðu meðal annars um hrátt og rotið fin-de-siecle. Finnst þér allt vera að fara til fjandans? - Ja, þaö er einhver hjátrú að öldin sé orðin þreytt þegar líður að aldarlokum. Þetta er eiginlega sögulegt hugtak, venjulega notað um síðasta ár 19. aldar, en þaö eru ær og kýr þeirra sem yrkja og semja að snúa út úr og ég er eitt- hvað að snúa út úr þessu með þvi Bókmenntaviðtalið Lilja Gunnarsdóttir að nota það svona. Sumir halda að þaö sé að koma heimsendir þegar nálgast aldamót, og það kemur ein- hver truflun í fólkið þegar þau eru framundan. - Annars er skáldskap- ur ósköp leiðinlegur og það á ekki að taka mark á honum, það gerir enginn lengur. Ég held að skáld- skapurinn hafi verið leiðinlegur allar götur síðan Steinn Steinarr hætti að yrkja, og ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er að þessu. Þetta er einhver gamall vani. - Hvað með Bjartsýnisljóðin? Er ekkert að marka þau heldur? - Ég er bjartsýnn maður, og ég held að ég sé eini maðurinn hér á landi sem yrkir bjartsýnisljóð. Ég veit ekki til þess að það geri það nokkur annar. En bjartsýnisljóðin í þessari bók eru þannig til komin að ég ætlaði mér hér um árið að ljúka skáldferli mínum, svo hátíð- lega sé talað, á því að gefa út tvær ljóðabækur, önnur átti að vera ein- tóm bjartsýnisljóð og hin elegíur, en svo varð ekkert úr því, sem bet- ur fer örugglega. Annars held ég að ég hafi fengið þessa hugmynd um bjartsýnisljóðin frá Jóhannesi úr Kötlum. Hann kenndi mér orðið bjartsýnisafglapi, hann hafði það um stjórnmálamenn sem fóru í tau- garnar á honum. Það voru ein- hverjir menn í Sósíalistaflokknum, sérstaklega Sigurður heitinn Guðnason, sem var formaður Dagsbrúnar, hress og bjartsýnn, hann fór óskaplega í taugamar á Jóhannesi, hann notaði þetta orð bjartsýnisafglapi um hann, og þá fór ég að hugsa um þetta. Bjartsýn- in hún er fyrir kaupmenn og kannski fyrir stjómmálamenn, ég veit það ekki. En hún hefur aldrei veriö fyrir skáld og rithöfunda. En það var sem sagt Jóhannes sem kom mér inn á þessa braut. Ég man ekki hvað ég ætlaöi mér með eleg- íuskáldskapinn, hafi það verið eitthvað sérstakt, kannski hef ég bara ætlað að útjaska þennan svo- kallaða elegíska tón, en það hefur sennilega farið öðruvísi. - Finnst þér einhver fílósófia betri en önnur? Hvað um existensíalism- ann til dæmis, varstu ekki í Frakklandi þegar þær kenningar vöktu sem mesta athygli? - Já, helvítis existensíalistarnir, þeir era nú allir dauðir. En það er rétt, franski existensíalisminn var upp á sitt besta þegar ég átti heima í Frakklandi. Hins vegar veit ég ekki hvort ég hef beinlínis haft upplag til að taka við þvílíku, ég var eitthvað mótsnúinn existens- íahsmanum í þann tíð, held ég, en það getur verið að það síist samt eitthvað inn í mann úr andrúms- loftinu. Annars er ég eiginlega hálfhræddur við filósófíu. Ég er Sigfús Daðason Ijóðskáld. enginn heimspekingur og skáld- skapur á ekki að vera heimspeki, og helst engin kenning. Ég man að Steinn Steinarr sagði mér einhvem tímann sögu af fllósóf héma í bæn- um. Krakkarnir hlupu á eftir honum þar sem hann var á sinni daglegu heimspekigöngu og köll- uðu skynsemisrola. Skynsemis- rola, þaö er gott orð. Ég man nú ekki glöggt hver það var, kannski var það enginn minni maöur, ekk- ert minna skáld en Flaubert sem sagði þessa setningu: „Það sem ekki hefur merkingu er merkingar- ríkara en það sem hefur merk- ingu.“ Þetta er vert að hug- leiða. -1 einni af elegíunum talarðu um að þú ættir vist ekki skilið að deyja. Hugsarðu mikið um dauðann? - Ha. Kemur dauðinn einhvers- staðar fyrir? Ég sem hélt að ég væri löngu hættur að yrkja um hann. Dauðinn er reyndar mjög póetískt efni og afskaplega vinsælt hjá skáldum, sérstaklega á meðan þau eru ung. Þegar þau eldast hætta þau að hafa áhuga á honum, ég veit ekki hvers vegna. Ég er ai- veg hættur að hugsa um dauðann. - Er þessi bók eitthvað tengd þín- um fyrri bókum? - Hún er það nú kannski. Ég gaf út kver sem hét Fáein ljóð fyrir tíu árum, það var þannig að Ragnar í Smára bauð mér að gefa út bók eftir mig, það var vináttubragð af honum, eins og á stóð fyrir mér þá, og ég tók því þó að ég væri ekki alls kostar tilbúinn til þess. Þessi nýja bók er að sumu leyti tengd því kveri, það era eiginlega miðhlut- arnir sem eru framhald af henni og þá frekar fitjað upp á einhveiju nýju í fyrsta og íjórða hluta. Ann- ars er erfitt að segja hvað tengist hverju í fjóðum eins skálds, maður krotar eitthvað niður og svo liggur það og gerjast, - og svo gerir maður kannski eitthvað úr þessu seint og síðar meir. LG 3. Erik Nerlöe SVÖRTU AUGUN SKUQQSJ* SVORTU AUGUN Erik Nerlöe Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og ljúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að flýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að flýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðeins út í ófyrirsjáanlegar hættur. Eva Steen TÍNA * jLÍ Á JS: SKUGGSJÁ TINA Eva Steen Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim, en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr lífi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í líf hennar. 7S EUe-Murlo Hobr GÓÐI HIRÐIRINN SKUGQSJÁ GOÐIHIRÐIRINN Else-Marie Nohr Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði í Thailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og mundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fljótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún er full af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. En fjögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. SKVGGSJA - BOKABÚÐ OIIVERS STEINS SF ANGELA Theresa Charles Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og litin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fólks. Angela missti mann sinn og dóttur í bílslysi og líf hénnar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yfirveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. AST OG HAMINGJA Barbara Cartland Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á hugmyndina, og framundan er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.