Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Menning Horft 100 ár til baka Almanak hlns islenzka Þjóðvlnafélags um árið 1887. Kaupmannahöfn 1886. Þaö er vist varla til siðs aö birta í dagblaði ritdóm eða ritfregn um bók, sem komið hefur út fyrir 100 árum og ekki verið endurútgefin. Svona til gamans skal þess nú frei- stað. Hér verður sagt nokkuð frá vinsælu fróðleiksriti, sem kom út árið 1886 og er þetta Almanak hin íslenzka Þjóðvinafélags um árið 1887. Þetta er ekki fyrirferðarmikil bók, aðeins 72 bls. í vasabókarbroti og kostaði 45 aura. En hún geymir furðumikið efni almenningi til fróðleiks og skemmtunar. Þótt þess sé ekki séstaklega getiö, verður að ætla, að Tryggvi Gunn- arsson, sá miklu umsvifamaður í íslenzku þjóðlífi, hafi annazt útgáfu þessa árgangs, enda alkunnugt, að hann sá um útgáfu almannaksins áratugum saman, safnaði í það efni og ritaði í það pistla og fróðleiks- mola. Almanakið var ákaflega vinsælt lestrarefni, enda var kapp- kostað að hafa það sem fjölbreyti- legast. Mig minnir, að ég hafi séð þess getið í blöðum einhvern tíma um 1910, að þá hafi selzt um 6000 * eintök af almanakinu. Sá árgangur, sem hér ræðir um, ætla ég, að sé með svipuðu sniði og aðrir í tíð Tryggva. Þó stækkaði ritið eftir því sem árin liðu. Sköpun veraldar Framan við hið eiginlega alman- ak stóð fremst: „Á þessu ári teljast liðin vera frá Krists burði 1887 ár, frá sköpun veraldar 5854 ár o.s. frv.“ Þessi fróðleikur um sköpun- ina var síðast birtur í almanaki 1911; síðan hefur allt verið í óvissu með þennan merkisatburð. Af tignarmönnum Nú segir frá konungsættinni. Þar er fyrst nefndur eins og vænta má „Kristján konungr IX., konungr í Danmörku, Vinda og Gota, hertogi af Slésvík, Holtsetal- andi, Stórmæri, Þjóðmerski, Láenborg ogAldinborg". Drottning hans var Lovisa Vilhelmína Frið- rika Karólína Ágústa Júlía, prins- essa af Hessen-Kassel. Þess má geta, að alhr, sem nefndir eru í þessum kafla, bera mörg nöfn, eng- inn þó fleiri en sex! Nú er getið niðjanna. Þar kemur fyrstur Friðrik krónprins, síðar Friðrik 8. Kona hans var Lovísa, dóttir Karls 15. Svía- og Norð- mannakonungs. Elztur barna þeirra var Kristján, síðar nefndur 10., síðastur íslands- konunga, sællar minningar. Næstur kom Karl prins, sem síðar varð konungur Noregs og nefndist þá Hákon 7. Þá kemur röðin að systkinum Friðriks krónprins. Alexandra var gift Albert Játvarði prins af Wales, syni Viktoríu drottningar. Hann varð síðar konungur Breta og keis- ari Indlands o.s.frv. og nefndist þá Játvarður 7. Georg I. Grikkjakon- ungur var næstur. Drottning hans var Olga, dóttir Konstantíns stór- fursta af Rússlandi. Þá er aö nefna Dagmar, sem gift var Alexander III. Rússakeisara. Hún nefndist í Rússland María Feodorovna. Síð- ast skal hér nefndur Valdimar prins, sem komið hafði til íslands með fóður sínum 1874. Kona hans var María af Orléans; langafi henn- ar var Lúðvík Filippus, síðasti konimgur Frakka, en niðjar hans gera eui kröfu til ríkiserfða i Frakklandi. RHfregn eftir dúk og disk Þetta þykir ýmsum sjálfsagt held- ur fánýtur hégómi, en það er ekki að efa, að ýmsir íslendingar hafa tahð þetta nytsamlegan fróðleik, enda konunghollusta töluverð á þessari tíð. Þá gat líka verið nauð- synlegt að kunna skil á þessum ættartengslum, ef menn vildu fylgj- ast með gangi heimsmála, enda voru þau að ýmsu leyti mótuð af kóngum og keisurum á þessari tíð. Hið eiginlega almanak kom næst. Þá og til skamms tíma var við hvem dag að kalla getið um dýrl- inga, sem dagurinn var helgaður, stundum fleiri eneinn, svo og ann- að er snerti kirkjuárið. Stundum urðu dýrlingar að víkja fyrir kon- ungbornu fólki, t.d. er aðeins getið um Valdimar prins við 27. október og Lovísu krónprinsessu við 30. október, en dýrlingum vísað burt. Þá kemur yfirlit um sólkerfið, dálítill fróðleikur um plánetumar og tungl, sem þeim fylgja, smástirni (asteroides) og svo um halastjöm- ur, sem vom þá og eru sjálfsagt enn margar tölu. Vert íhugunarefni Aftan við almanakið er skeytt töluvert löngu yfirliti um hæð „nokkurra jökla og fjalla". Er raunar tínt til fleira en getur talizt til þeirra, þvi að yfirhtinu lýkur nieð Grímsey, sem er talin 30 fet yfir sjávarmál og Hjörsey 23 fet. Svo greinir frá loftslagi á ýmsum stöðum, ekki aðeins í Reykjavík og á Akureyri, heldur einnig í Buenos Airés, Alsír, Kanton og Kalkútta. Hiti var tilgreindur eftir Réaumurs mæli, sem þá var algengari en Cels- iusmælir. Lincoln og Grant Tryggvi Gunnarsson fékk ýmsa ritfæra menn, ekki sízt stúdenta, sem voru við nám í Kaupmanna- höfn, th að rita um erlend efni í almanakið, einkum ævisögur manna, sem hátt bar á sinni tíð. í almanakinu fyrir 1887 eru ævisög- ur tveggja Bandaríkjaforseta, þeirra Lincolns og Grants. Höfund- ur þeirra var Sigurður Hjörleifs- son, sem síðar tók upp ættarnafnið Kvaran eins og Einar rithöfundur, bróöir hans. Sigurður var lengi læknir á Akureyri og alþingismað- ur um skeið. Báðar voru greinamar lipurlega skrifaðar. Sennilegt þykir mér, að þessi ævisaga Lincolns sé ein fyrsta „helgisagan", en ekki sú síöasta, sem birzt hefur um þennan mar- glofaða forseta. Hiiis vegar bauð Grant ekki upp á neina helgisögu. í forsetatíð hans valt á ýmsu og það svo að hann lagði ekki í að leita endurkjörs. Saga Grants er að mín- um dómi öhu skemmtilegri aflestr- ar en hin fyrri. í lok kemst höfundur þannig að orði: „Það er Vesturheimsblær á lífi beggja. í engu þjóðfélgi í Norð- urálfu hefðu þeir komizt th slíkra valda. Þeir eru fátækir verkamenn framan af og veröa báðir þjóðveld- isforsetar. Þeir vom báðir „self- made men“.“ Skyldi þetta kannski vera í fyrsta skipti, sem „the Amer- ican dream“ er úthstaður fyrir íslendingum? Þá undanskh ég þó áróður Ameríku-agentanna. íslandsannáll 1885 Á þessum árum og lengi síðar var í svonefndri Árbók Islands í alman- akinu fylgt tímaröö, en horfið var frá því síðar og raðað upp eftir efni. Fyrri leiðin er óneitanlega fýshegri til lestrar, hvað sem öðru líður. í almanakinu fyrir 1887 er birt árbókin fyrir 1885. Við skulum grípa ofan í hana af handahófi. 3. jan. Kosin bæjarstjórn í Reykjavík. 25. jan. Snarpur jarðskjálfti í Þisthfirði; næstu daga á undan öskufah á Fljótsdals- héraði. 1. febr. Námsmeyjar í Kvennaskólanum í Reykja- vík 26. 6. - Varð maður úti í Borgarfirði. 7. - VarðstúlkaútiíFlóa. 18. - „Varð það stórslys á Seyðisfirði, að snjóflóð tók af 16 íveruhús og varð að bana 24 mönnum (5 börn- um), fjöldi manna meiddist; 12 beinbrotnuðu." Annáll erlendra tíöinda Það var ekki mikið um erlendar fréttir í blöðum þeim, sem út komu hér á landi fyrir 100 árum. í alman- akinu var lengi birt yfirht um helztu atburði erlendis. Verða hér rifjuð upp nokkur atriði frá 1885, tekin af handahófi. 24. jan. var reynt að sprengja í loft upp bæði Tower-kastala og þinghúsið í London. 26. jan. tókst hinum svonefnda Mahdí í Súdan af vinna Khartoum eftir 10 mánaða umsátur, og þar féll sá frægi generáll Breta, Charles Gordon. Bókmenntir Páll Líndal 23. apríl. „Reynt að sprengja eina af byggingum flotastjórnarinnar í London með dynamit." Nú víkur sögunni til Frakklands. 13. febr. Frakkar taka Langson eftir harða vörn af hálfu Kínveija, en 28. marz biðu Frakkar ósigur fyrir Kínverjum og urðu að yfirgefa þessa borg. Þetta leiddi til þess, að franska stjórnin undir forustu Ju- les Ferry varð að segja af sér, og 4. aprh var samið um frið þar eystra. Frá Þýzkalandi er það að segja, að 13. janúar myrtu anarkistar lög- reglustjórann í Frankfurt, von Rumpf. Nokkuð agasamt var í Dan- mörku. 3. marz vísaði fólksþingið frá landvarnafrumvörpum stjómar- innar, og 1. apríl sleit stjórnin þinginu og gaf út bráðabirgöafjár- lög. Fræðiritgerð Eftir lista yfir mannalát, íslenzk og erlend árið 1885, kemur fræðirit- gerð, næstum 6 þéttprentaðar síður, um hraðann. Þessari eðhs- fræðhegu ritgerð lýkur með þess- um orðum: „Ekki má gleyma því, aðTiraði sá, sem maðurinn getur framleitt, er mjög lítih- í saman- burði við þann hraða, sem er í geimnum, og að maðurinn og sni- ghlinn fara jafn hart, þegar stjörnuíjarlægðin er höfð sem mæ- hkvarði. Svo óendanlega langt hggur óendanleikinn burt frá oss mönnum." Gátur Fjórum gátum er skeytt aftan við þessa ritgerð. Hin fyrsta er þessi alkunna: Hver er sá klaufnefur kominn af flugi, segir margt, en mæhr ekkert? Ef einhver - skyldi ekki kunna svar, er það að finna í bókarlok: fjaðrapenni. Hagskýrslur Þar er fyrst að finna yfirht um helztu niðurstöðutölur fjárlaga fyr- ir árin 1886 og 1887, en fjárlög voru þá samin.th tveggja ára. Tekjur landssjóðs voru áætlaðar 892 þúsund kr„ en gjöld 888 þús. kr. Helzti tekjustofninn voru að- flutningsgjöld, 296 þús., næst kom framlag úr ríkissjóði Dana 175 þús. Tekjuskattur var aðeins áætlaður 30 þús. kr. Helzti útgjaldahður nefndist „valdsmenn og dómendur m.fl.“, er áætlaður 368 þús. kr. Stuttu síðar kemur yfirht um út- svarsálagningu 1877-1881. Ef miðað er við árið 1881, kemur í ljós, að útsvör í Guhbringu- og Kjósarsýslu hafa numið 19.771 kr„ þá koma út- svör í Árnessýslu 18.304 kr. og útsvör í Reykjavík 16.576 kr. Lægst var hehdarupphæð útsvara í Aust- ur-Skaftafellssýslu 1786 kr„ en svo í Vestmannaeyjum 2030 kr. og á ísafirði 2308 kr. Nokkru hærri er útsvarsupphæðin á Akureyri, 3001 kr. Loks er í þessum þætti skýrsla um fátækraframfæri árið 1881. Sá kostnaður var mestur í Gullbringu- og Kjósarsýslu 15.781 kr. Nú kennir margra grasa Næsti kaflinn nefnist Ýmislegt og kafnar ekki undir nafni. Þar segir fyrst dáhtið frá fiskveiðum Frakka við ísland. Árið 1883 voru á veiðum hér 241 skip með 4180 mönnum. Sagt er frá því, að jarðhiti hafi verið mældur í Þýzkalandi, mhh Leipzig og Hahe. „Þegar búið var að bora niður 4200 fet, var hitinn orðinn 44 gr. Celsius.” Næst segir frá því, að náttúrlegur líkamshiti í mönnum sé 36-38 gr. Celsius og þegar hitinn sé meiri eða minni „líður manni ekki vel“. Þá kemur stutt yfirlit um lengd járnbrauta í nokkrum löndum, en eftir það stutt grein um fjölda bú- penings. Nautgripir éru taldir flestir í Bandáfylkjunum, þ.e. Bandaríkjunum, 41 mhlj. Þá kemur Rússland með 25 milljónir. Hestar voru flestir í Rússlandi, 17 mhlj., en 11 mihj. í Bandafylkjunum. Á það var bent, að íslendingar áttu 1881 langmest sauðfé að thtölu við fólksfjölda (524.516), rúmlega 7 á hvem íbúa. Næstir Evrópuþjóða komu Serbar með um 2 kindur á íbúa. „Aftur á móti er ísland allra landa fátækast af nautgripum," segir þar; voru þeir 20.933 árið 1881. Nokkrar smásögur Hér var um aö ræða fjórar smá- sögur. Hin fyrsta er raunar hug- leiðing um fallvaltleik heimsins dýrðar, og er þar vitnað í bæði Rousseau og Voltaire. Og síðan er rakið, hvemig hugmyndir þeirra í þessum efnum hefðu komið fram, hvaö snerti konunga Frakka og keisara. Og það er ekki verið að draga dul á það með hveijum sam- úðin er. „Drottinn hvíslaði þessum orðum í eyru konunganna: „Gang- ið í broddi hugmynda aldar yðvarr- ar, og þær munu fylgja yður og styðja; ef þér gangið á eftir þeim, draga þær yður með: ef þér gangið á móti þeim, steypa þær yður.“ “ Svo komu þrjár skemmtisögur, þar sem gætti dálítið uppbyggilegra sjónarmiða. Skrítlurnar Þær voru mjög lengi eitt ahra vinsælasta efni almanaksins. Tryggvi Gunnarsson mun hafa sér- stakan áhuga á að vanda th þeirra; brá þó stundum fyrir dáhtlum siða- boðskap. Blöð og tímarit hafa upp aftur og aftur gengið í þennan forða almanaksins, ekki ahtaf af fullri gát eins og t.d. þegar ekki eru at- hugaðar verðlagsbreytingar, sem orðið hafa frá því að skrítlurnar birtust í almanakinu. Fyrsta skrítlan í almanakinu fyr- ir 1887 er á þessa leið: „Hvernig hður manninum yðar i dag?“ „Það er nú heldur bágt. Læknir- inn sagði í gær, að ef hann liföi til morguns, hefði hann góða von, en ef hann geröi það ekki, þá væri hann vonlaus um hann.“ Önnur er á þessa leið: Slátrarinn: „Ég ætlaði að leita ráða hjá yður, herra málaflutn- ingsmaður, um dáhtið. Þegar hundur stelur frá mér kjöti, hvað- an á ég þá að fá skaðann bættan." Málaflutningsmaðurinn: „Efþér getið sannað stuldinn, þá á eigandi hundsins að borga fyrir hann.“ Slátrarinn: „Það get ég sannað. Ég er hérna meö reikning upp á 6 kr. fyrir 6 pund af besta kjöti. Vhj- ið þér þá gjöra svo vel að borga mér þetta hthræði; því þér áttuð hundinn, sem tók kjötið.“ Málafutningsmaðurinn: „Kjötið þykir mér nokkuð dýrt, 6 kr. En látum það vera. Jæja, fyrir upplýs- ingamar í lagasökum tek ég 10 kr. Þar frá dragast 6 kr. fyrir kjötið. Hérna er reikningur. Má ég svo biðja yður um að borga mér 4 kr.“ Góð ráð Aftan við skrítlurnar er skotið nokkrum húsráðum: „Þegar kviknar í steinoliu, sem helizt hefur niður, ætti aldrei að reyna að slökkva eldinn meö vatni. Olian flýtur ofan á vatninu, svo því meir sem heht er af því, þvi meir breiðast út olían og eldurinn. Heppilegra er að slökkva eldinn með því að kasta á hann sandi eður þó helzt salmíaki, ef þaö er við hendina." Var í samræmi við aldarandann. Af því, sem nú hefur verið rakið, er ljóst, að almanakið hefur verið meira en dagatal ákveðins árs og upplýsingar um gang himintungla; Almanakið var fiölbreytt fróö- leiksrit og heimildarrit handa almenningi og jafnframt dægra- dvöl, oft. nokkuð uppbyggheg dægradvöl. Þegar htið er til þess, hversu blaða-, tímarita- og bókakostur var hér fábreyttur fyrir 100 árum, skilst betur, hversu mikilh út- breiðslu ajmanakið náði. Nú á tímum, þegar sérhæfingin er svo mikils ráðandi sem raun ber vitni i útgáfumálum, þykir mönn- um efnið sjálfsagt dáhtiö kyndugur samsetningur. Hér ægir saman skyldu efni og óskyldu, útlendu og innlendu, fróðleiksþáttum og skemmtiefni. En hér er sem sagt leitazt við að hafa eitthvað fyrir alla, og þaö hefur vissulega tekizt. Mér hefur komið í hug, að alman- akið sé einskonar framhald af hinni vinsælu Lestrarbók handa alþýðu, sem sr. Þórarinn Böðvars- son sá um og út kom 1874, þ.e. um sama leyti og almanakið hóf göngu sína. Fylgt er sömu meginsjónar- miðum og byggt er á í þeirri bók, þ.e. aö birta margvíslegan fróðleik og skemmtiefni handa almenningi, eitthvaö fyrir aila. Ekki hef ég oft séð gamla alman- aksins mikið getið í rituðu máli, en ástæðulaust er að láta það gleym- ast, því að þetta var og er raunar enn merkilegt fróðleiksrit, þótt nú sé með öðrum hætti en áður var. Páll Lindal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.