Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Fréttir Þeir eru kampakátir, félagarnir, eftir að hafa fengið þann stóra. Þeir eru Þorgeir Lúðvíksson, Birgir Lúðviksson, Viðar Birgisson og Geirharöur Geirharðsson. DV-mynd Brynjar Gauti Stærsti vinningur í sógu Getraunanna: 5 milljónir í hlut einnar fjölskyldu „Það er alltaf hægt að koma pen- ingum fyrir, sérstaklega svona fyrir jólin, en við ætlum ekki að fara okk- ur óðslega," sagði Viðar Birgisson sem vann nú um helgina ásamt þremur félögum sínum stærsta vinn- ing í sögu Islenskra getrauna. Alls komu í þeirra hlut 5 milljónir og 16 þúsund krónur. Þeir voru einir með 12 leiki rétta og áttu að auki 9 raöir með ll.Ieikjum réttum. Félagamir, sem þarna duttu í lukkupottinn, eru, auk Viðars, faðir hans, Birgir Lúðvíksson, Þorgeir Lúðvíksson, bróðir Birgis, og Geir- harður Geirharðsson, mágur Þor- geirs. Allir vinna þeir hjá Almennum tryggingum. „Við notuðum stærsta kerflsseðil- inn,“ sagði Viðar. „Þetta er 512 raða seðiU sem kostar um 5000 krónur þannig að það má segja að þessir peningar hafi ávaxtast vel. Við höfum ekki vérið með þetta stóran seðil regluléga en núna, þegar potturinn var svo stór, stóöumst við ekki mátið og keyptum seðil; Ætli við verðum ekki með hann til vors. Kerfið, sem við notum, er nú bara heimasamið og heitir ekkert sérstakt en það dugar greinilega.“ Viðar sagði að hann hefði ekki reiknað með hárri upphæð j fyrstu því honum leist þannig á seöilinn að fleiri gætu verið með 12 rétta. Þegar búið var að athuga 60% seðlanna hjá íslenskum getraunum var látið vita um að enn væri aðeins einn seðill með 12 rétta. „Ég neita því ekki að ég tók kipp þegar ég sá í hvað stefndi," sagði Viöar. „Við fylgdumst ekki saman með úrslitunum en hver okkar er með ljósrit af seðlinum. Nú, siminn hjá okkur varð rauðglóandi þegar úrslitin lágu fyrir enda spenningur- inn mikill aö bíða eftir hvað vinning- urinn yrði hár,“ sagði Viðar. Viðar sagði að enn væri engu af þessari upphæð ráðstafað. „Það er nógur tími til þess og sjálfsagt engin vandræði að gera eitthvað við þetta,“ sagði Viðar Birgisson. -GK Húsnæðisfrumvarp til efri deildar Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnar- innar var samþykkt í neðri deild Alþingis laust fyrir klukkan 22 á laugardagskvöld og vísað til efri deildar. Kunnugir segja að þetta hafi verið fyrsti fundur Alþingis á laugar- dagskvöldi. Miklar umræður urðu í þingdeild- inni um húsnæðismálin á laugardag. Fyrir lágu breytingartillögur meiri- hluta félagsmálanefndar, sem Alex- ander Stefánsson, formaður nefndarinnar, hafði mælt fyrir á fimmtudagskvöld. Jóhanna Sigurö- ardóttir félagsmálaráðherra lýsti yfir stuðningi sínum við þær. Borgaraflokkurinn er með tvö frumvörp um gjörbyltingu á hús- næðiskerfinu, eins pg áður hefur komið fram í DV. Áður en til at- kvæðagreiöslu kom um breytingart- illögur borgaraflokksmanna drógu þeir þær til baka en boðuðu að þeir myndu flytja þær í efri deild. Kristín Einarsdóttir, Kvennahsta, og Steingrímur Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, stóöu saman að breyting- artillögu sem var felld. Breytingartil- laga Stefáns Valgeirssonar, Samtökum jafnréttis og félags- hyggju, var einnig felld. -KMU Reykjanes og Laugarvatn: Hætt við að leggja niður héraðsskóla Þau áform, sem birtust í íjárlaga- frumvarpinú í haust um að leggja niður héraðsskólana á Reykjanesi við ísaijarðardjúp og að Laugar- vatni haustið 1988, ná ekki fram að ganga. í breytingartillögum íjárveiting- amefndar eru báöir þessir héraðs- skólar teknir inn. Framlög til þeirra hækka um samtals 6,5 millj- ónir króna frá því sem áformað var í haust. Til grunnskólans á Reykja- nesi er ennfremur aukin íjárveit- ing vegna stöðu sálfræðings. Fram kom í DV þegar fjárlaga- frumvarpið var lagt fram að menntamálaráðuneytið hafði ekki lagt til að kennslu yrði hætt í þess- um héraðsskólum. -KMU Norskir ráðgjafar athuga starfshætti Alþingis Júlíus Sólnes, þingmaður Borgara- flokksins, upplýsti í efri deild á laugardag, er rætt var utan-dagskrár um vinnubrögð á Alþingi, að norskir sérfræðingar hefðu í heilt ár unnið að því að taka út starfshætti Alþingis íslendinga. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði DV að norskt ráðgjaf- arfyrirtæki, Habberstad, heföi verið. fengið fyrir ári til þess að athuga starfsemi þingsins, vinnu í nefndum, skipulag skrifstofu, upplýsingatækni og nýtingu húsnæðis. „Norðmennirnir hafa tekiö út öll þjóðþing Norðurlanda með góðum árangri," sagði Friðrik. Hann sagði aö Norðmennirnir hefðu komið hingað tvívegis og skil- að skýrslu til Alþingis. Ekki yildi Friðrik greina frá niðurstöðum norsku ráðgjafanna. Hann sagði þær enn trúnaðarmál. Samkvæmt öörum heimildum DV leggja Norðmennirnir meðal annars til að nefndir efri og neðri deildar verði sameinaðar, þingflokkar flytji aðstöðu sína úr Alþingishúsinu en í staðinn komi bókasafn og fleira og að dagskrá þingfunda verði gefin út fyrir heila viku í senn. -KMU í dag mælir Dagfari Það bar til tíðinda nú fyrir helg- ina að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra neitaði að mæta á ríkisstjórnarfundum fyrr en hennar mál væru farsællega útkljáð. Hún fór í verkfall. Það skiptir ekki máli þótt málið hafi fengið lyktir síðan heldur er hitt mikilvægast að Jóhanna steig þarna tímamótaskref. í fyrsta skipti í sögunni tekur ráðherra sig til og neitar að mæta á fundi í ríkis- stjórn í mótmælaskyni. Jóhanna hefur þar meö brotið blað. Kven- þjóðin getur verið stolt af Jóhönnu sem hefur sannað að konur eru að kveðja sér hljóðs í stjórnmálum með nýjum vinnubrögðum. Það hefur löngum verið áhri- faríkasta aðferð kvenna, þegar þær vilja láta karlana lúta sér, að áf- þakka góö boð, neita að ganga til sængur með þeim og strunsa út á því augnabliki þegar verst lætur. Karlmenn hafa mátt þola að sitja með sárt ennið þegar kvenfólkiö hefur hryggbrotið þá og yfirgefið á örlagastundum. Margir harmleikir og ástarleikir hafa spunnist út af köldum kvennaráðum þar sem konur hafa vafið körlunum um fingur sér, gefið þeim undir fótinn og síðan sparkað þeim út í ystu Ráðherra í verkfall myrkur. Þetta gamla kvennaráð hefur að vísu ekki verið mikið notað í ís- lenskri pólitík, einkum vegna þess að konur hafa yfirleitt ekki átt inn- angengt í.pólitíkina og karlarnir ekki þurft á þeim að halda. Konur hafa verið til annars brúks á ís- landi en þess að skipta sér af pólitík. Nokkrar þeirra hafa verið upp á punt í stjórnmálaflokkunum og sumir gömlu flokkanna hafa haft af því nokkurt ónæði að ein- staka metnaðarfullur kvenmaður hefur gert hávaða út af framboðs- málum á íjögurra ára fresti. En eftir að kvenfólkið tók sig til og stofnaöi sinn eigin flokk hefúr þetta ónæði að mestu lagst af í gömlu flokkunum. Konurnar voru farnar, nema örfá seglskip sem fylgdu með af gömlum vana. Jóhanna Sigurðardóttir er fædd inn í Alþýðuflokkinn og hefur átt bágt með að yfirgefa hann. Hún myndi hins vegar sóma sér hjá Kvennalistanum ef hún hefði ekki fengið kratablóðið að erfðum. Það fær enginn flúið örlög sín, hvað þá sjálfan sig, og Jóhanna hefur notiö ættar sinnar og dugnaðar í litlum flokki sem stundum hefur ekki átt annað fylgi eftir en barnaböm fyrri foringja flokksins. Allir eru ráð- herrar flokksins til að mynda önnur og þriðja kynslóð í Alþýðu- flokknum og hefur þann lögmæta fæðingargalla að erfa ráðherrasæt- in af feðrum sínum. Og nú er Jóhanria Sigurðardóttir orðin ráðherra og af eðlisávísun, sem konur hafa öðlast á aldalöng- um ferli sínum, beitir hún þeim ráðum sem best henta, Hún gengur út þegar stóra stundin rennur upp. Hún fer í verkfall og segir: ég neita að þóknast ykkur, karlrembusvín- in ykkar, nema þið liggið marflatir og samþykkið mínar aðferðir - annaðhvort þeningana eða lífið. Það er hins vegar, praktískt tal- að, dálítið undarlegt að Jóhann skuli telja sig geta náð mestu fram með því að vera fjarstödd. Venju- lega vill fólk mæta á fundum til að tala máli sínu. En Jóhanna er greinilega annarrar skoðunar. Hún heldur að málin leysist ef hún mætir ekki. Samkvæmt þesu ætti Jóhanna að hætta að mæta í ráðu- neytinu til að greiða fyrir því aö vandamálin leysist ef hún er til óþurftár með því aö mæta sjálf. Hættan af þessum verkfallsað- gerðum Jóhönnu er sú að karlarnir láti sér þetta vel líka og þeim standi á sama. Við erum þá loksins lausir við kerlinguna og farið hefur fé betra. Þetta sagði Þorsteinn raunar strax og það fréttist að Jóhanna ætlaöi ekki að mæta. Það var Þor- steini líkt, enda er hann á móti afskiptum kvenna af stjórnunar- störfum og rak bæði Ragnhildi úr ríkisstjóm og Salóme úr forseta- stól. Þorsteinn er bara einnar konu maður og lætur eiginkonuna nægja þótt hann hafi ekki líka annan kvenmann í ríkisstjórninni til að rífa kjaft. Hitt er svo annað mál aö verkfóll ráöherra eru sennilega ólögleg á meöan þeir eru ekki í Alþýöusam- bandinu eða Verkamannasam- bandinu. Er það ekki næst hjá Jóhönnu að ganga í Alþýöusam- bandið áður en hún strækar aftur? Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.