Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Page 62
62 Meiming MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur. I rétta átt Spor i rétta átt. Höfundur: Gunnhildur' Hrólfsdóttir. Útgefandi: ísafold, 1987. Þriöja bók Gunnhildar Hrólfsdótt- ur nefnist Spor í rétta átt og er gefin út af ísafold eins og bókin Vil, vil ekki sem kom út í fyrra. Segja má að með þessari bók stígi höfundur spor í rétta átt því hér er umíjöllun- arefniö mim raunhæfara en í síðustu bók. Til betri vegar Maríanna er aðalsöguhetja bókar- innar. Hún býr þjá foreldnim sínum sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að lenda í bílslysi. Móðir hennar var undir stýri og velti bílnum með þeim Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir afleiðingum að maður hennar lam- aðist, þó er gefið í skyn að sú lömun sé ekki með öllu óbætanleg. Móðir Maríönnu lifir viö sífelldar sjálfsá- sakanir sem faðir hennar sér um að viðhalda með neikvæðu viðhorfi til breyttra lífshátta og sífelldum kvört- unum og ásökunum. Hann veltir sér upp úr eymd sinni og reynir ekki að leita sér lækninga þrátt fyrir hvatn- ingu konu sinnar og dóttur. Svo sem við er að búast verður erfitt og þrúg- andi heimilislíf til þess að Maríönnu gengur illa í skólanum og lendir í vafasömum félagsskap. Móðir henn- ar fer að halla sér að öðrum manni og framtíðin virðist í rúst. Þreyttur félagsskapur opnar loks augu Marí- önnu fyrir því að auðvelt sé að snúa hlutunum tíl betri vegar með því að stiga spor í rétta átt. Á hvem hátt læt ég lesandanum eftir að komast að. Notaleg aflestrar Ég nefndi hér að framan að Gunn- hildur væri nær raupveruleikanum en í fyrri unglingabók sinni. Hér er ýmislegt tekið til umræðu sem vert er að gefinn sé gaumur. Fötlun, erfið- ar heimilisaðstæður, áfengis- og eiturlyíjanotkun unglinga, samskipti foreldra og unglinga. Ekki er þó tek- ið verulega á þessum málum og lausnir Maríönnu líklega auðveldari en þjá mörgum jafnöldrum hennar. Stíll bókarinnar ber flest einkenni afþreyingar. Persónusköpun er fremur grunn og atburðarásin gengur fyrir listræn- um stílbrögðum. Manni er samt ekki sama um það fólk sem hér kemur við sögu og frásagnargleði og ein- lægni höfundarins gerir bókina notalega aflestrar. Bókin er snotur að öllum frágangi frá hendi forlagsins. HH Borgin á að beva merki um sögu sína Rætt við Hjörieif Stefánsson aridtekt um Kvosina Hjörleifur Stefánsson á vinnustofu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti- Torfusamtökin hafa nýlega gefið út myndarlega bók sem ber heitið Kvosin, byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Eins og nafnið bendir til er þar fjallað um byggingarsögu miðbæjar Reykjavíkur, nánar til- tekið milli Aðalstrætis og Lækjar- götu, Tjamarinnar og'hafnar. Höfundar bókarinnar eru Guðný Gerður Gunnarsdóttir þjóðhátta- fræðingur og Hjörleifur Stefánsson arkitekt sem jafnframt er ritstjóri hennar. Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari gerði allar ljósmyndir bókarinnar sem eru nær 500 tals- ins, ýmist nýjar eða fengnar úr ljósmyndasöfnum. - Hjörleifur, hver er tilgangur með útgáfu þessarar bókar? Tilgangur með bókinni er fyrst og fremst sá að auka áhuga og skilning almennings og stjórnenda borgarinnar á byggingarsögu mið- bæjarins og nauðsyn þess að varðveita sem flest þeirra gömlu húsa sem þar er enn að finna. Jafnframt er þessi bók liður í út- gáfustarfsemi Torfusamtakanna um byggingarlist og byggingar- sögu. I fyrra gáfum við út bækling- inn Húsvemdun með erindum um byggingarlist og varðveislu gam- alla húsa og einnig gáfum við út bók um byggingarsögu Akureyrar. Þar er fjallað um byggingarsögu Fjörunnar og Innbæjarins, elsta hluta Akureyrar. Þessi útgáfustarfsemi Torfusam- takanna er að nokkúr leyti braut- ryðjendastarf því að lítið hefur verið gefið út á bók um þetta efiú. Ef þessi bók um byggingarsögu ReyKjavíkur fær skaplegar við- tökur munum við halda áfram á sömu braut og fjalla um fleiri þætti íslenskrar byggingarsögu. - Bókin um Kvosina er mikil að vöxtum og þar virðist vera flest það að finna sem snertir einstök hús og lóðir í miðbænum. Hvaðan hafið þið sótt efniviðinn? Við tókum ákvörðun um að ráð- ast í þetta verk fyrir tveimur árum. Þá hafði verið unnið í Árbæjarsafni í nokkur ár að söfnun heimilda um byggingarsögu miðbæjarins. Því verki var ekki lokið og hafði verið lagt til hliðar. Viö ákváöum þá að Ijúka vekinu og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sem unnið hafði að verkefninu fyrir Árbæjarsafn, gekk til liðs viö okkur. Margt er að finna í bókum, tímaritum og blöðum um einstök hús bæjarins og einstaka þætti byggingarsögu hans og þessu efhi höfum við safn- að kerfísbundið og aukið við það eftir fongum. Okkur þótti nauðsyn- legt að safna þannig á einn stað öllu því helsta sem vitað er um þróunarsögu miðbæjarins í þeirri trú að það kynni aö auðvelda mönnum að taka skynsamlegar ákvarðanir um framtíð hans. - Getur þú útskýrt í fáum orðum af hverju þið völduð að fjalla um miðbæ Reykjavíkur? Skýringin á því er margþætt. í fyrsta lagi er miðbær Reykjavíkur merkilegasti staður landsins ef hægt er að segja að einhver staður sé öðrum merkilegri. Hefð er fyrir því að telja að þar hafi landnám íslands hafist og þar hefur verið samfelld byggð frá upp- hafi. Reykjavík breyttist í iðnaðar- þorp um miðja áljándu öldina og i kaupstað fyrir lok aldarinnar. Síð- an hefur bærinn vaxið jafnt og þétt og er ekki ástæða til að rekja þá sögu hér. Saga Reykjavíkur er einstök og er snar þáttur í menningarsögu Bókmenntaviðtalið Lilja Gunnarsdóttir þjóðarinnar, þar hófst hún og þar er þungamiðja hennar enn á okkar tímum. Hvergi á landinu er að finna jafn- margar húsagerðir á litlu land- svæði og þar má sjá þverskurð af byggingarsögu þjóðarinnar sein- ustu tvær aldimar. Við teljum að framtíð þeirra verðmæta, sem liggja í gömlu byggð miöbæjarins, hafi ekki verið tryggð og vildum leggja nokkuð af mörkum til aö bæta úr því. - Hvað er það sem ógnar þessum gömlu húsum? Líklega vefst mér nú tunga um höfuð ef ég á að reyna að útskýra það. Ég hef þegar nefnt að við teljum fræðslu um sögu húsanna og sam- hengi þeirra vænlegasta leið til þess að auka líkur á því að þau verði geymd handa komandi kyn- slóðum. Af því má líklega álykta að viö teljum að þekkingarskortur þeirra sem ráða framtíð húsanna í bænum sé hættulegur. Þannig er nefnilega mál með vexti að eftir því sem tímar hafa liðið og samgöngur batnað hafa staðbundin sérkenni í húsgerðar- list orðið óljósari. Óhætt er að fullyrða að minni munur er nú á dögum á íslenskri byggingarlist og byggingarhefðum nágrannaþjóða okkar en hann var fyrr á tímum. Eftir því sem gömlu húsunum fækkar verða sérkenni Reykjavík- ur óljósari, borgin verður „fátæk- ari“. Þau verðmæti sem liggja í sérkennum borgarinnar og bygg- ingarsögu hennar verður að meta mikils og þeim má ekki fóma fyrir stundarhagsmuni vegna þess að þau verða aldrei endursköpuð. Byggingarsaga okkar er hluti af þjóðareinkennum okkar. - Nú virðist mér sem þið hafið í • þessari bók ekki sett fram beinar tillögur um varðveislu húsa. Það er rétt. Við höfum forðast það. Álit manna á því hvað beri að varðveita er breytilegt frá einum tíma til annars og við ætluðum okkur aðeins að safna fróðleik sem lesendur bókarinnar gætu ályktað út frá hver um sig. Við erum alls ekki að boða stöðn- un eða afturhvarf til gamla tímans eins og okkur hefur stundum verið núið um nasir. Það er hróplegur misskilningur. Miðbærinn er illa leikinn af margra áratuga hirðu- leysi og full þörf er á því að þar sé tekið til hendinni hið allra fyrsta, byggð ný hús í skörð, gömiú hús endurbætt og allt umhverfi stór- ■bætt. Þetta þarf bara að eiga sér stað af meiri hógværð og tillitssemi gagnvart gömlu byggðinni en oft hefur verið. Miðbærinn á að halda áfram að þróast og breytast til þess að mæta þörfum nýrra tíma, annað kemur ekki til mála. í bókinni um Kvosina reynum við að lýsa því hvemig miðbærinn varð það sem hann er nú og með það að leiðarljósi þarf að setja þann hemil á framtíöarþróun bæjarins að sérkenni hans varðveitist svo að sjá megi merki um sögu hans í byggingunum. Borgin á að geta borið merki um sögu sína frá upphafi og orðið jafn- framt fallegri en hún er nú. - Getur þú nefnt örlagaríkustu þætti í þróunarsögu miðbæjarins? Fyrst verður að telja landnám Ingólfs. Stofnun Innréttinganna um miðja átjándu öldina er líklega næsti stórviðburðurinn þótt marg- ar aldir séu á milli, flutningur verslunarstaðarins til Reykjavíkur úr Örfirisey, flutningur dómkirkj- unnar frá Skálholti til Reykjavík- ur, stofnun kaupstaðar í Reykjavík árið 1786 og afnám einokunarversl- unarinnar. Allt eru þetta merkir atburðir í sögu Kvosarinnar. Þegar kemur fram á okkar öld verður líklega að telja brunann mikla í miðbænum árið 1915 einna afdrifaríkastan. Þá brann dtjúgur hluti miðbæjarins og bæjarstjómin ákvað að ný hús skyldu aðeins gerð úr steinsteypu. Fram til þessa höfðu timburhúsin verið nær alls- ráðandi í bæjarmyndinni, framan af voru þau litil og lágreist en þeg- ar á leið urðu þau stærri og í byrjun aldarinnar voru smiðir búnir að ná ákveöinni fullkomnun í gerö slíkra húsa. Fyrir bæjarbrunann höfðu að visu verið byggð nokkur hús úr steinsteypu í Reykjavík en þau heyrðu fremur til undantekninga. Við brunann varð sem sagt kú- vending í þessum efnum. í kjölfar brunans var farið að líta svo á að þörf væri á því að endur- byggja allan miðbæinn. í fyrsta aöalskipulagi bæjarins, sem unnið var að um 1924, var gert ráð fyrir því að svo yrði og þeirri stefnu var framfylgt að mestu leyti fram til 1980. - Hefur þessi stefna breyst síðan og ef svo er. hvað er þá til marks um það? Um 1970 hóf Arkitektafélag ís- lands baráttu fyrir varðveislu Bemhöftstorfunnar og í þeim til- gangi voru Torfusamtökin stofnuð. Um það bil tíu árum seinna náðist það takmark að húsin á torfunni vom friðuð samkvæmt Þjóðmiiija- lögum og síðan hefur verið unnið að endurbyggingu þeirra. Árið 1978 friðlýstu borgaryfirvöld Iðnaðarmanna- og Búnaðarfélags- húsin sem höfðu verið keypt til niðurrifs tólf árum áður. Um þetta leyti átti sér stað veruleg breyting á afstöu bæjarbúa til miðbæjarins. Það má einnig hafa það til marks að í því deiliskipulagi að Kvosinni sem borgarstjóm hefur nýlega samþykkt er gert ráð fyrir því að umtalsverður fiöldi gamalla timb- urhúsa verði varðveittur. Þama er um verulega breytingu að ræða frá fyrri tillögum þótt húri gangi of skammt að okkar mati. Þó að töluvert hafi áunnist í því að vekja skilning ráðamanna á nauðsyn þess áð varðveita bygg- ingarsögulegar minjar þá er bjöm- innn alls ekki unninn. LG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.