Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Side 38
38 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. TIL SÖLU ÓNOTUÐ IBM s/36 - pc ásamt einum skjá og prentara Vinnsluminni = 1 MB. Diskaminni = 80 MB. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 685520 á skrifstofutíma. Saab 900 GLS 1983, sjálfsk., 5 dyra, ekinn 79 þús., hvít- ur, vökvastýri. Verð 440 þús. Saab 900 GLS 1983, sjálfsk., 5 dyra, ekinn 71 þús., rauður, vökvastýri. Verð 440 þús. Saab 900 GLE árg. 1982, sjálfsk., 4 dyra, ek- inn 103 þús., blár, topplúga. Verð 380 þús. Saab 900 GLE 1982, 5 gíra, 4 dyra, silfur, topplúga, raflæsingar. Verð 390 þús. Saab 900 GLE 1982, sjálfskiptur, 4dyra, ekinn 94 þús., silfur, topplúga, raflæsingar. Verð 390 þús. Saab 90 1985, 5 gíra, 2 dyra, ekinn 38 þús., rauður. Verð 440 þús. Nissan Sunny st. 1984, 5 gíra, 5 dyra, ekinn 69 þús., rauður. Verð 330 þús. Ford Sierra Ghia 1983, sjálfskiptur, 5 dyra, ekinn 51 þús., blár. Verð 490. þús. Globuse Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 Jólaskór Hvítt leður, leðurfóðraðir m/leðursóla með gúmmíhæl stærðir 19-24 Verð kr. 1.580,- Svartir leður- skór með gúmmí- sóla, stærðir 22-30 Verð 1.750,- Leður mokkasíur leðurtóðraðar með leður- eða gúmmisóla Litir svart, grátt, Verð kr. 2.600,- Skóbúðin, Snorrabraut 38, Lipurtá sími 14190. ^ Borgartúni 23 Sími 29350. URVALS BILAR TIL SÖLU Iþróttir Július Jónasson skorar hér eitt af átta mörkum sinum í leik Vals og Wanne Eickel frá V-Þýskalandi. DV-mynd Brynjar Gauti Gaman að spila gegn Valsmönnum - sagði Bjami Guðmundsson, Wanne Eickel, sem enn er í banni „Það var geysilega gaman að spila gegn Valsmönnum í kvöld enda er orðið langt síðan ég hef séð íslenskt félagslið leika. Þetta var ágætur leik- ur af okkar hálfu. Við erum meö 3 nýja leikmenn sem er verið að setja inn í leikkerfin og því er mikilvægt að fá svona æfingaleiki. Viö eigum í smáerfiðleikum í vöminni en ég er bjartsýnná aö liðið nái sér vel á strik í næstu deildarleikjum," sagði Bjarni Guðmundsson, leikmaður vestur- þýska liðsins Wánne Eickel, í sam- tali við DV á laugardag. Wanne Eickel lék æfmgaleik við Valsmenn í Valshúsinu á Hlíðarenda og lauk leiknum með jafntefli, 23-23. „Við erum í 3. sæti í 2. deild eins og stend- ur en eigum góða möguleika á að ná 2. sæti og komast þar með upp í 1. deild. Viö höfum fengið tvo landsliðs- menn frá Essen svo að við höfum ástæðu til að setja markið hátt. Sjálf- ur er ég í leikbanni til 10. janúar eftir mjög umdeilt atvik sem gerðist í leik fyrir nokkru. Maður verður að sætta sig viö örlögin því það er ekkerf hægt að deila við aganefndina í Þýskalandi." Spái íslendingum bronsi á OL Vestur-þýski landsliðsmaðurinn Thomas Springel var langatkvæða- mestur leikmanna þýska liðsins og er þar geysisterkur leikmaður á ferð. „Valshðið er mjög sterkt og með marga toppleikmenn innanborös. Það kom mér reyndar ekki á óvart því að íslendingar eru á toppnum í handboltanum í dag og mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að svo fá- menn þjóð geti náð svo langt. Ég spái því að Islendingar nái bronssætinu í Seoul næsta sumar,“ sagði Springel í samtali við DV. Markahæstur Valsmanna var Júl- íus Jónasson með 8 mörk en Thomas Springel skoraði 6 mörk fyrir Eickel og Bjami 4. -RR Þórsarar komu ÍBK á óvart - leiddu í hléi en síðan hljóp allt í baklás Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Stgurður Grétarsson. Luzem í úvslítiii Luzern, liö Sigurðar Grétars- sonar í Sviss, burstaði Zúrich i síðustu umferð deildarmótsins og vann sér með sigrinum rétt til aö leika í úrslitakeppni sem hefst á nýju ári. Leikurinn, sem fór fram á heimavelli Ziirich, þróaðist snemma Luzem í hag. Þegar upp var staðið hafði liöið gert þrjú mörk en heimamenn ekk- ert. Sigurður lék vel í leiknum en bilaöi þó í vitaspymu, lét markvörð Zúrich vetja frá sér fast skot. Eftir síðustu umferö- ina er Luzem í fimmta sæti meö 23 stig. -JÖG „Þaö er óhætt að segja að Þórsar- amir hafi komið okkur verulega á óvart í fyrri hálfleiknum en þá léku þeir mjög góöa vörn og hittu vel í sókninni. Við áttum hins vegar góð- an síðari hálíleik og það gerði gæfumuninn," sagði Gunnar Þor- varðarson, þjálfari ÍBK, eftir að lið hans hafði unnið Þór, 96-72, í úrvals- deildinni á Akureyri um helgina. Þórsarar komu virkilega á óvart í fyrri hálileiknum, spiluðu þá mjög góðan leik, sérstaklega í vörn þar sem þeir voru mjög grimmir og gáfu Kefivíkingunum lítinn frið. Hins veg- ar gerðu Þórsarar mörg mistök í sókninni og töpuðu boltanum oft en hefðu annars getað haft meiri for- ustu í leikhléi en 42-40. En strax í upphafi síðari hálfleiks hmndi allt hjá Þór. Þórsaramir voru staðir og framtakslausir í sókninni og létu hirða af sér boltann trekk í trekk. Liðið skoraði ekki nema 5 stig fyrri 10 mínútur hálfleiksins, staðan þá orðin 47-64 og úrslitin ráðin. „Liðsheildin var góð hjá okkur í fyrri hálfleik en við héldum ekki haus í þeim síðari," sagði Eiríkur Sigurðsson Þórsari eftir leikinn. „Við misstum þetta alveg út úr höndunum og það ætlar að ganga illa hjá okkur að spila heilan leik vel.“ Hreinn Þorkelsson fór á kostum fyrir ÍBK í þessum leik, skoraði m.a. 7 þriggja stiga körfur og munar um minna. Guðjón.Skúlason hélt ÍBK á floti í fyrri hálfleik og skoraði þá 19 stig en alls skoraði hann íjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir tveir báru lið ÍBK uppi. Hjá Þór var minna um að menn sköruðu fram úr, allt liðið lék vel í fyrri hálfleik en illa í þeim síðari. Guðmundur Björnsson meiddist illa á hné í upphafi síðari hálfleiks og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Stig ÍBK: Guðjón 29, Hreinn 24, Falur og Sigurður 9 hvor, Jón Kr. 8, Magn- ús 6, Matti 5,- Ólafur 4 og Axel 2. Stig Þórs: Bjarni 12, Eiríkur og Jó- hann 11 hvor, Björn 10, Konráð 9, Guðmundur 7, Einar og Jón Már 6 hvor. Dómarar Sigurður Valur Halldórs- son og Jóhann Dagur Björnsson og voru ágætir. Sérstaka athygli vakti er Sigurður sýndi skallatækni sína í síöari hálfleik og ekki skemmdi það fyrir áhorfendum aö hann féll við í þeirri sýningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.