Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 11 Hver er þessi trú? Þaö var langt liðið á Þorláks- messukvöld. Jólin voru á næsta leiti. Litli drengurinn hjúfraði sig niður í koddann. Hann spennti greipar, heyrði hjartað hamast og barðist við ekkann. Hann fann hræðsluna, óöryggið og óhamingj- una nísta líkama sinn og hann hélt niðri í sér andanum. Ur stofunni heyrði hann óminn af rifrildi for- eldranna - stundum þungan klið- inn af samræðunum, stundum skerandi hávaða biturra blótsyrða og þess á milli brothljóð og hurða- skelli. Hann heyrði ekki orðaskil, vildi ekki heyra þau, en skildi ógn- ina sem stafaði af þessum átökum, fann kuldann sem læsti sig um íbúðina. Pabbi og mamma rifust og slógust, pabbi og mamma, fólkið sem hann elskaði, fólkið sem hon- um var kærast. Þessi litli fimm ára snáöi lá þarna einn í kytrunni sinni og beið milli vonar og ótta; beið í angist og ör- væntingu. Ekki gat hann stillt til friðar. Ekki gat hann flúið undan hávaðanum og heimslokunum í lífi sínu. Hann gerði það eina sem hann gat og kunni án þess aö vita af hverju, án þess að nokkur segði honum hvers vegna. Hann bað. Hann bað til Guðs. Elsku góði Guð, láttu ekki pabba og mömmu rífast. Láttu þau ekki fara hvort frá öðru. Leyfðu mér að eiga þau bæði áfram. Og hann fór með Faðirvoriö aftur og aftur, upphátt og í hljóði og lofaði guði sínum að vera góður um alia ævi ef hann bænheyrði sig. Enginn hafði sagt honum að Guð gæti gert honum gagn. Enginn hafði sagt honum að bænin og trú- in svaraði kalli hans á augnabliki örvinglunar og hamstola ótta lítils drengs sem heyrði foreldra sína rífa hvort annað á hol. En samt, samt bað hann eins og ósjálfrátt, eins og það væri sjálfsagt og eðli- legt, eins og hann vissi að það væri það eina sem hjálpaði honum og hjálpaði kannski líka pabba og mömmu. Hver er hún, þessi trú, þessi bæn, þessi handleiðsla, sem gefur okkur styrk þegar allar bjargir eru bann- aðar? Hver er það sem segir deyjandi manni að vona, sorg- mæddum að huggast, litlu bami að biðja? Enginn getur svaraö því, ekki einu sinni guð almáttugur, því hann talar ekki til okkar nema á þann dulúðuga hátt að leyfa okkur að tilbiðja sig í fullkominni fáfræði um allt nema það eitt að hann sé til. Stund bænarinnar Mannkynssagan úir og grúir af örlögum og atburðum þar sem sögupersónur lenda í þeirri lifs- reynslu að gefa sig guði á vald, kalla á hjálp hans, sækja styrk til hans, lúta vilja hans. Hver man ekki þá ótrúlegu en ógleymanlegu ■ frásögn sjómannsins frá Vest- mannaeyjum sem sat á kili sökkv- andi bátsins með skipsfélögum sínum. Þarna sátu þeir úti á'regin- hafi og gátu enga björg1 sér veitt. Hvað gerðu þeir? Þeir fóru með bænirnar sínar, allar þær bænir sem þeir kunnu, aftur og aftur, þangað til þeir hurfu einn af öðrum í hina köldu gröf. Hann einn sem var til frásagnar af þessum atburði komst lífs af eftir hetjulegt sund til lands. Hann lifði félaga sína til að segja frá þeirra hinstu stund og hann skammaðist sín ekki fyrir bænirnar og tilbeiðsluna. Hvað skyldu margir íslenskir sjó- menn hafa kvatt þennan heim þar sem enginn var til frásagnar af bænum þeirra til Guðs, enginn til að segja frá þeirri heilögu kveðju- stund þegar ekkert er eftir og siðasta vonarljósið slokknað? Og þaö eru fleiri sem eiga sínar stundir með Guði og bæninni: ein- stæðingarnir sem hvergi eiga höfði sínu að að halla nema félagsskap einverunnar; drykkjumennirnir sem telja sér alla vegi færa þangað til þeirra uppgötva vanmátt sinn; trúleysingjarnir sem lifa í vissu sinni um eigin mátt og megin þang- að til þeir skilja umkomuleysi sitt. Manndómurinn er talinn vera fólg- inn í hreystinni og eigin ágæti en þegar allt kemur til alls þá er sá manndómur mestur og bestur að beygja sig í auðmýkt og undirgefni fyrir trúnni og tilbeiðslunni. Til þess þarf ekki þekkingu á guðfræði; ekki frelsun eða opin- berun; ekki kraftaverk eðá upp- ljómun andans. Allt sem þarf er sú vitneskja, sem mætir hverjum og einum á lífsleiðinni, að til sé vald og máttur, skilningi og veraldar- vafstri æðra, hvort heldur þaö er grátur eða gleði, harmur eða hugg- un, glæpur eða góðverk. Alls staöar mætir maður þörfinni fyrir að þakka, fyrirgefa, hugga, biöja, trúa. Jafnvel gleðin og ástin eru stefnu- mót við almættið vegna þess að kærleikurinn er ávöxtur trúarinn- ar, alveg eins og fyrirgefningin er aileiðing syndarinnar. Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrir- gefum vorum skuldunautum. Er hægt að segja meira? Er hægt að fara fram á annað? Allt hið góða og vonda Hver er hún, þessi trú? Guð í upphæðum? Kristur á krossinum? Orð Biblíunnar? Andi jólanna? Ég held að svörin séu jafnmörg og þeir sem spyrja. Hver hefur sína persónulegu reynslu, sína eigin útskýringu á því hvernig trúin hef- ur sótt hann heim. En innihald hennar, tilgangur og afrakstur er alltaf sá sami þótt í ýmsum mynd- um sé. Það er vitneskjan um tilvist hans, þess sem ræður för. Guð er ekki persóna, ekki holdi klædd vera, ekki göfugur andi í upphæð- um. Guð er í okkur sjálfum og sagan um Krist, fæöingu hans, kenningar, krossfestingu og upp- risu er ekki annað en fyrirmynd af lífi okkar sjálfra, í okkur og með okkur og hjá okkur. Það er hins vegar undir okkur sjálfum komið hvort við ræktum guðstrúna sem býr í okkur og bíður eftir okkur. Kirkjan gerir sitt og kennimenn- irnir en þó er það fyrst og fremst lífið í öllum sínum myndum og gerðum, já, allt hið góða og vonda sem verður á vegi okkar, sem er til vitnis um að fæðing frelsarans, líf hans og upprisa endurtekur sig í örlögum allra manna í einni eða annarri mynd. Hver er hún, þessi trú? Það þarf enga heimspeki til að komast að því að mannsævin er þymum stráð. Freistingarnar, breyskleikinn, syndin, hatrið, ill- girnin, girndin og græðgin: Allt þetta þekkjum við, ýmist af því það hefur verið á vegi okkar eöa ann- arra sem við umgöngumst. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta stein- inum. Enginn verður svo fullkom- inn eða sannkristinn að honum sé undankomu auðið í einu eða öðru af því sem telst til misgjörða. Greindur maður getur verið ill- gjarn. Sterkur maður getur verið ístöðulaus. Auðugur maður getur verið gráðugur. Það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki. ítuttugu aldir Kristindómurinn gengur heldur ekki út á það að uppræta syndirnar í eitt skipti fyrir öll. Kristindómur- inn veitir hins vegar leiðsögn við vandamálum og spurningum, ör- væntingu og iðrun. Boðskapurinn er einfaldur: kærleikur og fyrir- gefning. Gerið við aðra svo sem þér viljiö aö aðrir geri yður. Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Jesús Kristur kenndi okkur að umgangast náungann af kærleika og sagði: Elska skaltu bróður þinn. Boðorðin tíu og raunar allar Bibl- íusögurnar ganga út á þessa gullnu kenningu. Og svo var Guð mis- kunnsamur að hann sendi son sinn eingetinn til að boða guðstrú og kristindóm. Fæðing frelsarans, starf hans og líf verður aldrei skilið öðruvísi en að koma þessum ein- falda boðskap á framfæri. En hver er hún þá, þessi trú sem stundum virðist mega sín lítils and- spænis styrjöldum, glæpum og mannvonsku? Hver er hún, þessi trú sem hefur bænina eina að vopni og býður samviskuleysinu byrg- inn? Er ekki Jesús Kristur sjálfur frægasta fórnarlamb miskunnar- leysisins? Jú, rétt er það, en hann er einmitt persónugervingur kenn- ingarinnar sem boðaöi frið og frelsi og fyrirgefningu með orðum einum saman, gekk fram fyrir skjöldu, afvopnaði efasemdarmennina með kraftaverkum sínum, sannfærði postulana með kenningum sínum, kaffærði vopnagnýinn með dæmi- sögum sínum og kristnaði ræningj- ana á krossinum - og fórnaði til þess lífi sínu til að orð hans mættu lifa. í tuttugu aldir hefur verið reynt að sýna mannheimi fram á að frið- ur og frelsi fæst ekki með vopnum og valdi heldur með rækt hugans, kærleikanum og fyrirgefningunni. Hitt er svo annað mál að maðurinn hefur ekki ennþá lært þessa lexíu og kannski mun það taka hann tuttugu aldir enn að læra af mistök- um sínum. En það er ekki við guðstrúna að sakast heldur okkur sjálf sem höldum hana ekki í heiðri. Já, hver er hún, þessi trú sem gefst ekki upp, þessi óbifanlega trú um að hið góða sigri, að guð sé með okkur? Án þeirrar trúar, þeirrar vonar, þeirrar vissu er engin fram- tíö, ekkert líf. Líf og Ijós Jólin eru trúarhátíð, hátíð gjafa og góðvildar, hátíð fæðingar og nýs lífs, hátíð vonarinnar og gleðinnar yfir ljósi sem kviknaði, hátíð kon- ungs sem lagður var í jötu íágt. Og hinn kristni heimur syngur lofsöng og undir tekur englasöng. Mér dett- ur ekki í hug að lýsa þessum áhrifum, þessum sterku allsherjar áhrifum, sem jólin hafa um alla heimsbyggð. Það gerir hver fyrir sig. En ég spyr enn í forundran og lotningu: Hver er hún, þessi trú og þessi bæn, sem getur okkur ljós og líf, trú sem birtist litlum dreng á tárvotum kodda, misindismanni í niðurlægingu, sjómanni á heljar- stund? Ekki er hún sjáanleg, ekki er hún áþreifanleg. Samt er hún nálæg hverjum þeim sem þarf á henni að halda og aldrei nálægari en á aðventu og jólum þegar við sameinumst öll í bæn bænanna, Faðirvorinu. Trúin er vort daglega brauð, á henni þrífumst við og nærumst að efni og anda. Það er merkilegt, raunar merki- legast af öllu þvi sem við upplifum á tímum vísinda, þekkingar og upp- lýsinga um allt milh himins og jarðar, að maðurinn stendur jafri- fáfróður gagnvart trúnni og for- sjóninni og hirðingjarnir á dögum Krists. Hinn lærði og lífsreyndi maður er engu nær um það hvaðan sá kraftur og köllun kemur sem fylgir trúnni og fær okkur til að krjúpa fyrir henni og játast henni. í því felst styrkur hennar og í því felst svarið því að svarið er hún sjálf. Við erum öll eins og litli drengur- inn sem bað til Guðs, sem sótti styrkinn í bænina og trúna. Við erum öll börn Guðs, í auðmýkt okkar og undirgefni. Ellert B. Schram (Flutt i Neskirkju 29. nóvember sl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.