Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Stöð 2: Bj argvætturinn er mættur til leiks eftir hjartaáfall innan handar allt frá því hann starfaði í leyniþjónustunni. Flestir reka upp stór augu er þeir sjá bjargvættinn. Vel klæddur herramaður sem ekur um á gljá- fægðum svörtum Jagúar og talar með rólegri yflrvegaðri röddu. Hins vegar getur útlit hans breyst og oröið ógnþrungið er hann þarf Stöð 2 hefur nú aftur hafið sýn- ingar á hinum geysivinsæla myndaflokki Bjargvætturinn eða The Equalizer, eins og hann nefnist á frummálinu. Hér er á ferðinni ný þáttaröð, gerð á þessu ári. Heyrst hefur að gerð þáttanna hafi verið hætt um nokkurra mánaða skeið þar sem aðalleikarinn, Ed- ward Woodward, fékk hjartaáfall. Hann mun hafa náð sér að fullu og hafið leik að nýju og afrakstur þess fáum við aö sjá á fimmtudags- kvöldum. Bjargvætturinn Robert McCall (Edward Woodward) er gráhærð- ur, virðulegur maður sem um árabil starfaði í leyniþjónustunni. Hann hefur mikla þekkingu á inn- viðum glæpastarfseminnar í borg- inni og orðið vitni að margvísleg- um atburðum. Robert ákvað að breyta um starf og gerast bjarg- vættur. Fólk getur leitað til hans um aðstoð ef allt annað bregst. Robert McCall hefur aðstöðu sína heima hjá sér í gegnum símsvara. Aðeins lítil auglýsing í blaði gefur upp símnúmer hjá bjargvættinum. Hann hlustar eftir skilaboðum einu sinni á sólarhring og hringir þá í viðkomandi. Atburðirnir gerast á sjálfri Manhattan í New York. Bjargvætturinn hefur lent í mörg- um og misjöfnum málum enda eru margir sem gefast upp á lögregl- unni og snúa sér til hans. En bjargvætturinn á sína félaga einnig innan lögreglunnar og kemur henni alloft til hjálpar og öfugt. Hann bjargaði kínverskum dreng, syni auðjöfurs, úr höndum mannræningja. Bjargvætturinn er vel vopnum búinn og hikar ekki við að hitta svívirðilegustu glæpa- menn og morðingja. Hann bjargaði saklausri sveitastúlku úr höndum eiturlyfjasala og hórmangara auk margra annarra hættulegra verk- efna. Robert McCalI á sér vin innan lögreglunnar í New York, Bumett, sem hefur ekki mikið álit á hetju- skap hans en kemur honum þó til hjálpar þegar bjargvætturinn óskar eftir því. Einnig á bjargvætt- urinn góðan vin, Control, sem er fús að gefa honum ýmsar góðar upplýsingar. Control er gamall vin- ur McCall og hefur verið honum Bjargvætturinn með syni sínum í þáttunum sem leikinn er af William Zabka sem gerði garðinn frægan í kvikmyndunum um Karate Kid. Edward Woodward í hlutverki bjargvættarins Roberts McCall sem fer einn síns liðs um mestu glæpastaðina á Manhattan til að koma öðrum til hjálpar. að leggjast til atlögu við glæpa- hyskið. í einkalífinu er McCall róleg- heitamaður. Hann býr einsámall, er fráskilinn og á einn son. Það er Scott sem leikinn er af William Zabka og á eftir að koma fram í þessum þáttum. Scott er í tónlist- amámi og þráir - eins og faðir hans - nánara samband þeirra á milli. Sonurinn er líkur fóður sínum að mörgu leyti, hann viU hafa róleg- heit í kringum sig á heimili sínu og hlusta á klassíska tónUst. Leikarinn Edward Woodward, sem fer með hlutverk bjargvættar- ins, er fæddur í Surrey í Englandi. Hann er margfaldur verðlaunahafi á sviði leiklistar og hefur verið kosinn leikari ársins í tvígang á Englandi og sjónvarpsleikari árs- ins auk þess hefur hann hlotiö önnur verðlaun. Hann hefur leikið í yfir 200 sjónvarpshlutverkum mest á Englandi. Meðal annars hlaut hann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í Rod Of Iron árið 1981. Auk þess má nefna hlutverk í Winston ChurchUl: The Wildemess Years, Major Barbara, Love is Forever þar sem hann léfe með Michael Landon, þá má nefna A Christmas Carol og Arthur The King sem gerð var af CBS sjón- varpsstöðinni. Edward Woodward hefur veriö með sína eigin þ'ætti hjá Thames sjónvarpsstöðinni sem hétu The Edward Woodward Hour og Anot- her Edward Woodward Hour. Þetta hafa verið tónUstarþættir þar sem hann hefur fengið til sín ýmsa góða gesti. Þá hefur Edward geíið út plötur sem náð hafa vinsældum. Hann lék í áströlsku sjónvarps- myndinni Breaker Morant og hlaut æðstu kvikmyndaverðlaun í Ástr- aUu fyrir leik í þeirri mynd. Einnig hefur hann hlotið Emmy verðlaun sem besti leikarinn í dramatísku hlutverki fyrir leik sinn í Bjarg- vættinum. Steven Williams leikur lögreglu- stjórann Burnett í Bjargvættinum, en Burnett ber mikla virðingu fyrir Robert McCall þó hann telji hann sturidum fullglæfralegan í sam- skiptum sínum við glæpamenn. WilUams hóf leikferil sinn á menntaskólaárunum. Hann hafði mikinn áhuga á að gera leiklistina að ævistarfi og sá draumur hefur líklega ræst því hann hefur leikið í tólf ár. Hann byijaöi sem leikari í ferðaleikhúsi í Chicago en síðan hefur mikiö vatn runnið til sjávar. Meðal sjónvarpsmynda sem hann hefur leikið í má nefna The Twi- light Zone, Blues Brothers, Cooley High og í sjónvarmyndaflokkunum Dummy og HiU Street Blues. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndun- um Buckaroo Bonzai og hlutverk David Nestor í kvikmyndinni Miss- ing in Action 2. William Zabka fer með hlutverk sonar bjargvættarins í þáttaröð- inni. Hann er orðinn frægur leikari eftir að hann lék í kvikmyndinni The Karate Kid. WiUiam var ekki nema tíu ára þegar hann kom fyrst fram. Reyndar hélt hann að menn þyrftu að borga fyrir að fá að koma fram í sjónvarpi og kvikmyndum. Þegar honum bauðst tækifæri til slíks spurði hann föður sinn hvort þau hefðu efni á því. Faðirinn svar- aði: „BiUy, þeir borga þér!“ í Karate Kid lék WUliam Johnny stjórnanda hóps af karateungling- um. WUliam sýndi mjög góöa hæfileika í kvikmyndinni og svo var einnig í næstu mynd hans, Just One of the Guys. Þá lék hann einn- ig í Karate Kid 2. Þegar WUliam er spurður hvort hann líkist þessum strákum sem hann héfur verið að leika hristir hann höfuðið og segir „nei“. Allir sem þekkja mig vita að ég er ekkert Ukur þeim. Reyndar hefur William einnig leikið „góða strákinn" í kvikmynd með CUff Robertsson og Lorettu Swit í Dre- ams of Gold. Meðal annarra hlutverka hans í kvikmyndum má nefna European Vacation 2 með Chevy Chase, Gimme A Break, Emergency Room og Contract For Life. WiUiam er mjög glaður með að hafa fengið hlutverkið í Bjargvættinum og seg- ist læra mikið á því að.vinna með Edward Woodward. WiUiam Zabka er fæddur í New York. Hann bjó í Port í Washington þar til fjölskyldan flutti til Los Angeles. Þá var WUUam tíu ára. Faðir hans starfaði sem kvik- myndaffamleiöandi. Snemma vaknaði áhugi hjá William aö ger- ast leikari: Móðir hans, Nancy, kynntist föður WilUams er hún starfaði sem aðstoðarmaður fram- leiðanda í Tonight Show en faðir hans var þá stjórnandi hjá Johnny Carson. Bjargvætturinn hefur notið mik- illa vinsælda í Bandaríkjunum og þegar Edward Woodward varð að taka sér hvíld frá störfum fékk MCA sjónvarpsstöðin Roger Moore til að taka við hlutverkinu. Líkleg- ast var aðeins um einn þátt aö ræða sem Moore lék í en eftir því sem við vitum best er hann ekfei með í þeirri þáttasyrpu sem nú er verið að hefja sýningar á. Þessi þáttaröð var tekin eftir að Edward Wood- ward hafði náð sér. Þá má minnast á það að á næstu dögum og í byrjun janúar eru mjög margir nýir myndaflokkar að byrja á Stöð 2, bæði glænýir og eldri. Miami Vice kemur aftur svo og Lagakrókar. Einnig verða spenn- andi míníseríur í gangi eftir áramótin. DV segir ykkur frekar frá þessum þáttum á næstunni. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.