Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 59
I LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Jólamyndir kvikmyndahúsaiina i: Belivers Kl. 23.00 er Hver er stúlkan aftur sýnd og einnig The Belivers. Efni myndarinnar Svarta ekkjan er í stuttu máli það aö stafsmaöur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna finnst grunsamlegt er honum berst skýrsla um aö sextugur auðmaður hafi gengið að eiga þrítuga konu en látist í svefni skömmu siðar. Þetta verður enn einkennilegra fyrir þær sakir að annað dauðsfall verður nokkrum dögum síðar en þá deyr roskinn efnamaður í svefni skömmu eftir að hann hefur gifst ungri konu. Það er ljóst á framboði Borgarbíós á Akureyri að kvikmyndaáhuga- menn þar í bænum hafa um ýmislegt að velja um jólin. BT-245 FERÐASJONVARP Svart/hvítt sjónvarp tilvalið í eldhúsiö, unslingaherbergiö, sumarbústaöinn, bátinn eöa bílinn. Tengi f/bílkveikjara og festingasett fylgir. Verö aöeins kr. 8.900 stgr. BT-340 MC . Dantax HATALARAR Ööruvísi hátalarar. Topp gæöi og hönnun. H L JOMTÆKJASTÆÐA 2x20 watta magnari. 5 banda tónjafnari. Tvöfalt segulband. Hraðupptaka. FM-stertó. LW og MW bylgjur. Hálfsjálfvirkur plötuspilari. Vandaöir hátalarar. Verö aöeins kr. 17.900 stgr. 14 KAUPSTAÐUR í AAJÓDD - SÍMI 73900 Afgreiðslumaðurinn Jack Putter þarf aö gera fleira en gott þykir til aö bjarga sínum innra manni. Bíóhöllin/Innerspace Furðulegt ferðalag DISKSPILARI 3ja geisla diskspilari m/lagaminni, endurspilun og A til B Verö aöeins kr. 13*900 stgr. endurspilun. „Index". Heyrnartækjatengi m/styrkstilli. Afb. veró kr. 14.700 Furðusnillingurinn Steven Spiel- berg býður kvikmyndaáhugamönn- um í sérkennilegt ferðalag í Bíóhöllinni yfir jólin. Nú eru það ekki óravíddir geimsins sem eru kannaðar heldur er ferðast um í lík- ama óheppins afgreiðslumanns sem leikinn er af Martin Short (The Three Amigos). Já, það er margt sem þeim dettur í hug í henni Ameríku og hér birtist enn einn vitnisburðurinn um að tæknilega er þarlendum kvik- myndagerðarmönnum ekkert ómögulegt. Myndin segir frá afgreiðslumann- inum Jack Putter (Short) sem er ráðlagt af lækni sínum að taka sér nú gott frí til að róa taugarnar. Það tekst nú frekar illa til með hið lang- þráða frí því áður en hann veit af er hann flæktur í furðulegt mál þar sem blandast hernaðarlegir hagsmunir, alþjóðanjósnir og tækniundur. Tuck Pendelton liðþjálfi (Dennis Quaid) virðist vera búinn að lifa sitt fegursta. Hann drekkur of mikið og er í þann veginn að missa frá sér unnustu sína, Lydiu Maxwell (Meg Ryan) sem vinnur sem blaðakona. Hún er orðin þreytt á óábyrgri hegð- un Tucks og ætlar að yfirgefa hann. Tuck er orðinn leiöur á hernum svo að hann gengur til hðs við fyrirtæki sem fæst við háþróaða hernaðar- tækni og hann gerist nokkurs konar tilraunadýr hjá þeim. Með nýjum aðferðum á að minnka Tuck niður í nánast ekki neitt og senda hann inn í einu veruna á rannsóknarstofunni sem ekki hefur atkvæðisrétt, nefni- lega næstu tilraunakanínu. En í miöri tilraun er brotist inn í rann- sóknarstofuna og stoliö þeim út- búnaði sem þarf til að Tuck nái aftur eölilegri stærð. í ringulreiðinni, sem skapast við innbrotið, er Tuck sprautað í afturenda Jacks Putter og eftir það verða þeir tveir að lifa í nánu sambýli. Það er stuttur tími til stefnu því Tuck hefur takmarkaðar súrefnis- birgðir. Þeir félagar eru æði ólíkir og finnst Tuck að Jack sé ekki nógu mikil bógur til að á hann sé treyst- andi. Því reynir hann að stjórna athöfnum Jacks og skapar það auð- vitað oft á tíðum skondna togstreitu. Unnusta Tucks reynist betri en eng- inn við lausn málsins. Þó að nafn Spielbergs sé hér notað kemur hann nú orðið aðeins nálægt framkvæmdahliðinni. Það er Joe Dante sem leikstýrir myndinni en Spielberg hefur einmitt notaö hann þannig áður með bara þokkalegum árangri. Dante leikstýrði Gremlins, Twilight Zone - The Movie og Ex- plorers fyrir Spielberg en auk þess á hann að baki hrollvekjuna The How- ling. Dennis Quaid hefur fyrir löngu vakið á sér athygli fyrir myndir eins og Breaking Away, The Long Riders, The Right Stuff og Enemy Mine. Short, sem er 34 ára gamal Kanada- búi, á ekki eins langan feril en vakti fyrst á sér athygli í Saturday Night Live en þar hafa flestir bestu gaman- myndaleikarar undanfarinna ára stigið sín fyrstu spor. Meg Rayan er ung leikkona á uppleið en hún hefur sést í Rich and Famous, Armed and Dangerous og Top Gun. Þá er vert aö vekja athygli á myndatökumanninum Andrew Las- zlo sem hefur komið nálægt athyglis- verðum myndum eins og The Warriors, First Blood og Streets of Fire. Hvað svo sem segja má um þessar myndir þá var myndatakan um margt forvitnileg í þeim. -SMJ Laugarásbíó/Draumalandið Músafjölskylda á leið til draumalandsins Jólamyndir Laugarásbíós eru tvær. Sú fyrri er bandaríska teikni- myndin An American Tail og er hér um að ræða mynd sem gefur góða ástæðu fyrir fjölskylduna til að fara saman í bíó yfir jólin. Það er Steven Spielberg sem á mestan heiðurinn af þesari mynd og fylgir hann hér í fótspor Walt Disney. Draumalandið, eins og myndin heitir á íslensku, er gerð 1987 og segir frá músafjölskyldu sem á heima í Sovétríkjunum, nánar til- tekið í Síberíu. Þar er erfitt að lifa, sérstaklega fyrir mýs. Erfitt er að fá nokkum mat og þar að auki eru mýsnar sjálfar vinsæll matur hjá köttunum en skelfilegur kattafar- aldur gengur yfir músabyggðina. Söguhetjur myndarinnar em Músavitsfjölskyldan sem ákveður nú að fara til fyrirheitna landsins, Ameríku, og losna undan harðræð- inu. Þar ku heldur ekki vera neinir kettir. Þetta taldi Músavitspabbi vera sannkallað draumaland og öll fjölskyldan heldur af stað í þessa lönguferð. Ferðalagið er erfltt en þegar til Ameríku er komið telur fjölskyld- an að allir erfiðleikar séu að baki. Hér spilar Músavitspabbi á fiðlu fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Þau eru Fievel, Tanya systir hans og mamma og litla barnið. Það reynist nú ekki svo en erfið- leikarnir em til þess að sigrast á þeim hugsar Músavits fjölskyldan og allt endar vel að lokum. Það ætti að vera óhætt að mæla með þessari fjölskyldumynd en á sýningum fyrri hluta dags verður boðið upp á þaö nýmæh að spilað verður af tónbandi fyrir yngstu gestina og er það Hersteinn Pálsson sem les. Tekur sú lesning um 3 mínútur. Leikstjóri myndarinnar er Don Blunth en þar aö auki er það her- skari teiknara sem á mestan heiðurinn af verkinu sem þykir hafa lánast vel. Stórfótur Síðari jólamynd Laugarásbíós er bandaríska gaman og ævintýra- myndin Big Foot and the Hender- sons. Er það fyrirtæki Spielbergs Ambhn Inc. sem framleiðir þessa mynd líka. Hún segir frá ævintýr- um Hendersons fjölskyldunnar og Stórfæti. Stórfótur verður fyrir bíl fjölskyldunnar þegar hún er á ferðalagi. Risinn er talinn dauður og skutlað upp á þak bílsins. En Stórifótur er síður en svo dauður og sest upp hjá fjölskyldunni sem kemst fljótlega að því að það er síð- ur en svo vandalaust að hafa þriggja metra háan apa í húsinu. Leikstjóri er Wilham Dear en al- alhlutverk eru í höndum John Lithgow, Melindu DiUon og Don Ameche.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.