Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987., Jólasaga______________ Símon smaladrengur eftir Klöru Knutzen —Teikning eftir Fleur Brofos Asmussen - Pabbi, getum við ekki líka lesið jólaguðspjallið í kvöld? - Viltu það, Tómas? spurði pabbi hans. - Já, það er svo gaman að heyra um hirðana 1 haganum og engilinn sem kom til þeirra... og var ekki líka drengur með þeim í hagan- um? Var það ekki, mamma? - Jú, það held ég... Reyndu að borða meiri graut. - Nei, ég er svo saddur! svaraði Tómas og tók fyrir munninn á sér. Mamma hafði búið til fulla skál svo það var nóg eftir í möndluhrísgijóna- grautinn á aðfangadagskvöld. Eftir að þvegið hafði verið upp fengu börnin að vera um hríð 1 stofunni en síðan áttu þau að fara að hátta svo að mamma og pabbi fengju frið til þess að pakka inn jólagjöf- um. Þegar yngsta barnið hafði verið lagt í vögguna og mamma kom aftur inn í stof- una tók hún fram prjónana sína og settist í uppáhalds- stólinn sinn. - Segðu okkur frá hirðinum í haganum, mamma, sagði Nína. Sex barnsaugu litu á hana með eftirvæntingu. - Já, ég bjóst við að þið mynduð biðja mig um það, sagði hún, rétti úr sér og gekk að langa sófanum. Þar settist hún og börnin þrjú við hlið hennar. Drengirnir tveir, Tómas og Jens, slógust um að fá að sitja næst henni. - Rólegir! Rólegir! Gætið ykkar að detta ekki á gólfið. Ég segi heldur enga sögu ef það á að slást. Munið að sagt var: Friður á jörðu með mönnum... Drengimir settust hljóðlátir og litu á mömmu sína. - Já, það er rétt. Það sögðu himn- esku hersveitirnar eins og stendur 1 Biblíunni, sagði Nína hátíðlega. - Ég man líka eftir því, mamma, sagði Jens. - En hvað gerðist svo, mamma? - Byrjum þá á sögunni, eða er það ekki? Mamma leit hlý- lega á eftirvæntingarfull börnin og fór svo að segja frá: - Það var drengur sem hét Símon. Og hann var tólf ára... - Alveg eins og ég, sagði Tómas. - Uss! Jens rak oln- bogann í hann. - ÞÖGN! - Já, vinur minn. Hann var jafngamall og þú, hélt mamma áfram. - En þessi drengur átti heima í Betlehem fyrir næstum 2000 árum. Hann var góður og hjálpfús drengur... - Alveg eins og ég, sagði Jens brosandi og ýtti við Tómasi. - Æ, hvað þú ert heimskur! sagði Tómas. Það var greini- legt að drengirnir áttu erfitt með að vera stilltir og svo sögðu þeir báðir í einu: - Og hvað svo? - Ég skal segja ykkur það ef þið verðið stilltir, sagði mamma. - Símon hjálpaði mömmu sinni við að bera brenni, gætti yngri systkin- anna, sótti grænmeti á markaðstorgið og fór í sendi- ferðir fyrir nágrannana svo hann hafði alltaf nóg að gera þegar hann var ekki 1 skólan- um. - Fóru börn líka í skóla þá? spurði Nína. - Já, börnunum var þá kennt það sem við nefnum nú Gamla testamentið. Móðurafi Símonar átti gistihús 1 Betle- hem og mamma hans og pabbi hjálpaðu honum við rekstur- inn. Það var alltaf nóg að gera því ferðamenn á leið til Jerús- alem höfðu þar viðdvöl með dýr sín. Og um þetta leyti var mikið um ferðafólk því keis- arinn hafði látið út frá sér ganga boð um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Föðurafi og fóðuramma Símonar voru því komin og þau. bjuggu hjá foreldrum hans. Þau tóku að sér verk hans svo hann fékk að eiga frí. Þegar hann var búinn að ganga um borgina um hríð og virða fyrir sér allt ferðafólkið fékk hann allt í einu hug- mynd. - Mamma, sagði hann. - Má ég ekki fara með hirð- unum af því afi lítur eftir börnunum? Móðir hans leit á hann. Hún vissi að hann hefði gott af til- breytingu og hún gat ekki séð að hann hefði neitt slæmt af því að vera með hirðunum. - Jú, svaraði hún. - En þá verðurðu að fara með honum frænda þínum. - Já, já. Ég skal hlaupa til hans og spyrja hann hvort ég megi það ekki. Svo rauk hann af stað. Hann var lafmóður þegar hann kom til Sílasar, föður- bróður síns. - Frændi, má ég ekki fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.