Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Á heimilinu skammt utan við New York. Á myndinni eru Úlfur og Sigriður og Einar, sonur þeirra. DV-myndir Ólafur Arnarson hjónin Ulfur Sigurniundsson og Sigríður Pétursdóttir í helgarviðtali Ólafur Amarson, DV, New York: Úlfur og kona hans, Sigríður Pét- ursdóttir, hafa búið sér fallegt heimili skamimt utan við New York borg og á dögunum heimsótti DV þau hjón og átti við þau viðtal. Að góðum íslenskum sið var fyrst spurt um uppruna og það er Úlfur sem hefur orðið: „Faðir minn hét Sigurmundur Gíslason og var alla tíð tollvörður og síðar yfirtollvörður. Hann stjórnaði tollpóststofunni lengst af. Móðir mín heitir Sæunn Friðjónsdóttir. Hún er ættuð að norð- an en kom til Reykjavíkur sem ung stúlka. Ég er Reykvíkingur, austurbæing- ur. Við áttum eiginlega heima í sveitinni, þar sem við bjuggum í Kringlumýrinni. Afi minn átti þar erfðafestu og þar byggðu hann og faðir minn hús. Afi átti þá kindur kýr og hross. Þarna bjuggum við í nokkurs konar einangrun sem lauk ekki fyrr en eftir að ég fermdist og við fluttum á Flókagötuna. Þá höfðu afi og amma látist og við seldum húsið í Kringlumýrinni.“ 12 ára í bæjarvinnunni „Á þessum árum var ég í sveit á sumrin en afi var verkstjóri í bæjar- vinnunni og þar byrjaði ég að vinna sem sumarstrákur 12 ára gamall. Ég var í Laugarnesskólanum. Þá var menntaskólinn enn sex ár og viö vorum búin undir að fara í fyrsta bekk í honum. En þegar röðin var komin að mínum árgangi þá var kerfinu breytt og menntaskólinn gerður að fjörurra ára skóla. Við það kom svolítið los á mann. Ég fór í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og á- kvað síðan á öðru ári þar að taka landspróf. Það hafðist og ég fór í menntaskólann og útskrifaðist sem stúdent árið 1954. Islendingar byggja afkomu sína á viðskiptum við önnur lönd. Fáar þjóðir erujafhháðar útflutningi. Mætir Islendingar hafa í gegnum tíð- ina helgað krafta sína íslenskum útflutningsiðnaði bæði hér á landi og á erlendri grund. Einn þessara manna er Ulíui' Sigurmundsson, sem um árabil var framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins en starfar nú sem viðskiptafrilltrúi íslands í New York. Ulfur hefrir víða komið við á sínum ferli. Hann hefur starfað í Þýskalandi, Bret> landi og Hollandi, svo eitthvað sé nefrit. . V’ ■>: Hjónin Sigríður og Ulfur. A veggjunum eru íslenskar myndir. Menntaskólaárin eru sérstakur tími í lífi hvers manns. Þar er mikið fiör og þar kynnist maður mörgum og ég á marga góða vini þaðan. Þar má nefna til dæmis Þorvald S. Þor- valdsson arkitekt og Svan Sveinsson lækni. Þeir voru báðir bekkjarbræð- ur mínir. Ekki má,gleyma að ég hitti konuna mína í MR en hún var reynd- ar ári á undan mér í skólanum. Einnig hitti ég þar gamla félaga úr Laugafnesskólanum, svo sem Jón Sigurðsson sem nú er kenndur við Grundartanga. Að Joknu stúdentsprófi varð úr að ég fór í viðskiptafræði. Ég man það þó að mér hafði þótt svo gaman í tím- um hjá Ólafi Hanssyni í menntaskól- anum að ég hélt áfram að sækja tíma hjá honum í sögu í Háskólanum. Annars varð seta mín í Háskóla ís- lands mjög stutt. Ek-ki nema einn' vetur. Að loknu fyrsta árinu í við- skiptafræði ákvaö ég að skipta um og fara alveg yfir í hagfræði. Til þess að gera það mögulegt flutti ég mig til Þýskalands. Á þessum árum lá straumur íslenskra námsmanna til Þýskalands, ef frá eru talin Norður- lönd, rétt eins og straumurinn í dag liggur til Bandaríkjanna." Með bréf frá Gylfa Þ. „Ég fór með bréf upp á vasann frá Gylfa Þ. Gíslasyni prófessor til há- skólans í Frankfurt sem hann hafði verið við. Þarna hóf ég nám haustið 1955. Mér fannst sá skóli stór og óper- sónulegur þannig að ári síðar færði ég mig til Kílar í Norður-Þýskalandi. Þar var ákaflega fræg þjóðhagfræði- deild um þessar mundir. Þar kenndi einn virtasti hagfræðingur í Þýska- landi, prófessor Schneider, sem einnig var aðalkennslubókarhöfund- ur landsins á þessum tíma. Á þessum árum voru engin náms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.