Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 38
STRlK/SlA 38 LAUGARD'AGUR 19. DESEMBER 1987. Heims um ból kirkjan í Oberndorf. Þar var Heims um ból frumflutt. Heims um ból - jólalag allra tíma: Jólaverslimin kynnti lagið Eyjólfur Melsted, DV, Vín; Það eru fá lög sem fyrirfinnast í sálmabókum allra kristinna safnaða. Eitt er þó það lag sem slíkrar upp- hefðar nýtur. Lag þetta syngja þjóðkirkjunnar meðlimir í þýðingu Sveinbjarnar undir heitinu Heims um ból. í sálmabók kaþólskra mun hins vegar prentuð þýðing Matthías- ar, Hljóða nótt, helga nótt. Það er meira að segja líka sungið á jólum þar sem kristni er vart stunduð að ráði. • Söguna um tilurð lags og texta hafa menn heyrt í ótal útgáfum, svo oft að engin ástæða er til að rifja upp einu sinni enn. Hún er vinsælt frá- söguefni á aðventu og jólasamkund- um og man ég vart eftir að hafa heyrt hana í sömu útgáfunni tvisvar í röð. lags. Þar er líka safn með ýmislegu sem viðkemur laginu, útbreiðslu þess og sögu. Þar eru ótal hljóðritan- ir og nótnaútgáfur og skrásettar frásagnir. Og kirkjan er falleg í smæð sinni og einfaldleik. En það gerir staðinn þó engan veginn að neinu sérstöku menningarsetri. Svo var heldur ekki áður fyrr, enda segir al- mannarómur frá gamalli tíð að hvorugur þeirra, séra Joseph Mohr eða kennarinn Franz Xaver Gruber, hafi verið ánægður með vistina í Oberndorf. Báðir hefðu þeir gjarnan kosið sér starfsvettvang á stöðum þar sem straumar menningarinnar væru eilítið öílugri en í þessu örreyt- is sveitaþorpi. En allt að einu er það þess fyllilega virði að skjótast örhtið úr leiö til að líta augum staðinn og þá fyrst og fremst kirkjuna. Höfundar Heims um ból: Þorpspresturinn Josef Mohr og kennarinn Franz Xaver Gruber. Þeir prýða jólafrimerki Austurríkismanna í ár. En hvaðan? En fæstir hugsa um hvaðan lagið sé komið. Einhvers staðar úr Ölpun- um, segir fólk. Lagið hljómar líka ósköp Alpalega. Sé til dæmis flett þjóðlagasöfnum og það borið saman við ýmsa hefðbundna helgisöngva og andaktar-jóðlara má flnna harla margt líkt. Svo kannski er engin furða að menn tengdu lagið Ölpun- um. Aö segja lagið frá Alpaþorpi gefur frásögninni líka svolítinn jóla- korta glansmyndablæ. Það sést að vísu til norðurhlíða Alpanna frá Oberndorf en það væri jafnmikil firra að kalla það fjallaþorp og Hellu eða Hvolsvöll. Þetta litla þorp er rétt við þýsku landamærin, um það bil fimmtán kílómetra fyrir norðan Salzburg. Þar myndar áin Salzach náttúruleg landamæri milli Austur- ríkis og Þýskalands. Land er þar á okkar mælikvarða búsældarlegt, tjarnir og vötn og á milli rennislétt engi og skógi vaxnar hæðir. Króksins virði Það er skammt úrleiðis að aka til Oberndorf ef menn eru staddir í Salz- burg á annað borð og þangað leggur margur landinn leið sína í seinni tíð. Þótt í Oberndorf séu víst í dag fleiri hausar á íbúaskrá en á Húsavík telst það á engan hátt sérstök menningar- miðstöö. Þar er fátt annað merkilegt að sjá en kirkjuna sem sálmurinn' var frumíluttur í. Hér í Austurríki nefna menn hana í daglegu tali „die Stille Nacht Kirche", eða „Heimsum- ból kirkjuna". Þangað streymir fólk þúsundum saman á ári hverju til að beija augum þennan stað ljóös og Dreifingin Hvernig barst lagið svo frá þessu litla þorpi út um heiminn? Jú, það var jólakauptíðinni að þakka. Versl- un í tilefni jólanna er engin ný bóla, þótt sumum þyki hún hafa keyrt úr hófi fram á þessum síðustu og verstu. Sagan segir að fjölskylda ein. sem lifði af því að sauma og selja hanska, hafi látið börnin syngja til að vekja athygli á varningnum. Eitt af lögun- um, sem þau sungu á jólamörkuðun- um, var Stille Nacht, heilige Nacht. Lagið hreif fólk, jafnt þá sem í dag, og það barst hratt norður eftir Sax- landi og þaðan til austurs og vesturs um hinn þýskumælandi heim. Síðan gekk það koll af kolli. Ljóðið var þýtt á ótal tungur og lagið boraði sig inn í hlustir manna. Vonandi þykir eng- um það ljóður á að jólaverslunin hafi orðið til að dreifa laginu um heiminn. Töframátturmn Og enn í dag segja menn hver sína útgáfu af sögunni um það hvemig lagið og ljóðið varð til og túlka á sinn hátt. Oftast yfirsést mönnum þó sam- líkingin við fæðingarstað frelsarans, hið fátæklega umhverfi. Hinu skul- um við heldur ekki gleyma að það var eðlileg verslun í tilefni jólanna sem olli því að þetta einfalda lag, sem alhr geta lært og munað, harst um heiminn. Því svo einfalt og auðlært er það að hvert barn man og kann þótt liggja fái það geymt í meira en ellefu mánuði á ári hverju. Svo verð- ur einnig nú á hundrað sextugustu og níundu jólunum sem það verður sungið. Sum lög búa einfaldlega yfir slíkum töframætti. EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.