Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 57 Ferðamál Urrdir glerþakinu geta verið margs konar uppákomur allt árið um kring í Kempervennen. Á vetrum eða þegar veðurguðirnir eru gestum ekki vil- hallir kemur glerþakið að góðum notum en það er auðvelt að renna þakinu af þegar vel viðrar. Sæluhúsin í Hollandi: Miklar breytingar í Kempervennen Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ef frá eru taldir hinir „hefð- bundnu“ sólarstaðir sem íslenskir ferðalangar hafa sótt í miklum mæli undanfarin ár og jafnvel áratug, þá hefur sennilega enginn staður er- lendis verið jafnmikið sóttur af íslendingum undanfarin sumur og Kempervennen, „sæluhúsahverfi" Samvinnuferða Landsýnar í Hol- landi. Samvinnuferðir hafa boöið far- þegum sínum upp á gistingu þar í sumarhúsum sl. fjögur ár og sl. sum- ar komu þangað um tvö þúsund og sex hundruð Islendingar eða liðlega eitt prósent þjóðarinnar. Næsta sumar veröa Samvinnuferð- ir Landsýn þar með áttatíu til níutíu sumarhús eða álíka mikiö gistirými og síðastliðið sumar. En það verður nokkuð breytt svæði sem farþegum verður boðið upp á í Kempervennen næsta sumar. Um tíu þúsund íslendingar hafa dvalið í Kempervennen á undanföm- um árum og þeir þekkja vel „mið- bæinn“ á svæöinu. Þar hefur nú miklu verið breytt. Verslunun hefur verið fjölgað mjög, veitingasalir stækkaöir og rúmar sá stærsti þrjú þúsund manns í sæti. Þá hafa risið á svæðinu fleiri matsölustaðir til dæm- is japanskur staður og ítalskur. Yfir allan miðbæinn hefur síöan veriö byggt glerhús sem loka má ef þurfa þykir. Við sundlaugina hafa einnig átt sér stað framkvæmdir og meöal annars er þar nú komin ný renni- braut þar sem hggur út úr sundlaug- arbyggingunnni í gegn um skóga og tjarnir og endar ferð í henni í útisun dlauginni. Þá er komin ný íþróttahöll á svæö- iö þar sem hægt er að iöka margar greinar inniíþrótta. Útisvæði hefur verið byggt upp fyrir þá sem vilja stunda bogfimi og allt er þetta viðbót við þá aðstöðu sem fyrir var bæði utan- og innanhúss. Fyrirtækið Center Parcs, sem á sumarhúsin í Kempervennen, er risafyrirtæki á sínu sviði með skemmtigarða víðar í Evrópu. Fleiri garðar eru í Hollandi, og einnig er fyrirtækið með skemmtigarða í Eng- landi, Frakklandi og víðar. En það er garðurinn í Kempervennen sem fjöldi íslenskra ferðalanga virðist hafa tekið ástfóstri viö, og margir fara þangað í sumarleyfisferðir ár eftir ár. Sundlaugaparadfsin í Rotterdam sem verður opnuð í sumar Sumarhúsagarðar víðar Islendingar hafa lagt leið sína í Kempervennen en eins og sagði hér að ofan er Center Parcs.fyrirtækið risafyrirtæki í Evrópu á sviði skemmtigarða. Fyrirtækið er hol- lenskt og á átta sumarhúsagarða í heimalandinu, en auk þess tvo í Belg- íu og einn í.Englandi. í byggingu er nýr garður um eitt hundrað kílómetra frá París í Frakklandi. Sá garður verður opnað- ur á næsta ári. Tveir aðrir garðar eru í byggingu á vegum fynrtækisins og verða þeir teknir í notkun árið 1989. Annar þeirra er í Suffolk í Englandi og hinn skammt frá Hamborg í Vest- ur-Þýskalandi. Það allra nýjasta hjá Center Parcs er þó .‘.Tropicana Rotterdam" í Hol- landi. Þaö er stærsta og aö sögn kunnugra flottasta sundlaugapara- dís í Evrópu og þó víðar væri leitað. Laugin verður opnuð í júlí í sumar og er hún við Maasbuleyard í Rott- erdam. Þarna verða margar laugar og geta um fimm þúsund manns leik- ið sér í litlum eða stórum laugum, sumum með öldugangi og rennt sér í rennibrautum og farið í leiktæki. Fleira þarf til að hægt sé að kalla staðinn paradís, við vitum að þama verða saunaböð og sólarbekkir og veitingaaðstaða. Þetta verða eflaust blómsturvellir sælla ferðalanga í náinni framtíð -ÞG Láglendisganga í jaöri þéttbýlisins hér á höfuð- borgarsvæðinu eru margar skemmtilegar gönguleiðir, sérs- taklega þegar um enga hækkun er að ræða frá upphafsstað. Gönguferð um Vífilsstaðahlíð, Vatnsendaborg, að Kjóavöllum er einmitt ein slík láglendisganga um skemmtilegt svæði. Margur getur gengið þetta einn meö sjálfum sér en fyrir hina sem vilja frekari félagsskap er göngu- ferð um þetta svæði á áætlun Ferðafélagins sunnudaginn á milli jóla og nýars. Gönguferðin tekur um tvær og hálfa klukku- stund og haldið er af stað frá höfuðborginni, framhjá Vífils- stöðum að Maríuvöllum, sem er flatlendi við vesturenda Vífils- staðahlíðar og þar hefst gangan. Gengið er meðfram allri hlíðinni sem er að verulegu leyti vaxin trjágróðri. Þar eru nokkrir minn- ingarlundir, flestir tengdir nöfnum manna sem hafa veriö áhugamenn um skðgrækt. Þegar Vífilsstaðahlíð sleppir er gengið í noröausturátt fyrir Sneiðinga og meöfram Hjöllum sem er mis- gengi og nær frá Elliðavatnslandi suður í Búrfellsgjá. Hjá Sneiðing- um, norðan vegar, er stígur upp að útsýnisskífu eðá hringsjá sem er rækilega merkt. Þegar komið er að Þverhjalla er haldið í vestur að Vatnsendaborg sem er gömul fjárborg frá Vatnsenda. Og áfram er göngunni haldið í norövestur uns komið er að Kjóavöllum og á Rjúpnahæð. Þaðan er stutt í Seljahverfið í Breiðholti. Þetta er góð ganga eftir allan jólamatinn dagana á undan og reyndar hven- ær sem tækifæri gefst næst til gönguferðar með litlum fyrir- vara. EKTA AIMILÍN- LEÐUR 3 GERÐIR 4 LITIR VERÐ FRA KR. 49.500- MEÐ SKEMLI f HÚSGAGNAVERSLUN Uf$kálar VATNSNESVEGI 14, KEFLAVÍK, SÍMI 92-11755.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.