Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 35 DV með þér þegar þú ferð með kindurnar út 1 haga? - Það er aldeilis að þú hefur hlaupið, drengur, sagði frændi hans og hló. - Er ein- hver að elta þig? - Nei, en má ég fara með þér? Sílas frændi vissi að syni hans leiddist oft að vera með fullorðna fólkinu svo hann gerði boð fyrir hann. - Jónas, komdu og sjáðu hver er kominn. Drengjunum þótti alltaf gaman að hittast og eftir skamma stund hafði verið ákveðið að Símon skyldi fá að fara með þegar lagt yrði af stað snemma næsta morg- un en þá átti Sílas að leysa af hólmi annan fjárhirði. - Mundu að taka með hlýja yfirhöfn því það er kalt í hag- anum á nóttunni. Símon og Jónas og voru mjög glaðir yfir því að fá nú að vera saman í nokkra daga og Símon hljóp heim til sín til þess að fara að sofa. Hann var snemma á fótum næsta morgun. Föðurafi hans fór að hlæja þegar hann kom svefndrukkinn inn í eldhúsið og bað um morgunmat. - Ertu ekki allt of snemma á fótum, Símon. Það lítur ekki út fyrir að þú sért vaknaður enn þá. Þú ættir að þvo þér í framan úr köldu vatni. - Æ, alltaf þarf maður að byrja á því að þvo sér, hugs- aði Símon. En það gæti þó verið að hann slyppi við það þegar hann væri kominn til hirðanna því honum fannst þeir alltaf vera með ryk fram- an í sér. Hann flýtti sér þó að þvo sér, borðaði dálítið brauð og drakk með nýja geita- mjólk. Svo var hann tilbúinn. - Jæja, þá fer ég! kallaði hann. - Símon! kallaði móðir hans. - Já, hvað er að? - Mundu eftir að taka með hlýju skikkjuna þína. Það er kalt þarna á nóttunni. - Já, það sagði Sílas frændi líka. - Takk, mamma. Svo var hann rokinn. Jónas var ferðbúinn og beið eftir honum þegar hann kom hlaupandi fyrir hornið á mjóu götunni - Jæja, svo þú ert þá tilbú- inn að leggja af stað. Það er gott að þú mundir eftir skikkjunni. - Það var mamma sem mundi eftir henni, sagði Sím- on. - Ég hlakka svo mikið til. Er Sílas frændi ekki hérna? - Þá leggjum við af stað, drengir, heyrðist frændinn segja augnabliki síðar. Þetta var langur og erfiður dagur og Símon var glaður yfir því að hann skyldi geta vafið um sig skikkjunni þegar hann lagðist til svefns við varðeldinn um kvöldið. Um nóttina stóðu hirðarnir á vakt til skiptist. Þannig gekk þetta í nokkra daga og .þótt Símoni þætti gaman að vera með Jónasi fannst honum dvölin þarna smám saman verða dálítið til- breytingarlaus. Kvöld eitt var hann að því kominn að biðja um leyfi til þess að fá að skjótast heim en svo fór hann að hugsa um að hann gæti vel beðið til morg- uns. Hann vafði því um sig skikkjunni og fór að sofa. Nokkrum tímum seinna vaknaði hann við undarlegt hljóð. Einhver var að syngja... og einhver lék á hörpu... Mig hlýtur að vera að dreyma! sagði hann lágt við sjálfan sig og velti sér á hina hliðina. Nei, en hve bjart er orðið. Svo heyrði hann einhvern kalla og þá glaðvaknaði hann. Síðan leit hann í kringum sig. Allt 1 einu starði hann stórum augum. Fyrir framan hann stóð stór engill og sagði: - Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð... Já, það var engill og svo komu fleiri. - Ég held mig sé að dreyma, sagði Símon við sjálfan sig. - Nei. Þig er ekki að dreyma. Þú ert vakandi, var allt í einu sagt við hliðina á honum. Símon leit til hliðar og sá engil á stærð við sig. Þá stökk hann á fætur og sagði frá sér numinn: - Hvað... hvað heitirðu? - Ég heiti Símon því ég er engillinn þinn. Þú sérð mig ekki á daginn en hér í þessu himneska ljósi geturðu það. Og nú ætla ég að segja þér tíðindi. Veistu að sonur Guðs er fæddur í Betlehem? Það er ástæðan til þess að við erum komnir hingað. Við vildum segja ykkur frá því. - Sonur Guðs. Áttu við Messías? - Já, Jesús fæddist í Betle- hem í nótt. Söngurinn og hljóðfæra- slátturinn varð nú hærri og fegurri en áður. Símon leit af englinum sínum og á ljóm- andi englaskarann sem lyftist og seig fyrir augum hans. Þetta var stórkostleg sjón. Hann gat ekki gert sér grein fyrir því hve lengi hún stóð en allt 1 einu voru þeir horfn- ir og á ný varð myrkur og þögn í haganum. Várðeldur- inn einn gaf frá sér birtu. Kindurnar horfðu enn til himins eins og þær biðu eftir því að englarnir birtust aftur. - Förum til Betlehem! sagði loks einn hirðanna. Svo lögðu þeir allir af stað. - Það verða nógu margir englar eftir til þess að sitja yfir kindunum, hugsaði Símon. - Veit nokkur hver á von á barni í Betlehem? spurði nú einhver. - Sílas, þú ert frá Betlehem. Veist þú það ekki? - Nei, ég þekki enga. Það hlýtur að vera ein af konun- um sem eru á ferð og hafa þar viðdvöl, svaraði Sílas frændi. - Þá býr hún ábyggilega hjá afa í gistihúsinu, hrópaði Símon. - Sérðu stóru stjörnuna þarna! sagði Jónas allt í einu og benti til himins. - Hún er beint yfir borginni, - Hún hlýtur að vera stjarn- an hans, sagði þá einn hirð- anna. - Sonur Guðs er þá fæddur í Betlehem. • - Þá er það komið fram sem í ritningunni stendur, sagði Sílas frændi lágri röddu. Þeir komu inn í borgina. Stjarnan skein skært á himn- _____________Jólasaga inum eins og hún vildi vísa þeim veginn og svo sáu þeir hana beint fyrir ofan gistihús- ið. Símon hljóp inn til afa síns og spurði: - Hvar hefur fæðst lítið barn? - í fjárhúsinu, svaraði af- inn. - Það var ekkert rúm handa þeim hér inni. Það voru svo margir gestir fyrir að það var ekki hægt að hýsa fleiri. - í fjárhúsinu! Símon leit reiðilega á afa sinn. Það gat ekki verið að Messías væri fæddur í fjárhúsinu. - Jú, það er rétt. Líttu bara þar inn. En hvernig stendur á því að þú veist að hér hefur fæðst barn í nótt? Varstu ekki úti í haga með hirðunum? - Englarnir sögðu okkur það! hrópaði Símon um leið og hann hljóp út 1 fjárhúsið með alla hirðana á eftir sér. Þeir urðu glaðir þegar þeim var sagt að barnið væri í íjár- húsinu því þeir þekktu svo vel til í því. - Englarnir? sagði afi lágt við sjálfan sig. - Það er einkénnilegt... er pilturinn hefur alltaf haf' mikið hugmyndaflug. En þac er víst best að fara að hug; að verkunum. Þau eru mörg - Sjáið! Stjarnan er bein fyrir ofan okkur! sagði Jóna: hrifinn þegar hann gekk inn hlýtt en hálfdimmt íjárhúsið. Þar sat kona með barnið sitt - Hvað viljið þið? spurð maðurinn við hlið hennai undrandi þegar hann sá mennina. Sílas frændi fitlaði dálítið vandræðalega við skikkjukragann sinn. - Við erum hér af því englar Guðs sögðu okkur frá því úti 1 hag- anum að... að sonur Guðs væri fæddur hér... svo... svo við vildum koma til að tilbiðja hann, sagði þessi stóri og sterki maður snortinn og féll á kné fram í heyið á mold- argóflinu. Hinir hirðarnir krupu nú einnig á kné og vegsömuðu Guð af því þeir sáu nú að það sem englarnir höfðu sagt var satt. Litli drengurinn, sem hvíldi í fangi móður sinnar, var sá Messías sem spámenn- irnir höfðu talað um fyrir mörgum öldum og nú var hann fæddur. - Þetta var góð saga, sagði Tómas þegar móðir hans hafði lokið frásögninni. - Það hefði verið gaman að vera Símon og fá að sjá þetta allt. - Það er ekki nauðsynlegt, sagði faðir hans sem hafði líka hlustað á. - Við eigum bara að gera eins og hirðarnir - vera hljóðlátir og vegsama Guð fyrir að hann skyldi senda son sinn til mannanna svo við gætum haldið jól á jörðinni. Því gleðjumst allir, góðir menn, og göngum þangað allir senn, þá jólagjöf, Guðs son, að sjá, er sauða hirðar gleðjast hjá. Þýð. ASG FLUGMÁLASTJÓRN Ritstjóri orðabókar Nefnd, sem samgönguráðherra hefur skipað til þess að undirbúa útgáfu nýyrðasafns úr flugmáli, óskar að ráða ritstjóra til að starfa með nefndinni að þessu verkefni. Gert er ráð fyrir að verkið taki a.m.k. tvö ár. Ritstjóri verður ráðinn frá 1. febrúar 1988. Umsækjendur um starfið þurfa að hafa góða háskóla- menntun í málfræði, vera sérstaklega vel að sér í íslensku og ensku og hafa reynslu af orðabókarstörf- um og tölvuvinnslu. Skriflegar umsóknir ásamt greinargerð um menntun og starfsferil þurfa að berast flugmálastjóra fyrir 1. janúar 1988. Nánar upplýsingar veitir Pétur Einarsson flugmála- stjóri. HAFNARFJARÐARJARLINN FINARS SAGA ÞORGILSSONAR Ásgeir Jakobsson HAFNARFJARÐARJARLINN er ævisaga Einars Þorgilssonar og segir frá foreldrum Einars og æsku hans í þurrabúð í Garðahverfi, og síðan frá Einari sem formanni og útvegs- bónda á árabátatímanum, kútteraútgerðarmanni á kúttera- tímanum og útgerðarmanni fyrsta íslenzka togarans. HAFNARFJARÐARJARLINN er 100 ára út'gerdarsaga Einars Þorgilssonar og þess fyrirtækis, sem lifði eftir hans dag og er elzta starfandi útgerð í landinu, rekin samfellt í heila öld og byrjuð önnur öldin. HAFNARFJARÐARJARLINN er 86 ára saga verzlunar Einars Þorgilssonar, sem er elzta starfandi einkaverzlun í landinu, og þar er saga frumbýlingsáranna í alinnlendri verzlun. HAFNARFJARÐARJARLINN er 100 ára Hafnarfjarðarsaga. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum" bæjarins, ásamt því að vera stór atvinnurekandi var hann hreppstjóri Garða- ' hrepps þegar hreppnum var skipt. Einar varð sem bæjar- fulltrúi í flestum þeim nefndum bæjarins, sem lögðu grunninn að bænum. Einar var 1. jiingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu um skeið, og flutti fyrstur manna frumvarp um HafnarQörð sem sér kjördæmi. HAFNARFJARÐARJARLINN er Cootssaga, fyrsta íslenzka togarans, sögð eftir heimildum, sem ekki voru áður kunnar. HAFNARFJARÐARJARLINN er almenn sjávarútvegssaga í 100 ár, sögð um leið og einkasaga Einars Þorgilssonar. SKVGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.