Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 31 r___________________________________Vísnaþáttur Enginn gerir svo öllum líki Samkeppni viö sjónvarpið Spumingaþættir Ómars Ragn- arssonar í sjónvarpinu hafa að flestra dómi tekist vel. Hagyrðing- ar hafa sett á þá skemmtilegan svip og hafa menn látið í ljós við mig óskir um að ég reyni að fá eitthvað af þessum vísum í okkar þátt. Gam- an væri ef þeir sem ortu litu til okkar í náð. En ég hef fengið að- sendar vísur norðan úr landi sem ortar eru undir áhrifum þátta sjón- varpsins. Svo segir í bréfi. Undir- skrift má ekki nefna: „Það hefur lengi verið grunnt á því góða á milli Þingeyinga og Ey- firðinga. Stundum etja utansveit- armenn þessum þjóðflokkum saman. Við sama borö á veitinga- húsi á Akureyri sátu nokkrir menn. Þar voru eftirfarandi vísur ortar. Akureyringur reið á vaðið: Með tætingslegar tilhneigingar tylia sér upp á hverjum palh. Það voru bara Þingeyingar, og þeirra kannski eini galli. Aðfluttur maður svaraði: Víst þið yrkið vísur slyngar og vekið stundum óvart kæti, Akurmenn og Eyfirðingar, uppgerðar með lítillæti. Sá þriðji mælti: Þeir eru bestir, það ég tel, þegnar í ríki Braga, sem að óvart yrkja vel alla sína daga. Og þessi síðasta vakti þá næstu: Ekki það ég efa skal, yljar mjöður skapið lýða. Út við strönd og inni í dal yrkjum við góðar stökur víða.“ Það er alltaf gott að geta gripið til vísu vestur-íslenska skáldsins Káins, þegar vantar í eyðu, svo þátturinn sé hvorki lengri né styttri en hann á að vera. Ég set hana héma framan viö allt rausið í sjálfum mér sem þó verður ein- hvem tíma að koma svo að öllu réttlæti sé fullnægt. Glaður hér ég laga ljóð, landar allir fagni, því, að mér og minni þjóð mátti ég verða að gagni. Samviskusvarið Ef satt skal segja kenni ég öðm hvoru til í viðkvæmri samvisku vegna bréfs sem mér barst fyrir alllöngu, dagsett 23. sept. sl. Eldri hréf eru að vísu óafgreidd í syrpu minni en þetta er öðmvísi en öll hin. Undir eru rituð þrjú viðkunn- anleg nöfn, gætu verið hjón og einn heimihsvinur. Þegar í annarri línu er tekið fram að þeir sem lesendur DV megi til með að lýsa óánægju með tilhögun þáttarins. „Okkur finnst þú setja dauða öndvegis- menn ljóðlistarinnar skör ofar lifandi þátttakendum." - Orðrétt eftir haft. Skora þeir á mig að birta vísur eftir unga upprennandi hag- yrðinga, fyrriparta og botna. Og halda svo áfram að þjarma að mér og benda mér á að fá mér eitthvað annað að gera, rýma fyrir betri mönnum. Bréfið er póstsett á Selfossi svo þetta em eflaust velþenkjandi Sunnlendingar. Ég sendi strax afrit af bréfmu til yfirboðara minna. En á meðan þeir láta ekkert í sér heyra sit ég við minn leista enda ekki tíl margra hluta annarra notandi. Ég hef líka fengið betri orð úr öðrum áttum. Vona að hinir vandlátu venjist mínu háttalagi, sendi mér jafnvel vísur sem ég skal taka til vinsamlegrar athugunar. Ungir hagyrðingar em því miður óþarf- lega hræddir við „atómskáldið" sem bréfritaramir kalla mig. Auð- vitað er ég hálfgert vandræðaskáld og frægur fyrir þaö. En ég er nú orðin svo roskinn maður að ég veit að sú skáldakyn- slóð, sem þið nefnið, og sem með •] miklum heiðri ber sinn atómstímp- il, viðurkennir mig ekki í sínum hópi enda sjálf orðin gamaldags í landinu og aðrir, yngri menn, em nú þeir nýju vendir sem sópa best. En þótt menn séu settir á annan bás en réttir og sléttir hagyröingar geta þeir verið svo gamaldags að kunna að meta vel gerðar visur en þykja sér misboðið ef að þeim er réttur leirburður skreyttur höfuð- stöfum, stuðlum og endarími. Og þó menn fái jafnvel á sig skálds- nafn með réttu eða röngu þurfa ekki allir slíkir, frekar en fyrri tíma skáld þjóðarinnar, að vanmeta það sem ort er undir fornum háttum né lítilsvirða vel kveðnar ferskeytl- ur. En úr því verið var að tala um „vísuupphöf og botna“ á slíkt fond- ur að mínum dómi aðeins heima í kunningjahópi og getur verið á- gætt, ef það fæst aðsent sem full- gerðar vísur, þegar vel tekst til. En venjulega er það heldur ómerkilegt bull sem ekki bætir smekk nokkurs manns. Lokaorð bréfritara voru „Áhugi fólks dvín ef ekki er komið á móts við það.“ Ég svara: Þáttagerðar- maður verður að setja sér ákveðið mark, taka tíllit til góðra lesenda, reyna að gera sem ílestum til geðs en kunna sér þar líka nokkurt hóf. Vetur Hér vendum við okkar kvæði í kross og helgum hausti og vetri framhaldið, fórum jafnvel strax að hugsa til vorsins sem viröist þó æði fjarri. Oft var dimmt fyrir augum Hjálmars gamla í Bólu, samt kvað hann: Læt ég sorg og langa sút lúta skimu valdi. Gægist morgunn ungur út undan grímu tjaldi. Sigurður Breiðfjörð sagði: Lát ei kúgast þanka þinn, þá er efnin vandast. Þú skalt fljúga á forlögin, fella þau og standast. Páll Ólafsson: Hjúkrað aö mér höndin þín hefur öllum betur, og aldrei látið sakna sín sumar eða vetur. Séra Björn Halldórsson í Laufási: Gimast allar elfur skjól undir mjallarþaki. Þorir valla aö sýna sól sig að fjallabaki. Utanáskrift: Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi. FALLEGAR FRÚARTÖSKUR Glæsilegt úrval af frúartöskum úr leðri og leðurlíki, verð 1.495,1.595,1.975 og 2.995 kr., einnig fallegar slæður. !!li MumjjiK n KVENHANSKAR HERRAHANSKAR Hanskar með kanínuskinni Hanskar með silkifóðri Hanskar með prjónafóðri Kventöskur úr mjúku skinni Póstsendum um allt land TÖSKU- OG HANSKAURVAL Fallegartöskur úr leðri, verð 2.970-5.975 kr., einnig hanskarfrá Claus Buch úrmjúku leðri. raftgey hf Laugavegi 58 101 Reykjavík, Seðlaveski - Leðurhanskar - Kventöskur - Skjalatöskur c MUS í ótrúlegu úrvali BUCH FRÁBÆRAR TÖSKUR Vatnsheldir, léttir og sterkir pokar, svartir, brúnir og kon- íaksbrúnir. Verð 1.195-1.595 kr. Handtaska 1.495 kr. Ferða- taska 1.495 kr. Sjal 995 kr. Hanskar1.295kr. GLÆSILEG JÓLAGJÖF Tölvuseðlaveski Ókeypis nafngylling fylgir hverju veski, SEXTÍU TEGUNDIR AF SEÐLAVESKJUM í öllum verðflokkum, einnig tölvu- seðlaveski og veski frá Arena. Verðviðallra hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.