Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 55 Ferðamál Á Flúðum er eflaust hægt að una sér vel í sex daga. Þar er friðsælt og sundlaug og heitir pottar eru á staðnum til að auka á velliðanina. Sumar ferðaskrifstofur bjóða líka lægri fargjöld fyrir aldraða í al- mennu leiguflugsferðunum til sólar- landa á öðrum árstímum. Vor- og haustferðirnar hafa alltaf verið fuUbókaðar eftir því sem heim- ildir okkar herma. Flestar ferðir hafa verið famar til Mallorca enda veðr- áttan þar mjög góð. Þó að Mallorca- ferðirnar hafi verið vinsælar hafa þær líka verið það, sérferðimar til Grikklands, Ítalíu og Júgóslavíu. Tíu vikna dvöl í Portúgal f Eitt ferðatilboð sérstaklega hag- stætt, sem er í gildi nú fyrir tímann sem fer í hönd, er ferð til Portúgal. Tíu vikna dvöl í Portúgal er í boði fyrir rúmar sextíu og tvö þúsund krónur fyrir manninn. Þetta er lægsta verð og miöast við tvo ein- staklinga í stúdíóíbúð. Hér er um að ræða dvöl á Algarve, suðurströnd Portúgals. Uppgefið verð er kr. 62. 300-63.500 (miðaö við tvo í íbúð). Algarve-ströndin hefur verið vin- sæll ferðamannastaður í nokkur ár en þarlend feröamálayfirvöld hafa í ár lagt milljónir í ýmsar endurbætur og vilja greinilega laða fleiri til sín. Gist er á íbúðahóteli sem heitir Club Praia da Oura sem er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Aibu- feira. Albufeira er fallegur fiskveiði- bær, m.a. þekktur vegna þess að þar hefur einkennum máranna, er þar réðu í eina tíð, verið viðhaldið. Þarna er mikill fiskiðnaður og daglega markaður, úrval af veitingahúsum og blómlegt næturlíf. Á hótelinu Club Praia da Oura er ýmis nauðsynleg þjónusta, að sjálf- sögðu, en helst ber að nefna sólar- hringslæknisþjónustu. Sundlaug og heitir pottar eru í garðinum og upp- hitaðar íbúöir. í Vilamoura, sem er í tíu kílómetra íjarlægð frá dvalar- stað, gefst kostur á alhliða heilsuupp- byggingu hjá viðurkenndum sérfræöingum. Vilamoura er nýr dvalarstaður á Algarveströndinni. Þar er smábátahöfn, tveir golfvellir, tennismiðstöð, skotsvæði og ýmis önnur aðstaða til íþróttaiðkunar. Blómaeyjan Madeira Annað tilboð frá sama aðila er tíu vikna dvöl á Madeira og er þá dvalið í fjölskyldubúðum í þrjátiu kílómetra fjarlægö frá höfuðborginni Funchal. I höfuðborginni búa um eitt hundrað þúsund manns en á eyjunni Madeira býr rúmlega íbúafjöldi íslands eða tvö hundruð og áttatíu þúsund. En eyjan er öllu minni en okkar, hún er fimmtíu og sjö kílómetrar þar sem hún er lengst og tuttugu og tveir kíló- metrar þar sem hún er breiðust (741 km2). Þessi eyja er þekkt fyrir mikið blómskrúð, vínrækt og listiðnað. Þar er veðursæld allan ársins hring. í fjölskyldubúðunum, sem dvalið er í, eru veitingastaðir, sundlaug, tennisvellir og læknis- og hjúkrunar- aðstaða. Verslunarmiðstöð er einnig við búðirnar. Fyrir tíu vikna dvöl í þessum búðum greiðir einstakling- urinn rúmlega sjötíu og þrjú þúsund krónur (kr.73.100-77.800). . Estoril- ströndin Þriðji staðurinn, sem þetta tíu vikna tilboð nær til í Portúgal, er á Estoril-ströndinni sem er í þrjátíu kilómetra fjarlægð frá Lissabon, höf- uðborg Portúgals. Dýrasta tilboðið af þessum þremur er rúmar níutíu þúsund krónur (kr. 91.000) fyrir manninn. Þama er mjög góð aðstaða og ætti kannski sérstaklega að nefna golf- vellina fyrir áhugamenn um þá íþrótt. Annars eru góðir golfvellir víðar en á Estoril-ströndinni, alls munu vera sautján mjög góðir golf- vellir í nágrenni þessara staða sem nefndir hafa verið. Verðtilboðin gilda auðvitað fyrir golfáhugamenn á öll- um aldri. Meðalhiti á þessum stöðum í Port- úgal er: Madeira 16 stig, Algarve 12 stig, Lissabon 12 stig. Það er flogið tvisvar í viku um London til Lissa- bon (mánudaga.og miðvikudaga) í allan vetur. Sex dagar á Flúðum Þá hverfum við frá Portúgal og skoðum feröatilboð fyrir aldraða hér innanlands. Margar sérferðir fyrir aldraða hafa verið í boði en aðallega á sumrin. En nú eftir áramót er eitt tilboö fyrir ellilifeyrisþega sem er nýjung miðaö við árstima. Það er sex daga ferðatilboð og dvöl hjá Skjól- borg á Flúðum. Það er dvalið aö _ Flúðum frá sunnudegi til fostudags og kostar dvölin tæpar fjórtán þús- und krónur ef dvalið er við annan mann í herbergi. lnnifalið í þessu verði er gisting í tveggja manna her- bergi með baði, fullt fæði, kynnis- ferðir um nágrennið og kvölddag- skrá, svo sem spilakvöld og fleira. Allri dagskrá á Flúðum er stjórnað af Sigurbjörgu Hreiðarsdóttúr og er þessi dvöl samvinna Styrktarfélags aldraðra á Flúðum, Skjólborgar hf. og Ferðaskrifstofunnar Sögu. Frá janúarbyijun og fram til aprílloka '' verða farnar níu hópferöir að Flúð- um en alls geta fjörutíu manns verið í hverri ferð. Fyrir þá sem ekki vilja njóta vetr- arferöa eru vorferðir aldraðra ekki langt undan. -ÞG V etrarsólstöðuferð: Gönguferð á Esju Allir þekkja Esjuna, bæjarfjall Reykjavíkursvæðisins. Þaö eru margir sem hafa þetta fjall fyrir augunum árum saman en færri hafa gengið á fjallið og notið útsýn- isins þaðan. Ef heppnin er með er útsýnið ein- staktog erfiöins virði að klöngrast upp. í björtu veðri sést Eldey út af Reykjanesi, Snæfellsjökull, Skarðsheiöin, Akrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Ok, Þórisjökull, Hekla, Tindfjallajökull, Eyjafjallajökull og síðast talið en ekki síst er ntsýnið gott yfir sjálfa höfuðborgina ásamt sundunum og Reykjanesskagan- um. í starfsemi Ferðafélags íslands hafa margar hefðir skapast enda langt og farsælt starf í sextíu ár að baki. Ein hefðanna er gönguferð á Esju um vetrarsólstöður. I hugum margra er þessi árlega gönguferð á Esjuna orðin hluti af stemningunni í kringum jólahátíðina. Á morgun verður vetrarsólstöðu- ferð Ferðafélagsins farin og haldið af stað um hálfellefu í fyrramálið frá Umferðarmiðstöðinni. Lagt veröur upp í gönguferðina á Ker- hólakamb (851m) frá býlinu Esju- bergi. Þegar komið er upp grösuga brekku, sem ekki er löng, verður fyrir klettabelti sem ekki er eins erfitt yfirferðar og það virðist í fjar- lægð. Síðan liggur leiðin eftir hryggnum milli Bolagils að vestan og Hestagils að austan. Brattinn er jafn en hvergi mikill. Ef hægt er farið af stað er þessi leið ekki svo erfið. Eftir svo sem klukkustundar- göngu er komið að Laugargnípu (600 m.h.). Þar er venjúlega áð og nesti borðaö áður en lagt er í síð- asta áfangann. í vörðunni á Kerhólakambi er geymd gestabók sem Ferðafélagið hefur umsjón með. Gönguferðin frá Esjubergi og aft- ur til baka tekur þijár og hálfa til fjórar klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.