Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 37 lán og til aö drýja tekjurnar stundaði ég ýmiss konar viðskipti. Ég keypti bæði og seldi bíla og fleira. Þessi kynni mín af viðskiptum urðu til þess að ég ákvað að starfa hjá einka- aðilum í stað þess að gerast embætt- ismaður. Einnig má geta þess að sem ungur maður hneigðist ég til vinstri í stjómmálum. Hagfræðinámið breytti þessu og færði mig til hægri og enn þann dag í dag aðhyllist ég frjálslynda hægristefnu. Ég hugsa að þetta tvennt hafi orðið til þess að ég ákvað að leita mér að starfi hjá einkaaöilum." Gengið milli fyrirtækja „Ég lauk prófi um jólin 1959. Ég fór samt ekki heim fyrr en um vorið 1960 þvi í milhtíðinni stundaði ég ýmiss konar smávinnu í Þýskalandi. Þegar ég kom heim fór ég að leita mér að vinnu fyrir alvöru. Ég leitaði til allra Stærstu fyrirtækja landsins og var mér víðast hvar vel tekið. Þó fannst mér eins og menn væru vand- ræðalegir gagnvart menntuninni. Á þessum tíma var ekki nærri eins al- gengt og nú aö viðskiptafræðingar störfuðu hjá einkafyrirtækjum. Það var loksins að Jón Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagðist hafa áhuga á að ráða mann eins og mig en ekki strax. Þaö varð að sam- komulagi milli okkar að ég skyldi fara í framhaldsnám til Bretlands og síöan skyldum við tala saman. Ég fór til Bretlands um haustið og innritaöi mig í London School pf Economics. Ég hélt eins og flestir íslendingar að ég kynni ensku en ég var fljótur að komast að því að enskukunnátta mín dugði skammt. Þaö má segja að ensk- an hafi opnast fyrir manni á þessum tíma. Tíminn var styttri en ég hafði búist viö. Jón vildi ráða mig um áramótin og strax í byrjun janúar árið 1961 fórum við Jón til Hollands. Þar hafði hann áform um að koma upp verk- smiðju og dreifmgaraðstöðu sem átti að ná til Efnahagsbandalagsins sem þá var komið í fullan blóma. Gengum við í að undirbúa málið.“ Áfram í Bretlandi „Þegar Hollandsferðinni var lokið var ákveðið að ég yrði áfram í Bret- landi og kynnti mér rekstur Sölumið- stöðvarinnar í Bretlandi. Þá var þar starfrækt, undir forystu Hjalta Ein- arssonar, núverandi framkvæmda- stjóra Sölumiðstöövarinnar, lítil fiskstautaverksmiðja. Sölumiðstöðin átti líka mikið af „fish and chips“ búðum auk þess sem hún hafði skrif- stofu á Park Lane 55, sem var og er á einum besta stað í Lundúnum. Um vorið 1961 fluttum við síðan til Hollands, í þorp sem heitir Belfzijl, norðan við Groningen. Þarna átti starfsemin að vera. Þama vorum við í eitt ár. Þá höfðu mál skipast svo á íslandi að með öllu var óvíst hvort þessar áætlanir Jóns Gunnarssonar yrðu framkvæmdar. Þjóðviljinn stóð þá í mikilli baráttu gegn Jóni og fetti fingur út í allt sem frá honum kom. Auk þess urðu á þessum tíma breyt- ingar á stjórn Sölumiðstöðvarinnar, og án þess að menn væru í andstöðu^ viö Jón var ljóst að öll hans stefna yrði tekin til endurskoðunar. Svo fór að ég var kallaður heim. Nokkrum mánuðum síðar kom Jón til mín og tilkynnti mér að hann hefði sagt upp. Skömmu síðar ákvað stjórn Sölumiðstöðvarinnar að hætta upp- byggingunni innan Efnahagsbanda- lagsins. Þetta er örugglega ein af stærri markaðslegum ákvörðunum sem teknar hafa verið á íslandi." Upp úr þessu kemur að því að þú söðlar um og breytir um starfsvett-, vang. Ár í útgerðinni „Já, þar kom í árslok 1963 að mér var boðið að stjórna skipafélagi sem átti eitt skip. Félagið hét Kaupskip og skipið Hvítanes. Mér þótti þetta spennandi og ákvaö að slá til. Það gekk illa að finna nægjanlega arðbær verkefni fyrir þetta skip sem var til- tölulega stórt. Éftir því sem leið á árið 1964 leist niér æ verr á dæmið. Svo fór að skipið var selt Jöklum. Þetta ævintýri stóð því ekki nema í tæpt ár. Þá lá leiðin til.sjávarafurðadeildar SÍS. Þar var mér falinn rekstur gamla frystihússins á Kirkjusandi. Sá rekstur hafði verið í höndum I- Guðmundar Jörundssonar útgerðar- manns og SÍS, en ekki gefist nógu vel. Ég var settur í að breyta þessu í almennan frystihúsarekstur sem gæti skilað árangri. Ég var heppinn við þetta starf. Vandamálið fyrsta áriö var að útvega starfsfólk. Ég tók upp á því að fá starfsfólk á Akureyri og útvega því húsnæði í Reykjavik. Einnig kom ég á ákvæðiskerfi í húsinu. Um það voru skiptar skoðanir og stóðu átök um það í um það bil eitt ár. Þeim lauk á þann veg að allir gátu vel við unað. Þarna starfaði ég í fimm ár.“ Já, og nú verða aftur kaflaskipti hjá þér. í útflutninginn á ný „Undir árslok árið 1968 fór ég að hugsa mér til hreyfings. Þá benti Þorvarður Alfonsson, vinur minn, mér á að Félag íslenskra iðnrekenda ætlaði að koma upp útflutningsskrif- stofu og spuröi hvort ég hefði áhuga. Ég fékk strax mikinn áhuga. Ég hafði með náminu í Þýskalandi starfað viö tvær vörusýningar. í fyrra sinnið var ég sendur til Ítalíu, svo að segja einn, með vörusýningu. Þetta var árið 1957 en árið áður höfðu íslensku vörurnar verið á sýningu í Kaupmannahöfn. Árið 1959 hafði mér verið fahð að stjórna íslensku sýningardeildinni á Anuga í Þýskalandi. Ég held að þaö hafi verið í fyrsta sinnið sem íslend- ingar tóku þátt í þeirri sýningu. Eg hafði því kynnst starfi vörusýn- ingarnefndar. Einnig hafði ég kynnt mér hvernig Norðmenn ráku sína útflutningskynningu, auk þess sem ég hafði mikinn áhuga á útflutnings- málum og vörusýningum. Það varð úr að ég_hóf störf á útflutningsskrif- stofu Felags íslenskra iönrekenda árið 1969. Þá var Gunnar J. Friðriks- son hjá Frigg formaður félagsins. Gunnar var jafnframt formaður vörusýningarnefndar svo ég þekkti hann þaðan.“ Þáttaskil „Við hófum starfið á að kynna ís- lenskar ullarvörur í Kaupmanna- höfn vorið 1969. Við vissum í raun og veru ekkert hvað við vorum að fara út í en það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Við vorum eig- inlega 10 árum á eftir öllum öörum á þessu sviði því EFTA hafði verið stofnað árið 1960 og allan sjöunda áratuginn haíði milhríkjaverslun verið að eflast í Evrópu. Á meðan upplifðum við síldaráratuginn. Það var hins vegar greinilegt á árunum 1968 til 1971 að hugsunarháttur manna var að breytast. Ákveðnu tímabili var að ljúka og annað að taka við. Um þessar mundir var undirbún- ingur fyrir inngönguna í EFTA í algleymingi og studdi iðnaðurinn mjög við það. Iðnaðurinn vildi sitja við sama borð og aðrar atvinnugrein- ar. Við gengum í EFTA árið 1970 og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins var síðan stofnuð á vorþingi árið 1971. Við það lagðist útflutningsskrifstof- an niður. Það urðu þó engar breyt- ingar nema það rýmkaöist aðeins um fjárhaginn. Það þakka ég helst ein- dregnum stuðningi Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra. Ein önnur breyting varð. Hún var sú að leitað var eftir sérfræðiaðstoð hjá Sameinuðu þjóðunum. Sú aðstoð var tvíþætt. Annars vegar tæknileg, og var það Iðntæknistofnun sem naut góðs af henni. Hins vegar í markaðsmálum og þar kom Útflutn- ingsmiðstöðin til sögunnar. Það voru ráðnir fleiri menn til að starfa með sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra var Þráinn Þorvaldsson, núverandi formaður Útflutningsráðs íslands." Stólpatrú á vörusýningum „Við hjá Útflutningsmiðstöðinni höfðum stólpatrú á vörusýningum. Þær eru eitt besta tækifæriö til að kynna vörur. Það voru margir sem gagnrýndu okkur fyrir að leggja allt of mikla áherslu á vörusýningar. Það er mjög ríkjandi skoðun á íslandi að menn fari á vörusýningar til að skemmta sér. Ég held að það stafi af því hvað við eru afskekkt. Við vorum líka gagnrýndir fyrir að senda menn ekki nógu vel undirbúna á vörusýn- ingar. Eg held að það megi alltaf bæta undirbúninginn en það sem hefur brugðist er aö vörusýningun- um er ekki fylgt nógu vel eftir. Þegar það hefur verið gert hefur árangur- inn skilað sér.“ Var það ekki Útflutningsmiðstöð iðnaðarins sem hóf íslandskynning- ar erlendis? „Jú, áður höfðu íslandskynningar verið sjaldgæfar og mismunandi vel skipulagðar. Yfirleitt var það einhver íslandsvinur á hverjum stað sem var að bijótast í þessu sjálfur. Fyrsta íslandskynningin, sem við stóðum fyrir, var haldin árið 1972 í Kaupmannahöfn, í samvinnu við búvörudeild SÍS og Flugfélag íslands. Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var svo vinsamlegur að vera gestur á kynningunni. Það var nokkur byij- endabragur á þessu hjá okkur en við héldum samt tvær kynninar í viðbót í Kaupmannahöfn en síöan kom hlé.“ Vigdís kemur til sögunnar „Eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti fór hún í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur. Þessi heimsókn tókst afskaplega vel og vakti gífurlega athygli í Ðan- mörku. Við gripum tækifærið og ákváðum að hafa íslandskynningu þar sem forsetinn væri heiðursgest- ur. Kynningin tókst frábærlega vel og nærvera forsetans gaf henni sér- stakan hátíðarblæ. Þetta var upphafið að farsælu sam- starfi við forsetaembaettið um ís- landskynningar. Auk íslandskynn- inga víða um lönd var Vigdís í forsvari fyrir Scandinavia Today sem haldin var í mörgum borgum Bandaríkjanna. Þessar kynningar tókust allar vel en að sjálfsögöu var það vingjarnleg og hlýleg framkoma Vigdísar Finnbogadóttur sem vakti mesta athygli. Enn er ónefndur einn þáttur úr starfsemiútflutningsmiðstöðvarinn- ar sem þó er ef til vill sá mikilvæg- asti. í þau fimmtán ár sem miðstöðin starfaði kom þar til starfa margt hæfileikafólk sem síðan hvarf til starfa hjá fyrirtækjunum heima. Þetta fólk varð sér úti um reynslu sem síöan hefur nýst fyrirtækjunum í landinu." Nú ert þú viðskiptafulltrúi íslands í New York. Hvemig stendur á því að maður í öruggu starfi leggur land undir fót og fer að starfa í annarri heimsálfu? „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því. Fyrst vil ég nefna að aðal- vandamálið hjá Útflutningsmiðstöð- inni var að afla íjár til rekstrarins. Það var síðan á fyrri hluta þessa ára-. tugar sem fjármálin komust í eðlilegt horf því þá voru henni tryggðir eöh- legir tekjustofnar. Annað atriöi var það aö miðstööin náði aðeins til iðnaðarins. í upphafi haði sjávarútveginum verið boöin þátttaka en á þeim vígstöðvum var ekki áhugi fyrir því. Það mál var þó hægt að taka upp á nýjum grund- velli árið 1983“ Nóg komið í bili „Eg var búinn að vera lengi í sama starfinu og það hafði oft hvarflaö að mér að breyta til. Þegar hér var kom- ið sögu var ég alvarlega farinn að. hugsa mér til hreyfings. Ég vissi að mér stóðu til boða vissir möguleikar á að breyta til. Vonir stóðu til að hægt væri að koma fyrsta embætti viðskiptafulltrúa erlendis á fót. Reyndar er ekki um eiginlegt emb- ætti að ræða þvi ég þigg laun mín frá Útflutningsráði íslands." Bjarni frá Vogi fyrstur „Saga íslenskra viðskiptafulltrúa nær aftur til Hannesar Hafstein. Bjarni frá Vogi var þá viðskiptafull- trúi. Síðan var hljótt um íslenska viöskiptafulltrúa þar til í kreppunni er menn voru sendir til Miðjarðar- hafslandanna til aö liðka fyrir sölu á saltfiski. Undanfarin ár hafa síðan verið tveir viðskiptafulltrúar starf- andi á vegum ríkisins." Eru það ekki mikil viðbrigði fyrir þig að starfa í Bandaríkjunum eftir að hafa áður verið á íslandi og í Evr- ópu? „Jú, það er raunar skrítið aö örlög- in skyldu haga því svo aö ég flyttist hingað. Ég hafði aldrei komið hingað áður nema sem ferðamaöur í við- skiptaerindum. Ég var svo heppinn að konan mín hafði verið hér áður og hún hefur hjálpað mér að aðlag- ast þessu nýja umhverfi. Það er erfitt fyrir mig að tala um starf mitt og alls ekki hægt fyrir mig - að dæma um hvernig til hefur tekist. Samt held ég að það besta sem ég hef gert sé að hafa forgöngu um stofnun Islensk/ameríska verslunarráðsins. Þetta starf í verslunarráðinu hefur mælst vel fyrir. Aðrir þættir í starfi mínu hér eru aö vera fulltrúi íslenskra fyrirtækja. Samstarfið við fyrirtækin hefur ver- ið létt verk enda var ég kunnugur þeim flestum áður. Þriðji þátturinn í starfinu er að taka við fyrirspum- um héðan að vestan um ísland. Margar þessara fyrirspurna hafa leitt til þess að menn hafa farið til íslands til innkaupa. Erfitt er að spá um framtíð þessa starfs. Það eru blikur á lofti og dollar- inn hefur fallið stanslaust í tvö ár. Það er þegar farið aö hafa áhrif á útflutning. Það verður spennandi að sjá hvemig yfirstandandi ár kemur út en útlitiö er ekki gott.“ Hvar stendur konan? Sagt er að að baki hverjum manni standi kona. Þetta mun ekki alls kostar rétt. Við hlið Úlfs hefur staðið kona hans, Sigríður Pétursdóttir. DV bað hana að segja frá sjálfri sér. „Móðir mín hét Þóra Sigurðardótt- ir og faðir minn Pétur Sigurösson og var háskólaritari í ReyKjavík. Ég er fædd í Reykjavík, í húsi sem stóð við hliðina á Alþingishúsinu og var kennt viö Likn en hét á mínum tima Kirkjustræti 12. Það er nú komið upp í Árbæ og í því er skrifstofa safnsins. Við Úlfur kynntumst í MR en ég var þar ári á undan honum og hef því húsbóndaárið fram yfir þótt varla eigi að segja frá því. Ég var með Úlfi í Þýskalandi fyrsta og siöasta árið sem hann var þar í hagfræðináminu. í millitíðinni var ég eitt ár í New York. Ég var hér við krabbameins- rannsóknir en áður hafði ég starfaö á Rannsóknarstofu háskólans. Þetta ár í New York kynntist ég borginni og fannst hún stórkostleg. Síöan kom ég ekki hingað í.25 ár. Þegar ég kom hingaö aftur árið 1982 fannst mér borgin sú sama og fyrir 25 árum. Auðvitað hafði bygg- ingum fjölgaö en borgin var sú sama. Það má segja að eina breytingin sé sú að nú er ekki lengur hægt að nota neðanjarðarlestímar á. kvöldin. Það er fleira sem þarf að varast í dag.“ Saknar þú þess að búa ekki inni í borginni? „Við búum í svo miklu nágrenni við borgina aö við finnum ekki fyrir því. Það má segja að við höfum þaö besta frá borginni en svo búum við hérna í hálfgerðri sveítasælu. Þetta krefst þess reyndar aö viö þurfum aö eiga bíl til að komast í verslanir, en sú er raunin alls staðar í Banda- ríkjunum nema rétt inni í miðjum stórborgunum." Sögufrægur saumaklúbbur „Við eigum tvö börn sem bæði eru hér í Bandaríkjunum. Dóttir okkar, Þóra Sæunn, var komin hér á undan okkur í framhaldsnám i talmeina- fræði. Hún er með kennarapróf að heiman og lauk hér framhaldsnámi. Hún gerði stans hjá okkur á heim- leiðinni og er hér enn. Sonur okkar, Einar, lauk prófi í verkfræði heima síöasta sumar og er núna í framhaldsnámi í iðnaðar- verkfræði við Cornellháskólann í íþöku.“ Nú er þú í saumaklúbbi sem getiö hefur sér gott orð langt út fyrir land- steinana? „Já, við stofnuöum með okkur saumaklúbb nokkrar íslenskar kon- ur hér á svæðinu. Þegar ein okkar flutti til Boston létum viö það ekki á okkur fá að aka þangað í sauma- klúbbinn. Þegar við komum heim reiknaði ég út að þetta er álíka leiö og frá Reykjavík og norður í Skaga- fjörð og aftur til baka. Allar vega- lengdir hér, sem fólk fer til dæmis í vinarheimsóknir, eru miklu meiri en heima.“ -ÓA Heima i stofu við pianóið með Lóndranga i baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.