Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson - sinnti lögreglufréttum árum saman Lögreglumál blaða- mannsins — Sigurður Hreiðar segir frá Náttfara „Ég vona að mér hafi tekist að matreiða þessi mál læsilega án þess að víkja af vegi sannleikans og gera mönnum upp orð og athafnir sem ekki er fótur fyrir,“ segir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, ritstjóri Úr- vals, en hann hefur tekið saman bók sem nefnist Náttfari, eftir einum nafntogaðasta „sakamanni" á síðari tímum á íslandi. Auk sögu Náttfara eru í bókinni rakin sextán önnur sakamál bæði innlend og erlend. Þarna er m.a. sagt frá morðinu á Gunnari Sigurði Tryggvasyni leigubílstjóra og frá hinu ævintýralega Ásmundar- smygh. Þegar sum málanna, sem skrifað er um í bókinni, gerðust sinnti Sigurður Hreiðar lögreglu- fréttum sem blaðamaður. Hann hóf þann feril á Tímanum árið 1959 og var síðar, með hléum þó, á Vísi, Mynd og Dagblaðinu og átti þar þátt í að skrifa þessa sögu um leið og hún gerðist. „Á þeim tíma, sem ég skrifaði frétt- irnar, hafði ég ekki þá yfirsýn sem hægt er að fá síðar,“ segir Sigurður. „Ég held þó að ekkert óvænt hafi komið í ljós. Helst má þó segja um sögu eins og þá af Ásmundarsmygl- inu að hún er enn ævintýralegri en mér fannst hún á sínum tíma. Þetta er innilega reyfarakennt og spaugi- legt mál sem menn eiga sjálfsagt oft eftir að rifja upp sér til skemmtun- ar.“ Frásagnimar af íslensku málunum byggir Sigurður á opinberum gögn- um, viðtölum og blaðafréttum. Erlendu málin eru samin eftir nor- rænum bókum sem íþróttasamband lögreglumanna á útgáfuréttinn að. Það er raunar þetta íþróttafélag sem stendur fyrir útgáfunni til ágóða fyr- ir félagsstarfið. „Ég geri ráð fyrir að lögreglumennirnir hafi leitað til mín vegna fyrri starfa sem fréttamaður," segir Siguröur. „Þeim hefur vonandi þótt ég fara rétt með og því hefur nafn mitt komið-upp.“ Einn þátt í bókinni skrifar Sveinn Stefánsson, fyrrverandi lögreglu- maður. Hann fjallar um fangelsismál íslendinga meðan þau voru öll í Dan- mörku. Þessi þáttur byggir á bók Björns Th. Björnssonar sem hann kallaði Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn. Þetta er elsta efnið í bókinni og „skemmtilega af hendi leyst", segir Sigurður. -GK Nafnspjald Náttfara Að því best er vitað háfst ferill Náttfara seinnipart maímánaðar þetta ár þegar hann fór inn í ein- býlishús í Geröahverfi í Reykjavík. Þetta innbrot var mjög dæmigert fyrir aðferð hans það sem eftir var sumars. Hann fór upp á svalir hússins og braut sér þar leið inn um svaladyr búnar þeirri gerð læs- ingar sem honum var svo hugljúf. Hins vegar voru þess nokkur dæmi að hann sneri frá fyrirhuguðum innbrotsstöðum þegar í ljós kom að svalahurðir þeirra voru einnig lokaðar með venjulegum glugga- krækjum. En sem Náttfari var nú kominn inn í húsið fetaði hann sig létt- fættur inn í svefnherbergi húsráð- enda. Um þetta leyti árs er nóttin björt svo hann átti ekki í neinum vandræðum með að sjá hvar hús- bóndinn hafði lagt frá sér buxurn- ar. Náttfari tók þær upp og leitaði í vösunum. Sennilega hefur hann vonast til að finna þar úttroðið pen- ingaveski. Ekki varð honum að von sinni með þaö; aftur á móti fann hann lyklakippu sem hann tók til handargagns og leið síðan katt- mjúkum skrefum fram úr herberg- inu aftur. Vikukaup / í öðru herbergi í húsinu fann hann hirslu sem honum þótti líkleg til að geyma fé. Hann mátaði lykl- ana á kippunni og var svo heppinn að rétti lykillinn var þar með. Og viti menn: þarna var þó nokkuö af peningum, eitthvað um 30 þúsund krónur. Með þetta fór Náttfari sömu leið og hann kpm. Viðunandi vikukaupi var náð. Óþarfl að skemma neitt. Næsta staðfesta skorpa hjá hon- um var um mánaðamótin maí-júní. Þá fór hann inn í þrjú hús við sömu götu í Breiðholti, og það var í eina skiptið sem hann sannanlega sinnti þessari iöju í grennd við eigið heim- ili. í fyrsta húsiö komst hann með því að spenna upp eldhúsglugga með skrúfjárni. Sjálfur sagðist hann hafa haft nokkur þúsund krónur upp úr krafsinu með því að leita í handtösku húsmóðurinn- ar inni í svefnherbergi. Húsráðendur voru ekki á sama máli. HúsDóndinn sagði að nær hundraö danskar krónur hefðu verið teknar úr blikkassa í kom- móðuskúffu. Húsfreyjan staðhæfði að auk dönsku krónanna úr blikk- kassanum hefði þjófsi haft á brott með sér fimmtán þúsund krónur íslenskar, sem hún geymdi í nátt- borðskúffunni við höfðalagiö. Þetta voru húshaldspeningar sem hún tók á móti kvöldið áöur. Henni þótti mjög ósennilegt að hún hefði haft nokkra peninga í handtöskunni sinni. Það væri alveg á móti vana hennar, sagði hún. Húsráðendur og gest greindi svo sem ekki á um upphæð þýfisins. Þeim kom bara ekki saman um hvar það hefði verið. Annasöm nótt Vinnutíma Náttfara þessa nótt var ekki lokið. Hann spennti upp þvottahúsglugga í kjallara á öðru húsi þar við götuna. Eitthvað hefur hann vafrað um íbúðina án þess að finna það sem hann leitaði að, en varð loks að láta sér lynda að finna ekki nema ellefu til tólf þús- und krónur sem voru í buddu uppi á skáp í eldhúsinu. Enn lifði nóg eftir nætur til að bera niður á þriöja stað. Náttfari spennti upp annan kjallaraglugga og komst upp á hæðina. Þar fann hann í skrifborði peningakassa sem augljóslega, var ekki tómur. Hins vegar var nú farið að elda aftur svo Náttfari var ekkert að vesenast þarna inni lengur en hann þurfti, heldur hypjaði sig út. Hann hafði peningakassann á brott með sér en opnaði hann ekki fyrr en út var komiö. í honum reyndust aðallega danskar krónur en þar fyrir utan ekkert .nema minjapeningar, eftir því sem Náttfari bar síðar. Húsráð- andi var ekki á sama máli. í peningakassanum var líka töluv.ert af íslenskum peningum, sagði hann, sem dóttir hans hefði fengið í fermingargjöf. þar fyrir utan, sagði húsráðandi, voru þarna fáein ensk pund, dálítiö af þýskum mörkum og nokkur þúsund pólsk zloty. Samtals taldi húsráðandi að Náttfari hefði stolið frá honum jafnviröi hundrað þúsund króna. Ansi þótti Náttfara þarna þykkt á smurt. En ekki treysti hann sér þó til að rengja reikning húsráð- anda. Hverfin könnuð Rúmum mánuði síðari fór Nátt- fari inn í hús í Leitishverfi þar sem hurð út í garðinn var búin þessari indælu svalahurðalæsingu. Þar fann hann ekki annað en sex þús- und krónur í buddu ofan á kæli- skápnum. Hann hvarf frá öðru húsi í sama hverfi, af því dyrunum út í garðinn var lokað að innan með gluggakrækjum. í staðinn fór hann inn í hús í Gerðunum, við sömu götu og þar sem hann hóf feril sinn. Þar fann hann veski í buxnavasa í svefnherbergi og í því fimm þúsund krónur. Annað veski tókst honum að finna í skrifstofu í þessu sama húsi og í því fjörutíu og fimm þúsund krónur. Allgóður peningur það. Þessi innþrot voru svo ábatasöm að hann hélt áfram fáum nóttum síðar. Þá var hann á ferli í Enda- byggö. Fyrsta húsið komst hann inn í með því að teygja sig inn um opinn glugga yfir svalahurð og opna fyrir sér innan frá. Húsráð- andi hafði lagt buxurnar á réttan stað í svefnherberginu og í þeim veski með tvö þúsund krónum. Náttfari taldi ekki mega minna vera en hann fengi þessar krónur fyrir fyrirhöfina. Hann komst inn í húsið við hlið- ina með svaladyraaðferðinni en ekki er vitað til að hann hafi fund- ið neitt fémætt þar. Þá fór hann inn í hús í næstu götu með því að snúa sundur stormjárn á opnum glugga. Buxurhúsbóndans Þessa innbrots varð vart með þeim hætti að húsbóndinn fann ekki buxurnar sínar þegar hann ætlaöi að bregöa sér í þær um morguninn. Buxnahvarfiö var svo algjört að það endaði með því að húsbóndinn varð að sækja sér aðr- ar buxur inn í skáp og undraðist stórum hvar hann hefði getaö gloprað buxunum sínum. Þær fundust niðri í kjallara. Þangað hafi Náttfari borið þær. Hann hafði sem sé fundið í þeim lykil sem gekk að peningaskáp þar í kjallaranum. í peningaskápnum fann hann tvo þjóðhátíðarpeninga úr gulh og tvo úr kopar, og tókst að selja hvorn gufiepning fyrir 18 þúsund krónur, sagði hann. Einn koparpeningur komst fil skila við rannsókn málsins en annað ekki úr þessu innbroti. íbúar í fjórða húsinu sem hann hugði til inngöngu í þessa nótt voru svo heppnir að húnninn á þvotta- húsdyrunum þar var laus, þannig að hann lét það hús eiga sig. Þegar hér var komið sögu voru menn farnir að hafa þungar áhyggjur af þessum næturheim- sóknum. Að vísu meðgekk Náttfari samtals tuttugu og eitt innbrot þetta sumar þegar hann loks náð- ist. En næturheimsóknir urðu þó allnokkru fleiri í Reykjavík og ná- grenni og er ekki í öllum tilvikum vitaö enn í dag hverjir voru þar að verki. Á meðan enginn var grunað- ur og enginn náðist var Náttfara kennt um þær allar. Fauk í dömuna Þannig sagði Dagblaðið frá því að þrettán ára gömul telþa hefði vaknað við þaö um tvöleytið eina nóttina að maður lá ofan á henni í rúmi hennar á Frakkastígnum. Það fauk í dömuna yfir þessari ósvífni, svo hún skrúfaði sig upp og spurði manninn fokill hvern fjandann hann væri að gera þarna. „Hypjaðu þig bara í burtu!“ sagði hún og var hin ófrýnilegasta. Næturgestur hennar var ungur maður og ekki óálitlegur, sagði hún á eftir, og hún sá ekki betur en hann yrði dálítið aumur við þessar kuldalegu móttökur. Hann sussaöi á hana og sagðist hafa ætlað að heimsækja vinkonu sína, en greini- lega farið húsavillt. Telpan sagðist kalla á pabba og mömmu í næsta herbergi ef hann ekki pillaði sig á stundinni. „Uss, hafðu ekki hátt,“ sagði maðurinn og hvarf út um gluggann sem þó var á annarri hæð. Engu aö síður vakti telpan foreldra sína sem hringdu í lögregl- una undir eins. Lögreglan kom mjög fljótt á stað- inn. En maðurinn var auövitað allur á bak og burt. Athugun leiddi í ljós að vinnubrögðin voru ekki ósvipuð Náttfara. Fyrst hafði hann sp.ennt upp kjallaraglugga á þessu sama húsi og náð sér þar í skrúf- járn og stiga. Stigann lagði hann upp að glugga stúlkunnar og skrúf- aði stormjárnið frá en setti það snyrtilega til hliðar í gluggakis- tunni og skrúfumar hjá. Þessa heimsókn vildi Náttfari sá sem náðist ekki meðganga og varð hún ekki sönnuð á hann. Sjálfur Skuggi Annars var svo komið af ótta við Náttfara, eða almennri trú á að hér væri á ferðinni einhver næstum yfirskilvitleg vera, einhvers konar Skuggi líkt og í teiknimyndasög- unni, að menn sáu verk hans í hverju homi. í blöðum frá þessum tíma má lesa smáklausur um snot- ur næturinnbrot hér og þar um höfuðborgarsvæðið. Þannig fór þjófur inn í hús í Mosfellssveit skömmu eftir að náttfaraskrekkur fór að breiðast út og stal þar 20 þúsund krónum úr herbergi milli tveggja svefnherbergja. Náttfara var eignað verkið. Náttfari sást í Hlíðunum og menn vom sannfærð- ir um að hann hefði farið inn í biðskýli við Bústaðaveg og stolið þar kassa sem annaðhvort var tóm- ur - eða fullur af fimmtíu króna peningum. Er þó aðeins fátt eitt nefnt. En lögreglan hafði ekkert eftir að fara. Náttfari skildi ekki eftir sig merki sem hægt var að rekja. Hann tók heldur ekkert og hafði á brott með sér sem síðan mátti rekja til hans. Allt útlit var fyrir að hann myndi geta haldið leik sínum áfram lengi enn, með góðum ábata. Sagt er að enginn afbrotamaður sé svo snjall að hann skilji ekki um síðir eftir hár af höfði sér, kusk af fötum, far af fæti, einhveija agnar- litla vísbendingu sem hann leiðir ekki hugann að. Og víst er að sum- um hefur tekist að dyljast furðu lengi af því þeir voru snjallir. Margir töldu að Náttfari væri snjall. Því miður afsannaði hann það sjálfur. Hann var svo vitlaus að segja má að hann hafi rétt lög- reglunni nafnspjaldið sitt. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.