Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 58
62 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Jólamyndir kvikmyndahúsaima Stj ömubíó/Ishtar Eyðimerkurganga hjá stjömunum Jólamynd Stjömubíós að þessu sinni er gamanmyndin Ishtar með stórleikurunum Dustin Hoffman og Warren Beatty. Einnig er franska fegurðardísin Isabelle Adj- ani í einu aðalhlutverkanna. Myndin segir frá sérkennilegum félögum í New York (Hoffman og Beatty) sem ganga báðir með sama drauminn í maganum - að slá í gegn sem söngvarar og lagasmiðir. Framtíð þeirra virðist þó ekki vera allt of björt því að þeir eru gjörsam- lega laglausir, ómögulegir laga- smiðir og auk þess komnir af besta skeiði. Það eru því fáir sem fýsir aö fjárfesta i hæfileikum þeirra. Þeim tekst þó með aðstoð vafa- sams umboðsmanns, sem leikinn er af Jack Weston, að fá vinnu í höfuðborg arabaríkis í N-Afríku og þangað haida félagarnir í von um skjótfenginn gróða og, ef vel tekst til, heimsfrægð. Á flugvellinum í arabaríkinu hitta þeir fyrir fagra arabastúlku (Adjani). Hún er á flótta undan óvinum sínum og biður þá félaga um aðstoð sem þeir veita henni enda sannir heiðursmenn á ferð. Þessi greiði hefur hins vegar alvar- legar afleiðingar fyrir þá því nú er fjandinn laus. Þeir eru eltir og of- sóttir af konungssinnum, skæru- liðum og bandarísku leyniþjón- ustunni. Á flótanum hrekjast þeir út í eyðimörkina í fylgd sérkenni- legs kameldýrs og alls ekki bjart framundan... Það er Warren Beatty sem á heið- urinn, sökina myndu sumir segja, af því að framleiða þessa rándýru eyðimerkurgöngu. Hún kostaði um 50 milljónir dollara þegar upp var staðið og ætlar svo sannarlega að eiga í erfitt með að skila þeim aftur í kassann. Myndin hefur vægast Löng eyðimerkurganga framund- an hjá þeim Hoffman og Beatty. sagt fengið misjafna dóma en eigi að síður eru þeir til sem halda uppi vömum fyrir hana. í raun er ekk- ert annað hægt að gera fyrir okkur Frónbúa en að skimda í bíó og berja herlegheitin augum til að dæma fyrir okkur sjálf. Því verður ekki neitað að ávallt er forvitnilegt að sjá þá Hoffman og Beatty á hvíta tjaldinu og fmmraun Beatty sem kvikmyndaframleiðanda, Reds, gerir það að verkum áð þessi-mynd hlýtur að fá einhveija athygli. Leikstjóri og höfundur handrits er Elaine May en búningar eru hannaðir af Anthony Powell. Kvik- myndun annaðist Vittorio Storaro en hann hefur margoft sýnt fram á getu sína og gefur myndinni vissan gæðastimpil. Þá ku kameldýrin standa sig vel. -SMJ Bí óborgin/Stakeout Gluggagægjar á JEtegnboginn/The Last Emperor I Kína keisaranna Þessi mynd ítalska leikstjórans Bemardos Bertolucci hefur verið lengi í smíðum en upptökur fóru. fram á henni árið 1986 í Kína. Hún segir sögu síðasta keisara Kína, Pu Yi, sem varð keisari 1908, þá aðeins þriggja ára, og átti fyrir honum að hggja að verða vitni að gífurlegum breytingum hjá þessari fjölmenn- ustu þjóð veraldar. Ekki var heldur nein lognmolla yfir lífi hans sjálfs. Honum var steypt af stóh þegar hann var sex ára. Hann lifði síðan sem vestrænn glaumgosi til 1931 í Sjanghæ er japanska innrásarhðið gerði hann að keisara. Var hann leppur Japana í þeim hluta Kína sem þeir réðu. Pu Yi var hand- tekinn af Rússum 1945 en skfiað aftur til Kínveija 1950. Áttu flestir von á því að kínversku komm- únistarnir -yrðu fljótir að ganga milU bols og höfuðs á þessum „syni himinsins“ en svo varð þó ekki. í stað þess var hann settur í endur- hæfingu og dvaldist í tíu ár í stofufangelsi þar sem honum vom kenndir nýir og betri siðir. Þaðan sneri hann breyttur maður og flutti til Peking í upphafi menningarbylt- ingarinnar. I Peking starfaði hann sem garðyrkjumaður, hamingjus- amari og fijálsari en hann hafði nokkru sinni verið. Pu Yi dó 1%7. Ruddi leiðina Þessi mynd markar tímamót að því leyti að hún er fyrsta vestræna myndin sem fjallar um Kína nútím- ans og er tekin í Kína. Að því leyti mddi hún brautina. Það gekk þó ekki átakalaust þvi að áður en af þessu gat orðið þurfti að standa í erfiðum samningaviðræðum við stjómvöld. Tóku þær viðræður tvö ár. Eftir að myndataka hófst vom einnig margvísleg vandkvæði. Skrifræðið í Kína reyndi oft á þol- rifin og þá þóttu Kínveijar oft frekir til fjárins og vildu verðleggja þjónustu sína hátt, sannfærðir um að vestrænir kvikmyndagerðar- menn væðu í peningum. Myndin Skrautlegir búningar eru meðal skrautfjaðra The Last Emperor. var þó gerð og eru að sögn margar magnaðar senur í henni á stöðum í Kína sem sjást ekki daglega í vest- rænum kvikmyndum. Búningar em magnaðir og myndin öll augna- veisla. Bertolucci er fæddur 1940 í Parma á Ítalíu. Hann á að baki margar athyglisverðar myndir, svo sem Last Tango in Paris, 1900 og La Luna. Þessi mynd er hans stærsta verk til þessa. Framleið- andinn, Jeremy Thomas, á að baki langan hsta af frægum myndum, svo sem Eureka, Bad Timing og Insignificance, undir leiksfjóm Nicolas Roeg. Einnig framleiddi hann Merry Christmas Mr. Law- rence. Þá er myndatökumaður Vittorio Storaro sem vann verð- laun fyrir Reds og Apocalypse Now. Þessi mynd verður sýnd í A-sal. ið fyrirí óvinalandi og hún sprengd án nokkíirrar viðvömnar. The Fo- urth Protocol er samningur sem á að koma í veg fyrir þetta en nú er hann í hættu. Samskipti stórveld- anna og leyniþjónustur þeirra era hér í brennidepli og fylgir myndin hefð leyniþjónustumynda Breta. Það er Michael Caine sem fer með aðalhlutverkið en með honum em fjölmargir góðkunningjar okkar úr breskum sjónvarpsþáttum. -SMJ Kjarnorkusprengja í B-sal I B-sal Regnbogans verður sýnd mynd gerð eftir metsölubók Fred- erick Forsyth. Þetta er að sjálf- sögðu ekki fyrsta myndin sem gerð er eftir sögum Forsyth en hann fékk að ráða óvenjumiklu við gerð þessarar myndar sem segir frá heldur óhugnanlegum möguleika sem kjamorkuvopnin hafa skapað, sem sé að lítilli sprengju verði kom- Háskólabíó/The Couch Trip Með geðugum geðsjúklingum fullri ferð Jólamynd Bíóborgarinnar núna fyrstu jóhn sem hún starfar er gamanmynd sem væntanlega er ipjög spennandi. Hún segir frá leynilögreglumönnum í Seattle sem fá verkefni upp í hendumar sem þeir fagna ekki mjög. Lög- reglumennimir em Chris Lecce (Richard Dreyfuss) og Bih Reimer (Emiho Estevez). Þeim er fahð að fylgjast nótt og dag með húsi einu hvar í býr unn- usta frægs glæpamanns. Það er lögreglumorðinginn Richard „Stick“ Montgomery (Aidan Qu- inn) sem á að negla og vænlegast er tahð að vakta hús unnustunnar, Maríu McGuire (Madeleine Stowe). Við þetta verkefni verða þeir félag- ar Bih og Chris að vinna undir sfjóm FBI og eru þeir ekki mjög hrifnir af því. í fyrstu er umsátrið leiðinlegt og félagarnir eiga erfitt með að fá tím- ann til að líða. En fljótlega færist fjör í leikinn og félagamir gera sér grein fyrir því að þetta er ekkert venjulegt umsátur. Til að gera hlut- ina enn flóknari verður Chris ástfanginn af Maríu og áður en við er htið eiga þeir félagar í erfiðleik- um við að halda sig við starfið. - Og loksins birtist lögreglumoröing- inn og þá færist fjör í leikinn... Það er John Badham sem leik- stýrir myndinni en hann hefur reynst farsæll leikstjóri og oft te- kist að gera skemmtilegar myndir sem hafa notið góðra aðsóknar. Hann er að vísu ekki mjög djúpur kalhnn en þeir hafa traust á honum í Hohy. Meðal fyrri verka hans má nefna Blue Thunder, WarGames, Saturday Night Fever, American Flyers og Short Circuit. Þá leik- stýrði hann Dreyfuss í Whose Life is it Anyway? Richard Dreyfuss hefur átt mik- ihi velgengni að fagna að undanf- örnu eftir aö hafa lent í lægð í kjölfar óskarsverðlaunanna sem hann fékk fyrir The Goodby Girl, þá 29 ára. Fram að því hafði hann vakið athygli á sér fyrir American Graffiti og Jaws. Það þarf varla að nefna frammistöðu hans í myndum eins og Down and Out in Beverly HiUs og Tin Men. Emilio Estevez er einn hina ungu og efnhegu leikara sem mikið hafa látið að sér kveða í HoUywood á undanfórnum ámm. Hann hefur leikið í myndum eins og Wisdom, Repo Man, St. Elmo’s Fire og The Brekfast Club. -SMJ Dreyfuss og Estevez á gægjum. Jólamynd Háskólabíós segir frá dr. George Maithn (Charles Grodin) sem er rándýr sálfræðingur í Be- verly HiUs. Þar er auðvitað allt í lagi að vera rándýr en eigi að síður er starfið eitthvað að naga aum- ingja George og hann er við það að fá taugaáfaU. Hann þarf á sálfræð- ingi að halda - ekki kannski til lækningar heldur tU að leysa hann af hólmi á meðan hann tekur sér langþráð frí. Kona hans og lögfræð- ingur ráðíeggja honum að fá virtan sálfræðing, dr. Lawrence Baird, til að taka við starfinu um tíma. Fyrir röð tUviijana er það maður að nafni John Bums (Dan Aykroyd) sem tekur við starfinu. Bums virðist við fyrstu sýn varla vera fær um að aðstoða neinn enda hin versti spítalamatur sjálfur. Hann gerir sig þó heimakominn í sálfræðistarfmu enda þekkir hann ipjög vel þá hhð málsins sem að sjúklingnum snýr! Fljótlega fer hann að vekja eftirtekt fyrir frum- legar lækningaaðferðir þó að ekki séu aUir beinlínis hrifnir af þeim. Sérstaklega er það aðstoðarmaður dr. Maithns, hin fagra dr. Laura Rolhns, sem gmnar að ekki sé allt með felldu. Þá kemst fljótlega inn í máhð bijálæðingurinn Donald Becker (Walter Matthau) sem er nýsloppinn af hæh. Starfsaðferðir „dr. Baird“ reyn- ast nýstárlegar og falla ekki öllum í geð eins og áður sagði. Steininn tekur þó úr þegar hann fer að bjóða upp á ókeypis meðferð og þá jafn- vel þeim sem þurfa ekkert að leita sálfræðings. Þá blandast ástin auð- vitað inn í því gervUæknirinn verður fljótlega mjög hrifinn af dr. Rollins. Málin flækjast þó veralega þegar í Ijós kemur að lögfræðingur dr. Maitlins ætlar sér að hrekja Burns úr fyrirtækinu um leið og hann hefur fengið þá hugmynd að stinga af með vænar peningafúlg- ur. Það þarf líklega ekki að kynna þá Dan Aykroyd og Walter Matt- hau fyrir neinum en þeir eru með vinsæUi gamanleikumm vestra þótt þeir’séu hvor af sinni kynslóð. Aykroyd gat sér fyrst orð fyrir frammistöðu sína í Saturday Night Walter Matthau sést hér i frekar vafasömu gervi. Live en hefur leikið í myndum eins og 1941, The Blues Brothers, Neigh- bours, Twihght Zone, Trading Places og Ghostbusters. Leikstjóri er Michael Ritchie sem leikstýrði meðal annars Fletch með Chevy Chase og The Golden Child með Eddie Murphy. Hvorug þess- ara mynda var neitt meistara- stykki en sýndi þó að það eru margir í Holly sem treysta Ritchie tU að leikstýra gamanmynd. -SMJ Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri; Jólamynd Borgarbíós á Akureyri að þessu sinni er bandaríska saka- málamyndin The Behvers og er um frumsýningu á íslandi að ræða. Sigurður Amfinnsson, bíósijóri á Akureyri, sagði í samtali við DV að nokkuð hefði verið um fmmsýningar að ræða hjá Borgarbíói að undan- Borgarbíó a Akurey Frumsýning á The fömu, eða eftir að sýningasalir hússins urðu tveir. Myndirnar fær Borgarbíó yfirleitt frá Háskólabíói sem sýnir þær eftir að Akureyringar hafa htið þær augum. Því miður lágu ekki á lausu upplýsingar um inni- hald The Belivers nú fyrir helgina. En sú mynd er einungis ein af 6 myndum sem Borgarbíó sýnir um jóhn. Kl. 15.00 annan jóladag verða sýndar tvær myndir, Frumskógar- strákurinn Lazardo og Litla hryll- ingsbúðin. Kl. 17.00 em síðan aðrar tvær myndir á dagskrá: Superman IV og Hver er stúlkan en þar er söng- konan Madonna í aðalhlutverki Kl. 21.00 hefst frumsýning The Beh- vers og 10 mínútum síðar í hinum salnum sýning á Svörtu ekkjunni sem er bandarísk sakamálamynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.