Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblaö 75 kr. Kvarta og kveina Myndarlegur hópur menningarvita hefur skrifað undir ályktun gegn niðurskurði ríkispeninga til tónhst- arskóla um nokkra tugi milljóna. Ekki er vitað, að neinn hstvinurinn hafi bent á ríkissparnað á móti, til dæmis af sex mihjörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Austfirðingum og Vestfirðingum fmnst ganga seint að fá ríkið til að heíja undirbúning að örfárra milljarða króna vegagöngum milh fíarða. Ekki er vitað, að neinn heimamaðurinn hafi bent á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. íþróttaforkólfar hafa kvartað sáran yfir nokkurra mihjóna almennum niðurskurði ríkisfjár til byggingar íþróttahúsa og styrktar íþróttum. Ekki er vitað, að neinn íþróttafrömuðurinn hafi bent á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Reykvískur borgarstjóri og þingmenn Reykjavíkur kveina um, að borgin sé afskipt við úthlutun peninga th skóla og heilsustofnana. Ekki er vitað, að neinn þess- ara mektarmanna hafi bent á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Menntaráðherra og menntafólk standa í ströngu við að fá nokkrar milljónir til að ljúka bókhlöðu-þjóðargjöf- inni. Ekki er vitað, að neinn þessara andans manna hafi lyft htla fingri th að benda á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex mihjörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Námsmenn og húsnæðisskertir þreytast ekki á að fræða stjórnvöld mörgum sinnum árlega um, að þeir fái ekki nógu mikil og niðurgreidd lán. Ekki eru margir í þessum hópum, sem benda á ríkissparnað á móti, til dæmis af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Náttúruverndarráð og landverndarsamtök harma sáran nokkurra milljóna niðurskurð á gustukafé ríkis- ins til uppgræðslu sauðbitins íslands. Ekki er vitað, að neinn náttúrudýrkandi hafi bent á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex mihjörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Bhaeigendur kvarta um, að ekki var tekið tilboði verktaka um að lána slitlag á hringveginn, sem alls er tahð munu kosta einn eða tvo milljarða. Ekki er vitað, að margir ökumenn hafi bent á ríkissparnað á móti, til dæmis af sex mhljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Skattgreiðendur byija senn að gráta aukna skatt- byrði eftir áramót, þegar staðgreiðslukerfið verður notað til að seðja glorsoltna ríkishít. Ekki hafa enn margir skattkvaldir menn bent á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Samtök kennara hafa lengi staðið í ströngu við að sýna ríkisvaldinu fram á, að þeir séu vanhaldnir í laun- um og tohi ekki í starfi. Ekki verður munað eftir neinum lærifóður, sem bent hefur á ríkissparnað á móti, til dæmis af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Sveitarstjórnarmenn af öllu landinu hafa gengið bón- leiðir frá búð árveitinganefndar Alþingis, án langþráðs flugvahar, hafnar, sjúkrahúss og skóla. Ekki hefur held- ur neinn byggðastjóri bent á ríkissparnað á móti, th dæmis af sex mhljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Bjárveitinganefndarmenn kvarta um að þurfa að veija hundruðum stunda til að taka við bænarskrám upp á samtals tvo milljarða og geta ekkert fé fundið. Enginn þeirra hefur bent á ríkissparnað á móti, th dæm- is af sex milljörðunum, sem hverfa í landbúnaði. Þjóð, sem hefur ráð á að brenna á hveiju ári sex mihjörðum í landbúnaði, á ekki að vera að kvarta og kveina, þótt hún fái ekki öðrum hugsjónum framgengt. Jónas Kristjánsson I taifæri Jónas Haraldsson flak, takk viðtökur fengi ég? Hugsanlegt er að konan segöi: burt með þetta nætursaltaða, ég vil nýtt. Annar möguleiki er einnig fyrir hendi: Hún sættir sig við nætursaltað í staðinn fyrir nýtt en vill mitsúbísi- flak. Sem ég er í þessum hugleiðingum og draumórum um flakið rekur á fjörur mínar dagblað þar sem frá því er greint að verið sé að lesta nætursöltuðu flökin í Drammen en lestunin fari fram í grimmdar- gaddi. Þá er komin upp alveg ný staða sem ég sá ekki fyrir. Flakið er því heilfryst jafnframt því sem það er nætursaltað. Shkt og þvílíkt þekktist ekki í mínu ungdæmi. Get ég farið heim með slíkan grip, salt- aðan og frosinn? Fleira verður til þess að rugla mig í ríminu. Súbarúmenn brugðu skjótt viö og fluttu inn Japana sem sagði sín flök ónýt og eiga hvergi heima annars staðar en í gúanóinu. Mitsúbísimenn svöruðu með öðr- um Japana, innfluttum, sem sagði sín flök góö og gild á hvers manns disk. Þá vilja Guðni og Haukur, forsfjórar í nýuppgerðu bifreiðaeft- irliti, skrá sum flök en ekki önnpr. Hvað verður um mig auman ef ég kaupi flak sem ekki fæst skráð? Get ég varið það fyrir fjölskyldunni að kaupa mér flak sem ekki fær náð fyrir augum þessara tveggja yfirflakara? Kemur flakiö mitt til með að ryðga sæbarið fyrir framan stofugluggann? Er slíkt minnis- merki of dýru verði keypt? Jú, ég herði upp hugann. Ég tala við þingmanninn minn. Hann hlýt- ur að redda þessu. Hann getur ekki horft upp á allt lausafé einnar fjöl- skyldu, rúmlega í vísitölustærð, brenna upp með þessum hætti. Hann snýr upp á flakarana. Þeir skrá mitt flak eins og önnur. Ég er þegar tilbúinn með rökin þegar ég fer að hitta þingmanninn. Ég bendi á að ekki einasta séu flutt inn næt- ursöltuö og frosin flök. Það sé líka með sama hætti flutt inn ýmislegt sem telja mætti hakk eða marning. Skrá þeir Guðni og Haukur ekki innflutt flök sem hafa vafist utan um ljósastaura á hraðbrautum Evrópu eða lent hvert framan á öðru þannig að tegund flaksins þekkist aðeins af merkingum á skottlokinu? Lagtækir íslenskir handverksmenn sjóða að vísu framenda á þessi flök og svo er ekið af stað út á þvottabrettið í þeirri trú aö endarnir fari ekki hvor í sína áttina. Nei, nætursaltað skal það vera, hvað sem tautar og raular. Ég sé strax fyrir mér óbyggðaferðirnar næsta sumar þar sem ég ek stoltur í einu fjórhjóladrifnu - upp um fjöll og firnindi, skoða fugla og tófur. Verst þykir mér þó aö hugsa til þess að kýr sæki mjög í flakið mitt ef ég fer á því út á landsbyggðina. Ég man nefnilega þá tíð, er ég var kúarektor í Múlasveit í gamla daga, aö kýrnar sóttu mjög í allt sem salt var. Þær voru jafnvel látnar sleikja sérstaka saltsteina. Ég má ekki til þess hugsa aö hrjúfar tungur sleiki japanska lakkið og rispi. Kannski er ráðlegast að við sem ætlum að aka á nætursöltuðu stofnum með okkur klúbb líkt og Trabanteigend- ur. Þeir láta skynsemina ráða. Það kann að vera skynsamlegast að fara alls ekki meö nætursaltaða eign sína um landbúnaðarhéruð. Þar kunna að sameinast hagsmun- ir íbúa þéttbýlis og dreifbýlis í fyrsta skipti. Nyt kann nefnilega að detta úr kúm ef þær hlaupa á eftir nætursöltuöum flökum borg- arbarna. Ég spyr þig hreinskilnislega: Langar þig ekki líka að kaupa þér eitt nætursaltað flak, jafnvel þótt það kosti þig allt handbært fé og þú eigir að því loknu ekki fyrir salti í grautinn? Ég man þá tíð er móðir mín bless- unin sendi mig út í búð með tíu krónur og bað mig að kaupa nætur- söltuð flök í matinn. Þetta var gjarnan að morgni dags en í þá daga þótti eðlilegt að borða hádeg- ismat. Það hefur nú að mestu lagst af enda flestar mæður bundnar við það að vinna upp í nýja persónuaf- sláttinn á skattakortum Jóns Baldvins. Nætursöltuð flök þóttu þá herramannsmatur og vera kann að þau séu til enn í fiskbúðum nú- tímans. Um það veit ég ekki svo gjörla. Eftir að ég yfirgaf foður- húsin og fór að kaupa flök sjálfur gleymdi ég þeim nætursöltuðu og bið alltaf um ný. Sennilega hefðu þessi nætursölt- uðu flök þurrkast alveg úr huga mínum ef ekki hefði borist af því frétt aö nú væri hægt að fá nætur- söltuð flök og þaö á tilboðsverði. Gallinn er hins vegar sá að ekki er hægt að skreppa í fiskbúðina fyrir hádegi og ná í flakið heldur þarf að sækja það allt til bæjarins Drammen í Noregi. Ég vil þó ekki setja það fyrir mig. Hugsunin um nætursöltuö flök víkur ekki frá mér og ég er ákveðinn í að ná mér í flak. Nú bið ég ekki um nýtt flak heldur nætursaltað. Þetta saltaða er víst svo miklu ódýrara og svo fylgir því dulúðug spenna að kaupa sér nætursaltaö. Einn vandiær þó óleystur: Hvort á ég að kaupa mér nætursaltað mitsúbísiflak eða súbarúflak? Ég geri ráð fyrir því að þessi vandi sé svipaður þeim sem eldri bróðir minn átti við að stríða eitt sinn í æsku sinni. Hann var þá sendur likt og ég í fiskbúðina og átti að kaupa ýsuflak. í einhverri stundar- spennu ákvað hann að ögra móður okkar og keypti því þorskflak. Þorskur þykir víst herramanns- matur í öllum nágrannalöndum okkar og dýr eftir því en það gildir ekki á íslenskum alþýð Jieimiium. Þar gildir ýsan og þýðir ekki að sýna þorsk. Pflturinn var því send- ur til baka með flakið og beðinn að koma heim með ormalausa ýsu. Sama gæti hent á mínu heimili. Ég færi í bæinn og keypti mér nætur- saltað súbarúflak. Svo drifi ég mig heim og bæði þess hátt og í hljóði að flakið ryðgaði ekki sundur í höndunum á mér. Hreykinn sýndi ég konunni nætursaltaða súbarú- flakið í heimtröðinni en hvaða Nætursaltað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.