Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Steingrímur Hermannsson varð hissa þegar hann sá 53. ára gamla jóla- teikningu eftir sig. DV-mynd Brynjar Gauti „Nú já, ég hef bara verið efnileg- ur,“ sagði Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra þegar DV sýndi honum teikningu sem hann gerði þegar hann var 6 ára og skrif- aði Denni undir. Hann sat þá í A-deild ísaksskóla. „Það gat nú verið. Allt grafið þið upp,“ sagði Steingrímur og bætti síðan við: „Nú, mér sýnist þetta ágætlega gert hjá mér og ekkert til að skammast sín fyrir." Teikningin, sem Steingrímur fékk þarna aö líta, var gerð fyrir jólin árið 1934 og birtist í Jóla- kveðju litlu barnanna sem gefin var út í fjölriti af Skóla ísaks Jóns- sonar. Öll börnin í skólanum áttu þarna teikningar. * Eg var bara sex ára „Ég man nú ekki nákvæmlega eftir því þegar við vorum að gera þessa bók,“ sagði Steingrímur. „Samt er það svo að mig rámar í að við vorum að gera eitthvað þessu líkt. Þú mátt ekki gleymaþvi að ég var aðeins sex ára og ísak var alltaf að láta okkur teikna eitt- hvað. En mér sýnist að þetta gæti vel verið eftir mig og það fer ekkert. milli mála aö Denni hefur skrifað undir.“ Á teikningunni gefur að líta tvo Jólakveðja úr ísaksskóla fyrir 53 árum: Mér sýnist þetta ágætlega gert hjá mér — sagði Steingrímur Hermarmsson þegar hann sá teikningu eftir sig jólasveina, annan á sleða, hús og jólatré. Og raunar er þetta ekki bara teikning því Steingrímur hef- ur samið svohljóðandi sögu með: „Jólasveinar eru að fara í bæinn með dót og þeir fara á skíðasleöa. Þeir eru í nótt að fara í bæinn og þeir fara með dót í búöirnar." Steingrímur getur ekki varist brosi þegar hann lítur á sköpunar- verkið. „Ég held að þetta hafi verið mjög uppbyggjandi ár sem ég var í Isaksskólanum," segir hann. „Ef ég man rétt þá var ég þar í tvo vet- ur. ísak var góöur kennari og lét okkur vinna við margt skapandi. Ég man að ég hafði ánægju af að læra hjá honum og eflaust mjög gott af því þegar fram liðu stundir. Ég byggi áreiðanlega á þessu eins og allir sem eitthvaö er gert vel við.“ Fríður hópur Meðal skólasystkina Steingríms í ísaksskóla voru Jón Sigurðsson Nordal tónskáld. Hann var þá átta ára og í ritnefnd blaðsins. Þarna voru líka Hulda Valtýsdóttir, Gunnar Egilsson, Katrín Héðin- dóttir Valdimarssonar og Leifur Sveinsson. Börnin merktu teikn- ingar sínar gælunöfnum þannig að erfitt er aö ráða fram úr hvaða fólk býr að baki þeim. Með góðra manna hjálp er þó hægt að komast æði langt. Blaðið var ekki bara gefið út til að skemmta krökkunum og foreld- rum þeirra heldur átti að selja það til fjáröflunar fyrir fátæk börn enda var kreppan í algleymingi árið 1934. Skólastjórinn, Isak Jóns- son, fylgdi því úr hlaði með inn- gangsorðum og skrifaði: „Við höfum hugsaö okkur að selja þessa jólakveðju (t.d. okkur sjálfum) og láta allt sem inn kemur ganga trl fátækra barna (vetrarhjálpin). Skólinn gefur pappír og vinnu. Verðið er um 50 aurar (meira ef menn vilja).“ -GK Jo i3>h\f iiilu 1 'u Lsirn 3irma>. ~f g.........tar 'V*' ^ * T) i JM * j% .L.itf. \r. -nipTY í Æ í .. c • | HÆ. ilTi A SLÍbAi J A BULLA. CU ö<s dUNtiAh ERU I A BULLA CU T6TA ÚTí Á SLtbA.HÆ-HÆ r I/|7. þVf Ef\TU wi ':u mm. / r i ! • I) CR SAMÁMM GUHHAL ÆA:,$LUH CU ■ Ufi r/filR B£. GL' ftuÉirkÍ ■' í m uriAí aiKA nf 4 MS CxhtitLtts JOL. & AHÁ ~ ^ :-a ....U -V .Jt A-DULí . .... fC •/•• á 1 ; V k:) A 1 ,/>• /n\iI 4'F' fi 'TT f 9 i? 4 fáiffl MjT ‘m' H..EG Jbl ', ’2AUMMA hySAUH.b-AAA. r. JóUkkvebiJ* fitfu iarnanna # f I GLnahea m í "* t <*, í ö I H i Kí?ma blesui jótih C£ bótn 'm áo hléikKa tif. Gunnar Eqflson, 7 árd 0- J iA. V-, GLEbiLEG J'OUJ BráZum koma bl^S . uh jc/in, bórnin fá 1 } minn stá kertf 0$ $pil' Jbn IKaqnar.7ara JÓLASVEJUAR EKU AB fARA í BÆlNN MEB DtíT OG þEIR RARA 'A SKÍBA- SLZbA.þEtP ERUiHoTT AÐ FARA í BÆÍM 06 jb£/a FARA N££) böT í BL/£}/ftNAR. denní, u aha. jbLlN EhU Ab KCMA. GLCBÍLEG jbL PA B8/ OG MAMMA' Boy.sAh V-DEIL Þannig lítur opna í þessari gömlu bók út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.