Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 73 DV JSnatan Þórmundsson Jónatan Þórmundsson prófessor, Bræðraborgarstíg 15, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Jónatan fæddist í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1964. Hann var fulltrúi ríkissaksóknara 1964-1970 og var í framhaldsnámi í lögfræði og afbrotafræði við Kaliforníuhá- skóla í Berkeley 1965-1966. Jónatan varð héraðsdómslögmaður 1967 og fékk löggildingu til sóknar opin- berra mála í héraði 1963. Hann var lektor við lagadeild Háskóla ís- lands 1967-1970 og prófessor í refsirétti 1970. Jónatan var varafor- seti háskólaráðs 1972-1973 og gegndi um tíma störfum rektors. H^nn hefur setið í stjórn Há- skólabíós og var formaður Lög- fræðingafélags íslands 1974-1975. Jónatan hefur verið formaður Sak- fræðingafélags íslands frá 1971 og formaður Félags háskólakennara 1971-1972. Hann er löggiltur dóm- túlkur og skjalaþýðandi í ítölsku og hefur setiö í stjórn hugvisinda- deildar Vísindasjóðs. Jónatan hefur verið formaður fullnustu- nefndar frá 1978 og verið fulltrúi íslands í norræna sakfræðiráðinu frá 1980. Hann er nú forseti laga- deildar Háskóla íslands og ritstjóri Guðfinna Erla Jörundsdóttír, Æsufelli 4, Reykjavík, verður sex- tug á mánudaginn. Guðfmna er fædd á Hellu í Steingrímsfirði og ólst þar upp. Hún fluttist til Reykja- víkur tuttugu og fimm ára og hefur búið þar síðan. Guðfinna vann á Landspítalanum í átta ár og var síðan ráðskona í Iðnskólanum í fjögur ár. Hún hefur nú séð um kaffiveitingar í Landsbankanum á Laugavegi 7 í tæp þrjú ár. Börn Guðfmnu eru fjögur: Elín, hárgreiðslumeistari í Reykjavík; Anna Sigríöur, iðjuþjálfl í Reykja- vík; Jörundur, vaktstjóri á Land- spítalanum og Þorbjörg Elenóra menntaskólanemi. Þorbjörg Ele- nóra býr hjá móður sinni en hin börnin þrjú eru gift og hafa stofnað heimili. Barnabörn Guðfinnu eru sjö. Systkini Guðfinnu eru Ingimund- ur Gunnar, sem lengi var smiður í Gamla kompanínu í Reykjavík^ en hann er látinn; Ragnar Þór, b. á Hellu; Lárus Örn, rafvirki í Reykja- vík; Vígþór Hrafn, skólastjóri á Tímarits lögfræðinga og er settur ríkissaksóknari í Hafskipsmálinu. Kona Jónatans er Sólveig Ólafs- dóttir, f. 7. janúar 1948, lögfræöing- ur, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa. Foreld- ar hennar voru Olafur Jónsson, búnaðarráðunautur í Skagafirði og kona hans, Ásta Jónsdóttir. Sonur Jónatans og Sólveigar er Þórmund- ur, f. 3. apríl 1972. Sonur Jónatans og fyrri konu hans, Sigríðar Sig- urðardóttur kennara, er Sigurður Freyr, f. 7. maí 1969, menntaskóla- nemi. Foreldrar Jónatans eru Þór- mundur Erhngsson, b. í Stóra- Bötni í Hvalfirði, síðar birgðavörð- ur í Rvík, og kona hans, Oddný Kristjánsdóttir. Faðir Þórmundar var Erlingur, b. á Glammastöðum á Hvalfjarðarströnd, Ólafsson. Móðir Erlings var Margrét Erlings- dóttir, af Fremri-Hálsættinni. Móðir Þórmundar var Auðlín Erl- ingsdóttir, b. í Bakkabúð, Jónsson- ar og konu hans, Þórdísar Hannesdóttur frá Minna-Mosfelli í Grímsnesi. Oddný er dóttir Kristjáns Skag- fjörð, múrara í Reykjavík, Jónsson- ar Skagfjörð, verkamanns í Jörundsdóttir Varmalandi í Borgarfirði; Guð- laugur Heiðar, módelsmiður í Reykjavík. Elstur þeirra systkina er svo hálfbróöir þeirra, Magnús Jörundsson, sjómaður í Reykjavík. Fóstursystir Guðfinnu er Elenóra Jónsdóttir en þær Guðfmna eru systkinadætur. Foreldrar Guðfmnu eru Jörund- ur Gestsson, b„ bátasmiður og skáld á Hellu í Steingrímsfirði, f. 5.1.1900, og kona hans, Elín S. Lár- usdóttir, f. 13.5. 1900, en hún er látin. Fööurforeldrar Guðfinnu voru Gestur-Kristmundsson, b. í Hafnarhólmi, og kona hans, Guðr- ún Árnadóttir. Móðurforeldrar Guðfinnu voru Lárus Mikael Pálmi Finnsson, b. í Álftagróf í Mýrdal, og kona hans, Arnlaug Einarsdótt- ir. Faðir Lárusar var Finnur, b. í Álftagróf, Þorsteinssonar, b. og smiðs í Vatnsskarðshólum í Mýr- dal, Eyjólfssonar. Meðal afkom- enda Þorsteins má nefna Erlend Einarsson, fv. forstjóra SÍS, Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Ragnheiði Þórarinsdóttur borgar- Jonatan Þormundsson. Reykjavík, Jónssonar, frá Holts- múla í Skagafirði. Móöir Kristjáns var Jóhanna Björnsdóttir, b. í Hvammi í Langadal, Jónssonar. Móðir Oddnýjar var María Jóns- dóttir, formanns í Gróttu, Jónsson- ar, útvegsbónda í Brekkubæ í Reykjavík, Guðmundssonar. Móðir Maríu var Gróa Jónsdóttir, b. á Mófellsstöðum í Skorradal, Jóns- sonar og konu hans, Guðríöar Egilsdóttur, b. á Þórustöðum, Guð- mundssonar, prests' á Kálfatjörn, Böðvarssonar, prests í Guttorms- haga, Högnasonar, prests á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar „prestafóður". Guðfinna Erla Jörundsdóttir. minjavörð og Jón Helgason, pró- fessor og skáld. Arnlaug var dóttir Einars, b. á Felli í Mýrdal, Einars- sonar, b. á Ysta-Skála undir Eyja- fjöllum, Sighvatssonar, en meðal afkomenda Einars Sighvatssonar má nefna Magnús Jóhannesson sighngamálastjóra og Bjarnhéðin Elíasson, skipstjóra í Vestmanna- eyjum. Guðfmna tekur á mótí gestum að heimili sínu, Æsufelli 4, lauagar- daginn 19. desember eftir kl. 17. Guðfinna Erla Anna Ragnheiður Fritzdóttir Anna Ragnheiöur Fritzdóttir, Búðarbraut 10, Búðardal, er sjötíu og fimm ára í dag. Anna Ragn- heiður er fædd á Stóra Bergi á Skagaströnd og ólst upp í foreldra- húsum. Hún fór sautján ára í vist í Dalina og giftist 1934, Hahgrími Jónssyni, stöðvarstjóra og póstaf- greiðslumanni í Búðardal, f. 1901, d. 1982. Hallgrímur var bróðir Jóns, skálds og söngvara frá Ljárskóg- um, en foreldrar þeirra voru Jón Guðmundsson, b. og gullsmiður í Ljárskógum í Laxárdal, og kona hans, Anna Hallgrímsdóttir. Börn Önnu og Hallgríms eru sex: Regína Anna, starfar í Nýjabæ í Seltjarn- arnesi; Anna Ragnheiður, póst- maður í Búðardal; Ingibjörg Anna, húsmóöir í Árhus í Danmörku; Hrafnhildur Anna, fv. b. og hrepp- stjóri á Tungu í Hörðudal; Gylfi, hefur starfað við vinnuvélar hjá Reykjavíkurbæ, nú búsettur í Hveragerði og Yngvi, farmaður hjá SÍS og búsettur í Reykjavík. Systk- ini Önnu eru fimm: Henrietta Björg, býr í Búðardal; Jörgen Frið- rik Ferdinat, húsvörður við skóla í Kópavogi; Hans Ragnar; Elisabet Gottfrieda, húsmóðir i Hafnarfirði og Karla Steinunn, húsmóðir á Sauðárkróki. Foreldrar Önnu: Fritz Henriks Berndsen húsasmiður og kona hans, Henrietta Berndsen. Faðir Fritz var Berndsen, kaupmaður á Skagaströnd. Henrietta var dóttir Jörgens Friðriks Ferdinats, kaup- manns í Hafnarfirði. Til hamingju með morgundaginn 75 ára_________________________ Ragnheiður Bjarnadóttir, Eini- lundi 4A, Akureyri, er sjötíu og fimm ára á morgun. Sigrún Þorláksdóttir, Skúlagötu 58, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára á morgun. 70 ára________________________ Halldór Þorláksson vélstjóri, Neðstaleiti 4, Reykjavík, er sjötug- ur á morgun. Brynleifur Sigurjónsson bifreiða- stjóri, Miklubraut 7, Reykjavík, er sjötugur á morgun. 60 ára________________________ Eva Valdimarsdóttir, Skólavegi 33, Vestmannaeyjum, er sextug á morgun. Reinhard V. Sigurðsson verkstjóri, Bræðraborgarstíg 18, Reykjavík, er sextugur á morgun. 50 ára_______________________ Einar Þórarinsson vélsmiður, Gunnólfsgötu 14, Ólafsfiröi, er fimmtugur á morgun. Svava Svavarsdóttir, Asparfelli 8, Reykjavík, er fimmtug á morgun. Erla Ingileif Björnsdóttir, Einars- stöðum, Reykdælahreppi, er fimmtug á morgun. 40 ára___________________________ Baldvin Björnsson, Suðurgötu 56, Hafnarfirði, er fertugur á morgun. Jóhannes L. Harðarson skrifstofu- stjóri, Hálsaseh 6, Reykjavík, er fertugur á morgun. Jón Baldvinsson bifreiðastjóri, Tunguseh 9, Reykjavík, er fertugur á morgun. ____________________Afmæli Til hamingju með daginn! 75 ára_______________________ Aðalbjörg Björnsdóttir, Túngötu 22, Húsavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún verður að heiman á af- mælisdaginn. 70 ára______________________ Huld Jóhannesdóttir, Hafnarstræti 97, Akureyri, er sjötug í dag. Karitas Guðmundsdóttir, Lyng- haga 12, Reykjavik, er sjötug í dag. 60 ára_______________________ Sigrún Níelsdóttir, Grenigrund 44, Akranesi, er sextug í dag. Gunnhildur Friðriksdóttir, Heiðar- holtí, Svalbarðsstrandarhreppi, er sextug í dag. 50 ára_______________________ Eysteinn Sigurðsson, Borgarfelli, Lýtingsstaðahreppi, er fimmtugur í dag. Magnús Þorfinnsson, Hæðargarði, Kirkjubæjarhreppi, er fimmtugur í dag. Margrét Sigríður Helgadóttir, Skíðastöðum, Skefilsstaðahreppi, er fimmtug í dag. Elsa María Valdimarsdóttir, Báru- stíg 14, Sauðárkróki, er fimmtug í dag. Sigríður Valdimarsdóttir, Flugú- mýri, Akrahreppi, er fimmtug í dag. Ingimar Jónsson, Hjarðarslóð 3D, Dalvík, er fimmtugur í dag. Rögnvaldur Jónsson, Sogavegi 196, Reykjavík, er fimmtugur í dag. r Kristbjörg Þórðardóttir, Víðihhð 43, Reykjavík, er fimmtug í dag. Ilse Ruth Thiede, Austurgötu 26, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. 40 ára_____________________ Jóhanna Óskarsdóttir, Knarrar- bergi 1, Ölfushreppi, er fertug í dag. Ragnheiður Björnsdóttir, Glæsibæ, Staðarhreppi, er fertug í dag. Eygló Eymundsdóttir, Hhðarvegi 20, ísafiröi, er fertug í dag. Ogn Sigfúsdóttir Ögn Sigfúsdóttir, Bláskógum 7, Hveragerði, er áttræð í dag. Hún er fædd í Ægissíöu í Vestur-Húna- vatnssýslu. Ögn giftist 1929, Þor- steini Jónssyni frá Hlíð sem nú er látinn. Börn þeirra eru níu: Jónas, skip- stjóri, sem býr í Flórída, giftur Kolbrúnu Hoffris, þau eiga þrjár dætur; Margrét Bjarnfríður var gift Hirti Jóhannssyni sem er látinn, en þau eignuðust þrjú böm; Viggó bifvélavirki, giftur Guðríði Jóns- dóttur, en þau eiga fimm börn; Sverrir matreiðslumaður, giftur Guðnýju Ásgeirsdóttur, en þau eiga fimm börn; Árni kennari, gift- ur Steinunni Hróbjartsdóttur, en þau eiga fjögur börn; Sigurður, for- stjóri Sundlaugarinnar í Hvera- gerði, giftur Hólmfríði Breiðíjörö, en þau eiga fjögur börn; Helgi múr- ari, giftur Hjördísi Ásgeirsdóttur, en þau eiga þrjá drengi; Rósa, gift Jóni Þórarinssyni smiði, en þau eiga fjögur börn og Sigríður íþróttakennari, býr í Sviþjóð, gift Matta Ehsassyni og eiga þau þrjú börn. Barnabarnabörn Agnar eru tíu. Ögn er með elstu borgurunum í Hveragerði og hefur búið þar í fjörutíu og fimm ár. Foreldrar Agnar: Sigfús Guð- Ögn Sigfúsdóttir. mannsson, b. á Ægissíðu, og kona hans, Sigríður Hannesína Bjama- dóttir. Faðir Sigfúsar var Guð- mann, b. á Krossanesi, Árnason, b. á Húki í Miðfirði, Guðmundsson- ar. Móðir Sigfúsar var Ögn Eyjólfs- dóttir, b. á Eyjarbakka, Guðmundssonar, b. og skálds á 111- ugastöðum, bróðir Natans, læknis og skálds, Ketilssonar. Móðir Agn- ar var Sigríöur Hansína Björns- dóttir, Jóhannessonar Guðmunds- "sonar, frá Melrakkadal, Sigurðssonar, frá Haukagili í Vatnsdal, Jónssonar. Móðir Sigríð- ar var Rósa Magnúsdóttir. Sveinn Kristjánsson Sveinn Kristjánsson, fyrrv. b. á Drumboddsstöðum í Biskupstung- um, er sjötíu og fimm ára á morgun. Sveinn var bóndi á Drumboddsstööum í fjörutíu og eitt ár. Kona hans er Magnhildur Ind- riðadóttir og eignuðust þau fimm börn. Sveinn og Matthildur búa nú í íbúðum aldraðra í Bergholtí í Biskupstungum. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Orðsending um afmælisgreinar Upplýsingar og greinar um afmælisbörn dagana 23. til 28. desember þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi mánudaginn 21. desember. Upplýsingar og greinar um afmælisbörn dagana 30. desemb- er til 4. janúar þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi mánudáginn 28. desember. Munið að senda myndir með greinum og upplýsingum. I Andlát Gunnar Einarsson, Hjarðarhaga 60, Reykjavík, lést 16. desember. Ólafur Aðalsteinsson, Eyrarvegi 12, Akureyri, lést 15. desember. Guðmundur Valdimar Ágústs- son, Sunnuhvoh, Vatnsleysu- strönd, andaðist í Borgarspítal- anum 18. desember. Þórarinn Sigurðsson frá Hah- ormsstað, Vestmannaeyjum, er látinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.