Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Utlönd__________________ Nýttlyf við eyðni Egypskur skurðlæknír er þeirr- ar skoðunar að hann hafi fundið upp nýtt lyf sem læknað geti eyðni. Segir hann þaö hafa verið reynt með góðum árangri á rúm- lega þrjátíu sjúklingum í Zaire. Að sögn læknisins hafa nokkrir sjúklinganna notað lyfið í átta mánuöi án þess að það hafi haft nokkrar aukaverkanir í fór með sér. Þó sé ekki enn hægt að segja að það ráði niöurlögum veirunn- ar. Lyfið, sem kallað er MM-1, raéðst á eyöniveiruna og byggir upp ónæmiskerfi líkamans sem eyðniveiran brýtur niður. Það var fyrir þremur og hálfu ári sem læknirinn, sem er pró- fessor í skurölækningum við háskólatm í Kaíró, hóf vinnu sína við gerð lyfsins. Samkvæmt upp- ástungu Alþjóöa heilbrigðismála- stofnunarinnar var sjúklingum í Zaire gefið lyfið í tiiraunaskyni en þar eru sjö prósent íbúanna smitaðir af eyöni. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 20-22 Lb.lb. Úb.Vb, Sp Sparireikningar 3jamán. uppsogn 20-24 Úb.Vb 6mán. uppsögn 22-26 Úb 12 mán. uppsogn 24 30,5 Úb 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 6 12 Sp.lb. Vb Sértékkareikningar 12 24 Ib Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja márT. uppsögn 2 Allir 8mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjörum 18-34 Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-7,25 Ab.Sb, Sterlingspund 7,75 9 Ab.Sb Vestur-þýsk mörk 3-3,5 Ab.Sp Danskarkrónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp.Lb. Úb.Bb, Ib.Ab Viöskiptavixlar(forv.) (1) 36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 36-37 Lb.Bb, Ib.Ab. Sp Vióskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.Bb, Ib.Ab, Útlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 31-35 úb SDR 8-9 Vb Bandaríkjadalir 9-10.5 Vb Sterlingspund 10,5.-11,5 Vb.Úb Vestur-þýskmörk 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala des. 1886stig Byggmgavisitala des. 344 stig Byggingavísitala des. 107,5stig H úsaleigu visitala Hækkaði 5% 1 . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3536 Einingabréf 1 2,507 Einingabréf 2 1,466 Einingabréf 3 1,553 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,518 Lífeyrisbréf 1.260 Markbréf 1,277 Sjóðsbréf 1 1,226 Sjóðsbréf 2 1,226 Tekjubréf 1,317 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hámpiðjan 136 kr.’ Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaðarbankinn 154 kr. Skagstrendingurhf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, l.b = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. ísraelsk óeirðalögregla með táragasgrímur við Al-Aqsa moskuna i Jerúsalem. Þegar Palestínumenn tóku að streyma úr moskunni eftir bænastund kom til átaka milii þeirra og óeirðalögreglunnar. Simamynd Reuter franska jólasveini verði kait þeg- ar hann heldur út á götur og torg því að eindæma veðurbliða ríkir nú í Frakklandi. Simamynd Reuter Vorveður í Frakklandi Fleiri falla áGazasvæðinu Óeirðir blossuðu upp á ný á Gaza- svæðinu. Fyrstu frásagnir íbúa á svæðinu hermdu að þrír hefðu fallið þegar hermenn hófu skothríð til að dreifa Palestínumönnum sem efnt höfðu til mótmæla. Þessi nýju átök minnka vonir stjórnarinnar í ísrael um aö kyrrð sé að komast á en síðustu tíu daga hefur á annan tug Palestínumanna látið lífið í'átökunum og rúmlega hundrað særst. Róstur voru einnig í Jerúsalemþar sem landamæralögregla skaut tára- gasi að Palestínumönnum sem grýttu lögreglumennina eftir bæna- stund í Al-Aqsa moskunni. Að sögn sjónarvotta réðust mót- mælendur að aðalstöðvum hersins í borginni Gaza. Köstuðu þeir grjóti og bensínsprengjum að hermönnun- um sem dreifðu mótmælendum með táragasi. Mótmælendur lokuðu einn- ig inngöngum að sjúkrahúsi og hófust þar átök milli þeirra og her- manna sem voru fjölmennir á götum borgarinnar. Sendiherrar Danmerkur, Belgíu og V-Þýskalands auk sendinefndar Evr- ópubandalagsins hafa sent orðsend- ingu til utanríkisráðuneytis ísraels þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sín- um vegna ástandsins á herteknu svæðunum. ísraelsmenn hafa sætt mikilli gagnrýni víða fyrir að hafa beint skotvopnum að mótmælend- um. Forseti Ítalíu, Francesco Cossiga, er nú í opinberri heimsókn á Ítalíu en hann hafði áður íhugað að fresta henni eftir að ísraelskir hermenn skutu til bana palestínska mótmæl- endur. Hann mun ræða ástandið á fundi með Shamir forsætisráðherra og Peres utanríkisráðherra á morg- un. Aquino rekur ofursta Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, skipaði í gær her landsins aö leysa Gregorio Honasan og þrettán aðra ofursta, sem stóðu fyrir valda- ránstilrauninni í ágúst, frá störf- um. Honasan var gripinn ásamt laut- inant þann 9. desember síðastliðinn í húsi í úthverfi Manilaborgar. Hin- ir tólf ganga enn lausir. Margir ofurstar og hermenn voru gripnir eftir harða götubardaga daginn sem valdaránstilraunin var gerð. Tíu ofurstar gáfu sig fram nokkrum vikum seinna en hundr- að óbreyttir hermenn leika enn lausum hala. Um tvö hundruð eiginkonur og börn 'fanginna hermanna söfnuö- ust saman í gær fyrir utan aðal- stöðvar hersins og kröfðust þess aö fangamir yrðu látnir lausir yfir jólin. í Manila var tilkynnt í gær að herinn hefði komist yfir áætlanir skæruliða um auknar árásir eftir jól. Ramos, yfirmaður hersins, hafnaði í vikunni vopnahlésþreif- ingum skæruliða. Börn og eiginkonur þeirra hermanna sem handteknir voru fyrir valda- ránstilraun á Filippseyjum i ágúst síðastliðnum kröfðust þess í gær að fangarnir yrðu látnir lausir yfir jólin. -Símamynd Reuter Rithöfundurinn Your- cenar látin Bjanú Hinnksson, DV, Bordeaux: Einn helsti rithöfundur Frakka, Marguerite Yourcenar, er nú látin eftir langa sjúkdómslegu. Hún fædd- ist í Belgíu árið 1903 en bjó í Banda- ríkjunum frá 1939 þar sem hún vann fyrir sér með kennslu. Yourcenar var rithöfundarnafn hennar. Réttu nafni hét hún Crayon Cour. Þekktustu bækur hennar eru vafalaust Minningar Hadrians, sem út kom í kringum 1950, og Svartigald- ur sem kom út skömmu seinna. En bæði fyrir og eftir þennan tíma skrif- aði hún fjöldann allan af skáldsög- um, greinum í tímarit, ritgerðum og þýddi bandaríska og gríska höfunda. Yourcenar var fyrsta konan sem tekin var inn í frönsku akademíuna sem er samansafn rithöfunda og and- ans manna. Á íslensku hafa birst eftir hana tvær smásögur í öðru hefti lista- og bókmenntaritsins Teningur. Marguerite Yourcenar, sem var 84 ára þegar hún lést, var fyrsta konan sem tekin var inn í frönsku akademí- una. Símamynd Reuter Bjami Mnriksaon, DV, Bordeaux; Frakkar fa alls ekki hvít jól þetta árið. Eiginlega væri nær sanni aö segja að farið væri að vora því óvenjulega hlýtt veður hefur verið undanfarna daga og búast má við aö svo verði áfram. Talsvert hefur rignt og lítið sést til sólar en hitastig veriö mjög hátt. Fyrir rúmri viku fór hitinn nokkru niður fyrir frostmark í austurhluta landsins og fólk var fariö aö kynda af krafti. Nú bregður hins vegar svo við að hitinn eru um allt land á bilinu miili átta og átján stig og setur þetta heihnikiö strik í reikiiing- inn. Tii dæmis mega þeir sem æt- luöu sér á skíði í Pýreneafjöllun- um búast við grasi grónum brekkum, steinum og stokkum en sáralitlum snjó. Þessar snöggu hitabreytingar hafa líka í för með sér ýmsa lík- amlega kvilla hjá sumum, eins og kvef, giktarverki og svefnleýsi. Suöur við Miðjarðarhafiö ganga innfæddir um í stutterma- bolum og er óhætt að segja að þrátt fyrir jólaljós og logandi stjörnur, sem skreyta helstu göt- ur bæja og borga, sé engin hætta á að jólastemningin komi of snemma. Þrír íranskir hraðbátar geröu í gær árás á olíuflutningaskip sem skráð er í Noregi, Eldur kom upp í skipinu sem statt var á suður- hluta Persaflóa nálægt Iiormuz- sundi. Árásin var gerð innan við tíu klukkustundum eftir að skotiö var á flutningaskip frá Saudi- Arabíu. Bylflngarveröir á Abu Musa eyju er taldir hafa staðiö að baki báðum árásunum. í Osló staðfesti skipafólagið Norman International A/S aö skotið hefði verið á skipið á stjórnborða og aö eldur hefði komið upp. Skipstjórinn tílkynnti að eldurinn heíöi veriö slökktur og að skipið sigldi fyrir eigin vél- araili suður Hormuzsund. Engm slys urðu á mönnum. Mafíumeðlimir handteknir Lögreglan í Palermo handtók í gær fjóra meðlimi mafiunnar. Mennirnir fjórir voru ákæröir árið 1983 íyrir morð á sitóleysk- um kaupsýslumanni. Þeim var einnig gefiö aö sök að hafa reynt að koma bróður hans fyrir katt- arnef. Að sögn lögreglunnar höfðu bræðumir neitað að verða viö óskum mafíunnar sem reyndi aö kaupa lóðir undir markaðsverði í þorpi nálægt Palermo. I gær fann lögreglan í Cataniu lík kaupsýslumanns sem hafði verið skotinn mörgum skotum og virtist sem mafían heföi veriö þar að verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.