Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Blaðsíða 42
46 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Skák DV Islensku unglingana skorti herslumuninn í íjögurra landa keppni í Sandnes: íslendingar hafa jafnan verið sig- ursælir í skólaskákkeppni Norður- landa og eins í Norðurlandamóti framhaldsskóla. Alhr vita að skák- áhugi er óvíða meiri en hér á landi og skákstyrkur í samræmi við það. Hins vegar erum við fámenn þjóð og grannþjóðir okkar geta státað sig af fleiri jafnsterkum skákmönnum. Er teflt er á mörgum borðum mætti því ætla að róður okkar manna færi aö þyngjast. Samt munaði ekki nema hársbjæidd að íslendingar færu með sigur í fjögurra landa ungUnga- keppni í Sandnes, skammt frá Stavanger, um síðustu helgi, þar sem teflt var á tíu borðum. Auk íslendinga tóku Danir, Svíar og gestgjafarnir Norðmenn þátt í keppninni. AUar þjóðirnar mættu til leiks með sína sterkustu menn. Stór- meistarinn og „íslendingabaninn" Simen Agdestein tefldi á 1. boröi fyr- ir Norðmenn, Ferdinand Hellers fyrir Svía og á efsta borði Dana tefldi þeirra efnilegasti skákmaður, Lars Bo Hansen. Sex borð voru ætluð skákmönnum tvítugum og yngri en á fjórum neðstu borðum tefldu skák- menn 16 ára og yngri. í íslensku sveitinni voru Þröstur Þórhallsson, Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafsson, Tómas Bjömsson, Arnar Þorsteinsson og Snorri G. Bergsson sem tefldu á sex efstu borð- um; Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason, Sigurður Daði Sigfússon og Héðinn Steingrímsson sem skipuöu „yngri“ borðin. Sveitin skartaði því tveim heimsmeisturum, Hannesi (16 ára og yngri) og Héðni (12 ára og yngri). Fararstjórar og lið- stjórar voru Jón G. Briem og Ólafur H. Ólafsson. Keppnin var jöfn og æsispennandi. íslendingar mörðu sigur í fyrstu og annarri umferð gegn Dönum og Norðmönnum, 5‘A - 4 'A, og fyrir lokaumferðina höfðu þeir 11 vinn- inga og hálfs vinnings forskot á Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Árnason náðu bestum árangri ís- lensku unglinganna í Sandnes. Norðmenn og Svía. Mótherjarnir í síðustu umferð voru Svíar og því var ljóst að um úrslitaviðureign yrði að ræða. Ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch hefur þá kenningu að Skák Jón L. Árnason heppni og óheppni skákmanns (eða sveitar) á móti jafnist ávallt út. Sá sem er farsæll í upphafi móts fær - samkvæmt kenningu Portisch - óhjákvæmilega mótvind er dregur að lokum. Þessi fræði má heimfæra yfir á íslensku sveitina í Sandnes. Nokkurt lán lék við sveitarmenn í fyrri tveim umferðunum en gegn Svíum snerust heilladísirnar. Sænskir náðu yfirhöndinni en þó leit út fyrir að íslendingum tækist að jafna og sigra þar með í keppninni. Síðustu skákinni til að ljúka var skák Héðins við Hjelm. Héðinn hafði tals- vert betri stööu lengst af en á yfir- náttúrlegan hátt tókst Svíanum að bjarga sér í jafntefli og tryggja lönd- um sínum efsta sætið. Lokastaðan: 1. Svíþjóð 16 v. 2. ísland 15% v. 3. Danmörk 14 'A v. 4. Noregur 14 v. Hannes Hhfar og Þröstur Ámason náðu bestum árangri íslendinga, fengu 2 'A V. úr 3 skákum. Andri Áss, Davíð og Amar fengu 2 v., Tómas og Héðinn l'A v., Sigurður Daði 1 v„ Þröstur Þórhallsson hálfan (gegn Agdestein) en Snorri engan. Á neðri borðunum (16 ára og yngri) voru ís- lendingar sterkari, fengu l'A v. af 12 mögulegum. Þó hefði mátt búast við enn meira, enda bráefnilegir skák- menn á ferð. Á efri borðunum var árangurinn 8 v. af 18 mögulegum. í skákþætti sl. laugardag var haft á orði að keppnin yrði áreiðanlega góð æfing fyrir unglinga okkar og enginn vafi er á því að svo hefur verið. Um leið var spurt hvort það Athugið málið, hringið eða lítið inn. „NÝKOMIГ Barnastólar, 3 gerðir, upphækkunarpúð- ar, öryggisbelti með og án rúllu. Taum- ottusett, 5 litir, sætaáklæði í heilum settum og ekta gæra fyrir framsæti. Bremsuljós í afturglugga, radarvari, litlar ryksugur, hjólkoppar, margar gerðir o.m. fl., 10% staðgreiðsluafsláttur til áramóta. Opið laugard. til kl. 18. Þorláksmessu til kl. 23. „lólagjöfin fyrir bhcigandann“ -fæst hún ekki hjá okk- ur? Siðumúla 17. Simi 37140. samrýmdist metnaði okkar á skák- sviðinu að hlaupa upp ti* 1. nanda og fóta með skömmum fyrirvara til aö „verða fjórða hjól undir vagni" í keppni grannþjóðanna. Ólafur H. Ólafsson hafði samband við þáttinn og taldi þessi orð ómak- leg. Rangt væri að Hollendingar hefðu jafnan sent lið tíl þessarar keppni, eins og sagt var. Árlega heföu Svíar og Norðmenn háð unglinga- landskeppni en til hátíðarbrigða hefðu Norðmenn nú ákveðið að bjóða tveim þjóðum til viðbótar. Vegna misskilnings barst boð þeirra ekki rétta leið til íslenskrar skákforystu í sumar og því hefðu Norömenn ákveðið að bjóða Hollendingum eða Englendingum í staðinn. Þeir hefðu sent afsvar og þá hefðu Norðmenn, í örvæntingu, aftur haft samband við íslendinga. Þvi barst boð þeirra seint og þess vegna var „hlaupiö upp tíl handa og fóta“ og sveit send utan í snatri. Ætlunin var síst af öllu að sneiða að forystumönnum unglingaskákar hér á landi, sem unnið hafa þrek- virki með fórnfúsu starfi sínu. Um það má þó auðvitað ávallt deila hvort rétt sé að eyða takmörkuöu fiár- magni skákhreyfingarinnar í þetta verkefni eða hitt. Lítum á fiöruga skák frá keppn- inni. Frumlegt biskupsferðalag gerir út um taflið í þessari. Hvítt: Davíð Ólafsson Svart: R. Djurhuus (Noregi) Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 fB 7. 0-0 fxe5 8. Rxe5 Rxe5 9. dxe5 Dc7 10. c4 d4 Endurbót Norðmannsins á skák- inni Romanishin - Ivantsjúk sem tefld var í fyrra en þar var leikið 10. - Dxe5?! 11. Bh5+! g6 12. Bf3 0-0-0 13. Hel og hvítur náöi betra tafli. Skákinni lyktaði reyndar snögglega: 13. - Dd6 14. Rc3 dxc4 15. De2 Rf6 16. Dxc4 Be7 17. Bf4 Db4? 18. Rb5! Bxb5 19. Bxb7+ ! og svartur gaf. í skýringum stingur Romanishin upp á 10. - 0-0-0!? sem virðist traust- ari leikmáti heldur en aðferð Norðmannsins. Með leik sínum gefur hann eftir á miðborðinu. 11. f4 0-0-0 12. a3 Kb8 13. Bd3 Rh6 14. Rd2 Be715. Re4 Ka816. Del Bc617. b4! Hvítur er að ná hættulegri sókn á drottningarvæng. Svartur grípur til þess ráðs að hirða peðið jafnvel þótt hvítur fái opnar línur gegn kóngin- um. 17. - cxb4 18. axb4 Bxe4 19. Dxe4 Bxb4 20. Hf2 Hótar að vippa hróknum yfir á a- eða b-línuna. Svartur missir nú af síðasta vamarmöguleikanum. Með 20. - Rf5! 21. Hfa2 a5 22. Bd2 (ef 22. Ba3, þá 22. - Bc3) Bxd2 23. Hxd2 Re7 24. Hda2 Rc6 væri riddarinn loks kominn í leikinn. Eftir næsta leik verður ekki aftur snúið. 20. - Dc6? 21. Hfa2 Bc5 Eftir 21. - a5 22. Bd2 Bxd2 23. Hxd2 Kb8 24. Dxc6 bxc6 25. Hxa5 ræður svartur ekki við allar hótanimar. 8 7 6 5 4 3 2 1 .abcdefgh 22. Ba3! Upphafið að afar skemmtilegri til- færslu. Ekki gengur nú 22. - Bxa3 23. Hxa3 og a-peðið verður ekki varið, því að 23. - a6 strandar vitaskuld á 24. Hxa6+ og vinnur. 22. - Bb6 23. c5 Bc7 24. Bb4! Bb8 25. Ba5! Ef hrókurinn víkur sér nú undan lyki hvítim biskupsrápinu með 26. Bb6! og umsátriö um a-peðið er al- gjört. Svartur verður aö sætta sig viö skiptamunstap og framhaldið teflir Davíð af nákvæmni. 25. - Dxc5 26. Bxd8 Hxd8 27. Hb2 Hd5 28. Habl b6 29. Hc2 Da5 30. Bb5! Svartur gafst upp. Fregnir frá FIDE-þingi Þing Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var haldið fyrstu dagana í mánuðinum í Sevilla þar sem Karpov og Kasparov þreyta tafl sitt. Eitt og annað gerðist á þinginu, sem þó ein- kenndist öðru fremur af reiðilestri Campomanesar, forseta FIDE. Að sögn Einars S. Einarssonar, sem sótti þingið fyrir íslands hönd, vissu þing- menn ekki hvaðan á sig stóð veörið er forsetinn jós úr skálum reiði sinnar og „skásett augu hans skutu gneistum",. eins og Einar komst að orði. Orðum forsetans mun hafa ver- ið beint gegn heimsmeistaranum Kasparov sem deilir m.a. á FIDE og „skákmafíuna“ í nýrri bók sinni. Þá vildu Campomanes og fylgifisk- ar hans dæma Spánveijann Ricardo Calvo í keppnisbann fyrir skrif hans í hollenska skáktímaritiö Ney in Chess. Calvo fer þar ófógrum orðum um skákforystuna. Fulltrúar Vestur- landa á þinginu lögðust allir sem einn gegn þessari hugmynd og töldu FIDE ekki hafa lögsögu yfir því hvað menn skrifuðu. A endanum var til- lagg nefndarinnar felld en þó samþykkt að fordæma slík skrif og lýsa Calvo „persona non grata“. Fyr- irspurn um það hvað þau orð merkja var svaraö á þann veg aö bjóða mætti Calvo á skákmót en hann yrði útskúfaður úr samkvæmislífinu! Stórmeistarinn Quinteros var hins vegar dæmdur í árs keppnisbann fyrir að tefla í Suður-Afríku. Lagðar voru fram tillögur um breytingar á fyrirkomulagi heims- meistarakeppninnar. Tillaga Pol- ugajevskys hlaut góðan hljómgrunn. Hann vill sameina heimsmeistara- keppnina og heimsbikarkeppni alþjóðasamtaka stórmeistara sem hefst á næsta ári. Hugmynd hans er að fyrst tefli 100 skákmenn í 13 um- ferða opnu móti, 64 þeirra séu valdir samkvæmt stigum, 30-32 úr svæðis- mótum og 4-6 samkvæmt sérstökum re'glum: fyrrverandi heimsmeistar- ar, heimsmeistari unghnga, þátttak- andi frá landinu sem heldur keppnina o.s.frv. Efstu 36 úr opna mótinu komast áfram og heyja ein- vígi tveir saman. Þeir 18 sem þá verða eftir hafa unnið sér rétt til að tefla í heimsbikarkeppninni, auk þeirra 6 sem komust lengst í síðustu keppni. Heimsbikarkeppnin sam- anstendur af sex skákmótum. Sá sem fær flest stig úr mótunum hefur unn- ið sér rétt til að heyja 24ra skáka einvígi við heimsmeistarann. Verði heimsmeistarinn sjálfur efstur teflir hann einvígi við næsta mann í röð- inni en hefur þá rétt á öðru einvígi innan hálfs árs ef hann tapar titlin- um. Einnig bar á góma reglugerð um stigaútreikning 30 mín. skáka, sem nefndar hafa veriö „atskákir" (action chess). Fyrsta Evrópumeistaramótið í atskák verður haldið í Gijon á Spáni í byrjun júní á næsta ári. Að lokutn má enn geta þess að Þröstur Þórhallsson var útnefndur alþjóðlegur meistari á þinginu og ís- lendingar einguðust einnig tvo FIDE-meistara: Hannes Hhfar Stef- ánsson og Ingvar Ásmundsson. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.