Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 36
36 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Á heimilinu skammt utan við New York. Á myndinni eru Úlfur og Sigriður og Einar, sonur þeirra. DV-myndir Ólafur Arnarson hjónin Ulfur Sigurniundsson og Sigríður Pétursdóttir í helgarviðtali Ólafur Amarson, DV, New York: Úlfur og kona hans, Sigríður Pét- ursdóttir, hafa búið sér fallegt heimili skamimt utan við New York borg og á dögunum heimsótti DV þau hjón og átti við þau viðtal. Að góðum íslenskum sið var fyrst spurt um uppruna og það er Úlfur sem hefur orðið: „Faðir minn hét Sigurmundur Gíslason og var alla tíð tollvörður og síðar yfirtollvörður. Hann stjórnaði tollpóststofunni lengst af. Móðir mín heitir Sæunn Friðjónsdóttir. Hún er ættuð að norð- an en kom til Reykjavíkur sem ung stúlka. Ég er Reykvíkingur, austurbæing- ur. Við áttum eiginlega heima í sveitinni, þar sem við bjuggum í Kringlumýrinni. Afi minn átti þar erfðafestu og þar byggðu hann og faðir minn hús. Afi átti þá kindur kýr og hross. Þarna bjuggum við í nokkurs konar einangrun sem lauk ekki fyrr en eftir að ég fermdist og við fluttum á Flókagötuna. Þá höfðu afi og amma látist og við seldum húsið í Kringlumýrinni.“ 12 ára í bæjarvinnunni „Á þessum árum var ég í sveit á sumrin en afi var verkstjóri í bæjar- vinnunni og þar byrjaði ég að vinna sem sumarstrákur 12 ára gamall. Ég var í Laugarnesskólanum. Þá var menntaskólinn enn sex ár og viö vorum búin undir að fara í fyrsta bekk í honum. En þegar röðin var komin að mínum árgangi þá var kerfinu breytt og menntaskólinn gerður að fjörurra ára skóla. Við það kom svolítið los á mann. Ég fór í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og á- kvað síðan á öðru ári þar að taka landspróf. Það hafðist og ég fór í menntaskólann og útskrifaðist sem stúdent árið 1954. Islendingar byggja afkomu sína á viðskiptum við önnur lönd. Fáar þjóðir erujafhháðar útflutningi. Mætir Islendingar hafa í gegnum tíð- ina helgað krafta sína íslenskum útflutningsiðnaði bæði hér á landi og á erlendri grund. Einn þessara manna er Ulíui' Sigurmundsson, sem um árabil var framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins en starfar nú sem viðskiptafrilltrúi íslands í New York. Ulfur hefrir víða komið við á sínum ferli. Hann hefur starfað í Þýskalandi, Bret> landi og Hollandi, svo eitthvað sé nefrit. . V’ ■>: Hjónin Sigríður og Ulfur. A veggjunum eru íslenskar myndir. Menntaskólaárin eru sérstakur tími í lífi hvers manns. Þar er mikið fiör og þar kynnist maður mörgum og ég á marga góða vini þaðan. Þar má nefna til dæmis Þorvald S. Þor- valdsson arkitekt og Svan Sveinsson lækni. Þeir voru báðir bekkjarbræð- ur mínir. Ekki má,gleyma að ég hitti konuna mína í MR en hún var reynd- ar ári á undan mér í skólanum. Einnig hitti ég þar gamla félaga úr Laugafnesskólanum, svo sem Jón Sigurðsson sem nú er kenndur við Grundartanga. Að Joknu stúdentsprófi varð úr að ég fór í viðskiptafræði. Ég man það þó að mér hafði þótt svo gaman í tím- um hjá Ólafi Hanssyni í menntaskól- anum að ég hélt áfram að sækja tíma hjá honum í sögu í Háskólanum. Annars varð seta mín í Háskóla ís- lands mjög stutt. Ek-ki nema einn' vetur. Að loknu fyrsta árinu í við- skiptafræði ákvaö ég að skipta um og fara alveg yfir í hagfræði. Til þess að gera það mögulegt flutti ég mig til Þýskalands. Á þessum árum lá straumur íslenskra námsmanna til Þýskalands, ef frá eru talin Norður- lönd, rétt eins og straumurinn í dag liggur til Bandaríkjanna." Með bréf frá Gylfa Þ. „Ég fór með bréf upp á vasann frá Gylfa Þ. Gíslasyni prófessor til há- skólans í Frankfurt sem hann hafði verið við. Þarna hóf ég nám haustið 1955. Mér fannst sá skóli stór og óper- sónulegur þannig að ári síðar færði ég mig til Kílar í Norður-Þýskalandi. Þar var ákaflega fræg þjóðhagfræði- deild um þessar mundir. Þar kenndi einn virtasti hagfræðingur í Þýska- landi, prófessor Schneider, sem einnig var aðalkennslubókarhöfund- ur landsins á þessum tíma. Á þessum árum voru engin náms-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.