Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 3 i>v Viðtalið -------------------- Stunda mikið hesta- mennsku iv. . .u~ i i Nafn: Guðný Höskuldsdóttir Aldur: 34 Staða: Hæstaróttarlögmaður Guðný Höskuldsdóttir er önn- ur tveggja kvenna sem fengu rétt- indi sem hæstaréttarlögmenn í síöustu viku. Áður höfðu aðeins íjórar konur hlotiö slík réttindi hér á íslandi. Guöný segist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna fleiri konur hafi ekki feng- iö þessi réttindi. En hún telur að kvenlögfræðingar séu fleiri sem hafi snúið sér aö einhverju öðru en beinni lögmennsku. Elst fimm systkina Guðný er fædd 16. nóvember 1953 og uppalin í Reykjavík Hún er elst finrni systkina. Foreldrar hennar eru Elín Gísladóttir, starfsmaður á Borgarspítalanum, og Höskuldur Jónsson, verka- maður. Guöný er ógift og barn- laus. Guðný hefur stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands en hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla- íslands 1981. Hún tók svokallaðan kúrsus 1 lögfræðinni hjá sýslu- mannínum á ísafirði en strax að námi loknu hóf hún störf á lög- mannsstofu Arnmundar Back- man í Reykjavík og hefur starfað þar síðan. Á bak á hvejum degi „Ég stunda hestamennskumjög mikið. Ég er með tvö hross auk þess sem ég er með fleiri í minni umsjá. Þetta er tímafrekt tóm- stundagaman og held ég að það þurfi mikla hestadellu til að halda þetta út. Annan hvorn dág þarf ég að gefa hestunum og hirða þá, en við erum tvær sem skiptum þessu á milli okkar. En ég fer oft- ast á bak á hveijum degi. Siðastliöin þtjú ár er ég búin að vera með hestana í Reykjavík á vetuma en þeir eru í Skafta- fellssýslunni á sumrin hjá afa minum og móðurbróður. Þar stundaði ég hestamennskuna áö- ur en ég hef verið mikið fýrir austan. Hestamennskan er raunar mitt eina áhugamál en mér finnst ekki hægt aö tala um áhugamál nema að viökomandi viðfangsefhi taki hug manns allan. Annars hef ég til dæmis ferðast nokkuö bæði innanlands og utan þótt ég vfiji ekki segja aö það sé mitt áhuga- mál nema akkúrat þegar á því stendur því þá hefúr maður ekki um neitt annað að hugsa.“ Fréttir Úthlutunarreglum LÍN breytt: Kristaltært að nú borgar sig fyrir námsmenn að vinna segir Sigurbjöm Magnússon, formaður LIN Stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur endurskoðað úthlutunarreglur sjóösins fyrir skólaárið 1988-1989 og hefur menntamálaráðherra staðfest breytingamar. Meginbreytingin er að 35% af tekjum umfram framfærslu í sum- arleyfi koma til lækkunar á hám- arksláni í stað 50% áður. En eins og áður er nú gert ráð fyrir að námsmaður sé í leyfi í 3 mánuði á ári og afli tekna á þeim tíma sér til framfærslu. „Við höfum á undanfórnum árum verið að lækka þetta hlutfall jafnt og þétt,“ sagði Sigurbjörn Magnússon, formaður LÍN, í sam- tali við DV. „Á árunum 1980 og 1981 var þetta hlutfall 95% og hefur lækkað stig af stigi síöan. Við álít- um að þetta valdi lánasjóðnum ekki mikilli tekjuskerðingu. En þetta er hagstæöara fyrir náms- mennina og hefur haft þau áhrif að þeir hafa aukið tekjur sínar. Nú er orðið kristaltært að það borgar sig fyrir námsmenn aö vinna.“ Einnig var breytt reglum um námsmenn sem koma af vinnu- markaðnum og hafa því ekki notið aðstoðar sjóðsins. Þeir teljast hafa verið í leyfi 3 síðustu mánuði áður en nám hefst á skólárinu. Viðkom- andi námsmaður getur fengið tekj- ur, sem staðfest er að hann hafi aílað á tímabilinu 1. janúar og þar til leyfi hefst, felldar niður. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.